Upphaf heimsstyrjaldar og öld átaka

mynd.uppi_.jpg
Auglýsing

Tuttug­asta og átt­unda júlí síð­ast­lið­inn voru 100 ár liðin frá því fyrri heim­styrj­öldin hófst. Fáir atburðir hafa haft við­líka áhrif á heims­sög­una. Heims­veldi féllu og ný komu til sög­unnar og sjálf­stæð ríki urðu til, þar á meðal Ísland sem varð full­valda árið 1918. Í upp­hafi styrj­ald­ar­innar sum­arið 1914 von­uðu stór­veldin að hægt væri að hindra útbreiðslu henn­ar. Svo varð ekki. Aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæmið lýsti stríði á hendur Serbíu 28. júlí 1914. Þýska­land sagði Rúss­landi stríð á hendur 1. ágúst, Frakk­landi 3. ágúst og réð­ist á Belgíu degi síð­ar. Inn­rás Þjóð­verja í Belgíu nægði Bretum til þess að lýsa stríði á hendur Þjóð­verjum 4. ágúst. Aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæmið lýsti stríði á hendur Rúss­landi 6. ágúst og Frakkar og Bretar lýstu stríði á hendur keis­ara­dæm­inu sex dögum síð­ar. Á þessum tíma var Evr­ópa orðin fjöl­menn­ari en nokkru sinni og sam­fé­lögin betur skipu­lögð. Efna­hagur ríkja hafði styrkst og félags­legar og póli­tískar breyt­ingar sem styrktu stöðu þjóð­ríkj­anna og rík­is­valds­ins höfðu átt sér stað. Tækni­fram­farir í land­bún­aði urðu til þess að færri stund­uðu land­bún­að­ar­­­störf og því voru fleiri ungir menn til­tækir til her­þjón­ustu. Evr­ópu­ríkin bjugg­ust við að átökum lyki fyrir jól 1914, en raunin varð allt önn­ur. Erfitt varð fyrir deilu­að­ila að hafa stjórn á atburða­rásinni. Sífellt meiri kostn­aður hafði áhrif á póli­tísk mark­mið átak­anna, sem urðu æ óljós­ari eftir því sem stríðið drógst á lang­inn og hern­að­ar­­­á­ætl­anir breytt­ust. Að fjórum árum liðnum lágu millj­ónir manna í valn­um.

Fyrri heim­styrj­öldin var fyrsta nútíma­­styrj­öld­in. Vopnin voru lang­dræg­ari, nákvæm­ari og ban­vænni en áður. Til sög­unnar komu skrið­drekar, flug­vélar og kaf­bátar og efna­vopnum var beitt í fyrst skipti. Vísnda­menn, verk­fræð­ingar og vél­fræð­ingar urðu jafn mik­il­vægir og her­menn, sam­fara fram­förum í tækni og vís­ind­um. Þessi þróun hefur orðið við­var­andi. Í seinni heims­­styrj­öld­inni var almenn­ingur í skot­lín­unni sem aldrei fyrr. Loft­árásir voru gerðar á borgir og gyð­ingar sendir í útrým­ing­ar­búð­ir. Tölvur og eld­flaugar urðu til og kjarn­orku­vopn þving­uðu Japan til upp­gjaf­ar. Í dag, aðeins nokkrum kyn­slóðum síð­ar, á tímum flýilda, tölvu­árása, stýriflauga og ann­arra hátækni­vopna, á tímum þar sem fámennir hópar vopn­aðra víga­manna hafa yfir tölu­verðri hern­að­ar­getu að ráða, er almenn­ingur í skot­lín­unni ekki síður en á síð­ustu öld. Nú falla færri her­menn en almennir borg­arar í stríðs­á­tökum þó mann­rétt­indi eigi að heita tryggð­ari en fyrir 100 árum.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/39[/em­bed]

Auglýsing

Í fyrri heim­styrj­öld­inni var rúm­lega þriðj­ungur fórn­ar­lambanna almennir borg­ar­ar, eða um fimm millj­ónir manna. Átta millj­ónir her­manna féllu á víg­vell­in­um. Í seinni heims­­styrj­öld­inni lét­ust nálega 27 millj­ónir almennra borg­ara og þessi gríð­ar­legi munur end­ur­speglar greini­lega þær tækni­breyt­ingar sem urðu á sviði hern­aðar á milli­stríðs­ár­un­um. Fjórar til fimm millj­ónir manna flúðu heim­ili sín fyrstu árin eftir fyrri heims­styrj­öld­ina en næstum 40 millj­ónir manna flúðu eða var vísað úr landi á árum milli 1945 og 1950. Þar af flúðu um það bil 170 þús­und Palest­ínu­ara­bar á árunum 1946 til 1948. Til sama­burðar má nefna að 4.800 her­menn Banda­ríkj­anna og banda­manna þeirra féllu í Írak frá 2003 til 2014 og næstum 33 þús­und særð­ust. Talið er að 35 þús­und íranskir her­menn og upp­reisn­ar­menn hafi fall­ið, en sam­kvæmt sumum rann­sóknum hafa um 500 þús­und almennir íranskir borg­arar lát­ist á einn eða annan hátt vegna átak­anna. Í seinni heims­styrj­öld­inni er áætlað mann­fall Þjóð­verja um 6,8 millj­ón­ir, þar af féllu 3,6 millj­ónir almennra borg­ara. Á tutt­ug­ustu öld­inni hafa upp undir 120 millj­ónir manna (talan er óáreið­an­leg) orðið fyrir barð­inu á þjóð­ern­is­hreins­un­um, eins og þær eru skil­greindar í dag.

Tölur sem þessar segja okkur hins vegar ekki mikið um þær hörm­ung­ar, sárs­auka og þján­ingar sem millj­ónir manna upp­lifðu og upp­lifa enn í dag vegna stríðs­á­taka. Nú sjáum við átökin í beinni útsend­ingu fyrir til­stilli fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla. Það færir okkur vissu­lega nær víg­vell­inum en ekki endi­lega nær sann­leik­an­um. Átök og þjóð­ern­is­hreins­anir í Kambod­íu, Rúanda og fyrrum Júgóslavíu seint á síð­ustu öld og átökin í Mið-Aust­ur­löndum nú sýna að rétt eins og fyrir 100 árum, við upp­haf fyrri heim­styrj­ald­ar, eru afleið­ingar stríðs­á­taka óút­reikn­an­leg­ar.

Í eðli sínu eru stríðs­á­tök óræð (irrationa­l), í þeim skiln­ingi að um leið og þau hefj­ast og vopnin fara að tala tekur við lög­mál sem er óút­reikn­an­legt, óháð allri skyn­semi, skipu­lagn­ingu, áætl­unum og vænt­ing­um. Eng­inn sá fyrir hörm­ung­ar, skot­grafa­hernað og mann­fall fyrri heims­styrj­­aldar fyrir sléttum 100 árum. Á sama hátt tók hið óræða völdin þegar Hitler réðst á Sov­ét­­ríkin 1941, þegar Jap­anir réð­ust á Perlu­höfn í des­em­ber 1942, þegar Lyndon B. John­son og ­Ro­bert McNa­mara tóku ákvörðun um að stig­magna stríðið í Víetnam í júlí 1965 og þegar George W. Bush og hinir nýí­halds­sömu (neo­conservati­ve) ráð­gjafar hans í varn­ar- og utan­rík­is­málum tóku ákvörðun um að ráð­ast á Írak árið 2003.

Þessi stóru stríðs­á­tök brut­ust út vegna ólíkra ástæðna og mark­miða sem helg­uð­ust af þeim áróðri eða rökum sem beitt var til þess að rétt­læta þau. Þó eiga stríð eins og fyrri og seinni heims­styrj­öld, Kóreu­stríð­ið, Víetnam­stríð­ið, stríðið gegn hryðju­verk­um, átökin í Írak, Afganistan, Sýr­landi og nú síð­ast Palest­ínu og Úkra­ínu eitt og annað sam­eig­in­legt. Það er mögu­legt að nefna að minnsta kosti fjögur atriði sem ein­kenna stríð, upp­runa þeirra og ástæð­ur:



  • Stríð eru lík­leg þar sem öfga­kennd þjóð­ern­is­hyggja, múgsefjun og stjórn­leysi ráða ríkj­um.


  • Stríð eru lík­leg þar sem her­stjórn, trú­ar­bragða­hópar, eða póli­tísk sam­tök með öfga­fulla stefnu kom­ast til valda, hvort sem það ger­ist með lög­mætum eða ólög­mættum hætti.


  • Stríð eru oft­ast drifin áfram af árás­ar­hneigð, ­ör­vænt­ingu, von­leysi, firr­ingu og ofsóknum í garð minni­hluta­hópa.


  • Stríð eru oft afleið­ing mis­heppn­aðs erind­rekst­urs rík­is­stjórna eða manna á vegum þeirra.




Allt þetta má heim­færa upp á orsakir fyrri heims­­styrj­ald­ar­inn­ar. Þær voru póli­tískar og snér­ust um land­svæði og efna­hags­leg átök milli stór­veld­anna í Evr­ópu ára­tug­ina fyrir styrj­öld­ina en líka um aukna hern­að­ar­hyggju, heims­valda­stefnu, kyn­þátta- og þjóð­ern­is­hyggju. Upp­haf stríðs­ins lá þó í ákvörð­unum sem teknar voru af stjórn­mála­mönnum og hers­höfð­ingjum eftir morðið á Franz Ferdin­and, rík­is­arfa aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæm­is­ins í Sara­jevo 28. júní 1914, en þær leiddu til diplómat­ískrar kreppu í Evr­ópu. Segja má að fyrri heims­styrj­öldin hafi gert það að verkum að frek­ari ófriður braust út á lið­inni öld, þeirri öld sem ýmist er nefnd öld öfga eða öld stríðs­á­taka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None