Gamla Magma Energy vill kaupa eigið skuldabréf með afföllum

Reykjanesbær þarf að samþykkja tilboðið. Krafa vegna Magma-skuldabréfsins hefur þegar verið niðurfærð í bókum sveitarfélagsins.

hsorka.jpg
Auglýsing

Alt­erra Power, sem áður hét Magma Energy, hefur boðið 5.350 millj­ónir króna í skulda­bréf sem útgefið var af sænsku dótt­ur­fé­lagi sínu þegar félagið keypt­i hlut í HS Orku. Verðið sem Magma hefur boðið í skulda­bréfið tekur mið af ­síð­ustu þekktu við­skiptum sem gerð voru með bréf í HS Orku, en þau fóru fram á geng­inu 5,35 krónur á hlut. 

Um síð­ustu ára­mót var fram­reiknað virði bréfs­ins á bil­inu 6,7 til 7,7 millj­arðar króna, eftir því hvort miðað sé við álverðs­þró­un eða ekki, sam­kvæmt árs­reikn­ingi Reykja­nes­bæj­ar. Miðað við það verð er ljóst að Alt­erra er að bjóða mun lægra verð en fram­reiknað virði skulda­bréfs­ins er.

Skulda­bréfið er nú í eigu Fag­fjár­festa­sjóðs­ins ORK sem er rek­inn af Rekstr­ar­fé­lagi Virð­ingar og er fjár­magn­aður af líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­fest­um. ORK keypti skulda­bréfið árið 2012 af Reykja­nesbæ árið 2012 og var sölu­verðið þá sagt 6,3 millj­arða króna. 

Auglýsing

Alt­erra Power mun greiða fyrir skulda­bréfið með nýju skulda­bréfi til tólf ára að verð­mæti 5.350 millj­ónir króna. Skulda­bréfið verður í banda­ríkja­döl­um. Vextir skulda­bréfs­ins verða 5,5 pró­sent og það verður tryggt með veði í 21,7 pró­sent hlut í HS Orku. Alls á Alt­erra 66,6 pró­sent hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu á móti félag­inu Jarð­varma slhf., sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóðaRoss Beaty, starfandi stjórnarformaður Alterra Power, aðaleiganda HS Orku.

ORK-­sjóð­ur­inn þarf hins vegar að óska eftir afstöðu Reykja­nes­bæjar til til­boðs­ins áður en því er ­tek­ið. Ástæðan er sú að skulda­bréfið var upp­haf­lega notað sem gjald fyrir hlut í HS Orku sem rann til Reykja­nes­bæjar þegar hlutur sveita­fé­lags­ins var seld­ur til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy (nú Alt­erra Power). Reykja­nes­bær ­seldi síðan skulda­bréfið til ORK í ágúst 2012. 

Í frétt á vef sveit­ar­fé­lags­ins vegna þessa var sagt að sölu­verð­ið, 6,3 millj­arða króna, myndi skipt­ast þannig að ORK greiddi strax 3,5 millj­arða króna í pen­ingum og um 500 millj­ónir króna í mark­aðs­skulda­bréf­um. Auk þess kom fram í sam­komu­lagi milli kaup­anda og selj­anda að loka­greiðsla ætti að fara fram í októ­ber 2017, þegar skulda­bréfið væri á gjald­daga. 

Virði þess­arrar kröfu, sem er ein helsta eign Reykja­nes­bæj­ar, hefur hríð­lækkað síðan að þetta sam­komu­lag var gert. 

Skelfi­leg skulda­staða Reykja­nes­bæjar

Reykja­nes­bær er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur ver­ið af­leit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Í lok síð­asta árs skuld­aði það 41 millj­arð króna og skuld­irnar vor­u ­rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að há­marki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­línis í and­stöð­u við lög.

Í októ­ber ­síð­ast­liðnum sendi sveit­ar­fé­lagið til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem ­sagði að nauð­syn­legt væri að það næði sam­komu­lagi við „helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ingu skulda[...]­Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skip­uð fjár­hags­stjórn“.Reykjanesbær gæti lent í greiðsluþroti náist ekki samkomulag við kröfuhafa.

Reykja­nes­bær seldi frá sér flestar eignir sínar á síð­asta rúma ára­tug. Á meðal þeirra eigna sem sveit­ar­fé­lagið hefur selt er eign­ar­hlutur í HS Orka og HS veitum auk þess sem fast­eignir þess voru seldar inn í Eign­ar­halds­fé­lag­ið Fast­eign. Sam­hliða gekkst Reykja­nes­bær í ábyrg fyrir millj­arða króna ­upp­bygg­ingu hafnar í Helgu­vík. Höfnin hefur aldrei skilað þeim tekjum sem hún­ átti að gera og hvorki Reykja­nes­höfn né Reykja­nes­bær ráða við afborg­anir af lánum vegna henn­ar.

Virði kröf­unar lækkað mikið

Ein helsta eign Reykja­nes­bæjar er krafa á Fag­fjár­festa­sjóð­inn ORK ­vegna Mag­ma-skulda­bréfs­ins, sem selt var til hans árið 2012. Í árs­reikn­ing­i sveit­ar­fé­lags­ins vegna árs­ins 2014 vekur end­ur­skoð­andi þess athygli á að óvissa sé um virði þeirrar lang­tíma­kröfu. Í skýr­ingum reikn­ings­ins segir að áætl­að­ar eft­ir­stöðvar stölu­verðs­ins hafi verið 1.970 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Þar kemur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um hvert end­an­legt virð­i ­kröf­unnar sé, m.a. vegna álverðs­þró­un­ar. Því var krafan færð niður um 637 millj­ón­ir króna og eft­ir­stöðvar hennar bók­færðar á 1.333 millj­ónir króna. Í lang­tíma­á­ætlun Reykja­nes­bæjar er gert ráð fyrir að bók­fært virði kröf­unn­ar ­fá­ist greitt á gjald­daga þann 1. októ­ber 2017

Í grein­ingu sem KPMG gerði fyrir um ári á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar sagði að lík­lega væri erfitt að selja kröf­una nema ­með miklum afföllum „vegna þeirrar óvissu sem er um verð­mæti þess, enda hef­ur skulda­bréfið sjálft verði selt til ORK og eftir stendur krafa sem tekur mið af end­an­legu upp­gjöri skulda­bréfs­ins“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None