DR
Auglýsing

Fram­lög d­anska rík­is­ins til rekst­urs leik­húsa, safna og tón­list­ar­húsa verða skor­in ­niður um 600 millj­ónir danskra króna (11.4 millj­arðar íslenskar krón­ur) á næstu fjórum ár­um. Danski menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann vill sömu­leiðis að Danska útvarp­ið, DR, fari í "megr­un­ar­kúr", en meiri­hluti dönsku þjóð­ar­innar er á annarri skoð­un. Nið­ur­skurð­ur­ til menn­ing­ar­mála og megr­un­ar­kúr heyrð­ust ekki nefndir fyrir kosn­ingar segja ­stjórn­ar­and­stæð­ing­ar.

Í ræðu sinni við setn­ingu danska þings­ins 6. októ­ber sagði Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra að Dan­mörk væri gott land, meðal þeirra bestu í heimi og það gætu Danir ver­ið ­sam­mála um. Hann sagði jafn­framt að rík­is­stjórn sín, sem tók við eft­ir ­kosn­ing­arnar sl. sumar stæði frammi fyrir mörgum erf­iðum við­fangs­efn­um. Ráð­herr­ann boð­aði aðhald á mörgum sviðum en lagði líka áherslu á að nú væri ­bjart­ara framundan í dönsku efna­hags­lífi.   

Fyrsta stóra verk­efni þings­ins á hverju hausti er fjár­mála­frum­varp­ið. Þar birt­ast áherslur rík­is­stjórn­ar­innar og þegar þær liggja fyrir gleðjast sumir en aðrir verða fyrir von­brigð­um. Sú rík­is­stjórn sem nú situr legg­ur, ­sam­kvæmt frum­varp­inu, mesta áherslu á heil­brigð­is­mál, mál­efni aldr­aðra og skatta­lækk­an­ir.  

Auglýsing

Minni fram­lög til leik­húsa og safna

Meðal þeirra sem ekki sjá á­stæðu til að gleðj­ast yfir fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar eru ­for­stöðu­menn dönsku rík­is­lista­safn­anna og Kon­ung­lega leik­húss­ins. Þeir fá að f­inna fyrir sparn­að­arku­t­an­um. Ber­tel Haarder menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur sagt í við­tölum að það sé skylda sín að fylgja ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar en all­ir ­flokkar á þing­inu sam­þykktu þennan hluta fjár­laga­frum­varps­ins, að Ein­ing­ar­list­anum und­an­skild­um. Ráð­herr­ann sagð­ist í við­tali við dag­blað­ið Politi­ken vona að bæði söfn, leik- og tón­list­ar­hús verði eftir sem áður fær um að sinna því sem hann nefndi kjarna­starf­semi. "Það er þó engan veg­inn öruggt að þetta verði hægt" sagði ráð­herr­ann. 

Meðal þeirra sem ekki sjá ástæðu til að gleðjast yfir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru forstöðumenn Konunglega leikhússins.Jørn Lang­sted sér­fræð­ingur í menn­ing­ar­hag­fræði og fyrr­ver­andi pró­fessor við Árósa­há­skóla segir hins­vegar að það sé alveg öruggt að nið­ur­skurð­ur­inn hafi mikil áhrif. Hann segir það frá­leitt að ímynda sér að söfn­in, leik- og tón­list­ar­húsin geti skorið burt eitt­hvað "fitu­lag". Slíkt hafi aldrei verið til staðar í þessum stofn­unum og nið­ur­skurð­ur­inn þýði ein­fald­lega færri leik­sýn­ing­ar, sýn­ingar rík­is­safn­anna færri og fá­breytt­ari og tón­leikum fækki.

Þjóð­minja­safnið dregur sam­an­ ­seglin

Undir Danska Þjóð­minja­safn­ið, National­mu­seet heyra sam­tals tólf söfn, flest þeirra sér­söfn, og auk þess all­mörg skip.  Ókeypis aðgangur hefur til þessa verið að öllum söfnum sem undir Þjóð­minja­safnið heyra og ekki stendur til að þar verð­i breyt­ing á. Höf­uð­stöðvar safns­ins og jafn­framt stærsta ein­staka safnið er í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, skammt frá Krist­jáns­borg­ar­höll.

Yfir­stjórn Danska ­þjóð­minja­safns­ins hefur þegar gripið til aðgerða. Flota­safnið á Krist­jáns­höfn verður sam­einað her­sögu­safn­inu við Krist­jáns­borg, sér­sýn­ingum ýmis konar verð­ur­ hætt eða slegið á frest og í athugun er hvort sá tími sem söfnin eru opin á degi hverjum verður stytt­ur, en þau eru flest eða öll lokuð á mánu­dög­um. Einn af yfir­mönnum Þjóð­minja­safns­ins sagði það dap­ur­legt að safnið skyldi neyðast til að draga saman seglin en ekki yrði hjá því kom­ist. Hann vakti jafn­fram­t ­at­hygli á að á síð­asta ári komu fjórtán og hálf milljón gesta á dönsk söfn, ­rúm­lega helm­ing­ur­inn á opin­beru söfn­in. Hann benti líka á að gestir væru ákaf­lega ánægðir með opin­beru söfn­in, á sér­stakri matsvog fengu þau 8.49 í með­al­ein­kunn hjá gest­un­um, skal­inn er frá 0 -10.

Færri sýn­ingar á Kon­ung­lega

Kon­ung­lega ­leik­húsið hefur um margra ára skeið glímt við rekstr­ar­vanda. Höf­uð­or­sakir þess vanda eru tvær. Önn­ur, og kannski meg­in­skýr­ing­in, er þjóð­ar­gjöfin Óperu­hús­ið á Hólm­in­um. Sjóður í eigu Mær­sk-Møller ­fyr­ir­tæk­is­ins, kenndur við skipa­kóng­inn A.P Møller og eig­in­konu hans Chastine, færði dönsku þjóð­inni Óper­una, eins og húsið heit­ir, að gjöf en sjóð­ur­inn hafði áður keypt svæðið þar sem húsið stend­ur. Óperan var tekin í notkun með­ ­mik­illi við­höfn árið 2005. Þáver­andi stjórn Kon­ung­lega leik­húss­ins, en Óper­an hluti þess frá upp­hafi, sagði þá strax að gjöfin væri höfð­ing­leg og það bæri að ­þakka en benti jafn­framt á að rekstur óperu­húss kost­aði mikið fé. Ef Óper­an ætti að rísa undir nafni og bjóða eig­endum sín­um, dönsku þjóð­inni, vand­aðar og ­góðar sýn­ingar yrði Kon­ung­lega leik­húsið að fá aukið rekstr­ar­fé. Þær óskir ­stjórn­ar­innar voru ekki upp­fylltar nema að mjög tak­mörk­uðu leyti og á allra ­síð­ustu árum hefur Óperan orðið að draga saman segl­in, fækka upp­færslum og ­sýn­ing­um, setja upp fámenn­ari verk.  Auk Óp­er­unn­ar, með sína tvo sali, rekur Kon­ung­lega gamla leik­húsið við Kóngs­ins Nýja Torg og Sku­espil­hu­set við Nýhöfn­ina, með þremur söl­um.

Sjóður í eigu Mærsk-Møller fyrirtækisins, kenndur við skipakónginn A.P Møller og eiginkonu hans Chastine, færði dönsku þjóðinni Óperuna, eins og húsið heitir, að gjöf en sjóðurinn hafði áður keypt svæðið þar sem húsið stendur.Þeg­ar nýráðnum leik­hús­stjóra Kon­ung­lega bár­ust nið­ur­skurð­ar­frétt­irnr til eyrna varð honum að orði að kannski væri bara ein­fald­ast að selja gömlu leik­hús­bygg­ing­una við Kóngs­ins Nýja Torg. Ef hag­kvæmni ætti að vera leið­ar­ljósið lægi það í aug­um ­uppi. Leik­hús­stjór­inn vissi auð­vitað að slíkt kæmi aldrei til greina en sagð­i þetta sjálf­sagt fyrst og fremst til að vekja athygli á stöðu leik­húss­ins og ­skapa umræð­ur. Í umræðum á danska þing­inu lagði menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann áherslu á að þrátt fyrir nið­ur­skurð og sparnað von­að­ist hann til að leik­húsið héld­i á­fram uppi öfl­ugri starf­semi og nefndi árin 2011 0g 2012 sem við­mið­un. Leik­hús­fræð­ing­ur ­sem dag­blaðið Berl­ingske ræddi við sagði svona tal mark­laust "Af­leið­ing­arnar af ­nið­ur­skurð­inum verða ódýr­ari og ein­fald­ari sýn­ing­ar, það veit ráð­herrann, ­skyn­ugur mað­ur, mæta­vel". Í umræðum á þing­inu lagði Ber­tel Haarder áherslu á að ­leik­húsið sinnti betur en verið hefur land­inu öllu og nefndi auk þess ­mögu­leik­ann á að fá sér­staka styrkt­ar­að­ila að ein­stökum verk­efn­um. "Ágæt­is hug­myndir sem hljóma vel en ekki endi­lega mjög raun­hæf­ar" sagði áður­nefnd­ur ­leik­hús­fræð­ingur um þessi orð ráð­herr­ans.

Hvaða leið­ir ­Kon­ung­lega leik­húsið hyggst fara til að mæta nið­ur­skurð­ar­kröf­unum kem­ur vænt­an­lega í ljós á næstu mán­uð­um.

Danska útvarpið og megr­un­ar­kúr­inn

Það er ekki ný bóla að deilt sé um D­anska útvarp­ið, Dan­marks Radio eins og það heit­ir. Í dag­legu tali kallað DR. Þeir flokkar sem telja sig hægra megin við miðju danskra stjórn­mála hafa löng­um verið hávær­astir í gagn­rýni sinni. Sumir úr þeirra hópi telja DR alltof vinstri­s­innað í fréttaum­fjöllun sinni þótt aldrei hafi bein­línis verið sýnt fram á slíkt. Aðr­ir, og þeir eru fleiri í hópi stjór­mála­manna, sem segja DR ein­fald­lega orðið allt of stórt á dönskum fjöl­miðla­mark­aði. Örar breyt­ingar á fjöl­miðla­notk­un, ekki síst sjón­varpi veki líka spurn­ingar um hvort ­rík­is­fjöl­mið­ill­inn þurfi að vera jafn stór á mark­aðnum og raun ber vitn­i. 

DR rekur nú sex sjón­varps­rásir og átta útvarps­rás­ir. Ber­tel Haarder ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra telur þessa stærð merki um ein­ok­un­ar­til­burði. Í fyrra ­gerði þingið sam­komu­lag um rekstur DR til næstu fjög­urra ára, sem­sagt til árins 2018. Þar er kveðið á um þjón­ustu­hlut­verk og fjár­mögnun DR, og einnig um hlut­verk TV2, sem er sömu­leiðis í eigu danska rík­is­ins en er að stórum hluta fjár­magn­að ­með aug­lýs­inga­tekj­um. Menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann segir að hann geti ekki gert ­neinar breyt­ingar á fjár­mögnun og rekstri DR, sé bund­inn af sam­komu­lag­inu frá­ því í fyrra en beindi því til stofn­un­ar­innar að huga að breyt­ingum áður en næst verður gengið frá rekstr­ar­sam­komu­lagi. Nokkrir þing­menn stjórn­ar­flokks­ins Ven­stre og Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa að und­an­förnu talað um að rétt­ast væri að taka upp sam­komu­lagið frá því í fyrra, með sér­stöku und­an­tekn­ing­ar­á­kvæði í því skyni að minnka umfang DR, ekki síst sem net­mið­ils. Mog­ens Jen­sen tals­mað­ur­ Sós­í­alde­mókrata í fjöl­miðla­málum hefur bent á að slíkt tal sé fyrst og fremst í nösum við­kom­andi þing­manna, og algjör­lega órök­stutt. 

Auk þess hafi þess­ir ­þing­menn sjálfir staðið að fjög­urra ára sam­komu­lag­inu í fyrra. Ann­ars sé þetta inn­antómt tal, því ef beita eigi und­an­tekn­ing­ar­á­kvæð­inu um breyt­ingar þurf­i allir flokkar á þing­inu að sam­þykkja það segir Mog­ens Jen­sen og fyrir því sé eng­inn vilji hjá stærsta flokki lands­ins, Sós­í­alde­mókröt­um. Það sé lík­a ­at­hygl­is­vert að þessir þing­menn sem nú tali um breyt­ingar á DR hafi ekki minnst á slíkt einu orði, frekar en nið­ur­skurð til menn­ing­ar­mála, fyrir kosn­ingar enda viti þeir að slík sjón­ar­mið eigi lít­inn hljóm­grunn meðal þjóð­ar­inn­ar.

Danska þjóðin vill óbreytt eða öfl­ugra DR

Dag­blað­ið Berl­ingske gerði fyrir nokkrum dögum við­tæka könnun um við­horf lands­manna til­ DR. Þar kom fram að meiri­hluti svar­enda er mjög ánægður með DR og vill að það ­starfi áfram með svip­uðum hætti og nú eða styrki sig enn frekar í sessi. Margir bentu á að það væri fyrst og fremst DR að þakka að danskir ­sjón­varps­mynda­flokkar skuli njóta jafn mik­illa vin­sælda og virð­ingar í lönd­um ­sem raun ber vitni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None