365 á 725 milljónir króna í skattainneign

Skattainneign 365 fór úr 31 milljón árið 2013 í 725 milljónir í fyrra. Fyrirtækið tapaði 1,6 milljarði fyrir skatta á árinu 2014 en á eftir að færa 372 milljóna skattaskuld í bækur sínar.

365
Auglýsing

Velta 365 dróst saman á árinu 2014 um tæp­lega 400 millj­ón­ir króna, skuldir fyr­ir­tæk­is­ins juk­ust um tæpan millj­arð króna og sam­tals tap­að­i það 1,4 millj­arði króna þrátt fyrir að 445 millj­ónir króna hafi verið greidd­ir inn í nýtt hluta­fé. Tapið hefði reyndar orðið hærra ef ekki hefði verið fyr­ir­ ­upp­safnað skatta­legt tap því tap 365 fyrir tekju­skatt nam rúm­lega 1,6 millj­arð­i króna. Það er svipuð upp­hæð og 365 hagn­að­ist sam­tals um síð­ustu fjögur árin á und­an.

Þá á enn eftir að færa end­ur­á­lagn­ingu skatta upp á 372 millj­ónir króna í rekstr­ar­reikn­ing 365, en sú end­ur­á­lagn­ing var stað­fest af yfir­skatta­nefnd í júlí síð­ast­liðn­um.

Sam­ein­ing 365 og IP-fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Tals, hefur þó skilað fyr­ir­tæk­inu miklu skatta­hag­ræði. Skatta­inn­eign þess fór úr 31 millj­ón króna árið 2013 í 725 millj­ónir króna í lok síð­asta árs og yfir­fær­an­leg­t skatta­legt tap óx úr 2,3 millj­örðum króna í 4,3 millj­arða króna. Ástæðan er að ­mestu sú að Tal tap­aði iðu­lega miklu fé og safn­aði því upp nýt­an­legu skatta­leg­u tapi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árs­reikn­ingi 365 vegna árs­ins 2014.

Auglýsing

Samt sem áður er 365 að und­ir­búa sig undir skrán­ingu í Kaup­höll Ís­lands. Miðað við veltu yrði 365 minnsta skráða rekstr­ar­fyr­ir­tækið á mark­að­i ef þau áform ganga eft­ir. Helstu eig­endur 365 eru félög í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dóttir (77,8 pró­sent) og Auður 1 fag­fjár­festa­sjóður (18,6 pró­sent). Þá á Ari Edwald, fyrrum for­stjóri 365 og núver­andi for­stjóri ­Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, 2,4 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu.

365 selur netteng­ing­ar,síma­á­skriftir og er auk þess stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Á meðal miðla sem 365 á er Stöð 2, ­Vís­ir.is, Bylgjan og Frétta­blað­ið.

Nýtti sér skatta­legt tap upp á 279 millj­ónir

Sala 365 dróst saman á síð­asta ári, fór úr um 10,5 millj­örðum króna í um 10,1 millj­arð króna, þrátt fyrir að fyr­ir­tækið hafi sam­einast fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Tali um mitt árið og fjölgað þar með við­skipta­vinum sín­um í far­síma- og netteng­inga­þjón­ustu umtals­vert. Póst­þjón­ust­an, sem sér m.a. um að dreifa Frétta­blað­inu, var hins vegar ekki með inni í sölu­tölum fyrir árið 2014 þar ­sem fyr­ir­tækið var selt til nýrra eig­enda á því ári. 

Á sama tíma jókst ­kostn­að­ar­verð seldrar þjón­ustu. Sam­an­lagt orsak­aði þetta að fram­legð 365 dróst ­saman úr 3,7 millj­örðum króna í 2,8 millj­arða króna. Inni­falið í þeim tölum eru ­fyr­ir­fram­inn­heimtar tekjur í árs­lok 2014. Þær eru vegna fyr­ir­fram­greiddra kredit­korta, fyr­ir­fram­inn­heimtra aug­lýs­inga og fyr­ir­fram­greiddra áskrifta­tekna, ­sam­tals að fjár­hæð 561 millj­ónir króna.

365 er afar skuld­sett félag. Á árinu 2014 greiddi það ­sam­tals 705 millj­ónir króna í fjár­magns­gjöld og þar af fóru 568 millj­ónir króna í vexti. Sam­tals hækk­uðu vaxta­ber­andi skuldir 365 úr 2,7 millj­örðum króna í 3,6 millj­arða króna og heild­ar­skuldir fóru úr 7,9 millj­örðum króna í 8,9 millj­arða króna. Í frétta­til­kynn­ingu sem 365 sendi frá sér í síð­ustu viku kom fram að ­fyr­ir­tækið hafi nýlega ákveðið að „fara í útboð með öll banka­við­skipti sín og þar með und­ir­búa félagið betur fyrir mögu­lega skrán­ingu félags­ins í Kaup­höll Ís­lands. Í kjöl­farið valdi félagið að ganga til samn­inga við Arion banka. Fjár­magns­kostn­aður félags­ins minnkar veru­lega frá árinu 2014“.

365 hefur gengið til samninga við Arion banka.Apogee, félag í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, greiddi inn­ 445 millj­ónir króna í nýtt hlutafé inn í 365 á síð­asta ári. Þrátt fyrir þá inn­spýt­ing­u tap­aði fyr­ir­tækið rúm­lega 1,6 millj­örðum króna fyrir skatta, sem er svip­uð ­upp­hæð og sam­an­lagður bók­færður hagn­aður þess á árunum 2009 til 2012 var. Þar af var rekstr­ar­tap tæpur einn millj­arður króna. 

365 nýtti sér hins vegar 279 millj­ónir króna í skatta­legt tap og það lækk­að­i heild­ar­tap fyr­ir­tæk­is­ins niður í um 1,4 millj­arða króna.

Á síð­asta ári greiddi 365 248 millj­ónir króna til stjórn­ar og æðstu stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Þá greiddi fyr­ir­tækið 86 millj­ónir króna vegna „­launa, verk­taka­greiðslna, ráð­gjafa­launa og leigu til tveggja hlut­hafa og tengdra aðila“. Greiðslur til þess­arra tveggja hlut­hafa vegna launa, verk­töku og ráð­gjafar numu því um 7,2 millj­ónum króna á mán­uði.

Nið­ur­færsla á dag­skrár­birgðum 682 millj­ónir

Í til­kynn­ingu sem 365 sendi var út á föstu­dag sagði að stór hluti taps­ins, alls um 1,1 millj­arður króna, væri vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar­kostn­að­ar­. Í árs­reikn­ingum segir að þorri þeirrar upp­hæðar sé vegna nið­ur­færslu á dag­skrár­birgð­um, sam­tals 682 millj­ónir króna. Nið­ur­færslan sé fram­kvæmd ­vegna breyt­inga á með­höndlun birgða dag­skrár­efn­is. Þær eru nú flokk­aðar sem „skamm­tíma­eign eða lang­tíma­eign eftir því hvenær heim­ilt er að sýna dag­skrár­efn­ið, fram­selja eða leigja á VOD leigu. Þar sem samn­ingar við birgja inni­fela ekki tak­mörkun á hvenær efni er sýnt þá flokk­ast nú allar dag­skrár­birgðir sem skamm­tíma­birgð­ir“.

Óefn­is­legar eignir juk­ust samt sem áður um 352 millj­ón­ir króna í fyrra og námu 6,6 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. Alls eru 58 pró­sent af öllum eignum 365 óefn­is­leg­ar, en þær eru að mestu við­skipta­vild.

Eigið fé 365 um síð­ustu ára­mót var um 2,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, að með­töldu hlutafé upp á 2,2 millj­arða króna. Allar eign­ir ­fé­lags­ins eru veð­settar sem trygg­ing fyrir end­ur­greiðslu lána og hömlur eru á við­bót­ar­lán­tökur og fjár­fest­ing­ar. Lána­samn­ingar fela einnig í sér ákveð­in fjár­hags­skil­yrði.

Í árs­reikn­ingnum stendur að stjórn­endur 365 telji fyr­ir­tæk­ið „­rekstr­ar­hæft í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð þrátt fyrir lágt veltu­fjár­hlut­fall og hafa lagt fram áætl­anir um það“. 

Við­snún­ingur á árinu 2015

Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að við­snún­ingur hafði orð­ið í rekstri á fyrri hluta árs­ins 2015. Þá hafi fyr­ir­tækið hagn­ast um 106 millj­ónir króna. Sala hefði auk­ist um 24 pró­sent á þeim tíma og numið 5,6 millj­örðum króna, sem er um 20 pró­sent meira en árið á und­an.

Ekki var til­greint hvaðan þær tekjur koma en í nýrri ­töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birt var í síð­ustu viku, kom fram að þeim sem voru með netteng­ingu hjá 365 fækk­aði á fyrri hluta árs­ins 2015 um tæp­lega eitt þús­und. Við­skipta­vinum í far­síma­þjón­ustu fjölg­aði á móti um ­rúm­lega eitt þús­und frá miðju ári 2014 en fyr­ir­tækið er með 3,7 pró­sent hlut­deild á þeim mark­að­i. Í árs­reikn­ingi 365 er ekki til­greint hversu margir áskrif­endur eru að á­skrifta­stöðvum 365, en á meðal þeirra eru Stöð 2 og íþrótta­stöðvar henn­ar.

Lestur Frétta­blaðs­ins, víð­lesn­asta dag­blaðs lands­ins, hef­ur dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum. Það sem af er árinu 2015 hefur les­end­um þeirra fækkað úr því að vera 53,2 pró­sent lands­manna í 50,01 pró­sent.

Félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar keypti alla fjölmiðla 365 í nóvember 2008.

Þurfa að greiða 372 millj­ónir í van­greidda skatta

Til við­bótar við ofan­greint þarf 365 að greiða 372 millj­ón­ir króna vegna end­ur­á­lagn­ingar skatta.

End­ur­á­lagn­ing­una má rekja aftur til nóv­em­ber 2008 þegar félag ­sem hét Rauð­sól, og var þá í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar (eig­in­manns Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur), keypti alla ­fjöl­miðla 365 af 365 ehf. á 1,5 millj­arð króna og með yfir­töku á hluta af skuldum félags­ins. Gamla 365 ehf., sem var end­ur­nefnt Íslensk afþrey­ing ehf., ­fór í þrot og kröfu­haf­ar þess töp­uðu 3,7 millj­örðum króna.

Þann 3. apríl 2014 send­i ­rík­is­skatt­stjóri boð­un­ar­bréf til 365 þar sem fram kom að fyr­ir­tæk­inu hefði ekki verið heim­ilt að nýta sér skatta­legt tap sem mynd­að­ist hjá félag­inu Rauð­sól­ ehf. áður en það sam­ein­að­ist 365, og draga það frá skatt­greiðsl­um, líkt og ­fyr­ir­tækið hafði þá gert árum sam­an.

End­ur­á­lagn­ing­in ­byggir á túlkun skatta­yf­ir­valda á því hvað megi gera þegar svo­kall­aðir öfugir ­sam­runar eiga sér stað. Þá kaupir félag, í þessu til­felli Rauð­sól ehf., ­rekstr­ar­fé­lag með skuld­setri yfir­töku, og sam­einar síðan félögin tvö­. ­Rek­star­fé­lagið er þá farið að greiða skuld­irnar sem stofnað var til þegar það var keypt. Þetta kall­ast öfugur sam­runi.

Mörg  ­fyr­ir­tæki á Íslandi hafa litið svo á að við slíka sam­ein­ingu séu vaxta­gjöld af lán­unum sem tekin voru vegna svona sam­runa séu frá­drátt­ar­bær frá skatt­i. Skatta­yf­ir­völd hafa verið þessu ósam­mála og Hæsti­réttur hefur kom­ist að þeirri ­nið­ur­stöðu í Toyota-­mál­inu svo­kall­aða að skiln­ingur þeirra sé rétt­ur. Í því ­máli reyndi Toyota á Íslandi að fá end­ur­á­lagn­ingu skatta­yf­ir­valda hnekkt fyr­ir­ ­dómi, en Hæsti­réttur sýkn­aði íslenska rík­ið.

Skúli Egg­ert Þórða­son, rík­is­skatt­stjóri, hefur sagt í fjöl­miðlum að hann líti á dóm­inn sem ­for­dæm­is­gef­andi og að hann gæti haft áhrif á mörg íslensk fyr­ir­tæki sem hefð­u farið í gegnum öfugan sam­runa. Húsa­smiðjan hefur til að mynda þegar greitt um 700 millj­ónir króna vegna þessa, búið er að end­ur­á­leggja millj­arða króna á Icelandair Group, Ölgerð­ina og Sím­ann. Sím­inn tap­aði máli gegn íslenska ­rík­inu vegna þessa fyrir hér­aðs­dómi í lok októ­ber.

Skatta­skuldin ekki gjald­færð

365 hefur nýtt sér skatta­legt tap sem mynd­að­ist hjá Rauð­sól­ ehf., sem í dag heitir 365 miðlar ehf.,  og dregið vaxta­gjöld af lánum sem notuð vor­u til að kaupa fjöl­miðla 365 í nóv­em­ber 2008 frá skatt­greiðsl­um. Í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins vegna árs­ins 2013 stóð að ef málið myndi tap­ast gæti það „haft veru­leg áhrif á eig­in­fjár- og lang­tíma­stöðu félags­ins“.

365 hefur ekki sætt sig við end­ur­á­lagn­ing­una og kærði ákvörðun hennar til yfir­skatta­nefnd­ar. Þann 9. júlí 2015, á síð­ari hluta þess árs, komst hún að þeirri nið­ur­stöðu að end­ur­á­lagn­ingin væri rétt­mæt og að 365 skuld­aði 372 millj­ónir króna í skatta.

Þessa upp­hæð hefur 365 ekki gjald­fært í rekstr­ar­reikn­ingi, þar sem fyr­ir­tækið tel­ur ­nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar vera ranga og ætlar með málið fyr­ir­ ­dóm­stóla. Í árs­reikn­ingi þess segir samt sem áður að 365 hafi „samið við inn­heimtu­mann rík­is­sjóðs um dreif­ingu við­bót­ar­skatt­lagn­ing­ar­innar og vinnur að ­sam­komu­lagi um fjár­mögnun hjá fjár­mála­stofn­unum vegna fram­an­greindra við­bót­ar­greiðslna".

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None