Vondar fréttir fyrir boðbera góðra frétta

000-Del6352343.jpg
Auglýsing

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, skrifar grein í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Góðar frétt­ir“ . Þar segir hún að „þungu fargi hafi verið létt af þjóð­inni þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs tók við vorið 2013. Á aðeins einu ári hefur núver­andi rík­is­stjórn lyft grettistaki og komið efna­hags­líf­inu á réttan kjöl“. Hún segir líka að ótrú­leg umskipti hafi orðið í efna­hags- og atvinnu­líf­inu á aðeins einu ári.

Í kjöl­farið hefst upp­taln­ing á þeim góðu efna­hags­legu verkum sem rík­is­stjórnin hef­ur, að sögn Silju Dagg­ar, lyft grettistaki með til að koma efna­hags­líf­inu á réttan kjöl.

Afleið­ingar nið­ur­fell­inga



Eftir slíkan inn­gang, og eins dig­ur­barka­legar full­yrð­ing­ar, átti maður von á því að þing­mað­ur­inn myndi rök­styðja mál sitt almenni­lega það sem eftir lifði grein­ar. Það er enda lítið mál að rök­styðja þær efna­hags­legu full­yrð­ingar sem eru sannar með raun­veru­legum dæm­um.

Þess í stað eyðir Silja Dögg þorra grein­ar­innar í að fjalla um skulda­nið­ur­fell­ing­arnar undir milli­fyr­ir­sögn­inni „Allt á upp­leið“. Þar rekur hún að hin ómark­vissa 80 millj­arða króna gjöf rík­is­stjórn­ar­innar úr rík­is­sjóði til sumra heim­ila muni lækka mán­að­ar­lega greiðslu­byrði af lánum og hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur fjöl­skyldna sem hana fá. Nú skulum við skoða þessar full­yrð­ingar aðeins bet­ur. Það er vissu­lega rétt að sum heim­ili munu hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar og lækka greiðslu­byrði. Á meðal þeirra eru 446 heim­ili sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreina eign, 3.199 heim­ili sem eiga á bil­inu 50-99 millj­ónir króna í hreinni eign og 12.906 heim­ili sem eiga á bil­inu 20-49 mill­ljónir króna í hreinni eign. Þessi heim­ili, og þau 10.911 til við­bótar sem eiga 10-19 millj­ónir króna í hreinni eign, munu fyrst og síð­ast nota þennan pen­ing í aukna neyslu.

Auglýsing

Það mun valda ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði og gera þeim sem eiga í erf­ið­leikum með að koma þaki yfir höf­uðið enn erf­ið­ara fyrir að gera slíkt. Þetta á til dæmis við um öryrkja, lágt laun­aða og eign­ar­lausa.

Velur sér grein­ing­ar­að­ila



Þing­mað­ur­inn segir auk þess að „skulda­leið­rétt­ingin hefur hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­u­m[...]Stand­ard&Poor´s breytti láns­hæf­is­horfum Rík­is­sjóðs Íslands úr nei­kvæðum í stöðugar þar sem dregið hefur úr áhættu sem teng­ist rík­is­fjár­mál­u­m“.

Þegar mat Stand­ard&Poor´s frá því í jan­úar 2014, sem Silja Dögg styðst við, er lesið kemur þó í ljós að þetta er fjarri lagi. Þar segir að fyr­ir­tækið hafi breytt mati sínu á horfum Íslands í stöðugar vegna þess að skulda­nið­ur­fell­ing­ar­gjafir rík­is­stjórn­ar­innar væru ólik­legar til að auka skuldir rík­is­sjóðs þar sem þær væru fjár­magn­aðar með sér­tekj­um, nefni­lega banka­skatti á þrotabú föllnu bank­anna.

Það er umhugs­un­ar­efni þar sem slita­stjórn Glitnis hefur sagt að hún muni fara með skatt­inn fyrir dóm­stóla og Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri skulda­nið­ur­fell­ing­ar­inn­ar, sagði við RÚV í morgun að hugs­an­lega þyrfti að aft­ur­kalla hluta aðgerð­anna færi svo að hluti sér­tekn­anna myndu ekki inn­heimt­ast. Til við­bótar lagði Tryggvi Þór líka ríka áherslu á að fólk gerði sér grein fyrir að aðgerð­irnar væru fjár­magn­aðar úr rík­is­sjóði, sem var hressandi hrein­skilni.

Þess utan fer þing­mað­ur­inn mjög frjáls­lega með sann­leik­ann þegar hún segir aðgerð­irnar hafa hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum láns­hæf­is­fyr­ir­tækj­um. Moody´s sagði til dæmis í mati sínu í des­em­ber 2013 að kaup­máttur heim­ila myndi örugg­lega aukast en það myndi verð­bólga líka gera. Fyrir vikið myndu vextir hækka og kaup­mátt­ar­aukn­ingin drag­ast saman sam­hliða. Þetta er fínt orða­lag yfir að pissa í skó­inn. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur ítrekað varað við skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerð­unum og telur þær mis­ráðn­ar.

Seðla­banki Íslands, sem þekkir málið lík­ast til best allra, hefur að end­ingu sett fram þá rök­studdu full­yrð­ingu að aðgerð­irnar muni auka verð­bólgu vegna auk­innar einka­neyslu.

Hag­vöxtur í höftum



Silja Dögg minn­ist líka á að hag­vöxtur á Íslandi sé nú með því mesta sem þekk­ist og að atvinnu­leysi sé minna en víð­ast hvar. Nú skulum við líta fram­hjá þeirri stað­reynd að á Íslandi eru í gildi mjög umfangs­mikil fjár­magns­höft sem skekkja allt hag­kerfið og allar hag­töl­ur. Við erum nátt­úru­lega ekki eðli­legir þátt­tak­endur í alþjóð­legu efna­hags­lífi, heldur súkkulaði, og það verður að mæla okkur sem slíkt.

Hag­vöxtur er vissu­lega að taka við sér hér eftir mögur ár, og því ber að fagna. Í fyrra var hann 3,3 pró­sent og spár fyrir þetta ár gera ráð fyrir að hann verði svip­að­ur, eða 3,4 pró­sent á þessu ári. Þessi hag­vöxtur er drif­inn áfram af af auk­inni einka­neyslu, auk­inni fjár­fest­ingu einka­að­ila og auknum útflutn­ings­verð­mæt­um.

Sitj­andi stjórn­völd geta auð­vitað ekki hreykt sér af hag­vexti síð­asta árs, enda var ekki unnið eftir þeirra fjár­lögum þá. Af þeim þremur breytum sem keyra áfram hag­vöxt á þessu ári liggur fyrir að rík­is­stjórnin ber ekki ábyrgð á auk­inni fjár­fest­ingu einka­að­ila né auknum útflutn­ings­verð­mætum sjáv­ar­út­vegs (vegna heims­mark­aðs­verðs á fiski), áls (vegna heims­mark­aðs­verðs á áli) né fjölda ferða­manna, enda ekki til heild­stæð ferða­manna­mála­stefna hjá henni. Eina sem rík­is­stjórnin ber að hluta til ábyrgð á er aukin einka­neysla vegna skulda­nið­ur­fell­inga-­pen­inga­gjafa henn­ar. Og, líkt og áður sagði, er talið að verð­bólga sem hin aukna einka­neysla skapar muni éta þann ávinn­ing upp í náinni fram­tíð.

Atvinnu­leysi hefur líka hríð­lækk­að, og er það fagn­að­ar­efni. Það er þó ekki þannig að störf hafi verið að skap­ast vegna aukn­ingar í opin­berum fram­kvæmdum heldur vegna auk­innar fjár­fest­ingar einka­að­ila, sér­stak­lega í bygg­ing­ar­iðn­aði.

Söfnum ekki gjald­eyri



Þing­mað­ur­inn talar líka um að við­skipta­jöfn­uður sé jákvæð­ur. Hann hefur reyndar verið nei­kvæður um 2,7 millj­arða króna það sem af er þessu ári.

Vöru­skipta­jöfn­uð­ur, mun­ur­inn á því sem við flytjum inn og út, er sömu­leiðis nei­kvæður um tæpa tíu millj­arða króna það sem af er ári. Er þar tekið til­lit til þess að í águst var hann jákvæður um 6,5 millj­arða króna. Á sama tíma í fyrra var vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn jákvæður um 29,7 millj­arða króna. Við­snún­ing­ur­inn er því sirka 40 millj­arðar króna. Þetta er gríð­ar­legt áhyggju­efni vegna þess að hér eru auð­vitað höft og Íslend­inga vantar til­finn­an­lega gjald­eyri til að hjálpa til við rýmkun þeirra. Það sem af er þessu ári erum við hins vegar að eyða miklu meira en við öfl­um.

Að lokum hreykir þing­mað­ur­inn sér af jákvæðum rekstri rík­is­sjóðs. Um það þarf ekk­ert að hafa mörg orð. Nýi Lands­bank­inn, sem er að mestu í eigu rík­is­ins, greiddi 20 millj­arða króna í arð­greiðslur til hans. Sú arð­greiðsla varð til þess að tekju­jöfn­uður var jákvæður um 13,3 millj­arðar króna um mitt þetta ár. Án arð­greiðsl­unn­ar, sem er ekki eitt­hvað sem ríkið getur treyst á að skili sér árlega af jafn miklum þunga, enda und­ir­liggj­andi rekstur Lands­bank­ans frekar slak­ur, væri rekstur rík­is­sjóðs nei­kvæður um 6,7 millj­arða króna. Þegar tekið er til­lit til þess að tekjur á borð við auð­legð­ar­skatt, sem skil­aði yfir níu millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á þessu ári, munu hverfa á því næsta er staða rík­is­sjóðs áfram erf­ið.

Það skiptir sann­ar­lega máli hverjir stjórna



Silja Dögg er ánægð með sinn flokk og sína rík­is­stjórn. Í nið­ur­lagi greinar sinnar segir hún: „Það skiptir sann­ar­lega máli hverjir stjórn­a!“

Auð­vitað er það rétt hjá henni. Það skiptir máli hverjir stjórna. Á mörgum svið­um. En þegar kemur að þeim efna­hags­bata sem Ísland í höftum hefur verið að upp­lifa und­an­farin miss­eri má alveg segja að hann hafi átt sér stað þrátt fyrir rík­is­stjórn­ina, alls ekki vegna henn­ar.

Ég sýni því fullan skiln­ing að þing­menn séu að ota sínum póli­tíska tota. Síð­asta rík­is­stjórn var engu skárri í þeim efnum þegar hún hreykti sér af eigin ágæti, oft án nokk­urrar inni­stæðu, en bar síðan fyrir sig frasan „hér varð hrun“ þegar hún gerði mis­tök líkt og um fang­els­is­frels­un­ar­spjald í Mata­dor væri um að ræða. Ég get hins vegar ekki sýnt því skiln­ing að þing­menn beri val­kvæða steypu án nokk­urs inni­halds fyrir kjós­endur lands­ins. Við eigum kröfu á meira.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None