Við hverju getum við búist af COP26?

Hjalti Hrafn Hafþórsson segir að frá COP26 komi samþykkt um ófullnægjandi og máttlausar aðgerðir í loftslagsmálum, sé það vegna þess að við höfum leyft fyrirtækjum, stjórnmálastéttinni, og auðvaldselítunni að ramma inn umræðuna og sýn okkar á málefnið.

Auglýsing

Nú stendur yfir ráð­stefna í Glas­gow um mik­il­væg­asta mál­efni okkar tíma, á COP26 er verið að ræða hvernig á að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um. Þessi ráð­stefna kemur á ákveðnum tíma­mót­um; heims­byggðin er hægt og bít­andi að fær­ast út úr skugga COVID19, það liggur fyrir ný sam­an­tekt á lofts­lags­vís­indum í mjög yfir­grips­mik­illi skýrslu frá milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC), og þetta er jafn­framt sá vett­vangur þar sem aðilar að Par­ís­ar­sátt­mál­anum leggja fram skuld­bind­ingar um sam­drátt á útblæstri til næstu 5 ára. Dag­lega ber­ast myndir frá Glas­gow af jakka­fata­klæddum stjórn­mála­mönn­um, hástemmdum þjóð­ar­leið­tog­um, og göf­ug­lyndum millj­arða­mær­ingum sem lofa öllu fögru, og bar­áttu­reifum ung­mennum og umhverf­is­vernd­ar­sinnum sem gagn­rýna þau kurt­eis­lega. En er ein­hver von um að ráð­stefnan skili því sem til þarf? Eða er þetta bara græn­þvottar þjóð­há­tíð eins og Greta Thun­berg orðaði það.

Bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum hefur verið að tap­ast í 30 ár og gott bet­ur. Frá því byrjað var að ræða um vand­ann og alþjóð­leg sam­vinna hófst um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafa þær samt auk­ist í veld­is­vexti. Enn hefur ekki tek­ist að fletja út þá kúrfu, hvað þá að snúa henni við. Kyoto bók­unin sem var í raun­inni sterkara sam­komu­lag en Par­ís­ar­sátt­mál­inn, var stór­feng­lega mis­heppnað ferli þar sem útblástur á heims­vísu dróst ekki neitt saman á tíma­bil­inu sem bók­unin náði yfir. Útblást­urs­tölur stóðu ekki einu sinni í stað á tíma­bil­inu heldur héldu þær áfram að aukast ár eftir ár. Reyndar hefur útblástur á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum aldrei dreg­ist saman nema þegar eitt­hvað verður til þess að hægist á hag­kerfum heims­ins. Þegar fjár­málakreppan skall á 2008 varð sam­dráttur í útblæstri á heims­vísu, og nú síð­ast í COVID19 heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing
Að vissu leiti var COVID19 dul­búin bless­un. Við stefndum óðfluga að bjarg­brún­inni og vorum enn að standa bens­ínið í botn þegar far­ald­ur­inn bjó til svolitla hraða­hindr­un. Árið 2020 dróst útblástur saman um 5,8%. En í stað þess að byggja á þeim grunni og halda sam­drætti áfram virð­ist það þvert á móti vera stefnan hjá bók­staf­lega öllum að gefa í aft­ur. Til þess að orða hlut­ina hreint og beint: við þurfum 5% sam­drátt á hverju ári út þennan ára­tug ef við ætlum að koma í veg fyrir gíf­ur­legar ham­farir þegar fram líða stund­ir.

Það liggur fyrir að þessi ára­tug­ur, frá 2020 til 2030, er lykil tíma­bil í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un. Það hefur verið dregið svo lengi að grípa til hald­bærra aðgerða að nú eru í raun engir góðir eða auð­veldir kostir í stöð­unni. Við verðum að skera niður útblástur um 50% á næstu 8 árum ef vel á að vera. Það er ekki hægt að ná því mark­miði með því að krafsa í yfir­borð­ið. Það þarf að grafa niður að rótum vand­ans, það þarf að rót­tækar aðgerðir og þær verða ekki endi­lega sárs­auka­laus­ar.

Gróða­væn­legar aðgerðir eða sam­drátt­ur?

Það er ekki lík­legt að slíkar aðgerðir verði ræddar í Glas­gow. Þvert á móti er lík­legt að þar verði allt gert til að ramma vanda­málið þannig inn að athygl­inni sé beint frá grund­vall­ar­þáttum á borð við kap­ít­al­isma, hag­vöxt og frjálsa mark­aði. Of lengi hefur stjórn­mála­stéttin og auð­valdið sem hún þjónar fengið að móta og ramma inn umræð­una og nú er svo komið að jafn­vel umhverf­is­vernd­ar­sam­tök geta ekki tjáð sig um mál­efnið án þess að orð­ræðan falli innan þess ramma. Einu aðgerð­irnar sem eru ræddar eru þær sem hægt er að græða á. Það er talin full­kom­lega eðli­leg krafa að aðgerðir í lofts­lags­málum séu gróða­væn­legar og að þær séu í sam­keppni á frjálsum mark­aði. Sem reyndar er ekki svo frjáls þegar græn orka á til dæmis að keppa við jarð­efna­elds­neyti sem eru að öllu jöfnu nið­ur­greidd. En um fram allt þá verða aðgerðir að vera hluti af hag­vaxtar heims­sýn kap­ít­al­ism­ans. Þær verða að leiða til vaxtar og auk­innar neyslu til dæmis með bygg­ingu nýrra inn­viða eða end­ur­nýjun á öllum bíla­flota heims­ins yfir í raf­bíla.

Nú er svo komið að það er ekki hægt að taka á vand­anum lengur aðeins með aðgerðum sem gefa gróða­von eða hvetja til hag­vaxt­ar. Við getum ekki lengur tak­markað okkur við aðgerðir sem krefj­ast upp­bygg­ing­ar. Við þurfum að horfast í augu við þann blá­kalda veru­leika að til þess að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun og alger­lega óvissa fram­tíð fyrir kom­andi kyn­slóðir þá þurfum við að skera niður líka. Nota minni orku, minka neyslu, og draga saman seglin á mörgum svið­um. Sú hlið aðgerða er nán­ast aldrei rædd á alþjóð­legum póli­tískum vett­vangi. Það má hvetja ein­stak­linga til að draga saman neyslu, en ef það yrði að póli­tískri stefnu að valda sam­drætti í hag­kerf­inu myndi það ógna grunn­stoðum kap­ít­al­ism­ans. Því er ekki talað um raun­hæfa og mik­il­væga mögu­leika í lofts­lags­málum sem standa okkur til boða á þess­ari ögur­stundu.

Ef svo fer sem horfir að frá COP26 komi sam­þykkt um ófull­nægj­andi og mátt­lausar aðgerðir sem taka aðeins á yfir­borði vand­ans, þá er stór hluti ástæð­unnar sá að við höfum leyft fyr­ir­tækj­um, stjórn­mála­stétt­inni, og auð­vald­sel­ít­unni að ramma inn umræð­una og alla okkar sýn á mál­efnið og mögu­legar lausn­ir. Innan þess ramma er aðeins boð­legt að tala um lausnir sem hægt er að græða á, stuðla að upp­bygg­ingu og vexti, eða eru drifnar af frjálsum mark­aði. Við verðum að brjóta upp þennan ramma og byrja að ræða um lausnir sem fel­ast í sam­drætti, minni neyslu, minni fram­leiðslu og stýr­ingu á mörk­uð­um. Græn orka er góð og við þurfum að halda áfram að byggja hana upp á heims­vísu, en í milli­tíð­inni þá þurfum við líka að ein­fald­lega nota minni orku.

Höf­undur er heim­spek­ingur og félagi í Umhverf­is­ráði Sós­í­alista­flokks Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar