Vestfirðir við árslok 2021

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir segir að stjórnvöld þessa lands gætu ef vilji væri til gert leikreglurnar þannig úr garði að hægt sé að nýta dauðafærið að efla byggð á Vestfjörðum og nýta þau gríðarlegu tækifæri sem þar eru.

Auglýsing

Vest­firðir eru í sókn. Færin eru fjöl­mörg og ef horft er til árs­ins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við ára­mót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varð­andi þróun sam­fé­laga og atvinnu­lífs á Vest­fjörð­u­m.  

  1. Sam­fé­lags­sátt­máli í fisk­eldi. Fisk­eld­is­sveit­ar­fé­lögin á Vest­fjörðum gerðu með sér sátt­mála um að standa sam­eig­in­lega að hags­muna­gæslu í fisk­eldi og tengdum atvinnu­greinum á Vest­fjörð­um. Sveit­ar­fé­lögin hafa hér sett sér að mark­miði að efla atvinnu­líf og mann­líf með heild­ar­hags­muni Vest­fjarða að leið­ar­ljósi. Meg­in­at­riði í sam­eig­in­legri hags­muna­gæslu í næstu skrefum er að knýja fram breyt­ingar á lögum um fisk­eldi og þá sér­stak­lega varð­andi þá sjálf­sögðu kröfu að auð­linda­gjöld sem atvinnu­greinin skilar í sjóði hins opin­bera renni til sam­fé­lag­anna til upp­bygg­ingar inn­viða sveit­ar­fé­laga á svæð­inu. Þá er sér­stak­lega horft ann­ars vegar til fisk­eld­is­sjóðs en hins vegar til upp­bygg­ingar gjald­töku sveit­ar­fé­laga, afla­gjalds sem er gjald­taka sjáv­ar­út­vegs en hentar ekki fisk­eldi og þeirri þjón­ustu sem sú atvinnu­starf­semi krefst.   
  2. Við­ur­kenn­ing Lon­ely Planet og Vest­fjarða­leið­in. Vest­firðir urðu efstir á lista yfir svæði til að heim­sækja árið 2022 í árlegu vali ferða­bóka­út­gef­and­ans Lon­ely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heim­sækja. Val Lon­ely Planet mun beina kast­ljósi heims­byggð­ar­innar að Vest­fjörðum sem mun reyn­ast mikil lyfti­stöng fyrir ferða­þjón­ust­una á svæð­inu og á Íslandi almennt. Vest­fjarða­leiðin hefur nú verið opin í rúmt ár og hefur fengið mikla athygli og á mikið inni. Greina mátti auk­inn áhuga á svæð­inu strax í kjöl­far til­kynn­ingar um við­ur­kenn­ing­una bæði varð­andi heim­sóknir og fjár­fest­ing­ar. 
  3. Útsýnis­pallur á Bola­fjalli. Þó ekki hafi náðst að halda form­lega opnun útsýnis­palls­ins á Bola­fjalli þá er hann kom­inn upp. Útsýnis­pall­ur­inn er stór­virki og mun á næstu árum sanna gildi sitt sem stór­kost­legur seg­ull fyrir ferða­þjón­ustu á Vest­fjörð­u­m. 
  4. Afnám G-reglu Vega­gerð­ar­inn­ar, lagn­ing ljós­leið­ara og þrí­fösun raf­magns í Árnes­hreppi. Ein­hverjir gætu sagt að þessir áfangar séu smá­mál. Fyrir íbúa í Árnes­hreppi og á Vest­fjörðum öllum voru þetta þó risa­skref og við­ur­kenn­ing á til­vist og til­veru­rétti þess sam­fé­lags sem þar er. 
  5. Sam­göngu­fram­kvæmdir í Gufu­dals­sveit og Dynj­and­is­heiði. Við erum byrjuð að sjá fram­kvæmdir bæði í Gufu­dals­sveit og á Dynj­and­is­heiði. Við erum farin að keyra á nýjum veg­ar­spottum á báðum stöð­um, ekki löngum en hver ein­asti kíló­metri tel­ur. Útboð eru nú í gangi og von­andi getum við í lok næsta árs sagt að við sjáum til lands í þessum stóru fram­kvæmd­um. Málið snýst nú um aðeins 30 km. sem enn eru eftir af 70 ára gömlum vega­slóðum á leið­inni frá Pat­reks­firði til Reykja­víkur og til við­bótar 20 km. á leið­inni Ísa­fjörður – Reykja­vík um Vest­fjarða­veg 60. Þessir alls 50 km. af ónýtum vegi munu umbreyt­ast í 28 km. af nýjum vegi. En fögnum samt ekki verk­lokum fyrr en klippt er á borð­ann!
  6. Stór­fram­kvæmdir við Sunda­höfn á Ísa­firði. Dýpkun er haf­in, stál­þilið kom­ið, hús hafa verið byggð á hafn­ar­svæð­inu og fleiri eru í bygg­ingu og var gólf­plata steypt í nýbygg­ingu Hamp­iðj­unnar þann 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Við munum á næstu árum sjá stór­kost­legar breyt­ingar á hafn­ar­svæð­inu og svæðið mun verða eitt stærsta atvinnu­svæði á Vest­fjörð­u­m. 
  7. Fram­kvæmda­gleði á sunn­an­verðum Vest­fjörð­um. Miklar fram­kvæmdir hafa verið á Pat­reks­firði við ofan­flóða­varn­ir, mal­bik­un­ar­fram­kvæmdir í byggða­kjörn­um, hafn­ar­fram­kvæmdir á Bíldu­dal. Ásýnd bæj­anna hefur breyt­st, húsin lög­uð, mál­uð, sól­pallar í bygg­ingu og almenn fram­kvæmda­gleð­i. 
  8. Samn­ingar um kalk­þör­unga­verk­smiðju á Súða­vík. Á árinu var skrifað undir samn­inga um bygg­ingu kalk­þör­unga­verk­smiðju í Súða­vík og hafn­ar­að­stöðu. Það mun hafa í för með sér miklar fram­kvæmdir í Súða­vík á næstu árum.  
  9. Bygg­inga­fram­kvæmdir á Vest­fjörð­um.  Í flestum sveit­ar­fé­lögum eru bygg­ing­ar­fram­kvæmdir komnar af stað eða í bígerð. Nefna má nem­enda­garða á Flat­eyri, íbúð­ar­hús á Reyk­hól­um, fjöl­býl­is­hús á Bíldu­dal, rað­hús og íbúðir í Bol­ung­ar­vík, hús­bygg­ingar í Tungu­hverfi á Ísa­firði, bygg­ingu iðn­að­ar­hús­næðis á Þing­eyri, íbúð­ar­hús við nýja götu á Drangs­nesi svo nokkur atriði séu nefnd. 
  10. Nýsköpun á Vest­fjörð­um. Umtals­verð nýsköpun er á svæð­inu og hugur í mörgum fyr­ir­tækj­um. Stór­fyr­ir­tækið Ker­ecis hefur vakið athygli víða um heim, fyr­ir­tæki eins og Arna og Dropi í Bol­ung­ar­vík, Skag­inn/3X á Ísa­firði og fjöl­mörg smærri fyr­ir­tæki í mat­væla­fram­leiðslu sem hafa verið að vinna athygl­is­verð nýsköp­un­ar­verk­efni á árin­u.  

Hér er ekki um að ræða tæm­andi lista yfir allt sem er að ger­ast á Vest­fjörðum og  margt fleira spenn­andi að ger­ast til dæmis í tengslum við orku­skipti sem er í bígerð en ekki búið að raun­ger­ast. Má þar til dæmis nefna skref sem Ísa­fjarð­ar­bær er að taka í sam­starfi við Bláma um kaup á orku­skiptum drátt­ar­bát og  stofnun Grænorkuklasa svo fátt eitt sé nefnt. Það er þó svo að fram­vinda varð­andi orku­skipti á Vest­fjörðum er háð nið­ur­stöðu varð­andi flutn­ings­kerfi og fram­leiðslu raf­orku á svæð­in­u. 

Færumst við nær fram­tíð­ar­sýn­inni?

Rétt er að spyrja þó hvort við höfum gengið veg­inn til góðs? Hvort skrefin sem við tókum á árinu færi okkur nær fram­tíð­ar­sýn­inni sem sett var fram í Sókn­ar­á­ætlun Vest­fjarða árið 2019? Þá var horft til árs­ins 2030 og dregin upp mynd af eft­ir­sókn­ar­verðri stöðu:

Auglýsing
Vestfirðir eru fram­úr­skar­andi svæði til að búa, starfa, heim­sækja og njóta hreinnar nátt­úru og kyrrð­ar. Þar er öfl­ugt, vax­andi alþjóð­legt þekk­ing­ar­sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af kraft­mik­illi sköp­un, sterkri sjálfs­mynd og umhverf­is­vit­und. Góðir inn­við­ir, öflug sam­fé­lags­leg þjón­usta og fjöl­breytt atvinnu­líf sem ein­kenn­ist af virð­ingu fyrir umhverfi, sam­fé­lagi og auð­lind­um.

Þetta er fal­leg fram­tíð­ar­sýn en Vest­firð­ir, einir lands­hluta, settu for­sendur eða fyr­ir­vara í sína sókn­ar­á­ætlun vegna þess að staða inn­viða svæð­is­ins eru þannig að það er mat þeirra sem komu að vinnu við Sókn­ar­á­ætlun Vest­fjarða að ekki sé mögu­legt að ná fram­tíð­ar­sýn eða mark­miðum sókn­ar­á­ætl­unar nema stjórn­völd geri stór­á­tak í að leið­rétta sam­keppn­is­stöðu svæð­is­ins miðað við aðra lands­hluta. 

For­sendur árang­urs Sókn­ar­á­ætl­unar

Settar voru níu for­sendur fyrir árangri Sókn­ar­á­ætl­unar og segja má að ein­hver árangur hafi náðst í þeim stóru málum sem varða sam­keppn­is­stöðu svæð­is­ins. For­send­urnar vörð­uðu sér­stak­lega stór inn­viða­mál svæð­is­ins svo sem sam­göng­u-, raf­orku- og hús­næð­is­mál auk þeirrar for­sendu að lög og reglu­gerðir um nýt­ingu auð­linda séu skýr og þeim fylg­t. 

For­senda varð­andi raf­orku­mál er sú sem vert er að hafa mestar áhyggjur af og er í raun ein stærsta fyr­ir­staða þró­unar og upp­bygg­ingar á Vest­fjörð­um. Það er að flutn­ings­kerfi raf­orku á Vest­fjörðum verði sam­keppn­is­hæft við aðra lands­hluta. Það sést glöggt í grein­ingum í kerf­is­á­ætlun Lands­nets hve Vest­firðir eru langt á eftir öllum öðrum lands­hlutum varð­andi flutn­ings­kerfi raf­orku. Árið 2018 var sam­þykkt á Alþingi þings­á­lyktun þar sem Vest­firðir ásamt Eyja­fjarð­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesjum voru sett í „for­gang“ þegar kæmi að því að treysta flutn­ings­kerfi raf­orku, tengja betur lyk­il­svæði og tryggja afhend­ingar­ör­yggi raf­orku um land allt. 

Vissu­lega hafa verið stigin skref frá þessum tíma varð­andi flutn­ings­kerfi raf­orku á Vest­fjörð­um, sér­stak­lega innan Vest­fjarða, en ekki er hægt að sjá þann for­gang í kerf­is­á­ætlun Lands­nets er varðar teng­ingu við meg­in­flutn­ings­kerf­ið, nema ef hægt er að kalla það for­gang að Vest­firðir eru komnir á blað – og ekki neð­an­máls­grein. 

Vara­samt er að blanda saman flutn­ings­kerfi raf­orku og fram­leiðslu á raf­orku innan svæð­is­ins. Hvort tveggja skiptir máli, en hvort sem meiri orka er fram­leidd á svæð­inu eða ekki, þarf flutn­ings­kerfið innan Vest­fjarða og teng­ingin við Vest­firði að vera í lagi. Hval­ár­virkj­un, hug­myndir um Vatns­fjarð­ar­virkj­un, vind­orku­ver í Garps­dal og margt fleira byggir á því að flutn­ings­kerfi raf­orku sé full­nægj­and­i. 

Upp­bygg­ing dreifi­kerfis raf­orku sem er á ábyrgð Orku­bús Vest­fjarða hefur einnig tekið veru­legum fram­för­u­m.  Eins er jákvætt skref sem lætur ekki mikið yfir sér,  en stefnt er að leggja aukið fjár­magn í fjár­lögum 2022  sem á að tryggja 100 % jöfnun á kostn­aði við dreif­ingu raf­orku í dreif­býl­i.  

Þrátt fyrir að áfangar hafi náðst varð­andi afhend­ingar­ör­yggi raf­orku þá eru stór fyr­ir­tæki á svæð­inu sem enn þurfa að reiða sig á skerð­an­lega orku. Þessi fyr­ir­tæki verða fyrir miklu tjóni þegar skerð­an­leg orka er tak­mörk­uð. 

Ný úttekt Lands­net

Þann 15. des­em­ber síð­ast­lið­inn kom út mjög fín úttekt sem Lands­net gerði á mögu­legum sviðs­myndum við að auka afhend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörð­u­m.  Mjög fín úttekt en í þess­ari skýrslu er bara miðað við núver­andi notkun og núver­andi stöðu. Í skýrsl­unni er hvergi gert ráð fyrir aukn­ingu á raf­orku­notkun á Vest­fjörð­um. Auk þess er hrein­lega ekki gert ráð fyrir Strönd­um. 

Í úttekt Lands­nets kemur þó skýrt fram að ekki er nægi­legt að huga aðeins að tvö­földun flutn­ings­kerfis innan svæðis og virkj­un­um, heldur verður að gera ráð fyrir tvö­földun Vest­ur­línu frá Hrúta­tungu að Mjólká eða í Ísa­fjarð­ar­djúp.

Næsta skref hlýtur að vera að hugsa um fram­tíð­ina. Það mun verða stór­aukin raf­orku­notkun á Vest­fjörðum á næstu árum. Með auknu fisk­eldi og ferða­þjón­ustu og orku­skiptum á öllum svið­um, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi þarf meiri hreina orku. 

Í úttekt Lands­nets er í raun stuðst við þróun for­tíðar en  ekki stuðst við fram­tíð­ar­sýn svæð­is­ins, ekki er stuðst við sviðs­myndir um mögu­lega þróun svæð­is­ins sem unnar hafa verið á und­an­förnum árum.  Gera þarf úttekt sem byggir á  fram­tíð­ar­sýn sem styður vöxt, ekki stöðn­un. Fram­tíð­ar­sýn sem gerir ráð fyrir orku­skiptum í höfn­um, sem gerir ráð fyrir vind­orku­verum, sem gerir ráð fyrir sókn vest­firsks atvinnu­lífs og mögu­leik­anum á að á Vest­fjörðum búi 10.000 manns árið 2030. Við köllum eftir að hugað sé að sviðs­mynd­inni Vest­firðir í Sókn!

Sam­keppn­is­staða atvinnu­lífs

Til að fram­tíð­ar­sýnin fal­lega verði að veru­leika þarf atvinnu­líf á Vest­fjörðum að búa við sam­bæri­lega umgjörð og fyr­ir­tæki í öðrum lands­hlut­um. Orku­málin vega þarna þungt en einnig sam­göng­ur, fjar­skipti og mennt­un. 

Ef það er dýr­ara, erf­ið­ara og flókn­ara að reka fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum en á öðrum stöðum á land­inu gefur það auga leið að fyr­ir­tækin ná ekki að vaxa og dafna. Hætt er líka við að fyr­ir­tækin hafi minni getu til að sinna þeirri nýsköpun og þróun sem nauð­syn­leg er til að keppa við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki í öðrum lands­hlut­um, hvað þá öðrum lönd­um.  

Einnig er þá mögu­legt að atvinnu­líf svæð­is­ins geti ekki haldið í við þróun og missi hrein­lega af tæki­færum til vaxt­ar. 

Auglýsing
Þarna skiptir líka máli að sveit­ar­fé­lögin geti búið fyr­ir­tækj­unum þá umgjörð sem mik­il­væg er til að fólk fáist til starfa. Að sveit­ar­fé­lögin geti veitt góða þjón­ustu, rekið skóla, tóm­stunda­starf, menn­ingu, hafn­ir, sinnt skipu­lags­málum og almennt sinnt sínum íbúum vel. Séu fram­úr­skar­andi staðir til að búa, starfa og heim­sækja. 

Áherslu þarf að leggja á að byggja upp öflug atvinnu­svæði þar sem fólk getur áhyggju­laust farið sinna ferða jafnt að sumri sem vetri. Til þess þarf jarð­göng bæði á norð­an­verðum og sunn­an­verðum Vest­fjörð­um. Til þess þarf fram­úr­skar­andi vetr­ar­þjón­ustu á vegum innan atvinnu­svæð­anna þangað til hin end­an­lega lausn, jarð­göng, er kom­in. 

Dauða­færið og leik­regl­urnar

Ég hef áður skrifað um „Dauða­færi Vest­fjarða“. Við erum enn í þessu dauða­færi en við munum ekki „skora“ ef leik­regl­urnar eru þannig að markið er í raun lok­að. Það eru mann­anna verk sem loka mark­inu og stjórn­völd þessa lands gætu ef vilji væri til gert leik­regl­urnar þannig úr garði að hægt sé að nýta dauða­færið að efla byggð á Vest­fjörðum og nýta þau gríð­ar­legu tæki­færi sem hér eru. Leik­regl­urnar í þessu til­felli eru lög og reglu­gerðir um nýt­ingu auð­linda og jafn­framt um það hvert gjöld sem fyr­ir­tæki greiða vegna nýt­ingar auð­linda renna.  Við erum mjög með­vituð um mik­il­vægi þess að nýt­ing auð­linda svæð­is­ins þarf að vera sjálf­bær og að í hinni óspilltu nátt­úru Vest­fjarða liggur fram­tíð svæð­is­ins. Leik­reglur þurfa að vera skýrar og þeim þarf að fylgja. Umsóknir um leyfi til atvinnu­starf­semi mega ekki daga uppi árum saman á skrif­borðum stofn­ana sem kjósa að afgreiða ekki umsóknir og bera við mann­eklu.  

Þar skiptir miklu máli að sveit­ar­fé­lögum á svæð­inu sé gert kleift að byggja upp sína inn­viði til að takast á við efl­ingu atvinnu­lífs, einkum tengt upp­bygg­ingu í fisk­eldi hér á Vest­fjörð­um. Ein­faldasta leiðin til þess er að lögum um fisk­eld­is­sjóð verði breytt og hann allur gerður að tekju­stofni sveit­ar­fé­laga þar sem fisk­eldi í sjó­kvíum er stundað í stað þess að vera úthlut­un­ar­sjóður og aðeins hluti tekna hans komi til úthlut­un­ar. Þannig má að fremur ein­faldan hátt styrkja umtals­vert stöðu sveit­ar­fé­laga á svæð­inu til að þau geti sinnt þjón­ustu við íbúa og atvinnu­líf með öfl­ugri hætti en nú er. 

Bar­áttu­mál árs­ins 2022

  1. Að lögum um  fisk­eldi verði breytt til að tryggja að fisk­eld­is­sveit­ar­fé­lög njóti auð­linda sinna, að fisk­eld­is­sjóður verði gerður að tekju­stofni sveit­ar­fé­lag­anna og komi allur til þeirra. 
  2. Að nið­ur­staða fáist í hina lang­dregnu og að virð­ist stundum enda­lausu bar­áttu okkar Vest­firð­inga fyrir sam­keppn­is­hæfri grunn­gerð. Við sjáum til lands varð­andi stór sam­göngu- og fjar­skipta­mál ef marka má gild­andi áætl­an­ir. Nú eru það raf­orku­mál­in. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarða­stofu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar