lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Þótt rúm­lega fjögur hund­ruð ár séu síðan ein af per­sónum Willi­ams Shakespe­are í leik­rit­inu um Hamlet Dana­prins mælti ofan­greind orð hafa danskir fjöl­miðlar oft rifjað þau upp að und­an­förnu. Sú upp­rifjun teng­ist þó hvorki Krón­borg­ar­kast­ala (sögu­sviði leik­rits­ins) né fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hild­ar. Danskir stjórn­mála­menn eru ástæð­an. Fréttir af alls kyns klúðri þeirra hafa nán­ast verið dag­legt brauð í dönskum fjöl­miðlum um nokk­urra ára skeið og virð­ast engan enda ætla að taka. 

Danskir fjöl­miðlar eru yfir­leitt mjög aðgangs­harðir og gagn­rýnir í garð stjórn­mála­manna sem þeir tala iðu­lega um sem þjóna fólks­ins. Póli­tíkusarnir eru dregnir yfir nagla­brettið dag eftir dag ef fjöl­miðlar kom­ast á snoðir um að þeir hafi mis­notað sjóði flokks­ins, sveit­ar­fé­lags­ins eða rík­is­ins, í eigin þágu eða vina og fjöl­skyldu. Frá­sagnir af bjó­kollu á barnum og hvort hinn eða þessi stjórn­mála­mað­ur­inn hafi sést í slag­togi með þessum eða hinum að kvöld­lagi er fyrst og fremst umfjöll­un­ar­efni Se og Hör og skyldra blaða, dag­blöðin og frétta­miðl­arnir hafa minni áhuga fyrir slík­u. 

Lars Lökke er skandala­kóng­ur­inn

Núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dana, Lars Lökke Rasmus­sen hefur margoft hlotið þann vafa­sama heiður að vera útnefndur skandala­kon­ungur Dan­merk­ur.

Auglýsing

Árið 2008 var það dregið fram í dags­ljósið að bók­haldið hjá Lars Lökke Rasmus­sen var los­ara­legt í meira lagi og hann hafði sem framá­maður í sveita­stjórna­málum og síðar sem inn­an­rík­is- og heil­brigð­is­ráð­herra látið ríki og sveit­ar­fé­lög borga fyrir sig reikn­inga á veit­inga­stöðum og hót­elgist­ingu sem ekki tengd­ist störfum hans og enn­fremur sígar­ett­ur. Upp­hæðin sem um var að ræða nam um 20 þús­undum danskra króna, um það bil 380 þús­undum íslensk­um. 

Þetta var hins­vegar bara byrj­un­in.

Eru nær­buxur vinnu­fatn­að­ur?

Þetta var fyr­ir­sögn í Ekstra Bla­det í byrjun maí 2014. Þá hafði blaðið kom­ist yfir reikn­inga sem sýndu að Ven­stre, flokkur Lars Lökke hafði borgað föt fyrir for­mann­inn. Upp­hæðin á þessum fata­reikn­ingum sam­svar­aði rúmum þremur millj­ónum íslenskra króna. Níu jakka­fata­sett, 28 skyrt­ur, átta nær­buxur (vand­að­ar, sagði blað­ið) og fleira. Flokk­ur­inn hafði enn­fremur pungað út stórfé vegna hrein­gern­inga á reyk­mett­uðum hót­el­her­bergj­um. Lars Lökke hafði ekki tekið mark á því að reyk­ingar væru bann­aðar á her­bergjum þar sem hann gisti. Það var spaugi­legt að heyra útskýr­ingar nokk­urra for­ystu­manna flokks­ins á þessum mál­um. Sér­stakur vinnu­fatn­að­ur, úti­gallar og þess háttar er ekki skatt­skyldur en öðru máli gegnir um annan fatn­að. Sören Pind, einum dygg­asta stuðn­ings­manni Lökke og núver­andi dóms­mála­ráð­herra, vafð­ist tunga um tönn þegar hann var spurður að því í beinni sjón­varps­út­send­inguu hvort nær­buxur teld­ust vinnufatn­að­ur. Danska þjóðin fylgd­ist með þessu öllu saman og grínistar kunnu sann­ar­lega að gera sér mat úr þessu fata­kaupa­máli.

Reyk­inga­klef­innEkki vakti það síður athygli þegar fram kom að eftir að Lars Lökke varð for­sæt­is­ráð­herra árið 2009 lét hann inn­rétta svo­kall­aðan reyk­inga­klefa í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu fyrir jafn­gildi 3.5. millj­óna íslenskra. Sem ráðu­neytið borg­aði. Þegar það mál komst í hámæli ákvað Lars Lökke sjálfur að borga klef­ann en svo var það á end­anum Ven­stre flokk­ur­inn sem borg­aði. Grín var að því gert þegar einn af for­ystu­mönnum flokks­ins býsnað­ist yfir græðginni í þeim sem seldi umræddan klefa.

Stóra flug­miða­málið

Árið 2013 var mikið fjöl­miðla­fár vegna þess að sam­tök um lofts­lags­mál sem Lars Lökke var í for­mennsku fyrir (kölluð GGGI) höfðu greitt flug­far fyrir dóttur hans frá New York til Rio de Janero en þangað fór hún með föður sínum á ráð­stefnu. Á lengsta frétta­manna­fundi sem hald­inn hefur verið í Dan­mörku og stóð í nær fjóra klukku­tíma reyndi Lars Lökke að útskýra og afsaka ástæður þess­ara far­miða­kaupa en nið­ur­staða fjöl­miðla eftir þann fund var að menn væru engu nær. 

Carl Holst teygir sig í köku­dós­inaMeðal þeirra sem kjörnir voru á þing fyrir Ven­stre flokk­inn í kosn­ing­unum sl. sumar var Carl Holst 45 ára Suð­ur­-Jóti. Hann hafði þá um sjö ára skeið verið for­maður Sam­bands sveit­ar­fé­laga í Suð­ur­-D­an­mörku og gegndi því starfi þegar hann var kjör­inn á þing. Carl Holst var í miklu upp­á­haldi hjá Lars Lökke sem skip­aði hann varn­ar­mála­ráð­herra og jafn­framt sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­landa. En ráð­herra­fer­ill­inn fór ekki vel af stað og var skamm­vinn­ur. Strax eftir kosn­ingar kom fram að Carl Holst ætl­aði sér að halda launum sínum sem for­maður sveita­stjórna­sam­bands­ins í ein­hverja mán­uði eftir að hann varð ráð­herra, sagði það ein­fald­lega rétt sinn. Vegna þrýst­ings neydd­ist hann þó til að afsala sér þessum laun­um. Í sept­em­ber vakn­aði svo grunur um að aðstoð­ar­maður Carls Hol­st, laun­aður af sveit­ar­fé­lög­unum hefði aðstoðað hann í kosn­inga­bar­átt­unni sl. vor. Slíkt er lög­brot. Sam­band sveit­ar­fé­laga hafði enn­fremur borgað ensku­kennslu og ýmis­legt fleira fyrir for­mann­inn. Carl Holst flækti sjálfan sig í alls kyns mót­sögnum og því sem frétta­menn hafa kallað lyga­þvælu. Borg­ari á Suð­ur­-Jót­landi kærði svo Carl Holst til lög­reglu, fyrir að ”teygja sig í köku­dós­ina” og þá sagði hann af sér sem ráð­herra. Fyrir skömmu óskaði svo stjórn sam­bands sveit­ar­fé­lag­anna eftir lög­reglu­rann­sókn vegna starfa Carls Holst. Nokkrum dögum eftir að sú beiðni kom fram óskaði Carl Holst eftir leyfi frá þing­störf­um. Margir af þing­mönnum Ven­stre eru sagðir anda léttar þótt þeir segi slíkt ekki opin­ber­lega.

Morten Mess­erschmidt og skútu­sigl­ingin

Morten Messerschmidt

Um síð­ast­liðin mán­aða­mót birtu fjöl­margir danskir fjöl­miðlar fréttir af því að Evr­ópu­sam­bandið hefði krafið Danska þjóð­ar­flokk­inn um 120 þús­und krónur (tæpar 2. 4 millj­ónir íslenskar). Ástæðan var að þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins höfðu árið 2013, skömmu fyrir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar, siglt með­fram ströndum Dan­merkur á skútu og komið víða við. Til þess­arar sigl­ingar hafði flokk­ur­inn fengið styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu, gegnum sér­stakan sjóð. Ekki er heim­ilt að nota slíka pen­inga í þágu ein­stakra flokka en það var álit Evr­ópu­sam­bands­ins að svo hefði verið gert í þessu til­viki. Morten Mess­erschmidt, sem er full­trúi Danska Þjóð­ar­flokks­ins á Evr­ópu­þing­inu, og helsta ungstirni flokks­ins, var þessu algjör­lega ósam­mála. Var dag eftir dag í fjöl­miðlum og fór mik­inn. Sagð­ist ekki hafa heim­ild til að birta reikn­inga sjóðs­ins sem sigl­ing­ingin var greidd úr. Sagði frétta­menn ekk­ert vita um hvað þeir væru að tala og annað í þeim dúr. Sigl­ingin hefði verið í þágu ESB. Hann myndi útskýra málið fyrir Evr­ópu­sam­band­inu og menn skyldu bara bíða og sjá. Eftir að málið hafði verið skoðað aftur hjá Evr­óu­sam­band­inu var nið­ur­stað­an, sem til­kynnt var fyrir nokkrum dögum sú sama og í upp­hafi. Hann átti að borga til bak­a. 

Er dokt­ors­rit­gerðin fengin að láni?

Nýjasta vand­ræða­málið tengt stjórn­mála­mönn­unum snýst um dokt­ors­rit­gerð mennt­un­ar-og rann­sókna­ráð­herr­ans Esben Lunde Larsen. Ráðu­neyti hans fer með mál­efni mennt­unar sem tekur við að loknu stúd­ents- eða fram­halds­skóla­prófi.

Esben Lunde Larsen (fæddur 1978) lauk kandi­dats­prófi í guð­fræði frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla árið 2008.  Hann var kjör­inn á þing fyrir Ven­stre árið 2011, end­ur­kjör­inn í kosn­ing­unum sl. sumar og tók í kjöl­farið sæti í rík­is­stjórn.  Hann varði dokt­ors­rit­gerð sína, um Grund­tvig, árið 2012, en kandi­dats­rit­gerð hans hafði líka fjallað um Grund­tvig. Fyrir stuttu komu fram í einu dönsku blað­anna efa­semdir varð­andi menntun ráð­herr­ans. Í dokt­ors­rit­gerð­inni notar hann meðal ann­ars sem heim­ildir sína eigin kandi­dats­rit­gerð. Þegar Danska sjón­varp­ið, sem fjallað hefur ítar­lega um þetta mál keyrði dokt­ors­verk­efnið gegnum tölvu­for­ritið PlagScan sem þýskir háskólar nota iðu­lega kom í ljós að víða í rit­gerð­inni birt­ist orða­lag sem er nákvæm­lega eins og í mörgum öðrum gögn­um. Ráð­herr­ann hefur nú beðið Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla um að rann­saka rit­gerð­ina og ganga úr skugga um að hún stand­ist allar kröfur sem gerðar eru til slíkra fræði­verk­efna. Þing­menn sem Danska sjón­varpið ræddi við vegna máls­ins voru gætnir í orða­vali og vildu bíða nið­ur­stöðu rann­sóknar Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Sumir þeirra sögðu að hver sem útkoman yrði væri þetta allt hálf vand­ræða­legt fyrir ráð­herr­ann. Nokkrir fræði­menn sem Danska sjón­varpið bar málið undir sögðu að ýmis­legt varð­andi vinnu­brögðin við rit­gerð­ar­skrifin vekti grun­semdir um að reglum hefði ekki verið fylgt. Eitt dönsku dag­blað­anna vitn­aði í þessi ummæli og sagði þau afar kurt­eisleg. Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur ekk­ert vilja segja um málið annað en nú sé að bíða og sjá. Espen Lunde Larsen væri dugn­að­ar­fork­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None