Árni Harðarson á 60 prósent hlutabréfa sem eru að baki hópmálsókn gegn Björgólfi Thor

Er einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman. Björgólfur Thor stefndi þeim í fyrra vegna meints fjárdráttar.

Björgólfur Thor
Auglýsing

 

Félag í eigu Árna Harð­ar­son­ar, stjórn­ar­manns og lög­manns lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, á um 60 pró­sent þeirra hluta­bréfa sem eru að baki hóp­mál­sókn ­gegn Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni. Árni á hluta­bréf­in, sem hann hefur keypt af is­lenskum líf­eyr­is­sjóðum á lið­inni viku, í gegnum félag sem heitir Urriða­hæð ehf. Sam­tals hefur Árni greitt á milli 25 til 30 millj­ónir króna fyr­ir­ hluta­bréf­in, sem eru verð­laus nema að til tak­ist að fá við­ur­kennt fyr­ir­ ­dóm­stólum að Björgólfur Thor eigi að greiða fyrrum hlut­höfum Lands­bank­ans skaða­bæt­ur. Til við­bótar þarf Urrið­hæð að greiða sinn hluta máls­kostn­að­ar. Hann gæti hlaupið á tugum millj­óna króna.

Árni er nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessm­ans. Þeir störf­uðu áður báðir hjá Act­a­vis, á meðan að Björgólfur Thor var aðal­eig­andi þess fyr­ir­tæk­is. Síðan að Árni og Róbert hættu störfum hjá Act­a­vis árið 2008 hefur andað veru­lega köldu milli þeirra og Björg­ólfs Thors. Hann hefur meðal ann­ars stefnt þeim til greiðslu skaða­bóta fyrir mein­tan fjár­drátt auk þess sem báðir aðilar hafa ítrekað atyrt hinn á opin­berum vett­vangi á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

Árna og Róberti er, væg­ast sagt, ekki vel við Björgólf Thor. Og honum er ekki vel við þá. 

Árni Harðarson.

50 blað­síðna stefna

Hóp­mál­sókn gegn Björgólfi Thor var þing­fest í gær­morg­un. Máls­höfð­unin er sú fyrsta sinnar teg­undar á Ís­landi er lýtur að dóms­málum sem tengj­ast banka­hrun­inu. Aldrei áður hafa ­fyrrum hlut­hafar í íslenskum banka tekið sig saman og stefnt fyrrum aðal­eig­anda hans fyrir að hafa blekkt sig með sak­næmum hætti til að eiga í bank­an­um. Og krefj­ast skaða­bóta fyr­ir. Björgólfur Thor hefur ávallt neitað sök og sag­t ­máls­höfð­un­ina vera gróðra­brall lög­manna sem að henni starfa. 

Kjarn­inn hefur stefn­una í mál­inu, sem er 50 blað­síður að lengd, undir hönd­um. Hana má les­a hér.

Alls taka 235 aðilar þátt í mál­sókn­inni. Þeir eiga sam­tals 5,67 pró­sent af heild­ar­hlutafé í Lands­bank­ans, sem féll haustið 2008.

Mál­sókn­ar­fé­lagið krefst þess að skaða­bóta­skylda Björg­ólfs Thors á því tjóni sem aðilar að félag­inu urðu fyr­ir­ þegar hluta­bréf í Lands­bank­anum urðu verð­laus við fall hans 7. októ­ber 2008. Í stefn­unni kemur fram að félags­menn byggi mál­sókn­ina á því „að þeir hefðu ekki verið hlut­hafar í Lands­banka Íslands hf. og þar með ekki orðið fyrir tjóni, ef ekki hafði komið til hinnar sak­næmu og ólög­mætu hátt­semi stefnda [Björg­ólfs T­hor­s]“.

Það sem mál­sókn­ar­fé­lag­ið telur að Björgólfur Thor hafi gert, og hafi ollið þeim skaða, er þrennt. Í fyrsta lagi hafi ekki verið veittar upp­lýs­ingar um lán­veit­ingar Lands­banka Ís­lands til Björg­ólfs Thors og tengdra aðila í árs­reikn­ingum bank­ans fyr­ir­ ­rekstr­ar­árið 2005 og í öllum upp­gjörum eftir það fram að hrun­i. 

Í öðru lagi hafi Björgólfur Thor van­rækt á tíma­bil­inu 30. júní 2006 til 7. októ­ber 2008, að „upp­lýsa opin­ber­lega um að Sam­son eign­ar­halds­fé­lag ehf. [Í aðaleigu Björg­ólfs Thors og föður hans] færi með yfir­ráð yfir Lands­banka Ís­lands hf., og teld­ist því móð­ur­fé­lag bank­ans“. 

Í þriðja lagi telur félagið að Björgólfur Thor hafi van­rækt að „sjá til þess að ­Sam­son eign­ar­halds­fé­lag ehf. gerði öðrum hlut­höfum Lands­banka Íslands hf. ­yf­ir­tökutil­boð hinn 30. júní 2006, eða síð­ar, í sam­ræmi við ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipt­i“.

Hófu upp­kaup á hluta­bréfum fyrir viku

Urriða­hæð hóf fyrir um viku síðan að gera til­boð í hluta­bréf ­fyrrum hlut­hafa í Lands­banka Íslands í bank­an­um. Kjarn­inn hefur skjal þar sem til­boð til hlut­haf­anna er útskýrt undir hönd­um. Í skjal­inu Íslands segir með­al­ ann­ars að þeir hlut­hafar sem ekki taki þátt í mála­rekstri mál­sókn­ar­fé­lags­ins muni „nær örugg­lega missa bóta­rétt sinn vegna fyrn­ing­ar.“

Þar sem ein­hverjir hlut­haf­anna hafi sett félags­gjald ­mál­sókn­ar­fé­lags­ins fyrir sig og telji áhættu á því að tapa frek­ari fjár­mun­um ­með þátt­töku býðst þeim að ger­ast aðili að mál­sókn­inni. Í því felst að ó­nafn­greindir fjár­festar greiði félags­gjald þeirra að fullu, og ábyrgjast greiðslu á frek­ari kostn­aði, gegn því að þeir fái 50 pró­sent allra inn­heimtra skaða­bóta. Tap­ist málið fellur því eng­inn kostn­aður á hlut­hafann, en vinnist það fær hann hann helm­ing þeirra skaða­bóta sem hann á rétt á.

Ef hlut­hafar hafa ekki áhuga á þess­ari leið þá býðst þeim að ­selja hlutafé sitt og fram­selur sam­hliða skaða­bóta­kröf­una til fjár­festa fyrir fimm ­pró­sent af nafn­virði hluta­fjár sem hann á. Sam­kvæmt til­boð­inu fær hlut­haf­inn ­samt sem áður 25 pró­sent af skaða­bótum eftir upp­gjör á kostn­aði, án þess að ­leggja út neinn kostn­að. „Ef málið tap­ast hefur hlut­hafi fengið greitt fyr­ir­ verð­lausa eign,“ segir í til­boðs­skjal­inu.

Sá sem skrifar undir skjalið er Jóhann Ómars­son, fram­kvæmda­stjóri Urriða­hæð­ar.

Ára­langar deilur

Eig­andi Urriða­hæðar ehf. er Árni Harða­son. Hann er yfir­mað­ur­ lög­fræðis­viðs lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, sem Róbert Wessman stýr­ir. Árni og Ró­bert hafa verið nánir sam­starfs­menn árum sam­an. Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ir Árni að hann sé eini eig­andi félags­ins og stjórn­ar­for­maður þess. Jóhann Óm­ars­son sé fram­kvæmda­stjóri.

Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa tekist hart á undanfarin ár.

Árni segir að stutt sé síðan að Urriða­hæð hóf upp­kaup á hluta­bréf­um í Lands­bank­an­um. Þau upp­kaup hafi átti sér stað á um viku. Sam­tals hafi hann greitt um 25-30 millj­ónir króna fyrir þau hluta­bréf sem Urriða­hæð hefur þeg­ar keypt.

Róbert Wessman og Árni hafa átt í miklum og opin­berum úti­stöðum við Björgólf Thor á und­an­förnum árum. Bæði Róbert og Árni störf­uðu áður­ ­sem stjórn­endur hjá Act­a­vis, á sama tíma og Björgólfur Thor var aðal­eig­and­i ­fé­lags­ins.  Í ágúst 2008 lét Róbert af ­störfum hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu, en hann hafði þá verið for­stjóri þess í níu ár. Björgólfur Thor segir að Róbert hafi verið rek­inn en Róbert segir það vera rangt. Hann hafi ein­fald­lega vilj­að hætta.

Síðan að þetta átti sér stað hafa verið hnúta­köst á milli­ ­mann­anna í fjöl­miðlum og fyrir dóm­stól­um. Björgólfur Thor stefndi bæði Róbert­i og Árna fyrir að hafa á ólög­mætan hátt dregið að sér fjórar millj­ónir evra frá sér og nýtt í eigin þágu. Hann vill að þeir greiði sér skaða­bætur vegna þessa. Róbert og Árni hafa ítrekað hafnað þessum ­mála­til­bún­aði, sagt stefn­una til­efn­is­lausa og að hún eigi sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Málið var þing­fest í sum­ar.

235 taka þátt í mál­sókn­inni

Kjarn­inn er einnig með lista yfir þá sem taka þátt í mál­sókn­inni undir hönd­um. Alls eru skráðir félagar í mál­sókn­ar­fé­lagið 235 ­sam­kvæmt hon­um. List­ann má sjá hér.

Um 60 pró­sent þeirra hluta­bréfa þáttak­enda í hóp­mál­sókn­inn­i eru í eigu eða umsjá Urriða­hæð­ar. Félagið hefur keypt bréf af öllum stærst­u líf­eyr­is­sjóðum lands­ins utan líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna, sem hefur ekki viljað selja. Urrið­hæð heldur því á bréfum vegna líf­eyr­i­s­jóð­anna, Fest­u, ­Gild­is, Stafa, LSR og Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja og er langstærsti ein­staki að­il­inni sem þátt tekur í mál­sókn­inni. Á meðal ann­arra stórra eig­enda að hluta­bréf­um ­sem taka þátt í mál­sókn­inni eru Karen Mil­len, sem átti einu sinn­i ­tísku­vöru­keðju sem bar nafn henn­ar, en varð síðar umsvifa­mik­ill fjár­festir í ís­lenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m. 

Björgólfur Thor hefur farið fram á að mál­inu verði vísað frá. Í færslu á blogg­síðu sinni, btb.is, í gær sagði hann að að störfum hlaðið dóms­kerfi Íslands þurfi nú að bæta á sig duttl­ungum Vil­hjálms Bjarna­son­ar. "Mál­efni mín og bank­ans hafa verið rann­sökuð í þaula af þar til bærum yfir­völdum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bank­ann og hann því skað­laus af við­skiptum við mig. Slita­stjórn bank­ans hefur stað­fest að hann eigi engar kröfur á mig. Mis­færslum í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar hef ég svarað ítar­lega enda hef ég ekk­ert sak­næmt unn­ið.  

Þrá­hyggja Vil­hjálms Bjarna­sonar á sér hins vegar lítil tak­mörk. Með hana að vopni sér hann rang­færslur og svik þar sem sér­fróðir rann­sak­endur sjá ekk­ert aðfinnslu­vert. Það er illt að dóms­kerfið þurfi að eyða tíma sínum í slíkan mála­til­bún­að."

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None