Tímamót í danskri knattspyrnusögu

morten olsen danmörk fótbolti
Auglýsing

Þótt margir Danir vilji kannski helst af öllu gleyma lands­leik Dana og Svía sl. þriðju­dag sem fyrst mark­aði leik­ur­inn, eða betur sagt úrslit hans, tíma­mót í danskri knatt­spyrnu­sögu. Úrslitin (2-2) þýddu að Svíar taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu sem fram fer í Frakk­landi á næsta ári en Danir sitja heima. Að leik loknum til­kynnti Morten Olsen lands­liðs­þjálf­ari Dana að hann væri hættur störf­um, en samn­ingur hans var ann­ars í gildi fram yfir Evr­ópu­meist­ara­mót­ið. Þótt það þyki iðu­lega ekki sér­lega frétt­næmt, enda nán­ast dag­legt brauð, að knatt­spyrnu­þjálf­ari taki pok­ann sinn gegnir öðru máli þegar Morten Olsen á í hlut. Nafn hans hefur verið sam­ofið danskri knatt­spyrnu­sögu um ára­tuga­skeið.  

Byrj­aði korn­ungur í bolt­anum

Morten Olsen er fæddur í smá­bænum Vor­ding­borg á Sjá­landi 14. ágúst 1949. Í þessum smábæ var á þeim tíma eitt knatt­spyrnu­fé­lag, Vor­ding­borg IF, stofnað 1904. Vor­ding­borg IF var í upp­hafi alhliða íþrótta­fé­lag en klofn­aði síðar upp í ýmis sér­fé­lög, knatt­spyrnu­deildin varð sjálf­stætt félag árið 1946. Morten Olsen var átta ára þegar hann fór að mæta á fót­bolta­æf­ingar hjá lið­inu. Fljót­lega kom í ljós að strák­ur­inn hafði „þetta í sér“ eins og einn af þjálf­urum drengja­flokk­anna komst að orði. Morten Olsen spil­aði með Vor­ding­borg IF til árs­ins 1969. Félagið var hrein­ræktað áhuga­manna­fé­lag, leik­menn sem flestir voru ungir og óreyndir stund­uðu nám eða vinnu á dag­inn en reim­uðu á sig skóna á kvöld­in. Morten Olsen hefur í við­tölum sagt að hann hafi ekki verið nein „há­skólatýpa“, en hann lærði að verða máln­ing­ar­kaup­mað­ur, sem á þeim tíma var tveggja til þriggja ára nám, bók­legt að hluta en að mestu leyti starfs­nám. Morten Olsen þótti á þessum árum efni­legur fim­leika­mað­ur, og tók þátt í mót­um, en valdi að lokum knatt­spyrn­una. 

Auglýsing

B 1901- Cercle Brugge - Racing White – And­er­lecht – FC Köln

Árið 1970 gekk Morten Olsen til liðs við knatt­spyrnu­fé­lagið B 1901 (Nyköbing Falster Bold­klub af 1901). Þarna kynnt­ist Morten Olsen í fyrsta skipti, að eigin sögn, alvöru­þjálf­ara. Sá var Kurt „Nikk­elaj“ Niel­sen sem seinna varð þjálf­ari danska lands­liðs­ins. Þetta sama ár lék Morten Olsen sinn fyrsta lands­leik, liðið var skipað leik­mönnum 21 árs og yngri.

Árið 1972 bauðst Morten Olsen samn­ingur hjá belgíska knatt­spyrnu­lið­inu Cercle Brug­ge. Þetta lið sem var stofnað 1899 hafði átt mis­jöfnu gengi að fagna, meðal ann­ars lent í mútu­máli. Árið 1965 hafði Belg­inn Urbain Braems tekið við lið­inu og sett sér það mark­mið að koma lið­inu í fremstu röð í Belg­íu, sem honum tókst. Eitt af síð­ustu verkum hans hjá Cercle Brugge var að ráða ljós­hærða Dan­ann, eins og Belgar köll­uðu Morten Olsen, til liðs­ins. En þeir voru fleiri sem fylgd­ust með Dan­anum sem allan sinn feril spil­aði stöðu sókn­ar­tengiliðs. Belgíska félagið Racing White í Molen­beek bauð honum samn­ing árið 1976, en þetta lið var þá í hópi þeirra bestu í Belg­íu. 

 Eftir fjögur ár þar (1980) lá leiðin til And­er­lecht og á þeim sex árum sem Morten Olsen lék með lið­inu varð það þrisvar sinnum belg­íu­meist­ari. Loks lá leiðin til Þýska­lands, til Köln­ar. Hjá FC Köln var Morten Olsen í þrjú ár og lauk leik­manns­ferl­inum þar árið 1989 þá orð­inn fer­tug­ur. Hann hafði þá jafn­framt leikið 102 lands­leiki fyrir Dan­mörku og 5 til við­bótar fyrir lands­liðið 21 árs og yngri. Hann var í tvígang kjör­inn knatt­spyrnu­mað­ur  árs­ins í Dan­mörku, 1983 og 1986. Í rök­stuðn­ingi fyrir vali hans í bæði skiptin var tekið fram að styrkur hans væri hlut­verk varn­ar­stjórn­and­ans og jafn­framt það að byggja upp sókn­ar­leik­inn. 

Hann var jafn­framt fyr­ir­liði danska lands­liðs­ins árum saman og hægri hönd þjálf­ar­ans þau ell­efu ár (1979 -1990) sem Sepp Piontek stjórn­aði lands­lið­inu og kom því á kort­ið, eins og það er kall­að. Piontek hafði byggt upp liðið sem vann Evr­ópu­meist­ara­tit­il­inn árið 1992, þótt hann væri þá hættur sem þjálf­ari liðs­ins og Ric­hard Møller Niel­sen tek­inn við.

Takka­skórnir á hill­una og þjálf­ara­skórnir dregnir fram

Árið 1989 var fer­ill Mortens Olsens sem knatt­spyrnu­manns á enda en það þýddi ekki að afskiptum hans af íþrótt­inni væri lok­ið. Öðru nær. Sama árið og atvinnu­manns­ferl­inum lauk var Morten Olsen ráð­inn þjálf­ari danska knatt­spyrnu­liðs­ins Bröndby IF. Þar var hann í þrjú ár en fór þá til FC Köln, þar sem hann þekkti vel til. Á árunum 1997 og 1998 var hann þjálf­ari hol­lenska liðs­ins Ajax. 

Danir sigruðu Svía og komust á heimsmeistaramótið árið 2010. MYND: EPA

Fimmtán ár með lands­liðið

Árið 2000 var Morten Olsen ráð­inn lands­liðs­þjálf­ari Dan­merk­ur. Hann hefur í við­tölum sagt að öll árin sem leik­maður og síðar þjálf­ari hafi í raun verið und­ir­bún­ingur þess að taka að sér starf lands­liðs­þjálf­ara. Reyndar hafði hann ekki ætlað sér að vera svona lengi í þessu starfi, 8. nóv­em­ber 2010 til­kynnti hann að hann myndi láta af störfum eftir Evr­ópu­meist­ara­mótið 2012. Ári síð­ar, þegar danska liðið hafði áunnið sér rétt til þát­töku í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu var samn­ingur hans fram­lengdur til 2014, fram yfir heims­meist­ara­mótið það ár. Dönum tókst ekki að vinna sér sæti í loka­keppn­inni en samið var um að Morten Olsen yrði þjálf­ari lands­liðs­ins fram yfir Evr­ópu­meist­ara­mótið árið 2016. Síð­ast­liðið þriðju­dags­kvöld, þegar fyrir lá að Danir yrðu ekki með á því móti til­kynnti Morten Olsen að hann væri hætt­ur, leik­ur­inn gegn Svíum, sem lauk með jafn­tefli, hefði verið sá síð­asti undir sinni stjórn. 

Alls urðu lands­leikir Dana undir hans stjórn 166 tals­ins og sem leik­maður urðu lands­leik­irnir 102 eins og áður er get­ið. Hann mun vera eini mað­ur­inn í heim­inum sem hefur náð 100 leikj­um, ann­ars vegar sem leik­maður og hins vegar sem þjálf­ari. Morten Olsen er einn þriggja þjálf­ara sem tek­ist hefur að koma danska lands­lið­inu í loka­keppni heims­meist­ara­keppn­inn­ar, það var árið 2010. Hinir eru þeir Sepp Piontek árið 1986 og Bo Johans­son árið 1998.

Þrátt fyrir að á þessum fimmtán árum sem Morten Olsen hefur stjórnað lands­lið­inu hafi ekki alltaf allt gengið að óskum hefur nær allan tím­ann ríkt sátt um störf hans. Stjórn danska knatt­spyrnu­sam­bands­ins hefur ætíð stutt hann í einu og öllu enda hefur Morten Olsen ætíð sagt að hann myndi hætta sam­stundis ef henn teldi sig ekki hafa stuðn­ing allra stjórn­ar­manna. Hann hefur líka alla tíð notið virð­ingar leik­mann­anna og und­an­farna daga hafa bæði eldri og yngri lands­liðs­menn tjáð sig um þjálf­ar­ann og per­són­una Morten Olsen. Nær allir hrósa honum í hástert. Einn af blaða­mönnum Politi­ken sagði í umfjöllun sinni um þjálf­ar­ann að ein­hverjir „sófasér­fræð­ing­ar“ teldu ugg­laust að Morten Olsen hefði átt að vera hættur fyrir löngu. „Þeir vita nú alltaf best“ bætti blaða­mað­ur­inn við.

Og hvað nú? 

Þess­ari spurn­ingu varp­aði einn frétta­maður fram á fund­inum þegar Morten Olsen til­kynnti afsögn sína. „Ætlarðu að halda áfram að þjálfa?“ Morten Olsen svar­aði þessu ekki beint en sagði að eig­in­konan Mireil­le, sem er belgísk, hefði neit­un­ar­vald í öllum mál­u­m. 

Þau Mireille og Morten búa í Beer­sel, skammt frá Brus­sel. Með hænsn í garð­inum en Morten Olsen veit fátt skemmti­legra, fyrir utan fót­bolt­ann, en snú­ast í kringum pút­urnar og fylgj­ast með þeirra dag­lega amstri, sem að mestu snýst um að finna eitt­hvað gott í gogg­inn. Hirtir og endur leggja líka leið sína í garð­inn hjón­unum til mik­illar ánægju.

Þau eiga líka íbúð­ar­hús í Vor­ding­borg á Sjá­landi, fæð­ing­arbæ Mortens, og dvelja þar oft á tíð­um.

Morten Olsen er 66 ára. Á þeim aldri horfa margir til rólegri daga og minni vinnu. Hvað þjálf­ar­inn fyrr­ver­andi tekur sér fyrir hendur veit eng­inn. Hann fær örugg­lega mörg atvinnu­til­boð en eins og hann sagði, frúin ræð­ur. Ef hún hristir höf­uðið þegar bónd­inn minn­ist á slíkt nær það ekki lengra og hann getur ótrufl­aður áfram fylgst með fið­ur­fénu í garð­in­um.

Til við­bót­ar:

  • Morten Olsen talar fimm tungu­mál: dönsku, þýsku, ensku, flæmsku og frönsku.

  • Hann er mik­ill áhuga­maður um fugla. 

  • Hann er heið­urs­borg­ari Vor­ding­borgar og gatan sem liggur að íþrótta­velli bæj­ar­ins ber nafn hans: Morten Olsens Allé.

  • Hann er heyrn­ar­daufur (sem getur að hans sögn stundum komið sér vel) og er „heið­ur­sendi­herra“ danska heyrn­ar­tækja­fram­leið­and­ans Widex.

  • Unnusta hans, Mari­anne Kristien Egeberg, hvarf sum­arið 1978 þegar hún var far­þegi á ferj­unni sem siglir milli Gedser og Tra­vemünde. Hún hefur ekki fund­ist. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None