Við hverju getum við búist af COP26?

Hjalti Hrafn Hafþórsson segir að frá COP26 komi samþykkt um ófullnægjandi og máttlausar aðgerðir í loftslagsmálum, sé það vegna þess að við höfum leyft fyrirtækjum, stjórnmálastéttinni, og auðvaldselítunni að ramma inn umræðuna og sýn okkar á málefnið.

Auglýsing

Nú stendur yfir ráð­stefna í Glas­gow um mik­il­væg­asta mál­efni okkar tíma, á COP26 er verið að ræða hvernig á að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um. Þessi ráð­stefna kemur á ákveðnum tíma­mót­um; heims­byggðin er hægt og bít­andi að fær­ast út úr skugga COVID19, það liggur fyrir ný sam­an­tekt á lofts­lags­vís­indum í mjög yfir­grips­mik­illi skýrslu frá milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC), og þetta er jafn­framt sá vett­vangur þar sem aðilar að Par­ís­ar­sátt­mál­anum leggja fram skuld­bind­ingar um sam­drátt á útblæstri til næstu 5 ára. Dag­lega ber­ast myndir frá Glas­gow af jakka­fata­klæddum stjórn­mála­mönn­um, hástemmdum þjóð­ar­leið­tog­um, og göf­ug­lyndum millj­arða­mær­ingum sem lofa öllu fögru, og bar­áttu­reifum ung­mennum og umhverf­is­vernd­ar­sinnum sem gagn­rýna þau kurt­eis­lega. En er ein­hver von um að ráð­stefnan skili því sem til þarf? Eða er þetta bara græn­þvottar þjóð­há­tíð eins og Greta Thun­berg orðaði það.

Bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum hefur verið að tap­ast í 30 ár og gott bet­ur. Frá því byrjað var að ræða um vand­ann og alþjóð­leg sam­vinna hófst um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafa þær samt auk­ist í veld­is­vexti. Enn hefur ekki tek­ist að fletja út þá kúrfu, hvað þá að snúa henni við. Kyoto bók­unin sem var í raun­inni sterkara sam­komu­lag en Par­ís­ar­sátt­mál­inn, var stór­feng­lega mis­heppnað ferli þar sem útblástur á heims­vísu dróst ekki neitt saman á tíma­bil­inu sem bók­unin náði yfir. Útblást­urs­tölur stóðu ekki einu sinni í stað á tíma­bil­inu heldur héldu þær áfram að aukast ár eftir ár. Reyndar hefur útblástur á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum aldrei dreg­ist saman nema þegar eitt­hvað verður til þess að hægist á hag­kerfum heims­ins. Þegar fjár­málakreppan skall á 2008 varð sam­dráttur í útblæstri á heims­vísu, og nú síð­ast í COVID19 heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing
Að vissu leiti var COVID19 dul­búin bless­un. Við stefndum óðfluga að bjarg­brún­inni og vorum enn að standa bens­ínið í botn þegar far­ald­ur­inn bjó til svolitla hraða­hindr­un. Árið 2020 dróst útblástur saman um 5,8%. En í stað þess að byggja á þeim grunni og halda sam­drætti áfram virð­ist það þvert á móti vera stefnan hjá bók­staf­lega öllum að gefa í aft­ur. Til þess að orða hlut­ina hreint og beint: við þurfum 5% sam­drátt á hverju ári út þennan ára­tug ef við ætlum að koma í veg fyrir gíf­ur­legar ham­farir þegar fram líða stund­ir.

Það liggur fyrir að þessi ára­tug­ur, frá 2020 til 2030, er lykil tíma­bil í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un. Það hefur verið dregið svo lengi að grípa til hald­bærra aðgerða að nú eru í raun engir góðir eða auð­veldir kostir í stöð­unni. Við verðum að skera niður útblástur um 50% á næstu 8 árum ef vel á að vera. Það er ekki hægt að ná því mark­miði með því að krafsa í yfir­borð­ið. Það þarf að grafa niður að rótum vand­ans, það þarf að rót­tækar aðgerðir og þær verða ekki endi­lega sárs­auka­laus­ar.

Gróða­væn­legar aðgerðir eða sam­drátt­ur?

Það er ekki lík­legt að slíkar aðgerðir verði ræddar í Glas­gow. Þvert á móti er lík­legt að þar verði allt gert til að ramma vanda­málið þannig inn að athygl­inni sé beint frá grund­vall­ar­þáttum á borð við kap­ít­al­isma, hag­vöxt og frjálsa mark­aði. Of lengi hefur stjórn­mála­stéttin og auð­valdið sem hún þjónar fengið að móta og ramma inn umræð­una og nú er svo komið að jafn­vel umhverf­is­vernd­ar­sam­tök geta ekki tjáð sig um mál­efnið án þess að orð­ræðan falli innan þess ramma. Einu aðgerð­irnar sem eru ræddar eru þær sem hægt er að græða á. Það er talin full­kom­lega eðli­leg krafa að aðgerðir í lofts­lags­málum séu gróða­væn­legar og að þær séu í sam­keppni á frjálsum mark­aði. Sem reyndar er ekki svo frjáls þegar græn orka á til dæmis að keppa við jarð­efna­elds­neyti sem eru að öllu jöfnu nið­ur­greidd. En um fram allt þá verða aðgerðir að vera hluti af hag­vaxtar heims­sýn kap­ít­al­ism­ans. Þær verða að leiða til vaxtar og auk­innar neyslu til dæmis með bygg­ingu nýrra inn­viða eða end­ur­nýjun á öllum bíla­flota heims­ins yfir í raf­bíla.

Nú er svo komið að það er ekki hægt að taka á vand­anum lengur aðeins með aðgerðum sem gefa gróða­von eða hvetja til hag­vaxt­ar. Við getum ekki lengur tak­markað okkur við aðgerðir sem krefj­ast upp­bygg­ing­ar. Við þurfum að horfast í augu við þann blá­kalda veru­leika að til þess að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun og alger­lega óvissa fram­tíð fyrir kom­andi kyn­slóðir þá þurfum við að skera niður líka. Nota minni orku, minka neyslu, og draga saman seglin á mörgum svið­um. Sú hlið aðgerða er nán­ast aldrei rædd á alþjóð­legum póli­tískum vett­vangi. Það má hvetja ein­stak­linga til að draga saman neyslu, en ef það yrði að póli­tískri stefnu að valda sam­drætti í hag­kerf­inu myndi það ógna grunn­stoðum kap­ít­al­ism­ans. Því er ekki talað um raun­hæfa og mik­il­væga mögu­leika í lofts­lags­málum sem standa okkur til boða á þess­ari ögur­stundu.

Ef svo fer sem horfir að frá COP26 komi sam­þykkt um ófull­nægj­andi og mátt­lausar aðgerðir sem taka aðeins á yfir­borði vand­ans, þá er stór hluti ástæð­unnar sá að við höfum leyft fyr­ir­tækj­um, stjórn­mála­stétt­inni, og auð­vald­sel­ít­unni að ramma inn umræð­una og alla okkar sýn á mál­efnið og mögu­legar lausn­ir. Innan þess ramma er aðeins boð­legt að tala um lausnir sem hægt er að græða á, stuðla að upp­bygg­ingu og vexti, eða eru drifnar af frjálsum mark­aði. Við verðum að brjóta upp þennan ramma og byrja að ræða um lausnir sem fel­ast í sam­drætti, minni neyslu, minni fram­leiðslu og stýr­ingu á mörk­uð­um. Græn orka er góð og við þurfum að halda áfram að byggja hana upp á heims­vísu, en í milli­tíð­inni þá þurfum við líka að ein­fald­lega nota minni orku.

Höf­undur er heim­spek­ingur og félagi í Umhverf­is­ráði Sós­í­alista­flokks Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar