Ekkert minnst á stóriðju í óútfærðri sóknaráætlun Íslands í loftlagsmálum

Sigrún Magnúsdóttir
Auglýsing

„Við erum ekki ­full­sköpuð þó við séum búin að setja fram sókn­ar­á­ætl­un­ina. Ég vil meina að þetta sé svona svipað eins og flug­tak og vonum að við lendum á mjög góðum stað en að flug­ferðin verði líka ánægju­leg.  Það verða mót­aðar til­lögur og ­fluttar á vor­þing­i.“ Þetta sagði Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra þegar hún kynnti sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórnar Íslands í loft­lags­málum til næst­u ­þriggja ára í dag. Þar greindi Sig­rún einnig frá því að hún væri í 20 ára ­gömlum föt­um. Það væri mik­il­vægt að end­ur­nýja.

Sókn­ar­á­ætl­unin er ekki útfærð heldur byggir að mestu á mark­mið­um, veg­vísum og ómót­uðum hug­mynd­um. Ekki er til­greint hversu mik­ið ­á­ætl­unin á að kosta og ekki er minnst ein­u orði á stór­iðju í sókn­ar­á­ætl­un­inni, en stærstur hluti end­ur­nýj­an­legrar orku Ís­lands fer til slíkrar auk þess sem fjöl­mörg orku­frek stór­iðju­verk­efni eru í píp­unum eða fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu þeirra þegar hafn­ar.

Þá er ekk­ert talað um ­sér­tækar aðgerðir um losun gróð­ur­hús­loft­teg­unda í þétt­býli, til dæmis með­ auknum rík­is­styrkjum til upp­bygg­ingar almenn­ings­sam­gangna og þétt­ingu byggð­ar­, ­sem er til þess fallin að draga úr losun vegna sam­gangna.

Auglýsing

Lögð fram í tengsl­u­m við Par­ís­ar­fund­inn

Sókn­ar­á­ætl­unin byggir á 16 verk­efn­um, þar af átta sem er ætlað að draga úr nettólosun á Íslandi í sam­göng­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og land­notk­un. Fjögur verk­efn­anna miða að því að efla sam­starf Íslands við önn­ur ­ríki við að draga úr losun og takast á við afleið­ingar loft­lags­breyt­inga.

Ekki er gert ráð fyrir að sókn­ar­á­ætl­unin sé mið­stýrð eða að hún komi í stað­inn fyrir núver­andi aðgerða­á­ætlun til að draga úr nettólos­un, ­sem er ætlað að tryggja að Ísland standi við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Kýótó-­bók­un­inni til 2020. Settir verða ábyrgð­ar­menn fyrir verk­efnin og óskað verður eftir fram­vindu­skýrslu um hvert verk­efni á næsta ári. 

Sókn­ar­á­ætlun er sett fram í tengslum við 21. aðild­ar­ríkja­fund ­Lofts­lags­samn­ings­ins í París (COP21), þar sem reynt verður að ná hnatt­ræn­u ­sam­komu­lagi um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eftir 2030. 

Gunnar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra var einnig á kynn­ing­ar­fund­inum í dag. Hann sagði í sam­tal­i við Kjarn­ann að honum loknum að það væri mjög mik­il­vægt að Ísland taki á sig skuld­bind­ingar á fund­inum í Par­ís. „Við verðum að sýna fram á þá þróun sem við höfum séð á Íslandi, bæð­i í haf­inu og í jöklunum okk­ar. Við verðum að benda þeim á mögu­leik­ana, til dæm­is­ jarð­hita. Og tengja þetta svo að sjálf­sögðu við jafn­rétt­is­mál og þessi þver­læg­u ­mál. [...] En það skiptir mestu máli að stóru rík­in, Banda­rík­in, Brasil­í­a, Ind­land, Kína og fleiri, axli þá ábyrgð sem þeim ber. Þau eru mest­u á­hrifa­valdar í heim­inum í dag á lofts­lags­mál.“

„Það er mjög mikilvægt að Ísland taki á sig skuldbindingar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um fundinn í París. „En það skiptir mestu máli að stóru ríkin, Bandaríkin, Brasilía, Indland, Kína og fleiri, axli þá ábyrgð sem þeim ber. Þau eru mestu áhrifavaldar í heiminum í dag á loftslagsmál.“

Kostn­að­ar­á­ætlun liggur ekki fyrir

Sig­rún stað­festi í sam­tali við Kjarn­ann að ekki liggi fyrir kostn­að­ar­á­ætlun fyrir sókn­ar­á­ætl­un­ina. „Það á eftir að nákvæm­lega að setja krónur og aura á hverju verk­efni fyrir sig.“ Aðspurð hvort hún telji að það sé til­ nægt fjár­magn til að fjár­magna öll þessi verk­efni sagði Sig­rún að hún hafi aldrei vitað til þess að ein­hverjum hafi fund­ist hann hafa fengið nóg af ­pen­ing­um. „Ég er nú samt þeirrar gerð­ar, og hef í gegnum allt mitt líf, ekki haft af mikið af pen­ingum að segja. En verk­efnin geta náð árangri með sam­hjálp­ margra. Þannig vil ég líta á það. Ég vil líta á þetta þannig að við erum að breyta um hugs­un. Við stöndum á þrös­k­uldi nýrra tíma. Í þessu sam­vinnu­ferli er ég sann­færð um að við náum árangri. Ef maður vill ná því mark­miði þá nær mað­ur­ því mark­mið­i.“

Gild­andi mark­mið sett aftur fram

Við­auki sem birt­ur hefur verið með sókn­ar­á­ætl­un­inni er fjórar blað­síð­ur. Í honum er fjall­að ­stutt­lega um þau 16 verk­efni sem rík­is­stjórnin ætlar að beita sér fyr­ir.

Athygli vekur að ekk­ert þeirra átta verk­efna sem ráð­ast á í til að draga úr nettólos­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Íslandi eru útfærð nema að mjög litlu leyti. Í við­auk­anum segir að aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti verði lögð fram á vor­þing­i 2016 og að Ísland hafi þegar sett sér það mark­mið að árið 2020 verði hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göngum orðið tíu pró­sent og „mun ­starf á grunni vænt­an­legrar þings­á­lykt­unar miða að því að ná því marki.“

Það mark­mið er reyndar ekki nýtt af nál­inni. Íslend­ing­ar hafa haft það sem mark­mið að ná tíu pró­sent hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum árið 2020 um nokk­urt skeið.

Engin kúvend­ing í raf­bíla­væð­ingu framundan

Annað verk­efni sem hefur mikið verið rætt um á Íslandi er raf­bíla­væð­ing. Hall­dór Þor­geirs­son, yfir­maður stefnu­mörk­unar hjá skrif­stofu ­Loft­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði til að mynda á fundi sem Lands­virkjun stóð fyrir um loft­lags­breyt­ingar í maí 2015 að Íslend­ingar væru ekki að hugsa nógu stórt í þessum mál­um. „Ég held það komi til með að hafa mjög mik­il á­hrif á hag­sæld á þess­ari eyju til fram­tíðar að gera þetta. Auð­vitað er svo­lítið dýr­ara að vera á undan öðrum, ég geri mér grein fyrir því en ég held það sé heldur ekki ábyrgt að bíða bara eftir því að allir verði komnir á raf­bíla og svo förum við á raf­bíla,“ sagði Hall­dór.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur líka tal­að um raf­bíla­væð­ingu. Í ræðu sem hann hélt á ráð­stefnu um raf­bíla­væð­ingu á Ísland­i 13. nóv­em­ber í fyrra, sagði hann það vera ánægju­legt að Ísland væri í lyk­il­stöðu sem land sem geti fram­leitt nægt grænt elds­neyti fyrir bíla­flota fram­tíð­ar­inn­ar. „Núver­and­i ­rík­is­stjórn hefur frá upp­hafi lýst áhuga á að efla vist­vænar sam­göng­ur, eins og birt­ist í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem áréttuð er sú sér­staða Íslend­inga að hafa aðgengi að end­ur­nýj­an­legum auð­lindum sem gerir okkur um leið fært að vera í far­ar­brodd­i í umhverf­is­mál­um. Stað­reyndin er sú að raf­bílar eru að verða raun­hæf­ur ­kostur og verða það enn frekar í fram­tíð­inni. Það sama má segja um leiðir til að knýja skip og önnur tæki sem hafa til þessa not­ast við jarð­efna­elds­neyti. Allt þetta ­gefur Íslandi mjög mikla mögu­leika á að verða fyrsta land í heimi sem ein­göngu nýtir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Stjórn­völd á Íslandi stefna að orku­skiptum í sam­göngum og stefna meðal ann­ars að því, til lengri tíma lit­ið, að skipta alfarið út hefð­bundnu jarð­efna­elds­neyti (bens­ín/­dísel) yfir í aðra orku­gjafa fyrir bíla og önn­ur öku­tæki – orku­gjafa sem eru end­ur­nýj­an­legir og upp­runnir á Íslandi.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­u ­rík­is­stjórn­ar­innar segir einnig: „Mik­il­vægt er að beita hvetj­andi aðgerðum í efna­hags­líf­inu til að ýta undir græna starf­semi. Nýta ber vist­væna orku­gjafa enn frekar við sam­göng­ur. Hvatt verði til þess að dregið verð­i úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda“.

Ekki er minnst á það í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar að stefnt sé á að skipta alfarið út jarð­efna­elds­neyti í aðra orku­gjafa fyrir bíla og önnur öku­tæki.

Þess í stað á að efla inn­viði á lands­vísu fyrir raf­bíla. Í því felst að ríkið mun tíma­bundið styrkja átak til að byggja upp inn­viði fyr­ir­ raf­bíla þannig að hægt sé að að tryggja aðgengi að loft­lagsvænni sam­göngu­máta. Í við­auk­anum seg­ir: „Vanda þarf til verka hvað þetta varðar og taka til­lit m.a. til sam­keppn­is­sjón­ar­miða og reynslu Norð­manna og fleiri ríkja af verk­efn­um af þessu tagi. Grænu orkunni – sam­starfs­vett­vangi um orku­skipti í sam­göngum – verður falið að útfæra slíkt átak, sem verði fellt inn í fram­an­greinda að­gerða­á­ætlun um orku­skipti sem lögð verður fram á Alþingi á vor­þingi 2016. ­Sett verður til hliðar fjár­magn til að tryggja að hægt verði að vinna að þessu verk­efni strax á næsta ári.“ Það liggur því ekki fyrir nein útfærsla enn sem komið er á hvernig íslenska ríkið ætlar að beita sér fyrir raf­bíla­væð­ingu á Ís­landi.

Sigrún Magnúsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson kynntu sóknaráætlunina.

Mark­mið og veg­vísar

Varð­andi sam­drátt í losun sjáv­ar­út­vegs, eins stærsta not­anda jarð­efna­elds­neytis á Íslandi, hefur Haf­in­u-Önd­veg­is­setri, verið falið að ger­a ­veg­vísi um sjálf­bæra nýt­ingu og verndun hafs­ins. Veg­vísir­inn verður kost­aður af ­stjórn­völdum og sam­tökum í atvinnu­lífi og mark­mið hans verður að draga úr los­un koldí­oxíðs um 40 pró­sent til árs­ins 2030, miðað við árið 1990. Engin útfærsla liggur því enn fyrir um það hvernig Ísland ætlar að ná þessu mark­miði.

Rík­is­stjórnin ætlar til við­bótar að stuðla að loft­lagsvænn­i land­bún­aði (með gerð veg­vís­is), með efl­ingu skóg­ræktar og land­græðslu end­ur­heimt vot­lendis (sett verður á fót verk­efni sum­arið 2016), styrkjum til­ verk­efna sem miða að kolefn­is­jöfnun í rík­is­rekstri og með þvi að leggj­ast í á­tak gegn mat­ar­só­un. Engin þess­arra verk­efna eru útfærð sér­stak­lega.

Sam­an­tekið er rík­is­stjórn ekki með útfærða áætlun um það hvernig hún ætlar að leggja sitt að mörkum til að draga hratt úr los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda hér­lendis á næstu árum, heldur mark­mið og hug­myndir um ­veg­vísa að þeim.

Þátt­taka í al­þjóð­legum verk­efnum

Í sókn­ar­á­ætl­un­inni er einnig fjallað um fjögur verk­efni sem Ísland ­tekur þátt í til að draga úr losun á heims­vísu. Þar er sagt að Ísland mun­i á­samt Irena, alþjóða­stofnun um end­ur­nýj­an­lega orku, eiga frum­kvæði að því að ­stofna Global Geothermal Alli­ance á ráð­stefn­unni í Par­ís. Sú stofnun á að tala ­fyrir nýt­ingu jarð­hita á heims­vísu í stað jarð­efna­elds­neyt­is.

Auk þess verður stefnt að því að „efla þátt­töku Íslands í starfi Norð­ur­skauts­ráðs­ins þar sem unnið er að verk­efnum tengdum lofts­lags- og um­hverf­is­breyt­ingum á norð­ur­slóð­um. Meðal ann­ars er áætlun um minnkun los­unar á sóti og met­ani, rann­sóknir á áhrifum hlýn­unar af völdum lofts­lags­breyt­inga á vist­kerfi hafs­ins og efl­ing vökt­unar og rann­sókna á áhrifum lofts­lags­breyt­inga á norð­ur­slóð­um. Ísland tekur við for­mennsku í ráð­inu árið 2019.“

Þá ætlar Ísland að greiða eina milljón dala, um 130 millj­ónir króna, í Græna loft­lags­sjóð­inn á árunum 2016 til 2020. Í við­auk­an­um ­segir að umræddur sjóður verði: „helsti sjóður í heim­inum til fram­tíðar til­ ­lofts­lagstengdra verk­efna.“

Einnig mun Ísland halda áfram stuðn­ingi við loft­lagstengd verk­efni og sjóði sem varða þró­un­ar­rík­in.

Vís­inda­skýrsla og bætt bók­hald

Afgangur sókn­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, snýst um styrk­ingu inn­viða til­ að halda utan um mála­flokk­inn. Það á að nást með því að gera vís­inda­skýrslu um af­leið­ingar loft­lags­breyt­inga á nátt­úru, efna­hag og sam­fé­lag á Íslandi. Hún á að koma út haustið 2016. Þá verður sett á fót verk­efni, stýrt af Veð­ur­stofu Íslands­, um hvernig íslenskt sam­fé­lag geti brugð­ist við áhrifum loft­lags­breyt­inga hér­lend­is. Fagráð verður skipað til að tryggja sam­hæf­ing­ar­hlut­verk verk­efn­is­ins.

Rík­is­stjórnin ætlar einnig að bæta bók­hald um spár um los­un og kolefn­is­bind­ingu og bæta vöktun á breyt­ingu jökla. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None