lego
Auglýsing

Það er ekki sama hver það er sem vill kaupa LEGO kubba frá fram­leið­and­an­um. Að minnsta kosti ekki ef marka má við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins við ein­hverri stærstu pöntun sem LEGO hefur nokkru sinni feng­ið. LEGO vild­i ekki selja kín­verska lista­mann­inum Ai Weiwei tvær millj­ónir leik­fangakubba sem hann hugð­ist nota í lista­verk.  

Kín­verski lista­mað­ur­inn Ai Weiwei er í hópi þekkt­ust­u núlif­andi mynd­list­ar­manna heims. Á lista breska tíma­rits­ins Artreview yfir­ hund­rað áhrifa­mestu per­sónur sam­tím­ans í mynd­list­ar­heim­inum skipar Ai Weiwei annað sæt­ið.

Ai Weiwei er fæddur í Beijing árið 1957. Faðir hans, skáldið Ai Qing (1910- 1996) var árið 1958, ásamt eig­in­konu sinni og tveimur son­um, sendur í útlegð til norð­austur Kína, sak­aður um hægri áróð­ur. Ári síðar var fjöl­skyldan flutt nauðug til Xinj­in­ang hér­aðs í norð­vest­ur­hluta Kína. Þar vann ­fjöl­skyldu­fað­ir­inn ýmis konar erf­ið­is­vinnu og á árum menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar 1966 – 1976 starf­aði hann við hrein­gern­ing­ar. Árið 1979, þegar aðstæður í Kína voru breytt­ar, var Ai Qing, og fjöl­skyld­an, frjáls ferða sinna og flutti til­ Beijing. Móðir Ai Weiwei lést á útlegð­ar­ár­un­um, faðir hans gift­ist aftur og eign­að­ist t­vær dæt­ur. Á efri árum hlotn­að­ist Ai Qing ýmis heiður og er meðal virtust­u ljóð­skálda Kín­verja. 

Auglýsing

Ai Weiwei hefur gerst sífellt gagnrýnni á kínversk stjórnvöld.

Lærði teikni­mynda­gerð

Árið 1978 inn­rit­að­ist Ai Weiwei í Kín­versku kvik­mynda­aka­dem­í­unaí Beijing og lærði teikn­in­mynda­gerð. Þremur árum ­síð­ar, að námi loknu, lá leið hans til New York þar sem hann bjó og starfað­i til árs­ins 1993 en þá flutti hann til baka til Beijing. Í New York kynnst Ai Weiwei mörgum þekktum lista­mönnum og hafði jafn­framt fengið mik­inn áhuga fyr­ir­ ­arki­tektúr og bygg­inga­list. 

Þegar þarna var komið var Ai Weiwei orð­inn þekkt­ur lista­maður í heima­landi sínu en fékk að starfa óáreittur að list sinni þótt ým­is­legt sem hann lét frá sér fara þókn­að­ist ekki bein­línis kín­verskum ­stjórn­völd­um.

Ólymp­íu­leik­vang­ur­inn

Þegar fram­kvæmdir við Ólymp­íu­leik­vang­inn í Beijing hófust var Ai Weiwei sér­legur ráð­gjafi sviss­nesku arki­tekta­stof­unnar Herzog & de Meuron sem hann­aði leik­vang­inn sem fékk ­nafnið Hreiðr­ið. Þessi arki­tekta­stofa er mjög þekkt og virt og það að þar á bæ ­skyldu menn leita til Ai Weiwei segir meira en mörg orð um þann sess sem hann hafði öðl­ast.

Þegar leið á fyrsta ára­tug ald­ar­innar gerð­ist Ai Weiwei æ gagn­rýnni á stefnu kín­verskra ­stjórn­valda. Eftir jarð­skjálft­ann mikla í Sichuan hér­aði árið 2008 var hann í far­ar­broddi þeirra sem gagn­rýndu yfir­völd og emb­ætt­is­menn fyrir spill­ingu, ekki síst varð­andi bygg­ingu skóla­húsa sem hrundu eins og spila­borg. Eng­inn veit með­ vissu hve margir lét­ust af völdum skjálft­ans en þeir skiptu tugum þús­unda. Millj­ónir misstu heim­ili sín.

Ai Weiwei hand­tek­inn

Auk­inn­ar ó­þol­in­mæði í garð Ai Weiwei gætti nú meðal kín­verskra stjórn­valda. Í sept­em­ber árið 2009 gekkst hann undir aðgerð vegna æða­gúlps í heila en skömmu áður hafði hann ­sætt bar­smíðum lög­reglu við yfir­heyrslur vegna skýrslu sem hann og margir aðr­ir ­gerðu um Sichuan jarð­skjálft­ann.

Í nóv­em­ber árið 2010 var Ai Weiwei hand­tek­inn og settur í stofu­fang­elsi. Yfir­völd lét­u ­jafn­framt tveimur mán­uðum síðar rífa vinnu­stofu sem hann hafði byggt í S­hang­hai, á þeirri for­sendu að hann hefði ekki haft til­skilin leyfi. Allt þetta vakti athygli víða um heim og kín­versk stjórn­völd sættu mik­illi gagn­rýni. Dag­inn eftir að vinnu­stofan var rifin var Ai Weiwei sleppt úr fang­elsi. Afskiptum kín­verskra yfir­valda var þó ekki lok­ið. Vorið 2011 var hann aftur hand­tek­inn og haldið í ein­angrun í þrjá mán­uði, að sögn ­yf­ir­valda vegna óreiðu í skatta­mál­um. Þegar honum var sleppt var honum jafn­framt bannað að fara úr landi, og vega­bréf sitt og frelsi til að ferð­ast úr landi fékk hann ekki fyrr en í júlí síð­ast­liðn­um. Kín­versk skatta­yf­ir­völd töldu að hann skuld­aði mikla skatta en á örfáum vikum hafði, víða um heim, safn­ast fé til að greiða þá skuld sem jafn­gilti um það bil 240 millj­ónum íslenskra króna. Í milli­tíð­inni hafði hann fengið stöð­u ­gesta­pró­fess­ors við Lista­há­skól­ann í Berlín og býr nú til skiptis þar og í Beijing.

LEGO kub­b­arnir

Í fyrra var sett upp á Alcatr­az eyj­unni við San Frans­isco sýn­ing á 176 and­lits­myndum af póli­tískum föngum og and­ófs­mönn­um. Mynd­irnar voru gerðar úr meira en milljón legokubbum sem lista­mað­ur­inn hafði keypt, með milli­göngu dansks lista­verka­sala, beint frá LEGO ­fyr­ir­tæk­inu sem var full­kunn­ugt um til hvers kub­b­arnir voru ætl­að­ir.

Söfnun er hafin á kubbum fyrir Ai Weiwei.

Sýn­ingin var sett upp af ­banda­rísku sam­starfs­fólki Ai Weiwei sem þá sat enn vega­bréfs­laus í Kína. Hún­ vakti mikla athygli og stjórn­endur Þjóð­lista­safns­ins í Mel­bo­urne í buðu Ai Weiwei að setja upp hlið­stæða sýn­ingu, myndefnið ástr­alskt bar­áttu­fólk fyr­ir­ tján­ing­ar­frelsi og mann­rétt­ind­um. Danski milli­göngu­mað­ur­inn, sem áður er get­ið, hafði sam­band við LEGO og fékk þau svör að hann gæti keypt eins margar millj­ón­ir kubba og hann þyrfti.

Babb í bát­inn

Þegar til átti að taka og fara að huga að pöntun á kubb­unum var skyndi­lega annað hljóð í LEGO strokkn­um. LEGO til­kynnti að fyr­ir­tækið gæti ekki styrkt verk­efni sem bæru póli­tískt yfir­bragð. D­anski milli­göngu­mað­ur­inn svar­aði að verið væri að panta kubba, sem yrð­u ­borg­að­ir, ekki væri verið að biðja um að fá þá ókeyp­is. En LEGO hefur end­ur­tekið fyrri svör en jafn­fram­t ­sagt að hver sem er geti keypt kubba og gert við þá hvað sem við­kom­andi sýn­ist. 

Þegar blaða­maður Politi­kens sendi tölvu­póst til LEGO og spurði hvort hann gæt­i keypt milljón legokubba, í ýmsum lit­um, var spurt hvað hann hygð­ist gera við þá. "Kemur LEGO það eitt­hvað við?” spurði blaða­maður en hefur ekki fengið svör enn sem komið er. Blaða­mað­ur­inn hafði líka sam­band við danskar ­leik­fanga­versl­anir og spurð­ist fyrir um kaup á milljón kubb­um. Versl­an­irn­ar vís­uðu á LEGO, þær seldu ekki kubba í lausu í millj­ón­a­tali.

Af hverju bregst LEGO svona við?   

Kubba­málið hefur vakið mikla athygli og um það verið fjallað í fjöl­miðlum víða um heim. Danski utan­rík­is­ráð­herrann, Krist­ian Jen­sen, hefur í við­tölum sagt að vita­skuld ráði LEGO því hverjum það ­selji kubba og hverjum ekki. Eng­inn deilir svosem um það. En danskir fjöl­miðl­ar og fjöl­margir aðrir telja að skýr­ingin sé aug­ljós: LEGO sé ein­fald­lega hrætt um að styggja kín­verska ráða­menn enda hafi for­svars­mönnum LEGO verið sagt, und­ir­ illa dul­bú­inni rós, að það muni bitna harka­lega á LEGO selji fyr­ir­tækið þessum póli­tíska and­ófs­manni kubba. 

Mörgum sem hafa tjáð sig um málið þykir þetta afar vand­ræða­legt fyrir LEGO og Ai Weiwei hefur sagt það dap­ur­legt að fyr­ir­tæki eins og LEGO setji við­skipta­sjón­ar­mið ofar mann­rétt­ind­um. LEGO hefur að und­an­förn­u lagt síaukna áherslu á að auka söl­una í Asíu. Í und­ir­bún­ingi er, og leyf­i ­feng­ið, til að opna Legol­and (svipað og er í Billund á Jót­landi) í Shang­hai og ­fyrir skömmu tók LEGO í notkun stóra kubba­verk­smiðju í Jiax­ing.

Hvað með sýn­ing­una í Mel­bo­urne

Tals­maður Ai Weiwei sagði í við­tali við d­anskt dag­blað að sýn­ingin yrði að veru­leika. Óneit­an­lega væri það nokk­uð um­hendis að kaupa kubbana í versl­unum en sagði jafn­framt að nú væru kubba­send­ingar farnar að streyma til Ai Weiwei, bæði á heim­ili hans í Beijing og í Berlín. Mik­ill fjöldi fólks hefur líka haft sam­band við Þjóð­lista­safnið í Mel­bourn til að fá upp­lýs­ingar um hvert það geti sent kubba, eða pen­inga til­ kubba­k­aupa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None