Við erum öll allskonar

Eggert Gunnarsson skrifar um kynþáttafordóma og fordóma á breiðum grunni.

Auglýsing

Svo virð­ist sem ákveðin sjálf­um­gleði fylgi þeim sem búa á eyjum og full­vissa um að það sem á annan upp­runa sé sann­an­lega heldur síðra og ekki af hinu góða. Þetta á við um okkur Íslend­inga og ég merki þetta við­horf hjá öðrum eyja­skeggjum sem ég hef heim­sótt.

Slík sjálf­um­gleði ein­skorð­ast þó ekki við eyjar því greina má slíka hugsun innan hópa sem geta verið marg­vís­legir og mis­stór­ir. Allt upp í heilu sam­fé­lög­in. Hug­ar­farið mætti nefna eyja­hugsun og snýr að því að upp­hefja sjálfan sig, eigin menn­ingu og bak­grunn og telja ann­að, sem í hugum manna getur verið bæði ókunn­ug­legt og óþekkt, ómerki­legra. 

Það getur jafn­vel verið álitið tals­vert miklum mun óæðra og mögu­lega skað­legt. Stundum getur sú mis­munun gengið svo langt að upp rís krafa um útskúfun og útrým­ingu þessa vara­sama, ógn­andi ókunn­ug­lega sem ótt­ast er að skaði og skemmi. Það er hugsun sem vert er að linni þegar mann­kynið allt stendur frammi fyrir mik­il­væg­asta verk­efni sög­unn­ar, að tryggja áfram­hald­andi mann­sæm­andi líf á jörð. 

Hinn hreini kyn­stofn

Löngum var því trúað að Íslend­ingar væru af sér­stökum og hrein­rækt­uðum kyn­stofni. Margir telja enn að svo sé og að þennan óvenju­lega kyn­stofn, menn­ingu hans, hefðir og tungu­mál beri að vernda frá illum ytri áhrif­um. 

Auglýsing
Kynbóta- eða arf­bóta­kenn­ingar sem byggðu á nýjum upp­götv­unum í erfða- og líf­fræði á seinni hluta nítj­ándu aldar ruddu sér til rúms í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum á fyrri hluta þeirra tutt­ug­ustu. Kjarni stefn­unnar liggur í kenn­ingum enska vís­inda­manns­ins Francis Galtons um að mönnum væri mögu­legt að kyn­bæta eigin stofn auk félags­legs Darwin­isma Her­berts Spencer, landa hans. 

Sú hug­mynda­fræði kjarn­ast í þeirri stað­hæf­ingu að hinir hæf­ustu lifi af og því jafn­vægi ætti rík­is­valdið ekki að raska með aðstoð við þá sem minna mættu sín. Jafn­framt var hvíti kyn­stofn­inn álit­inn bera höfuð og herðar yfir alla aðra jarð­ar­búa. Þessar kenn­ingar teygðu anga sína af mis­miklu afli og mis­al­var­legum afleið­ingum inn í sam­fé­lög víða um heim. Ísland fór ekki var­hluta af því.

Mann­kyn­bóta­hug­myndin var mjög mik­il­vægur hluti kenn­inga­safns þjóð­ern­is­jafn­að­ar­flokk­ins, nas­ist­anna sem réðu lögum og lofum í Þýska­landi á árunum 1933 til 1945. Þeir gengu lengra og full­yrtu að kyn­þáttur aría væri æðstur og merkastur allra og forða bæri honum frá blöndun við aðra, hrein­ræktun var lyk­il­orð­ið. 

Stefna nas­ista byggði meðal ann­ars á því að hrein­lega bæri að eyða þeim sem voru af öðrum upp­runa og eins þeim sem ekki féllu inn í mótið sem þeir unnu með. Þeir trúðu því að inn­grip í einka­líf fólks væri mik­il­væg þjóð­ar­nauð­syn, til dæmis með ófrjó­sem­is­að­gerð­um. Eftir því sem á leið var gengið æ lengra í átt að hreinsun sam­fé­lags­ins. 

Sú skelf­ing og sú mann­vonska sem því fylgdi er enn óþægi­lega í minnum höfð. Þjóð­ar­morð var framið á Gyð­ing­um, dráp voru sam­þykkt á hópum fólks sem talið var „óæðra“ á ein­hvern hátt og þar af leið­andi óþarft í hinum aríska heim­i.  Þeim var sömu­leiðis mikið kapps­mál að finna hina einu sönnu og trúu Arí­a. 

Hug­ar­farið varð smám saman gegn­sýrt inn í þýska þjóð­ar­sál. Adolf Hitler kansl­ari Þýska­lands, Jósep Göbbels áróð­urs­mála­ráð­herra hans og ekki síst Hein­rich Himm­ler yfir­maður Gestapó og SS sveit­anna trúðu því að á Íslandi væri að finna hámenn­ingu germ­anska kyn­stofns­ins. Sá síð­ast­nefndi gerði út erind­reka til að tæla Íslend­inga til fylgilags við þýska rík­ið. 

Snemma á nítj­ándu öld tók­ust vin­sam­leg kynni með Þjóð­verjum og Íslend­ing­um, enda fyllt­ust Þjóð­verjar áhuga á menn­ingu Norð­ur­landa­þjóða og nor­rænum fræð­um. Einkum beind­ist áhugi hug­vís­inda­manna að Íslandi, sem þeir köll­uðu Sögu­eyj­una. Nokkur sam­gangur var á milli Þýska­lands og Íslands eftir valda­töku nas­ista og sem dæmi má nefna að Eva Braun, ást­kona Hitlers, heim­sótti land­ið. 

Eva Braun og Adolf Hitler.

Dr. Werner Gerlach var gerður að ræð­is­maður Þriðja rík­is­ins á Íslandi árið 1939 og gekk erinda Himm­lers. Hann gerði hvað í hans valdi stóð að finna hér hinn trúa aríska kyn­stofn. Í aðdrag­anda seinni heims­styrj­ald­ar­innar fylgd­ust Þjóð­verjar náið með Íslandi og Íslend­ing­um, hern­að­ar­legt mik­il­vægi eyj­unnar var auð­vitað hluti af áhug­anum en annað og meira bjó und­ir. Þeir töldu að hér byggju óvenju góð ein­tök af göf­ugum ætt­stofni nor­rænna manna, ljós­hærð­ir, hávaxnir og sterk­byggð­ir.

Þótt Gerlach ræð­is­maður hafi verið allur að vilja gerður að þókn­ast yfir­boð­urum sínum og von­að­ist til að færa þeim fréttir af hinum hreina kyn­stofni komst hann þó að ann­ari nið­ur­stöðu varð­andi Íslend­inga. Hann taldi að þeir væru fjarri því að vera af eins „hrein­um” kyn­þætti og yfir­menn hans vildu trúa. Von­brigðin voru mik­il, hér var ekki að finna það mann­val af kyn­stofni sem nas­istar trúðu að væri ofar öðr­um. Þeir horfðu auð­vitað á heim­inn og þar af leið­andi á Íslend­inga með gler­augum sem lituð voru andúð, jafn­vel hatri á öðrum kyn­þátt­um, þjóð­ar­brotum og ýmsum þjóð­fé­lags­hópum eins og sam­kyn­hneigðum og fötl­uðu fólki.  

Werner Gerlach skrif­aði minnis­p­unkta um að Íslend­ingar væru ekki af hreinum kyn­stofni aría heldur bara af blönd­uðum upp­runa eins og flestir aðr­ir. Honum leist satt að segja illa á ástandið á lands­mönnum og sagði þá meðal ann­ars haldna þrælslund og skorti á sóma­kennd. Minnis­p­unktar Gerlachs eru varð­veittir á Þjóð­skjala­safni Íslands en hann  virð­ist ekk­ert hafa haft fyrir því að gefa yfir­boð­urum sínum skýrslur varð­andi nið­ur­stöður sínar um Íslend­inga. Mögu­legt er að það hafi ekki tek­ist áður en breskt her­lið hernam landið í maí 1940, hand­tók Gerlach og flutti af landi brott. 

Sagan sem okkur var kennd

Þegar ég gekk í barna­skóla var sú sögu­skoðun ríkj­andi að norskir vík­ingar hefðu flúið ofríki Har­alds kon­ungs hárfagra og komið sér fyrir hér með hvað eina það sem þeir gátu flutt með sér. For­feður okkar og -mæður voru þess vegna talin vera hrein­rækt­aðir vík­ingar ættuð frá Nor­egi. Uppi voru kenn­ingar um „Gullöld Íslend­inga“ sem átti að hafa nokkrar aldir uns erlent vald festi hér rætur og við tók alda­langt hnign­un­ar­skeið. 

Seinni tíma erfða­rann­sóknir hafa leitt annað í ljós um upp­runa Íslend­inga og vís­inda­menn kom­ist að annarri nið­ur­stöðu en kenn­inga­smiðir for­tíð­ar­inn­ar. Nú er talið að um 80 pró­sent karla sem hingað komu á land­náms­öld hafi verið nor­rænir en ein­ungis um 50 pró­sent kvenna. Nýlegar rann­sóknir Íslenskrar erfða­grein­ingar benda til þess að hlut­fall Kelta á fyrstu öldum Íslands­byggðar hafi verið nokkuð hærra en það er nú. 

Þau sem hingað komu voru sem­sagt líka þrælar og amb­áttir sem vík­ingar tóku með sér þaðan sem þeir gerðu strand­högg. Þetta fólk bland­að­ist svo hinum hrein­rækt­uðu Norð­mönnum og úr urðu Íslend­ing­ar. Svo þarf að hafa í huga að aðeins örlít­ill hópur var svo­kall­aðir vík­ing­ar, flestir voru bændur og búalið.

Mynd: Larry Lamsa.

Heldur fátítt var fyrr á öldum að erlendir menn sett­ust að á Íslandi, þótt þess séu auð­vitað dæmi. Ein­hverjir Íslend­ingar geta til að mynda rakið ættir sínar til franskra og baskneskra sjó­manna auk þess sem saga Hans Jón­atans, hör­unds­dökks þræls úr Karí­ba­hafi sem sett­ist að á Íslandi snemma á nítj­ándu öld, komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Hans Jón­atan á nokkuð stóran ætt­boga á Íslandi, hann slagar í þús­und manns ef marka má erfða­rann­sókn­ir. 

Nokkrar breyt­ingar urðu á sam­setn­ingu íslensks sam­fé­lags á síð­ustu öld þegar Íslend­ingar urðu almennt víð­förl­ari og fólk af erlendum upp­runa kaus æ oftar að setj­ast að á land­in­u. 

Nú er svo komið að ríf­lega 15% Íslend­inga eru inn­flytj­endur sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Börn hafa einnig verið ætt­leidd frá ýmsum svæðum jarð­ar­inn­ar, sem eru alin upp við þá siði og þau gildi sem hér ríkja. Þrátt fyrir að hafa fæðst í öðru landi geta þau ekki talist vera annað en Íslend­ing­ar. Þessi börn hafa þrátt fyrir það orðið fyrir aðkasti og verða enn vegna upp­runa síns.

Klofn­ingur þjóð­fé­laga

Við búum í sam­fé­lagi þar sem fólk sem kemur hvaðanæva að býr og vill og kýs að kalla sig Íslend­inga. Að mínu mati er það hið besta mál og ég tel að þau sem hér vilja búa eigi að vera vel­kom­in. Ekki eru allir mér sam­mála og hefur óvild í garð fólks af öðrum upp­runa bæði komið fram í orð­ræðu og í gjörðum þeirra sem telja sig vera ein­hvers konar vernd­ara menn­ingar okkar og kyn­þátt­ar. Birt­ing­ar­mynd andúð­ar­inn­ar, hat­urs­ins birt­ist meðal ann­ars í ummælum um fólk og jafn­vel lík­am­legum árás­um. Hvað eina er notað til nið­ur­læg­ing­ar. Bölsót­ast er um litaraft, upp­runa, trú­ar­skoð­anir og bara það að þau séu ekki eins og við og þar af leið­andi skuli þau fara til síns heima.

Martin Luther King. Mynd: Wes Candella

Það má líkja þessu við það hatur sem Afr­ík­u-Am­er­ík­anar verða fyrir en for­feður þeirra flestra voru fluttir sem þrælar til Banda­ríkj­anna. Nú fá þau - sem eru svo sann­ar­lega Banda­ríkja­menn - að heyra að vegna hör­unds­litar síns séu þau ekki vel­kom­in. Þessi hópur hefur heldur ekki fengið jöfn tæki­færi á við aðra og töl­fræði sýnir að kyn­þátta­hat­rið litar til dæmis við­brögð og fram­komu lög­reglu sem hand­tekur frekar hör­unds­dökt fólk heldur en hvítt. 

Öll munum við eftir hörðum mót­mælum í Banda­ríkj­unum og nú síð­ast Black Lives Matter bylgj­unni  sem berst gegn harð­ræði og ofbeldi, hófst árið 2013 og reis hátt á síð­asta ári vegna órætt­mæts dráps lög­reglu­manns á blökku­manni. Við þekkjum öll ræðu Dr. Martin Luther King Jr. þar sem hann tal­aði um þann draum sinn að jafn­rétti skyldi vera til handa öll­um. Enn er bar­átt­unni sem hann tók þátt í og lét lífið fyrir ekki lok­ið.

Þessi við­horf eru ekki ein­skorðuð við Banda­rík­in. Fólki frá Tyrk­landi var boðið að flytj­ast til Þýska­lands til að fylla í þau störf sem Þjóð­verjar gátu ekki sinnt sjálfir um miðja síð­ustu öld. Árin liðu og fyrr en varði var svo komið að þetta fólk hafði eign­ast börn sem ólust upp í Þýska­landi og taldi sig mun fremur þýsk en tyrk­nesk. Þau urðu þó fyrir miklu aðkasti sumra þeirra sem telja sig eiga rík­ara til­kall til lands­ins en þetta fólk.

Auglýsing
Það sama var upp á ten­ingnum á Bret­landseyjum eftir að fólk, hvaðanæva frá heims­veld­inu flutti þang­að. Ind­verjar, Pakistan­ar, Jamaíku­búar svo ein­hverjir séu nefndir fengu störf sem aðrir vildu ekki sinna en þeir létu sig hafa það með það að augna­miði að eiga færi á betra lífi fyrir sig og afkom­endur sína. Þegar gengið er um Wembley-hverfið í London eða inn­flytj­enda­hverfi í öðrum löndum má glöggt sjá að enn ríkir mik­ill aðskiln­að­ur. Gettó eru ennþá til. Þau eru hverfi borga þar sem fólk af svip­uðum upp­runa býr og bland­ast ekki þeim sem fyrir eru á svæð­un­um. Þetta er þó að breyt­ast hægt og bít­andi þar sem afkom­endur þeirra sem fyrstir komu hafa fengið meiri menntun og öðl­ast frek­ari tæki­færi.  Enn er þó langt í land.

Flótta­manna­straumur sem aldrei fyrr

Ástandið í heim­inum er válegt og fólk frá átaka­svæðum og frá land­svæðum sem hafa orðið fyrir barð­inu á nátt­úru­ham­förum reynir hvað það getur að kom­ast í burtu til að öðl­ast tæki­færi til mann­sæm­andi lífs. Nú er talað um að uppi séu mestu fólks­flutn­ingar og umrót sög­unn­ar.

Íslend­ingar hafa tekið á móti flótta­mönnum sem koma hingað á vegum alþjóða­stofn­ana. Það hefur verið gert um nokk­urt skeið og nú býr hér fólk frá flestum ef ekki öllum heims­horn­um.

Útlend­inga­stofnun sér um umsóknir um dvalar og atvinnu­leyfi. Stofn­unin er gagn­rýnd reglu­lega fyrir harka­lega með­ferð á hæl­is­leit­end­um. Einnig er hún gagn­rýnd fyrir það að afgreiðsla þeirra mála sem til stofn­un­ar­innar rata taki langan tíma, jafn­vel fleiri mán­uð­i.  

Lit­róf heims­ins

Hér á landi hefur þró­unin verið hæg­ari en ann­ars stað­ar. Það gleður mig þegar ég geng um götur borg­ar­innar og sé það lit­róf mann­lífs­ins sem virð­ist vera komið til að vera. Vita­skuld setur ferða­fólk svip sinn á Reykja­vík en það er þó svo að fólk af ýmsum upp­runa hefur tekið sér ból­festu hér. 

Það var ekki algengt fyrir nokkrum tugum ára og er ég hugsa til baka þá sé ég mikla og jákvæða breyt­ingu. Nefna má að mat­ar­menn­ing okkar hefur tekið stakka­skiptum síð­ustu fjóra ára­tug­ina eða svo. Draga má þá ályktun að það hafi gerst vegna áhrifa frá fólki sem hingað kom, sett­ist að og tók mat­ar­hefðir sínar með sér. Auð­vitað er það einnig vegna þess að Íslend­ingar ferð­uð­ust um heim­inn og tóku með sér til baka nýjar upp­skriftir okkur áður ókunnar hér þar sem ýsa með kart­öflum og hamsatólg þótti full góður kostur sex daga vik­unn­ar.

Hljóð­færa­leik­arar Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands hafa iðu­lega verið af erlendum upp­runa, fólk sem hefur einnig kennt íslenskum ung­mennum á hljóð­færi og tekið ríkan þátt í tón­list­ar­líf­inu. Þetta hefur vita­skuld haft mikil og góð áhrif og ég full­yrði að þetta sé ein af ástæðum þess að íslenskt tón­list­ar­fólk er talið vera mjög fram­bæri­legt á heims­vísu. Auð­vitað valda aðrir sam­verk­andi þættir því en ekki má horfa fram­hjá þeim áhrifum sem þetta erlenda tón­list­ar­fólk hefur haft.

Það má segja með sanni að útlend­inga­hræðsla, íslamó­fóbía, þjóð­ern­is­hyggja, úti­lok­andi þjóð­ern­is­hyggja, popúl­ismi og þjóð­ern­ispopúl­ismi eru allt hug­tök sem  má heim­færa á okkar sam­fé­lag. Þetta er allt sterk birt­ing­ar­mynd eyja­hugs­un­ar­inn­ar, þar sem allt ókunn­ugt og fram­andi hlýtur að vera hættu­legt og skað­leg­t. 

Ýmsir hópar ástunda þetta fram­ferði og telja sig æðri og hærra setta þeim sem hingað koma og setj­ast að vegna þess, ja vegna þess að þeir eru „hrein­rækt­að­ir” Íslend­ing­ar. Oft er erfitt að henda reiður á hvað þetta raun­veru­lega þýð­ir, en teng­ist því að við vitnum oft í þjóð­ar­arf okkar sem er grunnur okkar menn­ing­ar. 

Margir sem ekki vilja sjá að fólk af öðrum upp­runa bland­ist Íslend­ingum stað­hæfa að við verðum að vernda tungu­mál­ið, okkar ein­staka menn­ing­ar­arf og svo fram­veg­is. Minna er rætt um það að oft er hör­unds­litur og trú­ar­brögð við­kom­andi einnig hluti af þeim for­dómum sem koma upp á yfir­borðið með reglu­legu milli­bil­i. 

Allt frá því að fyrsta umsókn um bygg­ing­ar­leyfi fyrir mosku í Reykja­vík var lögð fram 1999 hefur verið deilt um hvort og hvar hana eigi að byggja. Ýmis­legt hefur gengið á og nú árið 2021 er moska Félags múslíma á Íslandi  ennþá aðeins á teikni­borð­inu, en félagið fékk lóð við Suð­ur­lands­braut. Því var harð­lega mót­mælt en íslenskir múslímar hafa löngum iðkað sína trú í hús­næði sem er ætlað fyrir skrif­stofur og léttan iðn­að.

Far­and­verka­fólk í sífellt smærri heimi

Heim­ur­inn er að breyt­ast og það hratt.  Sam­verk­andi þættir verða til þess að fólk ferð­ast á milli heims­horna í leit að tæki­færum, vinnu og betra lífi. Hér má til dæmis nefna það að íbúar Bangla­dess stóla á tekjur sem koma frá löndum sínum sem vinna erlendis og senda inn­komu sína að stórum hluta heim til stuðn­ings og fram­færis fjöl­skyldna sinna. 

Auglýsing
Algengt er að fólk vinni ann­ars staðar en í sínu landi og eru eins­konar alþjóð­legt far­and­verka­fólk.  Hér heima hefur verið stuðst við vinnu­afl sem þetta við stór­fram­kvæmdir eins og við bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­unn­ar. Ekki má heldur gleyma því að auð­menn heims­ins búa eða dvelja þar sem þeim þykir þægi­leg­ast hverju sinni, en staða þeirra er vita­skuld önnur en þeirra er að framan grein­ir. 

Lofts­lags­váin spilar inn í og þegar hungur eða aðrar ógnir steðja að reynir fólk að kom­ast í burtu til þess að öðl­ast betra líf fyrir sig og sína.  Löngu er orðið tíma­bært að slíðra sverðin og gera okkur grein fyrir því að þó að við séum upp­runnin frá mis­mun­andi svæðum jarð­ar­innar eigum við það einmitt sam­merkt að vera íbúar þess­arar plánetu. Við búum öll á sömu eyj­unn­i.  

Þegar grannt er skoðað erum við að mestum hluta eins.  Húð­litur okkar ræðst að miklum hluta af því hvaðan við erum ætt­uð.  Þannig eru þau sem eru upp­runnin frá sól­rík­ari og heit­ari svæðum jarð­ar­innar dökk á hör­und og við sem búum á norð­læg­ari slóðum erum það síð­ur.

Trú­ar­brögðin sem enn hafa mikil áhrif á líf okkar flestra eru oft af svip­uðum meiði og urðu til undir margs­konar áhrif­um. Kristni tekur mið af kenni­setn­ingum Gamla testa­ment­is­ins. Í gyð­ing­dómi er Jesú tal­inn með spá­mönn­un­um. Um sama Guð er að ræða og sömu­leiðis í islam sem er auð­vitað upp­runnin frá svip­uðu heims­svæði og undir sömu áhrif­um.  

Trú­ar­brögð fá lán­aðar kenni­setn­ingar hvert frá öðru en þegar fólk sem aðhyllist eina kenni­setn­ingu umfram aðra telur að ofbeldi sé boð­legt til boð­unar hennar er fokið í flest skjól. Ofsóknir á hendur þeim sem ekki hlíta „hinni einu sönnu trú” sem er ráð­andi afl í það skiptið eru dag­legt brauð enn þann dag í dag.

Kristin kirkja er langt í frá sak­laus af því að voða­verk hafi verið framin í nafni henn­ar. Páfar hvöttu til þess að  kross­ferðir voru farnar til lands­ins helga og stríð í Evr­ópu voru oft háð með vit­und og vilja kaþ­ólsku kirkj­unn­ar.  Kirkju­stofn­anir hafa stutt valda­menn sem síðar frömdu voða­verk og svo má lengi telja. 

Nú eru valda­taka Tali­bana í Afganistan ofar­lega á baugi, einnig voða­verk Boko Haram í vest­ur- og mið­hluta Afr­íku, hryðju­verk Al-Kaída og ann­ara öfga­hópa sem telja sig hafa valdið og vit­neskj­una til að boða sína trú sem þá einu réttu. Þeir pína og drepa fólk á skelfi­legan máta og alltaf eru það konur og börn sem verða verst úti.

Kaþ­ólska kirkjan hefur loks­ins geng­ist við ýmsum voða­verkum og seg­ist rann­saka mál ódæð­is­manna innan vébanda henn­ar.  Hér er um að ræða slæma með­ferð á skjól­stæð­ingum kirkj­unn­ar, kyn­ferð­is­of­beldi og annað ofbeldi sem kost­aði líf og olli mik­illi þján­ingu.

Frumbyggjar í Kanada.

Burt séð frá trú­ar­stofn­unum hafa frum­byggjar í Ástr­al­íu, Banda­ríkj­un­um, Kanada og Nýja Sjá­landi orðið fórn­ar­lömb hræði­legra voða­verka. Ótal dæmi eru um það að frum­byggja­börn hafi verið tekin frá for­eldrum þeirra alfarið gegn vilja þeirra og sett í fóstur eða inn á stofn­anir eins og heima­vista­skóla kaþ­ólskra í Kanada. 

Börnin sem lentu í þessum hremm­ingum máttu þola margt miður gott og sum þeirra létu lífið langt um aldur fram vegna slæms aðbún­aðar og með­ferðar á þeim.  Þetta var gert til þess að freista þess að reyna að afmá menn­ingu frum­byggj­ana, tungu­mál þeirra og sjálfs­mynd. 

Í Kína eiga ofsóknir sér stað gegn Róhingja-múslímum og svo má lengi telja.  Stöðva þarf öll þau óskap­legu voða­verk sem framin hafa verið af þeim sem telja sig öðrum æðri.  Það ger­ist ekki fyrr en við, mann­kynið sem heild komum okkur saman um að við erum ekki af kyn­þáttum eða trú­ar­hópum fyrst og fremst heldur ein­fald­lega mann­eskjur sem allar hafa sama rétt. Við búum öll á sömu eyj­unn­i. 

Þetta þarf ekki að þýða það að fólk fái ekki að iðka trú sína í friði, tala sitt tungu­mál eða að njóta menn­ing­ar­arfs síns, þvert á móti. En oflát­ungs­hætti og kúgun verður að linna.

Það sem liggur að baki þessu grein­ar­korni er sú hugsun að við jarð­ar­búar þurfum að taka saman höndum sem aldrei fyrr til að eiga mögu­leika á að lifa mann­sæm­andi líf­i.  Að gefa færi á því að skila bláa hnett­in­um, eyj­unni okk­ar, í við­un­andi horfi til þeirra sem á eftir okkur kom­a. 

Mér hefur orðið tíð­rætt um það sem ég kalla Ham­fara­kyn­slóð­ina, mína kyn­slóð sem er komin á fremsta hlunn með að klúðra málum svo kyrfi­lega að ekki verður aftur snú­ið. Litlu skiptir hvar við búum þar sem áskor­an­irnar eru á heims­vís­u. 

Þegar svo er komið er ekk­ert pláss fyrir kyn­þátta­for­dóma, úti­lok­andi trú­ar­of­stæki, ofur­trú á eigið ágæti og annað það sem aðgreinir okkur í stað þess að sam­eina. Ef fram­tíðin á að vera björt er alveg til­valið að tryggja að svo verði fyrir alla eyja­skeggja jarð­ar­innar sem voru og eru alls­konar og verða þannig um ókomna fram­tíð.

Höf­und­ur­inn er kvik­mynda­gerð­ar­maður og höf­undur bók­ar­innar The Ban­ana Gar­den.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar