Veit einhver hvort Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu eða ekki?

16616899887_1b93665290_z.jpg
Auglýsing

Fyrir örríki eins og Ísland er nauð­syn­legt að byggja upp sterk alþjóð­leg tengsl. Við eigum alla okkar vel­ferð undir við­skiptum við þau lönd sem vilja kaupa þær vörur sem við fram­leið­um.

Ísland er hins vegar ein­stak­lega lún­kið við að taka allskyns ákvarð­an­ir, og senda út allskyns skila­boð, sem eru þess eðlis að eyði­leggja fyrir slíkum sam­skipt­um.

Í fyrra var gerðu til dæmis allir aðrir sem veiða mak­ríl í Atl­ants­hafi sam­komu­lag um þær veiðar án aðkomu og vit­undar Íslands. Fyrr á þessu ári birt­ist minn­is­blað frá John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna til Baracks Obama for­seta lands­ins, sem er dag­sett 23. jan­úar 2015, þar sem segir bein­leiðis að banda­rískir ráða­menn forð­ist sam­skipti við Ísland ef þeir geta kom­ist hjá því. Ástæðan er and­staða þeirra við hval­veiðar Íslend­inga, sem virð­ast fyrst og síð­ast vera leyfðar hér­lendis til að svala þörf og vilja eins manns til að veiða risa­vax­inn sjáv­ar­spen­dýr.

Auglýsing

Mest eigum við þó undir góðum sam­skiptum við Evr­ópu, enda fer 80 pró­sent af útfluttum vörum okkar til landa sem til­heyra Evr­ópska Efna­hags­svæð­inu (EES). Hringl Íslend­inga með umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) hefur örugg­lega ekki hjálpað til við að bæta þau sam­skipti.

Sú ákvörðun utan­rík­is­ráð­herra að senda bréf til ESB sem átti að marka enda­lok umsóknar Íslands, án þess að Alþingi eða þjóðin yrði spurð um álit á því, hefur dregið dilk á eftir sér. Tals­menn ESB hafa ítrekað látið hafa eftir sér mis­vísandi ummæli um gildi slíkra bréfa­send­inga og stjórn­ar­and­staðan hefur sent ný bréf til Brus­sel til að segja að rík­is­stjórnin hafi ekki umboð til að slíta við­ræðum án aðkomu þings.

Nýjasti fas­inn í þessum farsa er sá að Ísland er nú skráð sem umsókn­ar­ríki á heima­síðu ESB en hefur verið fjar­lægt af lista yfir þau á heima­síðu fram­kvæmda­stjórar ESB, æðsta fram­kvæmda­valds sam­bands­ins. Það virð­ist ríkja full­komin óvissa um hvernig beri að túlka bréfa­send­ingar Íslend­inga og eng­inn virð­ist ætla að stíga fram og taka af allan vafa.

Í bak­her­berg­inu eru flestir sam­mála um að ef Íslend­ingar geta ekki komið skýrum skila­boðum sem allir skilja á sama hátt til Evr­ópu­sam­bands­ins, síns mik­il­væg­asta við­skipta­fé­laga, um hvort Ísland vilji vera umsókn­ar­að­ili að sam­band­inu eða ekki sé ástandið í íslenskri utan­rík­is­póli­tík ekki beys­ið. Raunar sé það hlægi­legt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None