Rússneskir íþróttamenn gerðir útlægir

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur fjallar um ótrúlega stöðu sem komin upp er í frjálsíþróttaheiminum eftir lyfjahneyksli í Rússlandi.

Kristinn Haukur Guðnason
Óhreina hlaupið
Auglýsing

Rússar munu að óbreyttu ekki fá að taka þátt í frjálsum­ ­í­þróttum á ólymp­íu­leik­unum í Rio de Jan­eiro á næsta ári. Ung hjón hafa kom­ið fram með inn­an­búð­ar­upp­lýs­ingar um víð­tæka lyfja­notkun og yfir­hylm­ingu. Er loks­ins verið að skera upp herör gegn þessum mikla vágest sem hefur hrjáð ­í­þrótta­grein­ina um ára­tuga skeið?

Upp­ljóstr­unin

Þann 26. febr­úar árið 2013 fann Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bandið (IAAF) hlaupa­kon­una Yuliyu Stepa­nov ­seka um lyfja­mis­notkun og dæmdi hana í keppn­is­bann. Yuliya og eig­in­maður henn­ar Vitaliy leit­uðu þá til Alþjóða lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar (WADA) þar sem þau lýstu víð­tæku sam­særi innan rúss­neska frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins. Vitaliy vann einmitt hjá rúss­nesku lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­inni. Þau voru ekki tekin alvar­lega hjá WADA þannig að þau höfðu sam­band við þýska fjöl­miðla­mann­inn Hajo Sepp­elt ­sem hefur sér­hæft sig í umfjöllun um lyfja­mis­ferli í íþrótt­u­m. 

Hann hitti þau í Rúss­landi og tók þar upp heim­ild­ar­mynd­ina Geheimsache Dop­ing: Wie Russ­land seine Sieger macht (Leynd­ar­mál dóps­ins: Hvern­ig Rúss­land býr til meist­ara) sem sýnd var á þýsku sjón­varps­stöð­inni ARD í des­em­ber árið 2014. Í mynd­inni er því lýst hvernig íþrótta­fólkið notar lyf að ráð­i ­þjálf­ara sinna sem ásamt emb­ætt­is­mönnum og öðrum starfs­mönnum hylma yfir­ ­at­hæf­ið. Kepp­endur neyð­ast hálf­part­inn til þess að nota lyf því að ann­ars fá þeir ekki aðgang að bestu þjálf­ur­unum og bestu aðstöð­unni. Mútur og spill­ing koma einnig við sög­u. 

Auglýsing

Myndin fékk mikla athygli og þá tóku ráða­menn WADA loks við ­sér. Nefnd var stofn­uð, leidd af norska sér­fræð­ingnum Rune And­er­son, og ­rann­sókn hafin á athæf­inu. Skýrsla þeirrar nefndar var kynnt 9. nóv­em­ber ­síð­ast­lið­inn þar sem tekið var undir ásak­anir Stepa­nov-hjón­anna. Lyfja­mis­ferli og yfir­hylm­ing hefur átt sér stað um áraraðir og það gæti vel hafa haft áhrif á úr­slit ólymp­íu­leik­anna í London 2012. Í kjöl­farið kall­aði Sebastien Coe for­set­i I­AAF til atkvæða­greiðslu og það var sam­þykkt með 22 atkvæði gegn 1 að banna Rússa frá öllum alþjóð­legum keppnum þangað til þeir hefðu tekið til hjá sér­. Fimm manna nefnd var svo komið á fót til þess að fylgj­ast með og meta hvenær Rússar fá aftur að taka þátt á mótum

Þetta þýðir að alls er óvíst hvort Rússar fái að taka þátt á næst­u ólymp­íu­leik­um. Nán­ast öruggt þykir að Rússar missi heims­meist­ara­mót ung­linga, ­sem halda átti í borg­inni Kazan á næsta ári.Við­brögðin

Við­brögð stjórn­valda í Rúss­landi voru að venju snörp og hvöss og það flugu ásak­anir um póli­tískt sam­særi Vest­ur­veld­anna. Það heyrðust ­meira að segja raddir um að Rússar myndu alfarið snið­ganga ólymp­íu­leik­ana í Ríó. Síðan hafa öld­urnar aðeins lægt. Vitaly Mut­ko, íþrótta­mála­ráð­herra Rúss­lands, kvartar yfir brott­rekstr­inum sem hann kallar virki­lega ósann­gjarn­an en segir jafn­framt að Rússar muni gera hvað sem er til að fá að taka þátt á ólymp­íu­leik­un­um. Hann segir að þær skip­anir komi að ofan frá sjálfum Vla­dimír Pútín um að Rússar muni vinna með IAAF og WADA. Við­brögðin hafa verið enn harð­ari frá rúss­nesku frjáls­í­þrótta­fólki. Hlaupa­kon­urnar Krist­ina Ugarova og Ta­tyana Myazina hyggj­ast kæra bæði Stepa­nov hjónin og ARD sjón­varps­stöð­ina ­fyrir róg­burð. 

Ugarova og Myazina eru meðal þeirra íþrótta­manna sem fjallað er um í skýrslu And­er­sens þar sem lagt er til að þær fái lífs­tíð­ar­bann frá­ ­í­þrótt­inni. Raddupp­tökur sem Yuliya Stepa­nov tók og voru not­aðar í mynd Sepp­elts voru meðal ann­ars af þeim. Þær segj­ast þó ekki hafa verið að tala um ólög­leg efni heldur vítamín, amínó­sýrur o.fl. Ugarova ýjar einnig að því að á­sak­an­irnar séu póli­tískt sam­særi. „Stepa­nov á vini í Amer­íku, og okkur grun­ar að þau [hjón­in] hafi verið ráðin sem útsend­ar­ar. Þau bjuggu þar lengi. Af hverju fer stúlka allt í einu að ásaka þjóð sína?“ 

Ein fræg­asta frjáls­í­þrótta­kona heims, stanga­stökkvar­inn Yel­ena Isin­bayeva, er einnig myrk í máli. Hún segir bannið ósann­gjarnt og biðlar til IAAF að banna ein­ungis þá sem hafa svindlað en ekki allt lið­ið. Stepa­nov hjónin gerðu sér full­kom­lega grein fyrir því að líf þeirra yrð­i ó­bæri­legt í Rúss­landi í kjöl­far sjón­varps­út­send­ing­ar­inn­ar. Þau hafa nú flúið til­ Kanada og beðið um póli­tískt hæli þar í landi. 

Gam­alt vanda­mál

Lyfja­mis­notkun hefur verið vanda­mál í frjálsum íþróttum um ára­tuga skeið. Frjálsar eru líkt og t.d. hjól­reið­ar, lyft­ingar o.fl. ein­föld ­grein þar sem notkun lyfja getur haft mikil áhrif á úrslit. Lyfja­mis­notk­un hefur verið síður áber­andi í flókn­ari íþrótta­greinum þar sem færni og tækn­i ­skipta meira máli. Í sumum íþrótta­greinum eins og körfuknatt­leik, fim­leik­um, bad­minton o.fl.,  getur lyfja­notkun meira að segja verið hamlandi fyrir kepp­endur vegna þyngd­ar­aukn­ing­ar. Frjáls­ar ­í­þróttir eiga því meira undir því að eft­ir­lit sé gott. 

Mörg til­felli hafa kom­ið ­upp á sein­ustu árum, meira að segja hjá heims­frægum og marg­verð­laun­uð­u­m kepp­end­um. Marion Jones, sem vann þrjú gull­verð­laun og tvö brons, í hlaupa­greinum og lang­stökki á ólymp­íu­leik­unum í Sydney árið 2000, var dæmd ­fyrir stera­notkun árið 2007. Hún missti öll verð­launin og var einnig dæmd til­ fang­els­is­vistar fyrir mein­særi. Tyson Gay, fyrrum heims­meist­ari í sprett­hlaupi féll á lyfja­prófi  árið 2013 og var dæmdur í eins árs keppn­is­bann. Asafa Powell fyrrum heims­met­hafi í 100 metra hlaupi féll einnig á lyfja­prófi á sama tíma. Við erum að horfa upp á aft­ur­hvarf til átt­unda og níunda ára­tugar sein­ustu aldar þeg­ar lyfja­notkun í frjálsum íþróttum var geig­væn­leg. 

Þekktasta dæmið eru úrslit 100 ­metra hlaups­ins á ólymp­íu­leik­unum 1988 í Seoul, sem kallað hefur verið óhreina hlaupið. Sig­ur­veg­ar­inn Ben John­son var sviptur gull­inu fyrir stera­notkun en í raun voru aðeins tveir kepp­end­ur, Cal­vin Smith og Rob­son da Sil­va, sem ekki féllu á lyfja­prófi ein­hvern tím­ann á ferli sín­um. Meðal kepp­enda voru stórsjörn­urnar Carl Lewis og Lin­ford Christie. Árið 1928 varð IAAF fyrst allra íþrótta­sam­banda til þess að banna notk­un getu­auk­andi lyfja. Með­vit­und­in hefur því verið lengi til staðar innan grein­ar­inn­ar. Engu að síður hafa hin ýmsu frjáls­í­þrótta­sam­bönd og aðrir eft­ir­lits­að­ilar oft kosið að líta fram­hjá þessum vanda, bæði vegna spill­ingar og til að vernda ímynd sína.

Hreinsun

Vanda­mál­in ­sem fylgja lyfja­notk­un­inni eru gríð­ar­leg og þau má alls ekki van­meta. 

Í fyrsta lagi eru það heilsu­fars­legu vanda­málin sem hljót­ast af því að sprauta sig með­ efnum sem mörg hver eru ólög­leg og lítið rann­sök­uð. Alvar­leg­ustu dæmin koma frá­ Aust­ur-Þýska­landi þar sem íþrótta­fólk sem keppti fyrir landið á átt­unda og n­í­unda ára­tugnum hefur mátt þola miklar lík­am­legar afleið­ingar af ­kerf­is­bund­inni stera­notkun sem fór að miklu leyti fram án þeirrar vit­und­ar. Kúlu­varpar­inn Heidi Krieger neydd­ist til að breyta um kyn eftir miklar horm­ón­arask­anir

Börn íþrótta­fólks­ins hafa mörg hver fæðst and­vana eða þá lík­am­lega eða and­lega ­fötl­uð. Lyfja­notk­unin getur einnig valdið dauða og t.a.m. liggur grunur á því að banda­ríska sprett­hlaupa­stjarnan Flor­ence Griffith Joyner sem vann þrenn gull­verð­laun á ólymp­íu­leikum hafi lát­ist vegna stera­notk­un­ar. 

Í öðru lagi eru það menn­ing­in. Ef það við­gengst að íþrótta­fólk noti lyf og ­eft­ir­lits­að­ilar líti fram­hjá því þá verður það að sjálf­sögðum hlut. Ef börn al­ast upp við það að hetj­urnar þeirra noti lyf sjá þau að það sé eina leið­in til að ná árangri í íþróttum og geta sjálf leiðst inn á þá braut. 

Í þriðja lag­i er það svo heil­indi íþrótt­ar­innar sem er senni­lega mik­il­væg­asti punkt­ur­inn. ­Í­þrótta­hug­sjónin byggir á heil­brigði og sann­girni. Ef fólk getur ekki treyst úr­slitum er sú hug­sjón alger­lega fyrir bý. Margt er hægt að segja um aðgerð­ir I­AAF og WADA nú og að ein­hverju leyti er gagn­rýni Rússa skilj­an­leg. 

Lyfja­notk­un hefur verið land­lægt vanda­mál hjá flestum þjóðum í langan tíma og hin ýmsu frjáls­í­þrótta­sam­bönd og jafn­vel IAAF hafa oft gerst sek. Sebast­ian Coe er ný­tek­inn við for­sæti IAAF og ákvörð­unin er for­dæma­laus. Þjóðir hafa ver­ið ­bann­aðar áður en Rúss­land er fyrsta þjóðin sem bönnuð er fyrir lyfja­mis­ferli. Í skýrsl­unni er einnig tekið fram að vanda­málið sé ekki ein­göngu bundið við Rúss­land og ekki ein­göngu við frjálsar íþróttir. Hér er því verið að skapa ákveðið for­dæmi. Hvert fram­haldið verður mun koma í ljós en hinn nýji for­seti IAAF virð­ist vera að draga línu í sand­inn gegn þess­ari ­miklu mein­semd eftir þessa að eigin sögn „skammar­legu upp­vökn­un“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None