Seðlabankinn búinn að samþykkja tillögur slitabúa um stöðugleikaframlag

Már seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands er búinn að sam­þykkja til­ögur Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans um stöð­ug­leika­fram­lag. Það þýðir að nauða­samn­ingar þeirra ógna ekki greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika að mati bank­ans og því ættu slita­búin að fá und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka slitum sín­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Mik­ill spenna hefur verið í loft­inu und­an­farnar vikur eftir að ljóst var að upp­gjör slita­bú­anna var ekki að ganga jafn smurt og lagt var upp með. Upp­haf­lega höfðu stjórn­völd, með fyr­ir­vara, sam­þykkt til­boð allra þeirra um stöð­ug­leika­fram­lög og talið að þau mættu svoköll­uðum stöð­ug­leika­skil­yrð­um, sem vernda eiga greiðslu­jöfnuð og fjár­mála­stöð­ug­leika. Í afhend­ingu stöð­ug­leika­fram­laga fel­st, í ein­földu máli, að slitabú föllnu bank­anna afhenda íslenskum stjórn­völdum tölu­vert magn eigna til að mega greiða það sem eftir er út til kröfu­hafa sinna. Virði þeirra fram­laga, umreiknuð í krón­ur, eru mörg hund­ruð millj­arðar króna. 

Ljóst hefur verið í nokkurn tíma að Seðla­bank­inn var langt kom­inn með grein­ingu sína. Upp­haf­lega ætl­aði hann að birta hana opin­ber­lega snemma í októ­ber, en hætti skyndi­lega við það. Á þeim tíma hermdu heim­ildir Kjarn­ans að Seðla­bank­inn teldi að bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn væru að upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrðin með til­lögum sín­um, en að Glitnir þyrfti að breyta sínu fram­lag­i. 

Auglýsing

Það kom á dag­inn í síð­ustu viku þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu um miðja nótt. Í henni stóð að Glitnir hefði breytt fram­lagi sínu til að stand­ast skil­yrð­in. Stærsta breyt­ingin var sú að slita­búið færir íslenska rík­inu allt hlutafé í Íslands­banka, einum af þremur stærstu við­skipta­bönkum lands­ins. 

Lengri frestur kemur til greina

Seðla­bank­inn virð­ist loks hafa lokið við mat sitt á áhrifum slita búanna á greiðslu­jöfnuð á síð­ustu dög­um. Matið var kynnt fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í byrjun viku og hann kynnti nið­ur­stöð­urnar síðan á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. Í dag verður matið kynnt efna­hags- og við­skipta­nefnd, þing­flokkum og loks almenn­ingi á blaða­manna­fund­i. 

Bjarni Benediktsson hefur látið hafa eftir sér að það komi til greina að gefa slitabúunum lengri frest.

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í gær að hann hafi rætt þann mögu­leika við efna­hags- og við­skipta­nefnd að veita slita­bú­unum lengri frest en þeir hafa nú sam­kvæmt lögum til að ljúka slit­un­um. Sam­kvæmt áætlun sem kynnt var í byrjun júní áttu búin að ljúka slitum sínum með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og sam­þykkt nauða­samn­ings fyrir árs­lok. Tæk­ist það ekki myndi falla á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á allar eignir þeirra. Hann átti að geta skilað allt að 850 millj­örðum króna til rík­is­ins, sam­kvæmt kynn­ing­unn­i. 

Ljóst er að slita­búin eru að brenna inni á tíma. Bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn hafa boðað kröfu­hafa sína á fundi síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar til að greiða atkvæði um nauða­samn­ing­inn og búist er við því að Glitnis geri slíkt hið sama strax í dag. Þegar slíkt sam­þykki kröfu­hafa liggur fyrir ,en það er búist við því að það fáist, verður að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir dóm­stóla til sam­þykkt­ar. 

Titr­ingur í stjórn­mál­unum

Það hefur ekki bara gætt titr­ings í her­búðum kröfu­hafa und­an­farnar vik­ur. Sá titr­ingur hefur einnig náð inn í íslensk stjórn­mál og íslenskt sam­fé­lag. Margir hafa lýst efa­semd­ar­röddum um hvort ætluð stöð­ug­leika­fram­lög nái því mark­miði sínu að verja íslenskan almenn­ing fyrir áhrifum slit­ana. Þar hafa farið fremst í flokki InDefence-hóp­ur­inn sem hefur sagt tals­verða áhættu á því að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árin, að stöð­ug­leika­skil­yrðin séu ódýr leið fyrir kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna úr gjald­eyr­is­höftum og að greiðsla stöð­ug­leika­skil­yrða muni skerða lífs­kjör almenn­ings. Þessi skoðun hefur einnig náð inn í raðir stjórn­mála­flokk­anna, bæði þeirra sem sitja í stjórn og þeirra sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu.

Seðla­bank­inn hefur hafnað þess­ari grein­ingu InDefence til þessa en ekki viljað birta mat sitt á greiðslu­jöfn­uði því til stuðn­ings. Auk þess hefur komið fram í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra og Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að sam­komu­lag tryggi skað­leysi rík­is­ins gagn­vart kröfu­höfum og komi í veg fyrir að þeir láti reyna á álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts fyrir dóm­stól­um. Skiptar skoð­anir eru um her nið­ur­staða slíkra dóms­mála yrðu en þau myndu hið minnsta tefja áætlun um losun hafta á almenn­ing.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None