Lýðræðisleiðin í kvótamálum

Guðmundur Hörður Guðmundsson hvetur alla stjórnmálaflokka til að taka hagsmuni fjöldans fram yfir þrönga sérhagsmuni útgerðarinnar.

Auglýsing

Bráðum verða liðin fjöru­tíu ár frá því að kvóta­kerfi var komið á í sjáv­ar­út­vegi og þá mun það hafa verið við lýði hálfa lýð­veld­is­sög­una. Sjálfur er ég fáum árum eldri en kerfið og þess vegna hafa gallar þess verið til umræðu alveg frá því að ég fór að fylgj­ast með póli­tískri umræðu.

Í fyrstu bar mest á umræðu um nei­kvæð áhrif þess á ein­staka sveit­ar­fé­lög eða lands­hluta, en í kjöl­far hruns­ins hefur umræðan í auknum mæli snú­ist um rétt­mætan hlut þjóð­ar­innar í auð­lindaarð­inum og þá yfir­burða­stöðu sem eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækja geta náð á öðrum sviðum við­skipta­lífs­ins í krafti hans. Það er síðan á allra síð­ustu miss­erum sem okkur hefur orðið ljóst hvernig útgerð­ar­fé­lögin skaða orð­spor þjóð­ar­innar erlend­is, allt sunnan frá Namibíu til Norð­ur­land­anna, og hvernig fyr­ir­tækin beita ógn­ar­valdi sínu til að kæfa gagn­rýna umræðu og veikja opin­bert eft­ir­lit. 

Auglýsing
Þetta hefur gert það að verkum að ein­ungis 14% aðspurðra segj­ast ánægð með núver­andi útfærslu á kvóta­kerf­inu og 64% telja að sjálfu lýð­ræð­inu stafi ógn af því. Samt sem áður bendir ekk­ert til þess að kerf­inu verði breytt, t.d. í kjöl­far kosn­inga í haust. Ástæða þess er ein­föld, eins og Gylfi Magn­ús­son pró­fessor fjallað ágæt­lega um í nýlegri grein - þröngir sér­hags­munir fárra skáka alltaf hags­munum fjöld­ans vegna þess að þeir sem eiga ríkra sér­hags­muna að gæta berj­ast af miklu meiri hörku en dreifður hópur almenn­ings, þar sem hver og einn hefur mun minni hags­muna að gæta. Að auki má bæta við þessa grein­ingu Gylfa að hinn dreifði almenn­ingur hefur ólíkar skoð­anir á því hvernig laga skuli kerf­ið, t.d. hvort og þá hversu hratt eigi að taka kvóta af útgerð­unum eða hvort taka eigi fullt eða eðli­legt gjald fyrir veiði­rétt­inn. Þess vegna hefur árangur af stjórn­mála­bar­áttu umbóta­flokka orðið lít­ill á þessu sviði í hart­nær fjóra ára­tugi, nema ef vera skyldi veiði­gjaldið sem vinstri­st­jórn­inni 2009-2013 tókst að gera að tekju­stofni fyrir rík­is­sjóð.  

Vegna hinna dreifðu hags­muna almenn­ings og ólíkra krafna um umbætur mun vald og auður Sam­herja og þeirra líkra halda áfram að aukast á kom­andi árum, nema að almenn­ingur komi sér saman um til­lögur að breyt­ingum á kerf­inu. Lýð­ræð­is­fé­lagið Alda hefur lagt til aðferð að því marki og birt á lydra­ed­is­lei­din.alda.­is. Lýð­ræð­is­leiðin felur í sér tvö skref á næsta kjör­tíma­bili, vönduð úttekt á kostum og göllum kerf­is­ins yrði það fyrra en í kjöl­farið fylgdi þátt­töku­lýð­ræð­is­ferli með slembivöldu borg­ara­þingi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í könnun sem MMR vann fyrir Öldu í sumar segj­ast 56% fylgj­andi því að þessi leið sé farin en 25% eru því and­víg. Á borg­ara­þingum eins og hér um ræðir fá 50 til 150 full­trúar bæði aðstöðu og tíma til að ræða flókin og erfið við­fangs­efni og með slembivali er tryggt að þeir end­ur­spegli sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar, t.d. út frá aldri, kyni og búset­u. 

Hug­myndin um galla full­trúa­lýð­ræð­is­ins og þörf­ina fyrir aukið lýð­ræð­is­legt vald almenn­ings er ekki ný af nál­inni. Þannig skrif­aði Páll Briem, þing­maður og mik­ill fram­fara­mað­ur, undir lok 19. aldar að þingið væri ekki það sama og þjóðin og að þing­vilji væri ekki þjóð­ar­vilji: ,,Þjóðin á að ráða og þess vegna á að tak­marka vald þing­manna, segi ég. … Það verður verk­efni næstu aldar að búa til tak­mark­aðan parla­ment­ar­is­ma, eins og þessi öld hefur búið til tak­markað kon­ungs­veldi.“ Rúmri öld síðar skrif­aði Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, á sömu nótum um að þjóðin væri ekki bara jafn vel í stakk búin til að taka ákvarð­anir eins og kjörnir full­trú­ar, hún væri þeim fremri: ,,Hún hefur það umfram hina kjörnu full­trúa að sér­hags­muna­hópar eiga ekki jafn auð­velt með að ná til þjóð­ar­innar allrar eins og til ein­stakra þing­manna eða sveit­ar­stjórn­ar­manna til að hafa áhrif á þá." 

Í ljósi þess að Alþingi hefur gengið illa að svara kalli almenn­ings um breyt­ingar á kvóta­kerf­inu þá hvet ég alla flokka sem nú eru í fram­boði til að gera til­lögur Öldu um lýð­ræð­is­leið­ina að sín­um. Þannig verður hægt að taka hags­muni fjöld­ans fram yfir þrönga sér­hags­muni útgerð­ar­inn­ar.    

Höf­undur situr í stjórn Öldu, félags um sjálf­bærni og lýð­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar