Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk

RÚV er rekið á ósjálfbæran hátt þar sem gert er ráð fyrir tekjum sem ekki eru í hendi. Hægt hefði verið að ljósleiðaravæða landið fyrir Vodafonesamninginn.

R--v-2.jpg
Auglýsing

Rekstur RÚV hefur ekki verið sjálf­bær frá því að fyr­ir­tæk­ið var gert að opin­beru hluta­fé­lagi árið 2007. Alls nemur tap umfram hagnað 813 millj­ónum króna á því tíma­bili, og er þar gert ráð fyrir þeim tekjum sem RÚV hefur af útvarps­gjaldi sem lands­mönnum er skylt að greiða. Samt sem áður ger­a ­á­ætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tækið vinnur eft­ir, ráð fyrir því að það fái hærra út­varps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins, að lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag RÚV og að sala á bygg­inga­rétti á lóð ­fyr­ir­tæk­is­ins gangi eft­ir. Gangi allar þessar for­sendur ekki eftir er rekst­ur RÚV eins og fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndar sem Illugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skip­aði 7. maí síð­ast­lið­inn til að greina þróun á starf­semi RÚV ohf. frá stofn­un, þann 1. apríl 2007, og fram til dags­ins í dag. Til­efnið var að afla þar með skýr­inga á þeirri þung­u ­rekstr­ar­stöðu sem RÚV er í ídag. Í nefnd­inni sitja Eyþór Arn­alds, sem er for­mað­ur­ henn­ar, Guð­rún Ögmunds­dóttir sér­fræð­ingur í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og Svan­björn Thorodd­sen hjá KPMG.  

Skýrslan var gerð opin­ber í dag. Þar eru einnig sett fram nokkur stór álita­mál, meðal ann­ars hvort RÚV eigi að vera á aug­lýs­inga­mark­að­i og hvort RÚV sé best til þess fallið að ná fram mark­miðum rík­is­ins sem snúa að ­ís­lenskri menn­ingu, tungu og lýð­ræð­isum­ræðu.

Auglýsing

RÚV hefur gert athuga­semd við ýmis atriði í skýrsl­unni og hefur birt frétta­til­kynn­ingu á heima­síðu sinni þar sem þau atriði eru talin upp. Á meðal þess sem þar kemur fram er sá tölu­legi sam­an­burður "sem nefndin gerir á milli RÚV og 365. Margoft hefur komið fram að slíkur sam­an­burður er ill­mögu­legur vegna ólíks eðlis almanna­þjón­ustu­miðla og einka­miðla. Þá er í skýrsl­unni stuðst við óop­in­berar og óstað­festar tölur úr rekstri einka­fyr­ir­tækis í sam­keppn­is­rekstri. Ef styðj­ast ætti við upp­lýs­ingar úr rekstri 365, gefnar upp af stjórn­endum þess fyr­ir­tæk­is, þá þyrfti að vera hægt sann­reyna þær tölur með gegn­sæjum hætt­i".

End­ur­skoða verður þjón­ustu­hlut­verkið

Nefndin gerir umfangs­miklar athuga­semdir við rekstur RÚV frá­ því að fyr­ir­tæk­inu var breytt í opin­bert hluta­fé­lag árið 2007. Helst­u ­nið­ur­stöður nefnd­ar­innar eru að rekstur RÚV frá stofnun hefur ekki ver­ið ­sjálf­bær og sé það raunar ekki enn. Gjöld hafa verið meiri en tekjur á tíma­bil­inu í heild og hefur halla­rekstur verið fjár­magn­aður með aukn­u ­rík­is­fram­lagi, lán­tökum og frestun afborg­ana lána. Tap­rekstur hefur verið á helm­ingi þeirra ára sem liðin eru frá stofnun RÚV og tap umfram hagnað er ­sam­tals 813 millj­ónir króna.

Nefndin telur mik­il­vægt að end­ur­skoða þjón­ustu­hlut­verk RÚV í ljósi þeirra miklu breyt­inga sem orðið hafa á neyt­enda­hegð­un, sem koma með­al­ ann­ars fram í miklum sam­drætti í áhorfi á hefð­bundna sjón­varps­dag­skrá, ­sér­stak­lega hjá ungu fólki. Í skýrsl­unni er birt skýr­ing­ar­mynd þar sem kem­ur fram að heild­ar­á­horf fólks á Íslandi á aldr­inum 18-49 ára á sjón­varp dróst ­saman á árunum 2009-2015 um tæp 36 pró­sent í heild og var sam­drátt­ur­inn í á­horfi á línu­lega dag­skrá 47 pró­sent. Alls hefur áhorf á sjón­varp minnkað um 28 ­pró­sent frá árinu 2009 og hjá RÚV hefur sam­drátt­ur­inn verið tæp 18 pró­sent. Sam­drátt­ur í áhorfi á fréttir 2009 – 2015 var tæp 17 pró­sent og enn meiri í ald­urs­hópn­um 18-49 ára, eða 32 pró­sent.

Þá telur nefndin mik­il­vægt að gerður verði nýr ­þjón­ustu­samn­ingur milli rík­is­ins og RÚV þar sem sú þjón­usta sem RÚV ber að ­sinna er skil­greind og til­tekið hvaða fjár­munir eigi að koma fyrir þá þjón­ust­u út samn­ings­tím­ann.

Hvorki best né ó­dýrasta lausnin

Í skýrslu nefnd­ar­innar er einnig sett fram hörð gagn­rýni á samn­ing ­upp á fjóra millj­arða króna sem RÚV gerði við Voda­fone um upp­bygg­ingu staf­ræns dreifi­kerfis árið 2013, og er til 15 ára. Ákvörð­unin um dreifi­samn­ing­inn er ­sögð hafa verið „dýr­keypt“. Það dreifi­kerfi þykir vera með veru­lega tak­mark­aða ­mögu­leika, enda býður tæknin ekki upp á gagn­virkni, ekki inter­net og er „hvorki besta né ódýrasta lausn­in“. Í skýrsl­unni segir að hægt hefði verið að ljúka ­ljós­leið­ara­væð­ingu alls Íslands fyrir sömu fjár­hæð og RÚV greiddi til Voda­fo­ne ­fyrir upp­bygg­ingu staf­ræna dreifi­kerf­is­ins.

Voda­fone sendi síð­degis frá sér til­kynn­ingu vegna umfjöll­unar um samn­ing­inn í skýrsl­unni. Þar segir að Voda­fone hafi fengið stað­fest hjá Kaup­höll Íslands að upp­lýs­inga­gjöf félags­ins er hvorki til­ ­skoð­unar né rann­sóknar þar. Þar segir einnig að nauð­syn­legt sé að taka fram "að fyrr­nefndur samn­ingur kveður á um tölu­vert fleira en ein­ung­is ­upp­bygg­ingu og rekstur staf­ræns dreifi­kerfis sjón­varps. Voda­fone sér enn­frem­ur um rekstur lang­bylgjurása RÚV og rekur tæp­lega 200 FM senda um allt land. 

Í til­efni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 ­tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjón­varps­dreifi­leið á landi í heim­inum í dag, sér í lagi hjá fjöl­miðlum í almanna­eigu enda gerir hún ekki kröfu til­ við­bótar kostn­aðar hjá not­end­um. DVB-T2 stað­all­inn var upp­haf­lega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bret­landi árið 2010 og fjölgar enn ­stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tækn­ina. Útboð RÚV árið 2012 sett­i skil­yrði um 99,8 pró­sent dreif­ingu með DVB tækni og allir þátt­tak­endur útboðs­ins buð­u miðað við þær for­send­ur".

Rekst­ur­inn ósjálf­bær

Nefndin veltir einnig upp nokkrum mik­il­vægum álita­málum í skýrsl­unni. Á meðal þeirra er sú spurn­ing hvort ohf. rekstr­ar­formið sé heppi­leg­t ­fyrir starf­semi RÚV þar sem reynslan sýnir að félagið er ekki rekið með­ ­tak­mark­aðri ábyrgð þegar ávallt er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður rétti af fjár­hag félags­ins.

Annað stórt álita­mál sé hvort hvort RÚV sé best til þess ­fallið að ná fram mark­miðum rík­is­ins sem snúa að íslenskri menn­ingu, tungu og lýð­ræð­isum­ræðu, séstak­lega þar sem innan við 60 pró­sent af fjár­magni sem RÚV eyðir fari í dag­skrár­gerð.

Í skýrsl­unni segir berum orðum að þær áætl­anir sem RÚV vinn­i nú eftir geri ráð fyrir ýmsu sem sé ekki orðið að veru­leika. Þ.e. hærra út­varps­gjaldi en er í fjár­laga­frum­varpi, að millj­arða króna líf­eyr­is­sjóðs­skuld­bind­ing hverfi úr efna­hag og sölu bygg­inga­rétt­ar. Gangi þessar for­sendur ekki all­ar eftir er rekstur RÚV ósjálf­bær.

Nefndin var saman rekstur útvarps og sjón­varps hjá RÚV ann­ars vegar og 365 miðl­um, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins, hins veg­ar. Þar kemur fram að tekjur 365 miðla vegna áskrifta og aug­lýs­inga­sölu hafi verið 3,9 millj­arðar króna í fyrra. Á sama tíma var RÚV með 5,4 millj­arða króna í tekjur vegna rík­is­fram­lags og aug­lýs­inga­tekna. Rekstr­ar­gjöld RÚV voru um 1,9 millj­örðum krónum hærri en gjöld 365 og þegar ein­ungis var horft til dag­skrár- og fram­leiðslu­kostn­aðar er mun­ur­inn slá­and­i. 

Hjá 365 miðlum fara tveir millj­arðar króna á ári í dag­skrár- og fram­leiðslu­kostnað en hjá RÚV er sá kostn­aður 3,9 millj­arðar króna. Mun­ur­inn er 1,9 millj­arðar króna. Samt sem áður sendu 365 miðlar út 1.681 klukku­stund­ir. af inn­lendu efni árið 2014 á meðan að RÚV sendi út 1.948 klukku­stund­ir. 365 miðlar senda því út 14 pró­sent minna af inn­lendu efni á ári fyrir helm­ing þess kostn­aðar sem fer í dag­skrár- og fram­leiðslu­kostnað hjá RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None