Seðlabankinn búinn að samþykkja tillögur slitabúa um stöðugleikaframlag

Már seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands er búinn að sam­þykkja til­ögur Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans um stöð­ug­leika­fram­lag. Það þýðir að nauða­samn­ingar þeirra ógna ekki greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika að mati bank­ans og því ættu slita­búin að fá und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka slitum sín­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Mik­ill spenna hefur verið í loft­inu und­an­farnar vikur eftir að ljóst var að upp­gjör slita­bú­anna var ekki að ganga jafn smurt og lagt var upp með. Upp­haf­lega höfðu stjórn­völd, með fyr­ir­vara, sam­þykkt til­boð allra þeirra um stöð­ug­leika­fram­lög og talið að þau mættu svoköll­uðum stöð­ug­leika­skil­yrð­um, sem vernda eiga greiðslu­jöfnuð og fjár­mála­stöð­ug­leika. Í afhend­ingu stöð­ug­leika­fram­laga fel­st, í ein­földu máli, að slitabú föllnu bank­anna afhenda íslenskum stjórn­völdum tölu­vert magn eigna til að mega greiða það sem eftir er út til kröfu­hafa sinna. Virði þeirra fram­laga, umreiknuð í krón­ur, eru mörg hund­ruð millj­arðar króna. 

Ljóst hefur verið í nokkurn tíma að Seðla­bank­inn var langt kom­inn með grein­ingu sína. Upp­haf­lega ætl­aði hann að birta hana opin­ber­lega snemma í októ­ber, en hætti skyndi­lega við það. Á þeim tíma hermdu heim­ildir Kjarn­ans að Seðla­bank­inn teldi að bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn væru að upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrðin með til­lögum sín­um, en að Glitnir þyrfti að breyta sínu fram­lag­i. 

Auglýsing

Það kom á dag­inn í síð­ustu viku þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu um miðja nótt. Í henni stóð að Glitnir hefði breytt fram­lagi sínu til að stand­ast skil­yrð­in. Stærsta breyt­ingin var sú að slita­búið færir íslenska rík­inu allt hlutafé í Íslands­banka, einum af þremur stærstu við­skipta­bönkum lands­ins. 

Lengri frestur kemur til greina

Seðla­bank­inn virð­ist loks hafa lokið við mat sitt á áhrifum slita búanna á greiðslu­jöfnuð á síð­ustu dög­um. Matið var kynnt fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í byrjun viku og hann kynnti nið­ur­stöð­urnar síðan á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. Í dag verður matið kynnt efna­hags- og við­skipta­nefnd, þing­flokkum og loks almenn­ingi á blaða­manna­fund­i. 

Bjarni Benediktsson hefur látið hafa eftir sér að það komi til greina að gefa slitabúunum lengri frest.

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í gær að hann hafi rætt þann mögu­leika við efna­hags- og við­skipta­nefnd að veita slita­bú­unum lengri frest en þeir hafa nú sam­kvæmt lögum til að ljúka slit­un­um. Sam­kvæmt áætlun sem kynnt var í byrjun júní áttu búin að ljúka slitum sínum með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og sam­þykkt nauða­samn­ings fyrir árs­lok. Tæk­ist það ekki myndi falla á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á allar eignir þeirra. Hann átti að geta skilað allt að 850 millj­örðum króna til rík­is­ins, sam­kvæmt kynn­ing­unn­i. 

Ljóst er að slita­búin eru að brenna inni á tíma. Bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn hafa boðað kröfu­hafa sína á fundi síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar til að greiða atkvæði um nauða­samn­ing­inn og búist er við því að Glitnis geri slíkt hið sama strax í dag. Þegar slíkt sam­þykki kröfu­hafa liggur fyrir ,en það er búist við því að það fáist, verður að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir dóm­stóla til sam­þykkt­ar. 

Titr­ingur í stjórn­mál­unum

Það hefur ekki bara gætt titr­ings í her­búðum kröfu­hafa und­an­farnar vik­ur. Sá titr­ingur hefur einnig náð inn í íslensk stjórn­mál og íslenskt sam­fé­lag. Margir hafa lýst efa­semd­ar­röddum um hvort ætluð stöð­ug­leika­fram­lög nái því mark­miði sínu að verja íslenskan almenn­ing fyrir áhrifum slit­ana. Þar hafa farið fremst í flokki InDefence-hóp­ur­inn sem hefur sagt tals­verða áhættu á því að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árin, að stöð­ug­leika­skil­yrðin séu ódýr leið fyrir kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna úr gjald­eyr­is­höftum og að greiðsla stöð­ug­leika­skil­yrða muni skerða lífs­kjör almenn­ings. Þessi skoðun hefur einnig náð inn í raðir stjórn­mála­flokk­anna, bæði þeirra sem sitja í stjórn og þeirra sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu.

Seðla­bank­inn hefur hafnað þess­ari grein­ingu InDefence til þessa en ekki viljað birta mat sitt á greiðslu­jöfn­uði því til stuðn­ings. Auk þess hefur komið fram í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra og Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að sam­komu­lag tryggi skað­leysi rík­is­ins gagn­vart kröfu­höfum og komi í veg fyrir að þeir láti reyna á álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts fyrir dóm­stól­um. Skiptar skoð­anir eru um her nið­ur­staða slíkra dóms­mála yrðu en þau myndu hið minnsta tefja áætlun um losun hafta á almenn­ing.Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None