Viðreisn tækifæranna

Thomas Möller segir að eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna sé að skapa atvinnulífinu hvetjandi og samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem fjölgar störfum, tryggir atvinnuöryggi og eflir atvinnulífið.

Auglýsing

Eitt mik­il­væg­asta mál kosn­ing­anna í haust er bætt rekstr­ar­um­hverfi atvinnu­lífs­ins á Ísland­i. 

Fyr­ir­tæki sem skapa áhuga­verð og vel launuð störf eru grund­völlur vel­ferðar og lífs­kjara í land­inu okk­ar. Flest nýrra starfa á kom­andi árum munu verða til í fyr­ir­tækjum sem stunda nýsköpun og frum­kvöðla­starf. Þannig verður hægt að tryggja að unga fólkið okkar fái störf við sitt hæfi í land­inu en flytj­ist ekki burt þangað sem tæki­færin og rekstr­ar­um­hverfið er betra. Í því sam­bandi má geta þess að á síð­ustu 40 árum hafa um 18.000 Íslend­ingar flutt til útlanda umfram þá sem fluttu heim. Það sam­svarar öllum íbúum Garða­bæj­ar.

Það þarf kjark og þor til að gera nauð­syn­legar breyt­ingar sem styðja við nýsköp­un. Stöðnun og kyrr­staða eru ekki val­kostur fyrir íslenskt atvinnu­líf. Kosn­ing­arnar í haust snú­ast því meðal ann­ars um að tryggja að frum­kvöðl­arnir og við­skipta­tæki­færin verði áfram í land­in­u. 

Nýsköpun þarf stöð­ug­leika

Til að nýsköpun blóm­stri þarf ýmis­legt að laga.  Við­reisn hefur lagt fram hug­myndir sem   tryggja betra rekstr­ar­um­hverfi og stöð­ug­leika fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin í land­in­u. 

Auglýsing
Óstöðug króna með sífelldum geng­is­sveiflum einn helsti óvinur nýsköp­unar og frum­kvöðla­starf­sem­i. 

Erfitt er að gera áreið­an­legar áætl­anir með útgjöld í krónum og tekjur í evrum eða doll­ur­um. Miklar geng­is­sveiflur hafa verið á síð­ustu fjórum árum en krónan hefur farið frá því að vera um 110 krónur á evru í um 165. Síðan hefur hún gefið eftir en er að hækka aftur síð­ustu vik­ur. Þetta sveiflu­um­hverfi er óboð­legt nútíma fyr­ir­tækj­um. Stöð­ugur gjald­mið­ill er mik­il­vægur hluti inn­viða eins og sam­göng­ur, stöðug orka og öfl­ugur ljós­leið­ari.

Það sem sprota­fyr­ir­tækin þurfa

Það þarf að minnka geng­is­sveiflur með teng­ingu krón­unnar við stöðugan gjald­mið­il. Það mun tryggja stöð­ug­leika, fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri og lægri vexti.

Geng­is­stöð­ug­leiki með teng­ingu við evru hefur verið í Dan­mörku og Fær­eyjum í ára­tugi sem hefur leitt til stöð­ug­leika sem við höfum mikla þörf fyr­ir. Kostir stöð­ug­leika eru að mínu mati stór­kost­lega van­metnir á Íslandi!

Með stöð­ugum gjald­miðli má búast við að erlendir fjár­festar komi í auknum mæli til lands­ins og að rekstr­ar­um­hverfi frum­kvöðla, hug­vits­fyr­ir­tækja og skap­andi geirans eigi meiri mögu­leika á að dafna og vaxa í land­inu okk­ar, en ekki bara í útlönd­um. 

Auk þess má nefna að erlend fjár­fest­ing fæst oft ekki inn í íslensk fyr­ir­tæki nema hug­verka­rétt­indi séu flutt í lög­sögu með stöð­ugum gjald­miðli. Það hefur og verið gerð krafa um að fyr­ir­tæki séu flutt í erlenda lög­sögu af þessum sök­um.

Flest sprota­fyr­ir­tækin stefna á alþjóð­legan markað og þau eru því í alþjóð­legri sam­keppni frá fyrsta deg­i.  Það þarf sterk­ari hag­ræna hvata fyrir fjár­festa í sprota­fyr­ir­tækjum en þá sem nú eru upp­i.  Hvata sem einnig virka í þá átt að halda fyr­ir­tækj­unum á Ísland­i.  

Áherslur Við­reisnar í mál­efnum nýsköp­unar

Eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna er að skapa atvinnu­líf­inu hvetj­andi og sam­keppn­is­hæft rekstr­ar­um­hverfi sem fjölgar störf­um, tryggir atvinnu­ör­yggi og eflir atvinnu­líf­ið. Um þetta munu kosn­ing­arnar í haust snú­ast að miklu leyt­i. 

Í kosn­ing­unum í haust mun Við­reisn leggja sér­staka áherslu á nokkur stór mál. Eitt þeirra er stöðugra rekstr­ar­um­hverfi atvinnu­lífs­ins og sér­stak­lega efl­ing frum­kvöðla­fyr­ir­tækja. 

Til að bæta stöðu þeirra vill Við­reisn binda gengi krón­unnar við evru með samn­ingi við Seðla­banka Evr­ópu sem fyrsta skref að upp­töku evru. Fyr­ir­sjá­an­legt gengi mun gjör­breyta skil­yrðum fyrir nýsköpun og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­iðn­að­ar. Lífs­kjör fólks og sam­keppn­is­hæfni íslenskra fyr­ir­tækja mun batna með þess­ari breyt­ingu.

Með þessum áherslum vill Við­reisn gefa fram­tíð­inni tæki­færi.

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur, MBA og fram­bjóð­andi í fjórða sæti Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar