Kynlífshneyksli og almenn vandræði franska landsliðsins

Benzema
Auglýsing

EM í fót­bolta er á næsta leiti. Það ríkir mikil eft­ir­vænt­ing en óveð­ur­skýin hrann­ast upp hjá gest­gjöf­un­um, Frökk­um. Það eru vand­ræði í lands­lið­inu. Og ekki í fyrsta sinn. Það virð­ist vera ein­hver sér­stök frönsk hefð að lands­liðs­menn skapi sér vand­ræði, rugli öllu, komi sér út úr lið­inu með stælum og leið­ind­um. Eric Cant­ona, David Gin­ola, Franck Ribery – dæmin eru mýmörg. Bestu leik­menn Frakk­lands spila ekki með lands­lið­inu. Vegna vand­ræða. Hvað er þetta eig­in­lega? MerdeNú er það Benzema.

Fjár­kúgun og kyn­lífs­mynd­band

Einn helsti mátt­ar­stólpi franska lið­ins, Karim Benzema, er sak­aður um að hafa tekið þátt í fjár­kúg­un­ar­máli gegn liðs­fé­laga sínum og vini, Mathieu Val­bu­ena. Lög­reglan rann­sakar málið og lík­legt þykir að ákæra verði gefin út á næstu dög­um. Þetta mál er næstum því jafn skrítið og dramat­ískt og fjár­kúg­un­ar­málið gegn for­sæt­is­ráð­herra vor­um.

Auglýsing

En hér er það kyn­lífs­mynband sem á að vera til af hinum lipra og smá­vaxna Vabu­ena. Benzema hefur játað aðild að mál­inu, að hafa komið þeim skila­boðum til félaga síns að ef hann greiddi ekki til­tekna upp­hæð yrði mynd­bandið gert opin­bert. Ekki fylgir sög­unni hvað sé að ger­ast í þessu for­vitni­lega mynd­bandi (það er hið ósagða sem er ávallt mest spenn­andi í frétt­um) en Val­bu­ena brást við eins og Sig­mundur Davíð og fór með málið beint til lög­regl­unn­ar.

Hinn smái en knái Mathieu Valbuena var fórnarlamb fjárkúgunar. Honum var hótað að kynlífsmyndband, þar sem hann leikur eitt aðalhlutverkanna, myndi leka út ef hann myndi ekki borga. Benzema hefur játað að hafa farið til félaga síns og rabbað við hann um þetta meinta kyn­lífs­mynd­band á lands­liðsæf­ingu í síð­asta mán­uði. Ekki er ljóst hvað bein­línis fór fram á milli þeirra; hvort þarna hafi átt sér stað hót­un, kúg­un, ráð­gjöf. En Benzema seg­ist hafa farið til hans í umboði gam­als æsku­fé­laga – sem vildi kúga fé úr Val­bu­ena.  

Þetta er allt saman skrítið – því þeir eru sagðir miklir vin­ir. Þann 17. nóv­em­ber 2010 skor­uðu þeir mörkin í 2-0 sigri gegn Englandi. Í þar næstu viku mæt­ast þessar þjóðir á ný – eng­inn sem lék með Frökkum í þessum leik er lengur í lið­inu. Nú eru þeir báðir út úr lið­inu. Benzema og Val­bu­ena.

Það er nafni, nágranni og gam­all vinur Benzema, Karim Zenati, sem virð­ist vera aðal­söku­dólg­ur­inn í þessu fjár­kúg­un­ar­máli. Hann er marg­dæmdur glæpa­maður og virð­ist hafa flækt vin sinn í þetta furðu­lega mál; Benzema virð­ist vera í vondum félags­skap - hann er sendi­boð­inn, kemur skila­boðum og hót­unum áleið­is.

Og Val­bu­ena fór beint í lög­regl­una og nú tal­ast þeir ekki við og hata hvorn annan – tveir lyk­il­menn franska lands­liðs­ins. Það er ekki víst að Benzema verði með á EM næsta sum­ar. Hann gæti jafn­vel misst af því að horfa á keppn­ina því hann gæti átt yfir höfði sér fimm ára fang­elsi.

Vand­ræða­gaur­inn Karim Benzema

Hvað vakir fyrir Benzema? Lyk­il­maður í Real Madrid, einn launa­hæsti leik­maður heims með tugi millj­óna á mán­uði. Hvers vegna er hann að blanda sér í ómerki­legt fjár­kúg­un­ar­mál fyrir nokkra tíkalla – korter í stór­mót? Það er eins og sagt var um annan mann:

„Þú getur tekið strák­inn úr skíta­hverf­inu en þú tekur aldrei skíta­hverfið úr strákn­um.“

Benzema er götu­strák­ur. Og virð­ist, þrátt fyrir frægð og frama, enn vera undir hælnum og líta upp til gangster­anna í gamla hverf­inu. Hann er einn óvin­sæl­asti íþrótta­maður Frakk­lands – raunar einn óvin­sæl­asti maður lands­ins. Þykir hroka­fullur maður með enda­lausa stjörnu­stæla. Eftir verk­fallið fræga á HM 2010 urðu franskir lands­liðs­menn jafn­vel óvin­sælli en óvin­sæl­ustu stjórn­mála­menn land­ins. Það sló svo botn­inn úr sama ár þegar Benzema ásamt þeim Franck Ribery, Sid­ney Govou og Hatem Ben voru ákærðir fyrir sam­ræði við vænd­is­konu undir lög­aldri. Ákæran var felld niður 2011 vegna þess að ekki þótti sannað að þeir hafi vitað að vænd­is­konan væri undir lög­aldri. Þrátt fyrir það eru þessir menn enn and­styggi­legir í augum marga. Skíta­pés­ar.

Benzema hefur játað að hafa farið til Valbuena, sem var mikill vinur hans, og rabbað við hann um hið meinta kynlífsmyndband á landsliðsæfingu í síðasta mánuði. Þeir voru báðir í byrjunarliði Frakka gegn Armenum í byrjun október. Nú hata þeir hvorn annan.Eins og ríf­lega helm­ingur franska lands­lið­ins er Benzema fæddur og upp­al­inn í Lyon sem virð­ist vera eins­konar upp­eld­is­stöð franska fót­bolta­heims­ins. Eins og Zidane er hann af alsírsku bergi broti. Hann er inn­flytj­andi, alinn upp í stórri fjöl­skyldu. Þótti undra­barn í fót­bolta og var boð­inn samn­ingur við stór­liðið Lyon, ein­ungis 9 ára göml­um. Aðeins tví­tugur varð hann meist­ari með lið­inu, marka­hæsti maður Frakk­lands með 30 mörk og val­inn leik­maður árs­ins. Þaðan gekk hann til liðs við Real Madrid á Spáni þar sem hann leikur enn. Hann var ekki með á HM 2010 en hefur verið lyk­il­leik­maður liðs­ins síðan Laurent Blanc, tók við lið­inu. Allt franska liðið hefur verið byggt upp í kringum Benzema.

En Benzema er ekki vin­sæll. Hann er eng­inn Zida­ne. Þátt fyrir að brill­era með einu besta félags­liði heims gerði hann í raun fátt eft­ir­minni­legt á síð­asta HM og nú virð­ist hann vera end­an­lega út úr hópn­um. Hann hefur ekki leikið með í flestum af síð­ustu æfinga- og vin­áttu­lands­leikj­um, verður heldur ekki með á móti Þýska­landi og Englandi í þessum mán­uð­i. 

Vand­ræða­hefðin í franska lands­lið­inu

Hvað er það eig­in­lega með þessa vand­ræða­gaura í franska lands­lið­inu? Upp­reisnir og bylt­ingar eru sann­ar­lega stór partur af franskri sögu – en sömu­leiðis franska knatt­spyrnu­heim­in­um.  

Frakkar urðu heims­meist­arar í knatt­spyrnu 1998. Þegar liðið fagn­aði titl­inum á Stade de France í París var þetta um leið sigur fjöl­menn­ing­ar­inn­ar. Sig­ur­inn kom beint í and­litið á Þjóð­fylk­ing­unni og ras­istum sem höfðu gagn­rýnt inn­flytj­enda­strák­ana í lið­inu. Um helm­ingur lið­ins var þá með tvö­falt rík­is­fang. Sig­ur­inn sýndi því kraft fjöl­menn­ing­ar­innar – hið nýja Frakk­land.

Liðið komst svo aftur í úrslit á HM 2006 sem end­aði með einu dramat­ís­kasta atviki knatt­spyrnu­sög­unnar þegar Zidane skall­aði Mater­azzi og fékk að líta rauða spjald­ið. Þetta marg­slungna atvik, sem á vissan hátt útskýrir spennu fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags­ins (Zi­dane tekur heiður fjöl­skyld­unnar fram yfir Frakk­land) og er í raun upp­haf óheilla­sögu franska lið­ins. Það er eins og skalli Zidane hafi kallað bölvun yfir franska lands­lið­ið. Liðið hefur varla náð sér á strik síðan þá.

Skallinn sem heyrðist um heimsbyggðina. Kallaði eitt dramatískasta atvik knattspyrnusögunnar bölvun yfir franska landsliðið?Karim Benzema er samt ekki fyrsti vand­ræða­gaur­inn í sögu franska lands­lið­ins. Eric Cant­ona, David Gin­ola, Franck Ribery og fleiri skipa þennan vafa­sama flokk. Og það er jafnan hefð að vísa þeim frá – þeir eru ekki vel­komn­ir, sama hversu góðir þeir eru. Menn fá reisupass­ann fyrir vont við­mót, kjaft og stæla.

Það er t.d. sér­stakt að Cant­ona og Gin­ola skuli ekki hafa verið í lið­inu þegar Frakkar urðu heims­meist­arar 1998.  

Eric Cant­ona fékk ekki að vera með á HM 1998 vegna skapofsa síns. Úts­lagið var svo kara­te-­sparkið fræga á Crystal-Palace áhang­anda þar sem hann fékk átta mán­aða leik­bann í kjöl­far­ið. Zidane tók sæti hans í franska lið­inu. Stundum virð­ist virka vel að reka besta mann­inn – þá reynir meira á allt lið­ið. Besti mað­ur­inn skyggir á hina, liðið fer að treysta á hann fremur en sjálft sig. Þetta er sömu­leiðis alþekkt á vinnu­stöð­um. Reka þann besta.

David Gin­ola var án efa einn besti fót­bolta­maður Frakk­lands, lyk­il­maður í ung­linga­lands­lið­um, en fékk fá tæki­færi í stóra lið­inu. Hvers vegna? Margir benda á mis­tök hans í leik gegn Búl­görum 1993. Í þessum leik var keppt um sæti á HM 1994, Frakkar töp­uðu leiknum og komust ekki á HM. Gin­ola gerði ævin­týra­leg mis­tök í þessum leik, brenndi af dauða­fær­um. Hann var kall­aður morð­ingi franska fót­bolt­ans. Eftir það flúði hann til Eng­lands, lék sinn síð­asta leik með franska lið­inu 1995. Þrátt fyrir að vera einn marka­hæsti og val­inn besti maður ensku deild­ar­innar var hann ekki val­inn í lands­liðið sama ár. Hversu sturlað er það? Hann þótti hégóma­full­ur, of mikil stjarna, of „enskur“ – allir eru fót­göngu­liðar í franska lands­lið­inu, allir eru jafn­ir. Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Ef þú til­einkar þér ekki þessi helstu gildi lýð­veld­is­ins ertu úti.

Rétt fyrir HM 2014 var Ribery sparkað úr lið­inu. Þrátt fyrir að vera lang­besti leik­mað­ur­inn. Opin­bera sagan er sú að hann hafi hætt sjálfur en allir vissu að hann var rek­inn fyrir stæla og leið­indi.

Allra augu eru á rándýra undrabarninu Anthony Martial. Mun vesen Benzema flýta för hans í stórstjörnuhlutverk hjá franska landsliðinu?Æskan sem erfa mun landið

Lands­liðs­þjálf­ari Frakka, Laurent Blanc, virð­ist því ætla að treysta á ungu kyn­slóð­ina næsta sum­ar. Hann los­aði sig við Ribery í fyrra. Hvorki Benzema né Val­bu­ena verða með í vin­áttu­lands­leikjum gegn Þýska­landi og Englandi í lok þessa mán­aðar og óvíst um alla fram­tíð þeirra. Margir telja fyrir víst að dagar Benzema með franska lands­lið­inu séu tald­ir. Yngri leik­menn eru að taka yfir. Gamlir refir hafa verið skorn­ir.

Alex­andre Lacazette, sem leikur með Lyon og var marka­hæsti og val­inn besti maður frönsku deild­ar­innar á síð­asta leik­tíma­bili (skaut sjálfum Zlatan ref fyrir rass) með 27 mörk, þykir vera fram­tíð­ar­mað­ur.

Sömu­leiðis hinn 19 ára gamli liðs­fé­lagi hans Samuel Umtiti. Nicolas Isimat-Mirin hjá Monaco er að vekja tölu­verða athygli, enda eins og her­for­ingi á vell­inum ein­ungis 21 árs gam­all.

En allra augu bein­ast nú að Ant­ony Marti­al, 19 ára gömlum leik­manni Manchester United, sem oft er bor­inn saman við Thi­erry Henry og þykir nú einn efni­leg­asti leik­maður heims. Oli­ver Giroud virð­ist hafa tekið við stöðu Benzema og skorar í hverjum leik.  

Þetta verða ef til vill lyk­il­leik­menn franska liðs­ins næsta sum­ar. Ef ekki verða frek­ari vand­ræði og bylt­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None