Viðreisn tækifæranna

Thomas Möller segir að eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna sé að skapa atvinnulífinu hvetjandi og samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem fjölgar störfum, tryggir atvinnuöryggi og eflir atvinnulífið.

Auglýsing

Eitt mik­il­væg­asta mál kosn­ing­anna í haust er bætt rekstr­ar­um­hverfi atvinnu­lífs­ins á Ísland­i. 

Fyr­ir­tæki sem skapa áhuga­verð og vel launuð störf eru grund­völlur vel­ferðar og lífs­kjara í land­inu okk­ar. Flest nýrra starfa á kom­andi árum munu verða til í fyr­ir­tækjum sem stunda nýsköpun og frum­kvöðla­starf. Þannig verður hægt að tryggja að unga fólkið okkar fái störf við sitt hæfi í land­inu en flytj­ist ekki burt þangað sem tæki­færin og rekstr­ar­um­hverfið er betra. Í því sam­bandi má geta þess að á síð­ustu 40 árum hafa um 18.000 Íslend­ingar flutt til útlanda umfram þá sem fluttu heim. Það sam­svarar öllum íbúum Garða­bæj­ar.

Það þarf kjark og þor til að gera nauð­syn­legar breyt­ingar sem styðja við nýsköp­un. Stöðnun og kyrr­staða eru ekki val­kostur fyrir íslenskt atvinnu­líf. Kosn­ing­arnar í haust snú­ast því meðal ann­ars um að tryggja að frum­kvöðl­arnir og við­skipta­tæki­færin verði áfram í land­in­u. 

Nýsköpun þarf stöð­ug­leika

Til að nýsköpun blóm­stri þarf ýmis­legt að laga.  Við­reisn hefur lagt fram hug­myndir sem   tryggja betra rekstr­ar­um­hverfi og stöð­ug­leika fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin í land­in­u. 

Auglýsing
Óstöðug króna með sífelldum geng­is­sveiflum einn helsti óvinur nýsköp­unar og frum­kvöðla­starf­sem­i. 

Erfitt er að gera áreið­an­legar áætl­anir með útgjöld í krónum og tekjur í evrum eða doll­ur­um. Miklar geng­is­sveiflur hafa verið á síð­ustu fjórum árum en krónan hefur farið frá því að vera um 110 krónur á evru í um 165. Síðan hefur hún gefið eftir en er að hækka aftur síð­ustu vik­ur. Þetta sveiflu­um­hverfi er óboð­legt nútíma fyr­ir­tækj­um. Stöð­ugur gjald­mið­ill er mik­il­vægur hluti inn­viða eins og sam­göng­ur, stöðug orka og öfl­ugur ljós­leið­ari.

Það sem sprota­fyr­ir­tækin þurfa

Það þarf að minnka geng­is­sveiflur með teng­ingu krón­unnar við stöðugan gjald­mið­il. Það mun tryggja stöð­ug­leika, fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri og lægri vexti.

Geng­is­stöð­ug­leiki með teng­ingu við evru hefur verið í Dan­mörku og Fær­eyjum í ára­tugi sem hefur leitt til stöð­ug­leika sem við höfum mikla þörf fyr­ir. Kostir stöð­ug­leika eru að mínu mati stór­kost­lega van­metnir á Íslandi!

Með stöð­ugum gjald­miðli má búast við að erlendir fjár­festar komi í auknum mæli til lands­ins og að rekstr­ar­um­hverfi frum­kvöðla, hug­vits­fyr­ir­tækja og skap­andi geirans eigi meiri mögu­leika á að dafna og vaxa í land­inu okk­ar, en ekki bara í útlönd­um. 

Auk þess má nefna að erlend fjár­fest­ing fæst oft ekki inn í íslensk fyr­ir­tæki nema hug­verka­rétt­indi séu flutt í lög­sögu með stöð­ugum gjald­miðli. Það hefur og verið gerð krafa um að fyr­ir­tæki séu flutt í erlenda lög­sögu af þessum sök­um.

Flest sprota­fyr­ir­tækin stefna á alþjóð­legan markað og þau eru því í alþjóð­legri sam­keppni frá fyrsta deg­i.  Það þarf sterk­ari hag­ræna hvata fyrir fjár­festa í sprota­fyr­ir­tækjum en þá sem nú eru upp­i.  Hvata sem einnig virka í þá átt að halda fyr­ir­tækj­unum á Ísland­i.  

Áherslur Við­reisnar í mál­efnum nýsköp­unar

Eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna er að skapa atvinnu­líf­inu hvetj­andi og sam­keppn­is­hæft rekstr­ar­um­hverfi sem fjölgar störf­um, tryggir atvinnu­ör­yggi og eflir atvinnu­líf­ið. Um þetta munu kosn­ing­arnar í haust snú­ast að miklu leyt­i. 

Í kosn­ing­unum í haust mun Við­reisn leggja sér­staka áherslu á nokkur stór mál. Eitt þeirra er stöðugra rekstr­ar­um­hverfi atvinnu­lífs­ins og sér­stak­lega efl­ing frum­kvöðla­fyr­ir­tækja. 

Til að bæta stöðu þeirra vill Við­reisn binda gengi krón­unnar við evru með samn­ingi við Seðla­banka Evr­ópu sem fyrsta skref að upp­töku evru. Fyr­ir­sjá­an­legt gengi mun gjör­breyta skil­yrðum fyrir nýsköpun og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­iðn­að­ar. Lífs­kjör fólks og sam­keppn­is­hæfni íslenskra fyr­ir­tækja mun batna með þess­ari breyt­ingu.

Með þessum áherslum vill Við­reisn gefa fram­tíð­inni tæki­færi.

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur, MBA og fram­bjóð­andi í fjórða sæti Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar