Hækkun á iðgjöldum mun kosta atvinnurekendur nálægt 30 milljarða króna á ári

Nýtt kjarasamningalíkan gerir ráð fyrir því að atvinnurekendur hækki laun minna, en greiði þess í stað mun hærri iðgjöld í lífeyrissjóði

vinnumarkaður
Auglýsing

Í nýju samn­ings­lík­ani aðila vinnu­mark­að­ar­ins er gert ráð fyrir að líf­eyr­is­rétt­indi á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði verði jöfn­uð, meðal ann­ars með því að iðgjöld á almenna vinnu­mark­að­inum verða hækkuð í úr um tólf pró­sentum í 15,5 pró­sent. Sú hækkun lendir að öllu leyti á atvinnu­rek­end­um, en hlut­fallið sem þeir eiga að greiða fer úr átta pró­sent af launum í 11,5 pró­sent. 

Atvinnu­rek­endur greiddu sam­tals 61,3 millj­arða króna í iðgjöld til almennra líf­eyr­is­sjóða á árinu 2014. Ef þær breyt­ingar sem nú eru í píp­unum hefðu verið komnar til áhrifa hefði sú upp­hæð verið 88,1 millj­arðar króna, eða 26,9 millj­örðum krónum hærri.

Til höf­uðs "höfr­un­ar­hlaup­inu"

Heild­ar­sam­tök launa­fólks og atvinnu­rek­enda á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði skrif­uðu á þriðju­dag undir sam­komu­lag um breytt vinnu­brögð við gerð kjara­samn­inga. Sam­komu­lagið er afrakstur af vinnu svo­kall­aðs SALEK-hóps, þar sem eiga sæti helstu við­semj­endur á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði. 

Auglýsing

Hin breyttu vinnu­brögð snú­ast um inn­leið­ingu á nýju samn­ings­lík­ani á íslenskum vinnu­mark­að­i. 

Höfrungahlaup er hugtak sem notað er yfir víxlverkun launahækkanna og verðbólgu. Slík víxlverkun er íslenskari en skyr.

Í raun er líkanið til­tölu­lega ein­falt. Í fyrsta lagi á svig­rúm til launa­breyt­inga að vera skil­greint út frá sam­keppn­is­stöðu gagn­vart helstu við­skipta­lönd­um. Þá eiga útflutn­ings­fyr­ir­tæki, eða fyr­ir­tæki sem eru í sam­keppni við inn­fluttar vörur og þjón­ustu, að móta svig­rúm til launa­breyt­inga. Þetta á að skila því að íslenska hag­kerfið eigi alltaf inni­stæðu fyrir þeim ­launa­hækk­unum sem ákveðnar verða.

Tak­ist það munu kjara­samn­ingar leiða af sér aukin kaup­mátt og stöðugt gengi, í stað verð­bólgu og óstöð­ug­leika sem hið svo­kall­aða „höfr­ung­ar­hlaup“ veldur vegna víxl­verk­anna launa­hækk­anna og verð­bólgu. Þá eiga vext­ir, eina tæki ­Seðla­bank­ans til að takast á við verð­bólgu, að lækka, en þeir hafa að með­al­tali verið þrisvar sinnum hærri hér­lendis en á hinum Norð­ur­lönd­unum frá ald­ar­mót­um. Lægri vextir þýða lægri fjár­magns­kostnað heim­ila.

Það er því öllum í hag að inn­leið­ing þessa lík­ans tak­ist. 

Vilja auð­velda til­færslu milli mark­aða

Til þess að ná þeim áfanga þarf hins vegar að takast á við við­var­andi vanda­mál á íslenskum vinnu­mark­aði, mun­inn milli opin­bera og almenna ­mark­að­ar­ins. Í ein­földu máli hefur staðan verið þannig lengi að þeir sem starfa hjá hinu opin­bera fá lægri laun en betri líf­eyr­is­rétt­indi en þeir sem starfa á al­menna mark­aðn­um. Þessi staða hefur gert það að verkum að erf­ið­ara er fyr­ir­ ­fólk að færa sig á milli slíkra starfa. Þ.e. opin­berir starfs­menn færa sig ­síður yfir á einka­markað til að verja líf­eyr­is­rétt­indi sín og starfs­menn á al­mennum vinnu­mark­aði fara síður í opin­ber störf vegna þess að laun þar eru lægri.

Nýja samn­ings­líkanið gerir ráð fyrir tvenn­um grund­vall­ar­breyt­ingum til að breyta þess­ari stöðu. Í fyrsta lagi á að tryggja op­in­berum starfs­mönnum aukna hlut­deild í launa­skriði á almenna vinnu­mark­aðn­um. Þannig á að koma í veg fyrir að opin­ber störf verði skilin eftir í launa­þró­un og verði, líkt og því miður mörg mik­il­væg slík störf eru orð­in, lág­launa­störf. Þetta verður gert með svo­kall­aðri launa­skriðs­trygg­ingu.

Í nýju samn­ings­lík­ani er einnig gert ráð fyrir að líf­eyr­is­rétt­ind­i á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði verði jöfn­uð. Það verður meðal ann­ars gert ­með því að iðgjöld á almenna mark­aðnum verða hækkuð í 15,5 pró­sent. Í dag er lág­mark þeirra 12 pró­sent af laun­um.

Greiðsla þess skipt­ist þannig að atvinnu­rek­endur greiða um átta pró­sent fram­lag en laun­þegar fjögur pró­sent. Nú stendur til að hækk­a fram­lag atvinnu­rek­enda í 11,5 pró­sent og með því verði iðgjald á almenna ­mark­aðnum 15,5 pró­sent.

Til­gang­ur­inn er meðal ann­ars á að gera fólki auð­veld­ar­a ­fyrir að færa sig á milli starfa hjá hinu opin­bera og fyr­ir­tækja á einka­mark­aði.  

Launa­hækk­anir fara í iðgjöld

Þess­ari breyt­ingu mun fylgja tölu­verður kostn­aður fyrir atvinnu­rek­end­ur. Í skýrslu sem Fjár­mála­eft­ir­litið gerði um stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna á árinu 2014 kemur fram að atvinnu­rek­endur greiddu sam­tals 61,2 millj­arða króna í iðgjöld á því ári. Ef hlut­fall launa sem þeir greiða í sjóð­ina hækkar úr átta pró­sentum í 11,5 pró­sent, líkt og samn­ings­líkanið gerir ráð fyr­ir, munu iðgjalds­greiðslur atvinnu­rek­enda aukast um tæp 44 pró­sent. 

Stéttarfélög opinbera starfsmanna hafa lagt ríka áherslu á að menntun sé metin til launa.

Ef breyt­ingin sem nú er stefnt að hefði verið við lýði í fyrra þá hefðu atvinnu­rek­endur greitt 88,1 millj­arð króna í iðgjöld, eða 26,9 millj­örðum króna meira en þeir gerðu í fyrra. 

Til­gangur þessa er meðal ann­ars að halda aftur af launa­hækk­un­um, sem skila sér iðu­lega í auk­inni einka­neyslu sem leiðir af sér verð­bólgu. Í stað hárra launa­hækk­anna í formi ráð­stöf­un­ar­fjár um mán­að­ar­mót á launa­fólk á almenna mark­aðnum að fá stærri hluta af launa­hækk­unum sínum í formi hærri líf­eyr­is. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins segja þessa breyt­ingu vera svo stóra, og að upp­hæð­irnar sem um ræðir séu svo háar, að þær dragi veru­lega úr þörf­inni fyrir að reka áfram sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerfi hér­lend­is, verði breyt­ing­arnar að veru­leika.

Vilja klára sam­þætt­ingu líf­eyr­is­kerf­is­ins

Athygli vakti að ekki voru öll stétt­ar­fé­lög til­búin að skrif­a undir ramma­sam­komu­lag­ið. Það nær ekki til 30 pró­sent launa­fólks í land­inu. Þar ber helst að nefna BHM og Kenn­ara­sam­band­ið, sem bæði eru með þús­undir opin­berra ­starfs­manna innan sinna ráða. Sú ákvörðun teng­ist ekki með neinum hætt­i vilja­leysi þess­ara stétt­ar­fé­laga gagn­vart því að hætta „höfr­ung­ar­hlaup­in­u“. Sá vilji er sann­ar­lega til stað­ar.

Í sam­komu­lag­inu er hins vegar verið að biðja félags­menn þeirra um að afsala sér til­tek­inni launa­upp­hæð sem þegar er búið að semja um gegn því að fá launa­skriðs­trygg­ingu. Og það sem skiptir mestu máli fyrir opin­ber­a ­starfs­menn er að stefnt er að jöfnun líf­eyr­is­kjara á næstu árum. 

Unnið hef­ur verið að því að sam­þætta opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerfið frá árinu 2009 þannig að rétt­inda­vinnsla verði sú sama. Þessi vinna hefur farið fram í starfs­hópi sem allir sem að mál­inu koma sitja í. Þrátt fyrir að starfið hafi staðið yfir í sex ár hefur ekki tek­ist að landa nið­ur­stöð­u. 

BHM og Kenn­ara­sam­bandið vilja klára þá vinnu áður en að ­fé­lögin skuld­binda sig til þátt­töku í nýja kjara­samn­ings­lík­an­inu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None