Ósongatið hefur ekki verið jafn stórt síðan árið 1991.
Samsett mynd: NASA

Ósóngatið ekki stærra síðan 1991

Ósonlagið er enn götótt og á hverju hausti stækkar gatið yfir Suðurskautinu. Í haust stækkaði það meira en það hefur gert í 20 ár.

Árleg þynn­ing óson­lags­ins yfir Suð­ur­skaut­inu var sú mesta síðan 1991. Gatið í óson­lag­inu varð jafn­framt til síðar á árinu en venju­lega og var opið tveimur vikum leng­ur. Óso­neyð­andi efni í and­rúms­loft­inu eiga enn sök í máli en nátt­úru­legir þættir eins og óvana­legir vindar í heið­hvolf­inu höfðu einnig áhrif.

Í ár hvarf óson­lagið yfir Suð­ur­skaut­inu nær alveg. „Í sept­em­ber ár hvert sjáum við venju­lega mikla eyð­ingu ósóns, sem nær hámarki í um það bil 95 pró­sent eyð­ingu um mán­að­ar­mótin sept­em­ber-októ­ber,“ er haft eftir Bryan John­son, vís­inda­manni hjá Earth System Res­e­arch Laboratory, á Climate Central. „Í ár hélt eyð­ing ósons áfram tveimur vikum lengur sem varð til þess að nær allt óson var horfið yfir suð­ur­pólnum 15. októ­ber.“

Óson­lagið er lag ósons (O3) í heið­hvolf­inu sem verður fyrir áhrifum hálofta­veð­urs. Ósonið hefur mik­il­vægu hlut­verki að gegna í heið­hvolf­inu því það hindrar óholla geisla sól­ar­innar frá því að lenda á yfir­borði jarð­ar­inn­ar. Í gegnum gatið sleppa því geislar sólar sem hafa til dæmis bein áhrif á stærð ísbreið­unnar á suð­ur­skaut­inu.

Hvenær uppgvöt­uðum við gat­ið?

Ósongatið varð frægt um miðjan níunda ára­tug síð­ustu aldar þegar vís­inda­menn á suð­ur­pólnum voru að gera rann­sóknir á loft­hjúpi jarð­ar. Fyrsta mæl­ingin sýndi svo lítið magn ósons yfir haus­unum á þeim að þeir töldu mæli­tækin bil­uð. Nokkrum mán­uðum síðar bár­ust ný mæli­tæki og sýndu sömu nið­ur­stöð­ur: Magn ósons yfir heim­skaut­inu var svo lítið að af því hlyti að steðja vá. 

Svona segja áhuga­menn um gatið á óson­lag­inu sög­una um hvernig þetta vanda­mál varð fyrst við­ur­kennt í fræða­sam­fé­lag­inu. Aukin þynn­ing óson­lags­ins hafði verið til umræðu í um ára­tug áður, en aldrei höfðu feng­ist eins dramat­ískar mæl­ingar og árið 1985. 

Um svipað leyti var að verða mikil vit­und­ar­vakn­ing um umgengni mann­fólks á jörð­inni. Ári eftir að sannað var að óson­lagið var götótt sprakk heill kjarna­ofn í Úkra­ínu og meng­aði gríð­ar­stórt land­svæði svo að þar verður ekki hægt að búa næstu 600 árin. Þremur árum síðar kom í ljós að gríð­ar­stór rusla­eyja flýtur með haf­straumum Kyrra­hafs­ins og nú, rúmum 20 árum síð­ar, erum við búin að hita and­rúms­loftið svo mikið að sífrer­inn í norð­an­verðu Rúss­landi er far­inn að bráðna og auka á gróð­ur­húsa­á­hrif­in. 

ÓsonlagiðÓson­lagið þynn­ist enn 

Ljóst var að ekki væri hægt að leyfa óson­inu í heið­hvolf­inu, ein­hverjum 15 til 30 kíló­metrum yfir jörð­inni, að eyð­ast frekar og mikil umræða spratt upp umræðu í um „ósongat­ið“ meðal almenn­ings og í fjöl­miðlum á tíunda ára­tugn­um. Börnum var kennt um áhrif nútíma­manns­ins á umhverfið í skólum og ýmis skað­leg efni voru hrein­lega bönnuð með tíma­móta­samn­ingi allra ríkja Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 1989. 

Les­endur Kjarn­ans ættu einnig að muna eftir umræð­unni sem náði hámarki á tíunda ára­tugnum um aukna hættu á krabba­meini vegna útfjólu­blárrar geisl­unar og áhrifa ósongat­s­ins á uppi­stöðu­fæðu í sjón­um. En síðan er eins og gatið á óson­lag­inu, þarna yfir Suð­ur­skauts­land­inu, hafi bara gufað upp. Því er kannski mál að spyrja hvað hafi eig­in­lega orðið um það. 

Skemmst er frá því að segja að gatið er þarna enn. Und­an­farin 15 ár eða svo hafa orðið gríð­ar­lega fram­farir í mæl­ingum á ósoni í loft­hjúpi jarð­ar. Geim­ferða­stofnun Banda­ríkj­anna rann­sakar gatið yfir suð­ur­skauts­land­inu sér­stak­lega og Finnar eru orðnir leið­andi meðal Evr­ópu­þjóða í rann­sóknum á ósoni á norð­ur­hveli jarð­ar. Eiga Geisla­varnir íslenska rík­is­ins í sam­starfi með Finn­un­um. 

Óson­lagið er þó ekki jafn­götótt og tætt allan árs­ins hring. Raunar hefur alltaf verið vitað að magn ósons er minnst við mið­baug og verður svo meira þegar nær dregur heim­ skaut­un­um. Því er magn ósons yfir Íslandi yfir­leitt mun meira en yfir Sahara­eyði­mörk­inni, til dæm­is. 

Klór­flú­or­kolefnum um að kenna 

Gatið yfir suð­ur­pólnum er ekki stöðugt heldur birt­ist það og breyt­ist árs­tíða­bund­ið. Á vor­dögum á suð­ur­hveli jarðar eyð­ist óson mun hraðar en eðli­legt er. Alltaf þegar fyrstu haust­lægð­irnar ná ströndum Íslands í sept­em­ber fer óson­ lagið yfir Suð­ur­skauts­land­inu að þynn­ast gríð­ar­lega hratt. 

Ástæða þessa er í raun ein­föld en til að skilja eyð­ingu ósons er gott að vita hvernig það verður til. Óson er nefni­ lega bara þrjár súr­efn­is­frum­eindir (O3) og verður til þegar tví­atóma súr­efni (O2, efnið sem við öndum að okkur og köllum alla jafna súr­efni) flýtur upp í heið­hvolfið þar sem sól­ar­ geisl­arnir eru sterk­ari og ná að kljúfa atómin. Stöku atómin tengj­ast svo tví­atóma súr­efn­is­sam­eindum og mynda óson. 

Kynnum þá til leiks klór­flú­or­kolefni. Það eru efnin sem bönnuð voru í Montréal­­bók­un­inni árið 1989 og finna mátti í hárúða og ísskáp­um. Mikið af klór­flú­or­kolefni flýtur enn um í loft­hjúpi jarðar og safn­ast það jafnan saman á vetrum í kalda og dimma loft­inu yfir suð­ur­skaut­inu. Um leið og vorar og geislar sólar verða sterk­ari á suð­ur­hvelinu kljúfa geisl­arnir klór­flú­or­kolefn­in. Verða þá til klór­frum­eindir sem síðan stela tví­atóma súr­efni sem ekki hefur klofn­að. Því verður ein­fald­lega ekki til nýtt óson yfir suð­ur­skaut­inu á vor­in. 

Montréal­bókunin var gerð árið 1989 en síðan hafa verið haldir fjölmargir fundir til eftirfylgni og innleiðingar tilskipana sem sátt náðist um fyrir 26 árum.
Mynd: EPA

Þetta á í raun ekki aðeins við um suð­ur­ hveli jarðar því hér á norð­ur­hvelinu gætir þess­ara áhrifa líka. Á vetrum verður til hring­straumur í heið­hvolf­inu yfir norð­ur­skaut­inu vegna gróð­ur­húsa­á­hrifa og þegar heið­hvolfið kólnar niður fyrir ­80°C mynd­ast glit­ský, sem eru í raun ský úr ískristöll­um. Klór­sam­eindir í loft­inu kom­ast þá í snert­ingu við ískrist­all­ana og mynda hvarf­gjarnar sam­eindir sem eyða að lokum óson­inu. Því kald­ara sem er í heið­hvolf­inu, þeim mun meira eyð­ist af óson­i. 

Talið er að þetta ástand sé við­var­andi vegna þess að hin skað­legu klór­flú­or­kolefni sem sleppt var út í and­rúms­loftið í miklu magni á síð­ari hluta 20. aldar eru enn í loft­inu. Mun það taka þessi efni nokkra ára­tugi að brotna niður í heið­hvolf­inu. Nátt­úran mun því á end­anum laga óson­lagið fyrir okk­ur, sem hefði hugs­an­lega ekki verið hægt hefðu klór­flú­or­kolefnin ekki verið bönn­uð. Sumir vís­inda­menn segja að árið 2080 verði magn ósons í heim­inum orðið jafn mikið og það var árið 1950.

Þessi grein er byggð á grein úr Kjarn­anum í júlí 2014 sem birt­ist undir fyr­ir­sögn­inni „Hvað varð um Ósongat­ið?“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar