Vinnumarkaður í úlfakreppu

Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri SA skrifar um stöðuna á vinnumarkaði. Hann segir sorglegt að sjá hina nýja forystu verkalýðshreyfingarinnar gera hverja þá tilraun sem gerð er til umbóta á vinnumarkaði að sérstöku skotmarki sínu.

Auglýsing

Óveð­urs­skýin hrann­ast upp á vinnu­mark­aði þessa dag­ana. Þó svo kjara­við­ræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hót­anir um verk­fallsá­tök og kröfur um viða­miklar aðgerðir rík­is­stjórnar til að forða átök­um. Engu að síður er að baki eitt lengsta sam­fellda skeið kaup­mátt­ar­aukn­ingar frá full­veldi þjóð­ar­inn­ar. Kaup­máttur hefur auk­ist sam­fellt í rúman ára­tug og aldrei mælst hærri. Kaup­máttur lægstu launa hefur hækkað meira en kaup­máttur með­al­tekna og launa­stefna und­an­far­inna tveggja kjara­samn­inga­lota því náð fram að ganga. Hvernig má það vera að við slíkar aðstæður stefni enn eina ferð­ina í harðar kjara­deil­ur?

For­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, hefur í grein­ar­skrifum sínum á þessum miðli, Kjarn­an­um, ráð­ist að tveimur fyrrum for­setum ASÍ og ótal öðrum sam­herjum sínum í verka­lýðs­hreyf­ing­unni fyrir svik við kjara­bar­átt­una. Hún, ásamt for­manni VR og for­manni Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, séu boð­berar nýrra tíma í íslenskri verka­lýðs­bar­áttu. Allar til­raunir til umbóta í anda hinna Norð­ur­land­anna séu ekk­ert annað en svik við íslenskt launa­fólk.

Norð­ur­landa­meist­arar – í átaka­hefð og óstöð­ug­leika

Þegar horft er til síð­ustu ára­tuga eigum við Íslend­ingar óskorað Norð­ur­landa­met í launa­hækk­un­um. Á sama tíma eigum við líka Norð­ur­landa­met í verk­fallsá­tök­um, verð­bólgu og geng­isó­stöð­ug­leika. Við eigum enda­lausa hillu­metra af skýrslum frá sér­fræð­ing­um, inn­lendum sem erlend­um, í vinnu­mark­aðs­mál­um, sem ítrekað segja okkur að þessi Norð­ur­landa­met okkar séu nátengd. Launa­hækk­anir umfram efna­hags­legt svig­rúm leiði slíkan óstöð­ug­leika af sér. Til­raunir til umbóta, svo sem SALEK, hafa þrátt fyrir þetta mis­tek­ist og núver­andi for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafnar raunar alfarið þessu orsaka­sam­hengi.

Af hverju gera hin Norð­ur­löndin ekki eins og við?

Hin Norð­ur­löndin eiga það sam­eig­in­legt að vera hálf­drætt­ingar á við okkur í launa­hækk­unum síð­ast­liðna þrjá ára­tugi. Þau eiga það reyndar líka sam­eig­in­legt að hafa búið við helm­ingi lægri verð­bólgu en við, umtals­vert lægri vexti og mun stöðugra gengi gjald­miðla sinna á sama tíma. Engu að síður hafa til­raunir til að taka upp nor­rænt vinnu­mark­aðslíkan hér á landi beðið skip­brot hér á landi. Ný for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar telur nor­ræna lík­an­inu allt til for­áttu.

Auglýsing
Þegar sá veru­leiki er skoð­aður mætti spyrja hvers vegna fjöl­miðlar sem stöðugt flytja fréttir af stríðs­yf­ir­lýs­ingum þeirrar sömu for­ystu spyrji aldrei hinnar ein­földu en aug­ljósu spurn­ing­ar. Af hverju gera hin Norð­ur­löndin ekki eins og við? Af hverju reyna þau ekki að slá okkur við í nafn­launa­hækk­un­um? Af hverju er þar ekki hert á verk­falls­að­gerðum að íslenskri fyr­ir­mynd? Af hverju er sam­ræmdri launa­stefnu og sátta­um­leit­unum ekki umsvifa­laust hafnað þar líkt og hér?

Þegar fífl­unum fjölgar…

Það er raunar athygl­is­vert að sjá það við­horf til íslenskrar verka­lýðs­bar­áttu sem fram kemur í greinum Sól­veigar Önnu. Tveir síð­ustu for­setar ASÍ eru að hennar mati ekki burð­ugir, enda upp­aldir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Ekki aðkomu­fólk líkt og hin nýja for­ysta. Raunar virð­ist öll sú mikla reynsla og þekk­ing sem saman er komin innan Alþýðu­sam­bands­ins einskis virði ef marka má greinar henn­ar. Reynsla starfs­fólks hennar eig­ins stétt­ar­fé­lags hlaut sama dóm og í fyrsta sinn í sögu íslenskrar stétta­bar­áttu greip íslenskt stétt­ar­fé­lag til hóp­upp­sagnar á eigin starfs­fólki. 

Stjórn­völdum virð­ist í engu treystandi held­ur. Vinna við Græn­bók um vinnu­mark­að­inn sem stýrt hefur verið úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er litin horn­auga og þátt­taka ASÍ í þeirri vinnu talin svik við verka­lýðs­hreyf­ing­una. Sam­tökum atvinnu­rek­enda sé heldur ekki treystandi. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA hafi inn­leitt „mikla óbils­girn­is- og harð­línu­stefnu þar sem öll heið­urs­manna­sam­komu­lög séu virt að vettug­i“. Nú höfum við Hall­dór Benja­mín oft á tíðum ólíkar skoð­anir í póli­tík en ég get ekki séð að stefna SA hafi tekið neinum stór­kost­legum breyt­ingum undir hans stjórn frá minni tíð þar eða for­vera míns, Vil­hjálms Egils­son­ar. Þegar fífl­unum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í speg­il.

Það þarf sam­komu­lag um vinnu­brögð

Ein megin ástæða þess að meiri óstöð­ug­leiki ríkir á íslenskum vinnu­mark­aði í sam­an­burði við hin Norð­ur­löndin er hin ein­falda stað­reynd að við höf­um, ólíkt Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku, aldrei náð sam­komu­lagi um þau vinnu­brögð sem við viljum að þar gildi. Aðilar vinnu­mark­aðar hafa þar samið um hinar almennu leik­regl­ur. Hvernig skuli samið. Hvernig er svig­rúm til launa­hækk­ana skil­greint. Mik­il­vægi þess að aðrir hópar vinnu­mark­aðar fylgi for­dæmi þeirra hópa sem fyrstir semja, svo koma megi í veg fyrir við­var­andi víxl­hækk­anir launa ein­stakra stétta eða höfr­unga­hlaup eins og það er gjarnan nefnt.

Auglýsing
Í því sam­hengi má ekki gleyma því að leik­reglur á vinnu­mark­aði snú­ast ekki aðeins um hvernig svig­rúm til hækk­ana sé metið heldur ekki síður hvernig tryggt sé að allir hópar á vinnu­mark­aði fá notið þess til jafns. Ef höfr­unga­hlaupið er ráð­andi eru það á end­anum þær stéttir sem hafa sterk­ustu samn­ings­stöð­una sem standa uppi sem sig­ur­veg­ar­ar. Og það er vert að hafa í huga að það eru yfir­leitt þeir hópar sem lök­ust hafa kjörin sem eru fórn­ar­lömb óstöð­ug­leik­ans. Verð­bólga, geng­is­fell­ingar og hátt vaxt­ar­stig koma verst niður á þeim sem ekki eiga borð fyrir báru.

Nú þegar verð­bólgan er í hæstu hæðum er nauð­syn­legt að vinnu­mark­að­ur­inn slíðri sverðin og finni leiðir til lausnar á kom­andi kjara­samn­ingum sem ekki festi verð­bólg­una í sessi, líkt og gerð­ist á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Það kost­aði miklar fórnir af hálfu launa­fólks og atvinnu­lífs að vinna bug á þeirri verð­bólgu með Þjóð­ar­sátt­inni og fjöl­mörgum sárs­auka­fullum aðgerðum í kjöl­far henn­ar.

Það er því sorg­legt að sjá nýja for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gera hverja þá til­raun sem gerð er til umbóta á vinnu­mark­aði að sér­stöku skot­marki sínu. Orð­ræða minnir því miður mun meira á gamla tíma en nýja. Við þær aðstæður er ekki lík­legt að við látum Norð­ur­landa­meist­ara­titil i óstöð­ug­leika af hendi í bráð.

Höf­undur er for­stjóri í íslensku atvinnu­lífi, fyrrum félags­mála­ráð­herra og þing­maður og fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar