Vinnum samkvæmt vistvænni orkustefnu

Hægt er að auka afl um að minnsta kosti 500–600 MW í núverandi raforkukerfi án þess að byggja nýjar meðalstórar virkjanir frá grunni við áður óvirkjuð jökulvötn, skrifar Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.

Auglýsing

Í nýrri orku­stefnu sem rík­is­stjórnin lét semja í vinnu­hópi sér­fræð­inga og full­trúa flokk­anna á Alþingi er lögð meg­in­á­hersla á þessa þætti:

- Orku­þörf sam­fé­lags er ávallt upp­fyllt

- Gætt er að nátt­úru­vernd við orku­nýt­ingu

- Inn­viðir eru traustir og áfalla­þolnir

- Umhverf­is­á­hrif eru lág­mörkuð

- Orku­kerfið er fjöl­breytt­ara

- Nýt­ing orku­auð­linda er sjálf­bær

- Þjóðin nýtur ávinn­ings af orku­auð­lind­unum

- Ísland er óháð jarð­efna­elds­neyti

- Orku­skipti eru á landi, á hafi og í lofti

- Orku­nýtni er bætt og sóun lág­mörkuð

- Orku­mark­aður er virkur og sam­keppn­is­hæfur

- Auð­linda­straumar eru fjöl­nýttir

- Jafnt aðgengi að orku er um allt landið

Auglýsing

Að mínu mati eru lyk­il­at­riðin fjög­ur: Virkjað er í takt við orku­þörf, orku­vinnslan er sjálf­bær, inn­viðir orku­kerf­is­ins öfl­ugir og álfalla­þoln­ir, og aðgengi að öruggri raf­orku jafnt um allt land. Stefnan setur okkur marg­vís­leg verk­efni. Þau eru skil­greind sam­kvæmt stað­reyndum og umhverf­is­vænum stefnu­miðum og lausnir hafðar innan þol­marka nátt­úru, sam­fé­lags og hag­kerf­is­ins. Miðað er við sam­fé­lags­legt eign­ar­hald á innviðum raf­orku­kerf­is­ins, auk eins hag­kvæmrar orku­sölu til almenn­ings og lít­illa eða með­al­stórra fyr­ir­tækja og unnt er. Orku­stefnan er um margt mála­miðlun en vel not­hæf frá sjón­ar­hóli grænna vinstri­s­inna og styður við stefnu­mörkun um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust 2040 eða fyrr.

Við­bætur án mik­ils rasks

Um þessar mundir er afl­geta raf­orku­vera nálægt 2.700 MW. Hægt er að bæta við hana einum 200–300 MW með bættu flutn­ings­kerfi og tækni­legum end­ur­bótum á véla­bún­aði vatns­afls­virkj­ana. Auk þess er hægt að bæta við álíka afli með því að nýta frá­rennsli frá virkj­un­um, t.d. í Blöndu og, ásamt auknu en tíma­bundnu rennsli jök­ul­vatna vegna lofts­lags­breyt­inga og þá með við­bót­ar­bún­aði. Það er sem sagt hægt að auka afl um a.m.k. 500–600 MW í núver­andi raf­orku­kerfi án þess að byggja nýjar með­al­stórar virkj­anir frá grunni við áður óvirkjuð jök­ul­vötn.

Í varma­afls­virkj­unum er líka unnt að bæta við rafa­fli með tækni­legum aðferðum og stækk­unum sem rúm­ast innan þess­ara afltalna, og gott bet­ur. Stækkun jarð­varma­virkj­ana á Reykja­nesi og við Grinda­vík er kleif enda eykst eft­ir­spurn á Suð­ur­nesjum vegna nýrra íbúa, auk­innar ferða­þjón­ustu, nýsköp­unar og mat­væla­fram­leiðslu. Meira af heitu vatni til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, og til nota í Ölf­usi og Hvera­gerði, mun svo fyrr en síð­ar, af sömu ástæð­um, kalla á frek­ari virkjun jarð­varma innan marg­skipts háhita­svæðis Heng­ils­kerf­is­ins og lág­hita­svæða austan þess. Hita­veitu frá háhita­svæðum fylgir raf­orku­fram­leiðsla vegna þess að nýta ber varmauð­lind­ina var­lega og nýta sem næst alla orku og hrak­strauma til starf­semi auð­linda­garða.

Tveir óvissu­þættir til að taka á

Inn í þessa mynd bæt­ast tveir nýir drætt­ir: Mögu­leg virkjun djúp­stæðra háhita­svæða innan núver­andi virkj­ana­svæða á land­inu (djúp­borun og virkjun ofur­heitra háþrýsti­hola) og virkjun vinda­fls. Á næstu árum kemur í ljós að hve miklu marki unnt er að nýta almennt djúp­holur á borð við þá einu á Reykja­nesi sem er “starf­hæf” en höfð til rann­sókna í bili. Tak­ist það, fæst a.m.k. fimm­falt meiri orka úr hverri slíkri bor­holu miðað við hefð­bundnar háhita­bor­hol­ur. Þarna er verð­ugt verk­efni að vinna í alþjóð­legri sam­vinnu.

Vindaflið er bundið sk. Ramma­á­ætl­un, ef virkjað er umfram 10 MW. Innan hennar eru tvær vind­orku­stöðvar Lands­virkj­unar (heild­ar­afl 300 MW). Sú staða sem nú eru uppi, þ.e. fjöl­mörg verk­efni á borðum sveit­ar­fé­laga (flest með erlendum bak­hjarli og hver afl­stöð 100 til 250 MW), er fjarri öllu lagi. Norskt fyr­ir­tæki hefur t.d. auga­stað á tíu svæðum á land­inu. Ef svo færi að þeir væru allir nýttir undir vinda­fls­ver bætt­ust senni­lega um 2.000 MW við rafa­flið. Staðan er í engu sam­ræmi við orku­stefn­una eða nauð­syn­legt heild­ar­skipu­lag og utan­um­hald raf­orku­fram­leiðslu í land­inu. Þess vegna lá í vor frammi á Alþingi, að frum­kvæði VG, fyrsta skref til end­ur­bóta: Þings­á­lyktun og lög um svæða­skipt­ingu fyrir vind­orku og um stýri­ferli verk­efna. Gafst ekki tími til að ljúka vinnu við það fram­fara­spor. Afar brýnt er að ná utan um fram­vindu vinda­fls­virkj­ana og einnig svo­kall­aðra smá­virkj­ana sem margar eru vatns­afls­virkj­an­ir, 5 til 10 MW. Flestar hafa tölu­verð eða veru­leg umhverf­is­á­hrif.

Orku­þörf er raun­veru­leg

Ágrein­ingur er um orku­þörf­ina til 2040 eða 2050. Til eru býsna áreið­an­legar spár eða mat á fram­vind­unni. Orku­skipti í sam­göngum snú­ast um bíla og vinnu­vél­ar, flug­vél­ar, báta og stærri skip og hafn­irnar sjálf­ar, þ.e. heild­ar­raf­væð­ingu, einkum stærstu hafn­anna. Orku­skipti í heim­il­is­haldi og við vöru­fram­leiðslu og þjón­ustu veg­ast á. Sparað er með LED-­lýs­ingu og orku­létt­ari tækjum þar og í fram­leiðslu­ferl­um. Á móti vega fólks­fjölgun í land­inu og fjölgun fyr­ir­tækja, m.a. í vax­andi mat­væla­fram­leiðslu, þjón­ustu, nýsköp­un­ar­verk­efnum og rekstri gagna­vera (þar á að for­gangs­raða verk­efnum and­stæðum bitcoin-æð­in­u). Við mun bæt­ast inn­lend og umhverf­is­væn elds­neyt­is­fram­leiðsla, ýmist til bruna­véla (t.d.líf­dísill, metan og alkó­hól) eða orku­bera á borð við vetni eða amm­on­íak til raf­véla. Vetni mun knýja raf­knúin far­ar­tæki svo sem ýmsar flug­vél­ar, sum öku­tæki og báta- eða skip. Aug­ljóst er að hér verður unnt að fram­leiða vetni eða amm­on­íak í veru­legum mæli, þó ekki væri nema fyrir inn­lendan markað en líka til útflutn­ings að vissu marki. Viljum við það?

Í orku­spá, sem unnin er á vegum Orku­stofn­un­ar, er við­bót­arafls­þörf vegna íbúa­þró­unar og almennrar fyr­ir­tækja­starf­semi metin til árs­ins 2050. Telst hún ekki fjarri 500 MW og eru orku­skipti ekki með­tal­in. Orku­spáin er umdeild. Telja for­svars­menn í atvinnu­geir­anum hana of lága en aðrir gagn­rýna hana fyrir að vera of háa.

Hver er orku­þörfin miðað við orku­spá og orku­skipti, til 2040 eða 2050? Tölur á bil­inu 1.000 til 2.000 MW eru algengar en til eru þeir sem verja hærri og lægri töl­ur. Brýnt er að ná fram lend­ingu, með sam­vinnu hag­að­ila og sér­fræð­inga, ein­falds talna­safns sem lýtur að ólíkum sviðs­myndum og er öllum skilj­an­legt. Á móti vega fyrr­greind megawött sem eru til­tölu­lega auð­fengin án helstu nýrra virkj­ana­á­forma og þau lækka heild­ar­töl­una.

Þriðji óvissu­þátt­ur­inn er raun­veru­legur

Enn einn þátt­ur­inn í orku­jöfn­unni er óvissa um hvort og þá hvenær ein­hver af orku­freku málm­iðj­unum hættir fram­leiðslu. Við lokun einnar þeirra losnar um nokkur hund­ruð megawatta afl. Erfitt er að meta líkur á að t.d. eitt­hvert álver­anna eða eina hrákís­il­ver lands­ins, sem nýta eft­ir­sótta græna orku, kynni að hætta fram­leiðslu á næstu örfáum ára­tugum í heimi harðn­andi sam­keppni um verj­an­lega álf­ram­leiðslu eða vegna nýrra aðferða við kís­il­vinnslu. Ný meng­un­ar­lítil raf­skaut og nið­ur­dæl­ing koldí­oxíðs eru líka letj­andi þess að orku­freku iðju­ver­unum verði lok­að.

Auglýsing

Fersk mat­væla­stefna rík­is­stjórnar og Alþingis og nýsköp­un­ar­stefna hennar eru afar mik­il­væg leið­ar­ljós við þróun atvinnu­vega og atvinnu­þátt­töku í land­inu, hvort sem menn aðhyll­ast kap­ít­al­ismann eða and-kap­ít­al­ískt hringrás­ar- og hæg­vaxt­ar­hag­kerfi með sam­fé­lags­legri dreif­ingu mjög hóf­legs hagn­að­ar. Umræða er hafin um nýja stór­iðju, einmitt á vegum VG. Útflutn­ings­fram­leiðsla mat­væla er ekki draum­sýn, heldur veru­leiki í heimi fólks­fjölg­unar og alvar­legra lofts­lags­breyt­inga. Þró­ist sam­fé­lagið og grunn­fram­leiðslan í þessa átt verður að afla raf­orku til henn­ar.

For­gangs­röðun

Þegar orku­þörf lands­ins til 2040 eða 2050 er metin má full­yrða að stað­hæf­ingar sem kalla má mýtu eða goð­sögn, um að ekki sé þörf á frek­ari raf­orku­fram­leiðslu um (mis­)langt ára­bil, verða að telj­ast vafa­sam­ar. Ljóst er, hvernig sem á er lit­ið, að fram­tíðin kallar á aukna raf­orku­fram­leiðslu á næstu ára­tug­um. Hvort sem okkur líkar betur eða verr verðum við að horfast í augu við þró­un­ina og gera við­eig­andi ráð­staf­an­ir, byggðar á stað­reyndum en líka póli­tískri afstöðu.

Við leysum verk­efn­in, að mínu mati, á hag­kvæman, sjálf­bæran og var­káran hátt, í takt við orku­þörf­ina á hverju fimm ára tíma­bili. Notum vind, fall­vötn og jarð­varma í bland, svo unnt verði að stýra raf­orku­kerf­inu, treysta á ólíkar auð­lindir og aflétta óásætt­an­legu álagi á ár og byggða­lög, t.d. við Þjórsá og fleiri vatns­föll. Orku­öflun er til­tölu­lega tíma­frek í und­ir­bún­ingi, þ.e. bygg­ing orku­vera og flutn­ings­kerf­is, þannig að við þurfum að vera spöl á undan breyttri orku­þörf. Hún er og verður tölu­verð eða veru­leg eftir því hvaða lýs­ing­ar­orð menn vilja nota í ljósi stað­reynda og stjórn­mála. Þar kemur svo orku­ör­yggi ein­dregið til álita. Öruggt kerfi orku­inn­viða er ákaf­lega mik­il­vægt í landi fjöl­þættrar nátt­úru­vár. Flutn­ings­kerfið þarf að styrkja og gera sem öruggast, líkt og búið er að ákveða.

Slík eru verk­efnin og við vinnum þau í nafni sjálf­bærni sem verður að tákna að við finnum jafn­vægi á milli orku­fram­leiðslu, orku­notk­unar og umhverf­is­vernd­ar. Vegna hraðra lofts­lags­breyt­inga verðum við að setja orku­skiptin í for­gang á verk­efna­list­an­um, í a.m.k. 5 til 10 ár, án þess að missa tökin á öllu því sem þróa þarf sam­hliða.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar