Fjöldi Íslendinga á SU-styrk í Danmörku hefur tvöfaldast á áratug

Háskóli
Auglýsing

Fjöldi Íslend­inga sem þiggja SU-­styrk frá danska rík­inu hef­ur tvö­fald­ast á innan við tíu árum. Árið 2006 fengu 588 Íslend­ingar SU-­styrk (Statens Udd­ann­el­sesstøtteí einn til tólf mán­uði. Á árinu 2014 fengu 1.084 Íslend­ingar slíkan styrk í einn til tólf mán­uði og það sem af er árinu 2015 hafa 1.114 Íslend­ingar feng­ið ­styrkin í einn til níu mán­uði. Þetta kemur fram í svari Lána­sjóðs íslenskra ­náms­manna (LÍN) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ef allir íslensku náms­menn­irnir sem þiggja SU-­styrk fá fullan slíkan styrk þá er danska ríkið að greiða um 1,5 millj­arð króna í styrki til íslenskra náms­manna á ári.

Auglýsing

109 þús­und krónur á mán­uði

Morg­un­blaðið greindi frá því fyrir tveimur vikum síðan að LÍN hefði borist tölu­vert færri umsóknir um náms­lán fyrir skóla­árið 2015-2016 en skóla­árið á und­an. Þar var haft eftir Hrafn­hildi Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra LÍN, að engin ein­hlít skýr­ing væri á þess­ari fækk­un. Ein væri sú að áhrif efna­hags­hruns­ins væru að minn­ka, en í kjöl­far þess vor­u at­vinnu­lausir á Íslandi hvattir af stjórn­völdum til að fara frekar í nán en að vera á atvinnu­leys­is­bót­um. Auk þess væri íslenskum SU-­styrk­þegum í Dan­mörku að ­fjölga stöðugt, en þeir sem þiggja slíkan styrk geta ekki fengið náms­lán frá­ LÍN ofan á styrk­in. 

SU-­styrk­ur­inn er sem stendur allt að 5.753 danskar krónur á mán­uði, eða um 109 þús­und íslenskar krónur á mán­uði. Hann þarf ekki að end­ur­greiða.Upp­fylla þarf ákveðin skil­yrði

SU er fjár­hags­að­stoð frá danska rík­inu. Upp­fylla þarf ákveðin skil­yrði til að eiga rétt á SU-­styrk. Náms­maður sem þiggur slíkan þarf til að mynda að vera á ákveðn­um aldri, námið sem hann stundar þarf að vera við­ur­kennt sem styrk­hæft, við­kom­and­i þarf að vera danskur rík­is­borg­ari og virkur í námi.

Und­an­tekn­ingar eru frá þessum skil­yrð­um, og þær hafa ­fjöl­margir Íslend­ingar nýtt sér í gegnum tíð­ina. Erlendir rík­is­borg­arar geta ­nefni­lega átt rétt á SU-­styrknum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­u­m.  Hægt er að lesa um þau hér, en á meðal þeirra eru að við­kom­andi sé rík­is­borg­ari lands sem til­heyrir Evr­ópska efna­hags­svæð­in­u, ­starfi í Dan­mörku í 10-12 klukku­stundir á viku, hafi búið þar í fimm ár hið minnsta, sé giftur eða í skráðri sam­búð með dönskum rík­is­borg­ara eða hafi flutt til Dan­merkur með for­eldrum sín­um.  

Það er hins vegar hægt að sækja um frek­ari fram­færslu frá SU sem er í formi láns sem þarf að end­ur­greiða danska rík­inu.

Fjöldin hefur tvö­fald­ast

Kjarn­inn óskaði eftir yfir­liti frá LÍN um þann fjölda ­ís­lenskra rík­is­borg­ara sem hefur fengið SU á tíma­bil­inu 2003 til 2015. Árið 2003 fengu 464 Íslend­ingar styrkin í einn til níu mán­uði. Þremur árum síð­ar­, árið 2006, fengu 588 Íslend­ingar hann í einn til tólf mán­uði. Sá fjöldi hél­st nokkuð stöðu­fgur fram á árið 2012 þegar styrk­þeg­arnir voru orðnir 909. Árið 2013 ­fór fjöldi þeirra Íslend­inga sem þáðu SU-­styrk í einn til tólf mán­uði í fyrsta s­inn yfir eitt þús­und, þegar þeir voru 1.015. Sú þróun hélt síðan áfram árið 2014, þegar þeir voru 1.084, og það sem af er þessu ári þegar 1.114 Íslend­ing­ar hafa þegið SU-­styrk í einn til níu mán­uði.

Ef allir íslensku náms­menn­irnir sem þiggja SU-­styrk eru að fá fullan styrk þá er danska ríkið að styrkja þá um 121,3 millj­ónir króna á mán­uði, eða um 1,5 millj­arða króna á ári. Vert er að taka fram að Kjarn­inn hefur ekki upp­lýs­ingar um hvort að allir íslensku styrk­þeg­arnir fái full­an SU-­styrk.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None