Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu - Bjarni styður niðurstöðuna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur fengið afhent stað­fest­ing­ar­bréf frá Seðla­banka Íslands þar sem fram kemur að bank­inn telji það rétt að veita slita­búum Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka gerð nauða­samn­inga þeirra. 

Bjarni hefur lýst því yfir að hann styðji þá nið­ur­stöðu sem Seðla­bank­inn hefur kom­ist að. Bréf Seðla­bank­ans til Bjarna voru send á mánu­dag. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Seðla­bank­ans og fram­kvæmda­nefndar um losun fjár­magns­hafta sem stendur nú yfir.

Í grein­ar­gerð sem Seðla­banki Íslands hefur birt á vef sínum kemur fram að : "Kaup­þing hf., Glitnir hf. og LBI hf. greiða sam­tals 491 ma.kr. til stjórn­valda í formi ­stöð­ug­leika­fram­lags, skatt­greiðslna auk end­ur­heimta ESÍ frá umræddum þremur aðil­um. Þær end­ur­heimtur renna að lokum til rík­is­sjóðs í sam­ræmi við reglur um fjár­hags­leg sam­skipt­i ­Seðla­banka Íslands og rík­is­ins". Þar segir einnig að fyrir­liggj­andi drög að nauða­samn­ingum slita­bú­anna þriggja upp­fylli kröfur laga um gjald­eyr­is­mál um að efndir nauða­samn­ing­anna "ásamt fyr­ir­hug­uðum mót­væg­is­ráð­stöf­unum leiða hvorki til óstöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­málum né raska fjár­mála­stöð­ug­leika, að mati Seðla­banka Íslands­". 

Auglýsing

Beint stöð­ug­leika­fram­lag verður hins vegar 379 millj­arðar króna. 

Slita­búin fá lengri frest

Lögð hefur verið fram laga­breyt­ing­ar­til­laga á þingi sem veitir slita­bú­unum frek­ari frest til 15. mars til að ljúka sínum mál­um. Í máli fund­ar­manna kom fram að þetta væri til að tryggja að ekki yrði of mikið álag á dóm­stól­um. Búin áttu upp­runar­lega að ljúka ferl­inu fyrir árs­lok, ann­ars átti að falla á þau 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt­ur.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði í erindi sínu á fund­inum að ­meg­in­nið­ur­staða máls­ins væri sú að slita­búin muni reiða fram ­stöð­ug­leika­fram­lög, lengt verði í gjald­eyr­is­inn­lánum og lán greidd upp. All­ar end­ur­heimtir sem ríkið fær vegna þessa muna renna til Eigna­safns Seðla­banka Íslands­, dótt­ur­fé­lag Seðla­bank­ans. Heild­ar­um­fang aðgerð­anna nú er metið á um 660 millj­arða króna en ef fyrri aðgerðir Seðla­bank­ans, eins og lengin láns til Lands­bank­ans, eru taldar með á umfang aðgerð­anna að ná yfir 850 millj­arða króna.

Seðla­banki Íslands hefur birt grein­ar­gerð um mat sitt á vef­síðu sinn­i. 

Már tók sér­stak­lega fram í erindi sínu að skulda­staða Íslands verði það góð eftir að ferl­inu lýkur að hún hafi ekki verið betri síðan á síldar­æv­in­týr­is­ár­unum á sjö­unda ára­tugn­um. Í grein­ar­gerð Seðla­bank­ans seg­ir: "Hrein skulda­staða Íslands batnar veru­lega í kjöl­far upp­gjörs á grund­velli stöð­ug­leika­skil­yrða. Hreinar erlendar skuldir lækka um 3.740 ma.kr. og und­ir­liggj­andi erlend staða batnar um 360 ma.kr. beint vegna slit­anna en þegar tekið er til­lit til ann­arra þátta og vaxtar nafn­virð­is­ lands­fram­leiðslu er gert ráð fyrir að skulda­staðan fari úr tæp­lega þriðj­ungi af lands­fram­leiðslu á þessu ári niður fyrir 10% í lok næsta árs. Þá er ekki búið að taka með í reikn­ing­inn lækk­un skulda­stöð­unnar sem mun verða vegna fyr­ir­hug­aðs útboðs aflandskróna en ekki er hægt nú að ­segja til um hversu mikil hún verð­ur. Jafn hag­stæð skulda­staða gagn­vart útlöndum hefur ekki þekkst í ára­tug­i".

Heild­ar­um­fang sagt 856 millj­arðar

Sig­urður Hann­es­son, sem fer fyrir fram­kvæmda­nefnd um los­un fjár­magns­hafta, opn­aði kynn­ingu sína á því að heild­ar­um­fang aðgerð­anna væri 856 millj­arðar króna. Alls myndu slita­búin greiða 491 millj­arði króna í stöð­ug­leika­fram­lag, skatta og end­ur­greiðsl­ur. Á meðal ann­arra aðgerða sem talin eru til eru end­ur­greiðslur á lána­fyr­ir­greiðslum vegna lána sem stjórn­völd veittu nýju bönk­unum árið 2009 upp á 74 millj­arða króna. Þá taki slita­búin á sig fjár­mögnun nýju bank­anna til­ langs tíma upp á 226 millj­arða króna.

Í grein­ar­gerð Seðla­bank­ans kemur fram að stöð­ug­leika­skattur hefði, að teknu til­liti til nýj­ustu upp­gjöra slita­bú­anna og geng­is­breyt­inga, numið 770 millj­örðum króna. Bank­inn telur rétt að leggja áherslu á að fjár­hæðir stöð­ug­leika­fram­lags og stöð­ug­leika­skatts séu ósam­bæri­leg­ar.

Þar segir einnig: "Leið nauða­samn­inga á grund­velli stöð­ug­leika­skil­yrða er mun áhættu­minni en skatta­leið­in, þar sem girt er fyrir áhættu með marg­vís­legum ráð­stöf­unum og áhætta vegna dóms­mála verður mun minn­i".

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None