Vegurinn heim

Guðjón Sigurðsson, formaður MND á Íslandi og verkefnastjóri hjá ÖBÍ Réttindasamtökum, skrifar um neyðarástand vegna þess að fólk kemst ekki heim að lokinni meðferð á sjúkrahúsum.

Auglýsing

Staðan

Sjúkra­hús eru full af fólki sem eins gætu verið heima hjá sér ef þau fengu þá þjón­ustu sem þau þurfa og eiga rétt á. Í dag kepp­ast ráð­herrar við að mynda sig við skóflustungur að hjúkr­un­ar­heim­il­um, þar sem bæt­ast við 10, 20 kannski 30 rými á næstu árum.

Þetta er auð­vitað hrein sýnd­ar­mennska til lausnar neyð­ar­á­stand­inu sem er í dag. 100 ungir fatl­aðir sem eiga ekki heima á hjúkr­un­ar­heim­ilum og svo rúm­lega 100 sem fylla ganga bráða­mót­töku og aðrar deildir sjúkra­húsa. Að minnsta kosti 200 rými sem vantar núna, strax í dag. Að bæta við örfáum slíkum rýmum leysir engan vanda og skilar ekki þeim árangri sem neyð­ar­á­standið kallar á.

Í að minnsta kosti 10 ár hefur verið rætt um lausn sem hefur vinnu­heitið „Veg­ur­inn heim“. Ráða­menn eru skiln­ings­ríkir og jákvæðir á lausnir en að mínu mati hefur þau skort kjark til að fara nýjar leið­ir. Betra og örugg­ara að fara bara um landið og láta mynda sig við skóflustungur sem allir vita að bjargar engum bráða­vanda. Með þessu úrræði gæf­ist kostur á að leysa frá­flæð­is­vanda sjúkra­húsa sem og útvegun hjúkr­un­ar­rýma fyrir þá sem þurfa.

Auglýsing

Lausnin

Í stað bygg­ingar rán­dýrra hjúkr­un­ar­heim­ila verði núver­andi íbúðir við­kom­andi ein­stak­linga breytt þannig að þau geti búið lengur á eigin heim­ili og haldi með því sjálf­stæði sínu lengur en ella. Grunn­ur­inn að þessu er að heim­ilin séu við­ur­kennd sem hjúkr­un­ar­rými og fái sam­bæri­legar greiðslur fyrir umönnun sem gerð er heima hjá við­kom­andi. Dag­pen­inga­greiðsl­urnar fari til þess sem þjón­ust­una veit­ir. Þetta gætu verið ein­stak­ling­ar, sveit­ar­fé­lög eða hjúkr­un­ar­heim­ili sem sjá um hana. Ríkið við­ur­kennir ekki heima­hús sem hjúkr­un­ar­rými og greiðir þar af leið­andi ekki sam­svar­andi dag­pen­inga og önnur gjöld eins og ef um hjúkr­un­ar­rými væri að ræða á hjúkr­un­ar­heim­ili.

Fram­kvæmdin

Við ein­beitum okkur að þremur hóp­um.

  1. Sjúk­lingar útskrif­aðir af stofn­un­um. Með­ferð er lok­ið.
  2. Ungir fatl­aðir eða lang­veikir á hjúkr­un­ar­heim­ilum sem betur eru settir heima.
  3. Ein­stak­lingur sem er heima, til að lengja dvöl við­kom­andi þar þá þarf að bæta aðstöð­una á heim­ili við­kom­andi. Ann­ars er eini mögu­leik­inn að leggja ein­stak­ling­inn inná sjúkra­hús eða bíða eftir „skóflustungu plássi“ í fjar­lægri fram­tíð.

Svona gæti þetta litið út:

Hvíld­ar­pláss. 2-10 vik­ur:

  • Fær inni á „Veg­ur­inn Heim“ á meðan eft­ir­far­andi er athug­að:
  • Heim­il­is­að­stæð­ur. Hús­næð­i-­mögu­leg aðstoð við aðstand­enda.
  • Panta hjálp­ar­tæki og þjálfun á þau.
  • Hús­næði heima lag­fært.
  • Aðstoð heima tryggð. Öryggi tryggt.
  • Aðstoð­ar­mann­eskja þjálfuð í notkun hjálp­ar­tækja og við­kom­andi læra hvort á ann­að.
  • Virkni þjálf­un. Tryggja að ein­stak­lingur verði ekki félags­lega ein­angr­að­ur.
  • Sjúkra­þjálf­un. Eftir þörf­um.
  • Önnur aðstoð eftir þörf­um.

Margt af ofan­töldu er þegar til staðar og bara spurn­ing um að virkja þau úrræði.

En við þurfum kjark ráð­herra og jákvæða aðkomu allra sem að málum koma til að lausn finn­ist á þessu verk­efni sem við öll stöndum frammi fyr­ir.

Kostn­aður

Hættum að vísa hvert á ann­að, vinnum þetta saman og alla vega förum af stað með verk­efni sem inni­heldur 10 pláss. Bygg­inga­kostn­aður 5.000.000.- (breyt­ing á hverju heim­il­i). Sam­tals 50 millj­ón­ir. Það er áætlað að kosti 10 rými til við­bótar á Ísa­firði sam­tals 550 millj­ón­ir, eða 55 millj­ónir á hvert rými. Rekstur þjón­ustu verður það sama og á hjúr­un­ar­heim­ili. Bún­aður til aðstoðar við­kom­andi verði greiddur af Sjúkra­trygg­ingum Íslands, eins og gert er með hjúkr­un­ar­heim­ili og fyrir ein­stak­linga.

Grund­völlur þátt­töku í verk­efn­inu

  1. Læknar votta að við­kom­andi hefur lokið sjúkra­hús með­ferð og er hæf/ur til að búa á eigin heim­ili.
  2. Ríkið greiðir kostnað við með­ferð­ina, sama og hjúkr­un­ar­heim­ili.
  3. Sveit­ar­fé­lag, ríki og þjón­ustu­veit­andi hafi gert sam­komu­lag.
  4. Heima­hjúkrun er klár með að leysa sitt verk­efni se mog félags­þjón­ust­an.

Will­um, við gef­umst ekki upp þó á móti blási. Við spilum sókn­ar­bolta.

Höf­undur er for­maður MND félags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar