Álagning á bensín hefur aukist um 19% og á dísel um 50%

Íslendingar borguðu um 4 til 4,5 milljörðum of mikið í bensínkostnað á síðasta ári, segir Samkeppniseftirlitið.
Íslendingar borguðu um 4 til 4,5 milljörðum of mikið í bensínkostnað á síðasta ári, segir Samkeppniseftirlitið.
Auglýsing

Hátt­semi olíu­fyr­ir­tækj­anna á Íslandi tak­markar eða hefur skað­leg áhrif á sam­keppni á olíu­mark­aði „með alvar­legum hætti“ sem veldur alvar­legum sam­keppn­is­hömlum að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Þetta er ekki bara skað­legt sam­keppni heldur einnig fyrir neyt­end­ur. Álagn­ing á elds­neyti til ein­stak­linga er núna sam­bæri­leg eða jafn­vel hærri en var á sam­ráðs­tíma­bil­inu, og það styrkir kenn­ingar um að þessar skað­legu aðstæður séu fyrir hend­i. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi frá sér skýrslu í dag þar sem fyrsti hluti mark­aðs­rann­sóknar þess er kynnt­ur. Það er svo­kallað frum­mat á rann­sókn­inni. Talin er ástæða til þess að kanna frekar marga þætti á mark­aði með bensín til ein­stak­linga. Kallað hefur verið eftir sjón­ar­miðum hags­muna­að­ila í mál­inu og hald­inn verður opinn fundur um mál­ið. 

Hegða sér öll á sama hátt

Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið telur sjö atrið­i benda til þess að olíu­fé­lögin stundi sam­hæfða hegðun eða hafi aukið mögu­leika til sam­hæfðrar hegð­unar þegar kemur að því að selja ein­stak­lingum bens­ín. 

Auglýsing

Í fyrsta lagi skilar lægra inn­kaupa­verð á bens­íni sér ekki eins vel út í verð­lagið og verð­hækk­anir gera. Næstum því öll hækkun á inn­kaupa­verði fer út í verð­lagið á fimm vik­um, en aðeins 80% af verð­lækk­un­um.

Þá eru í öðru lagi verð­leið­togar á mark­aðn­um, það er, Olís, Skelj­ungur og N1 leiða öll verð­hækk­anir en N1 ­leiðir verð­lækk­an­ir. Verð­leið­togar á mark­aði eru vís­bend­ing um sam­hæfða hegð­un. Í þriðja lagi eru litlar sveiflur á mark­aðs­hlut­deild og álagn­ingu í bens­ín­sölu. Hvert fyr­ir­tæki ­fyrir sig er með mjög stöðugan hlut í mark­aðnum og ekki miklar ­sveiflur á álagn­ing­unni.

Í fjórða lagi er stöð­ug­leiki í verð­á­kvörð­un­um, eftir að olíu­fyr­ir­tækin tóku upp þá stefn­u að bjóða sama verðið um allt land. Þá komst á stöð­ug­leik­i við verð­á­kvarð­anir og óvissa fyr­ir­tækj­anna um hegðun hinna minnk­aði tals­vert. Það virð­ist líka ríkja friður um það á mark­aðnum að Orkan sé næstum alltaf með lægsta bens­ín­verð­ið.

 Fimmta atriðið sem bendir til­ ­sam­hæfðrar hegð­unar er það að á tíma­bil­inu 2005 til 2014 hefur álagn­ing á bensín auk­ist um 19% og á dísel um 50%. Vís­bend­ingar eru um það að fyr­ir­tækin við­haldi fyr­ir­fram á­kveð­inni álagn­ingu. Með eins inn­kaupa­fyr­ir­komu­lagi og fáum verð­breyt­ingum er auð­velt fyrir keppi­naut­ana að átta sig á á­lagn­ing­unni hjá hin­um. Þá segir Sam­keppn­is­eft­ir­litið að verð­sam­ráðið milli olíu­fé­lag­anna á árum áður hafi lík­a þýð­ingu.

Í sjötta lagi kaupa öll fyr­ir­tæk­in bensín af sama birgj­an­um, Statoil í Nor­egi, og það leiðir til­ eins­leit­ari inn­kaupa­kjara. Í sjö­unda og síð­asta lagi er van­virk ­sam­keppni að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt­ist í því að þættir sem ættu að hafa áhrif á verð, eins og fjöld­i keppi­nauta og mis­mik­ill kostn­að­ur, gera það ekki. Einnig hafa ol­íu­fé­lögin ekki brugð­ist við minni sölu á bens­íni með því að fækka bens­ín­stöðv­um, og það eru litlar vís­bend­ingar um að ­sam­drætti í sölu hafi verið mætt með lækkun álagn­ingar til­ þess að laða að við­skipta­vini.

Hafa öll hag af því að tor­velda aðgang ann­arra að mark­aðn­um 

Félögin telj­ast líka öll vera lóð­rétt sam­þætt því þau starfa á öllum stigum mark­að­ar­ins. Þau eru í inn­flutn­ingi, birgða­haldi, dreif­ingu, heild­sölu og smá­sölu, og njóta svo mark­aðs­styrks ýmist hvert um sig eða í sam­ein­ingu. Þau hafa líka öll bæði hvata og getu til þess að úti­loka nýja keppi­nauta með því að neita þeim um bensín í heild­sölu eða um aðgang að birgða­rými. Allt þetta verður til þess að hindra inn­komu nýrra fyr­ir­tækja á mark­að­inn, en tekið er fram í skýrsl­unni að bandríska fyr­ir­tækið Costco ætlar sér að selja bensín við verslun sína sem á að opna í Garðabæ um mitt næsta ár. 

Reglu­verkið hefur líka slæm áhrif - sér­stak­lega hjá borg­inni 



Aðgerðir stjórn­valda hafa líka haft skað­leg áhrif á sam­keppni á mark­aðn­um. Skipu­lags­lög tryggja ekki nægi­lega að tekið sé til­lit til sam­keppn­is­sjón­ar­miða við skipu­lags­gerð hjá sveit­ar­fé­lögum að mati eft­ir­lits­ins og það er ekki heldur tryggt að sveit­ar­fé­lögin líti til sam­keppn­is­sjón­ar­miða við úthlutun lóða til nýrra eða smærri keppi­nauta. „Skað­legu áhrif þessa fyr­ir­ elds­neyt­is­mark­að­inn end­ur­spegl­ast hvað þyngst í núver­andi stefn­u Reykja­vík­ur­borg­arar sem snýr að því að tak­marka fjölda lóða undir elds­neyt­is­stöðvar í sveit­ar­fé­lag­inu en það tor­veld­ar­ að­gang nýrra keppi­nauta að mark­aðn­um,“ segir orð­rétt í skýrsl­unn­i. 

Þá er miðlun Flutn­ings­jöfn­un­ar­sjóðs olíu­vara til þess fallin að hafa skað­leg áhrif á sam­keppni, en sjóð­ur­inn miðlar nákvæmum upp­lýs­ingum um mark­aðs­hlut­deild til félag­anna. 

Veldur allt skaða fyrir neyt­end­ur 

Það er almenn­ingur sem ber tjónið af þessu öllu sam­an, vegna þess að bens­ín­verðið er hærra en það væri ef virk sam­keppni væri á mark­aðn­um. Þetta hefur líka afleidd áhrif vegna þess að verðið hefur áhrif á verð­lag ann­arra fyr­ir­tækja á sinni vöru og þjón­ustu, og líka á vísi­tölu neyslu­verðs. 

Sam­kvæmt útreikn­ingum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er beint tjón þannig að álagn­ing á bif­reiða­elds­neyti hefur verið óeðli­lega há, sem nemur allt að 18 krónum á lítr­ann af bens­íni og 20 krónum af dísil. Þannig hafi neyt­endur hafi borgað 4 til 4,5 millj­örðum of mikið fyrir elds­neytið í fyrra, og þegar litið er til tíma­bils­ins frá 2005 til 2014 nemi þessi upp­hæð 21 tiil 34 millj­örðum króna með virð­is­auka­skatt­i. 

Álagn­ing á bens­íni hefur hækkað nán­ast stöðugt frá árinu 1996 til 2014, nema á árunum 2003 til 2005, þegar álagn­ing lækk­aði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið vekur athygli á því að þau ár var sam­ráðs­mál olíu­fé­lag­anna til með­ferðar hjá sam­keppn­is­yf­ir­völdum og mikil umræða var um verð­lagn­ingu, auk þess sem Atl­ants­olía hóf starf­sem­i. 

N1 einu sem hafa brugð­ist við 



N1, stærsta fyr­ir­tækið á olíu­mark­aðn­um, er það eina sem hefur brugð­ist við frum­mats­skýrsl­unni í dag. Það er kannski eðli­legt í ljósi þess að fyr­ir­tækið er líka skráð á mark­að, og það hefur lækkað tals­vert í við­skiptum dags­ins í dag. 

N1 tekur fram að hags­muna­að­ilum hafi ekki verið gef­inn kostur á að koma á fram­færi sínum sjón­ar­mið­um. Það geti haft áhrif á nið­ur­stöð­urn­ar. „Þá telur N1 einnig mik­il­vægt að áretta að ekki er um að ræða rann­sókn á meintum brotum gegn sam­keppn­is­lögum enda kemur fram í frum­mats­skýrsl­unni að á þeim tæp­lega 30 mán­uðum sem rann­sóknin hefur staðið hafa engar vís­bend­ingar komið fram um brot íslenskra olíu­fé­laga á sam­keppn­is­regl­u­m,“ segir í athuga­semdum Egg­erts Þórs Krist­ó­fers­sonar for­stjóra fyr­ir­tæks­is­ins. 

Hann segir einnig að fyr­ir­tækið telji skýrsl­una stað­festa að virk og heil­brigð sam­keppni ríki á elds­neyt­is­mark­aði, og að for­sendur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir því að verðið sé óeðli­lega hátt séu rang­ar. „Ef elds­neyt­is­verð á Íslandi (án opin­berra gjalda) væri 14-16 krónum lægra, líkt og Sam­keppn­is­eft­ir­litið virð­ist telja eðli­legt, væri það lægra eða svipað með­al­verði bens­íns í  OECD lönd­um, til dæmis lægra en í Dan­mörku og á sama reki og í Sví­þjóð. Það er því miður ekki raun­hæft enda ljóst að land­fræði­leg staða Íslands, smæð mark­að­ar­ins, hár hlut­falls­legur flutn­ings- og dreif­ing­ar­kostn­aður  og hár fjár­magns­kostn­aður hefur óhjá­kvæmi­lega í för með sér að verð á elds­neyti sé nokkuð hærra hér á landi en í flestum OECD lönd­um.“ Fyr­ir­tækið ætlar sér að koma á fram­færi frek­ari sjón­ar­miðum á næst­unni, og seg­ist vilja hafa frum­kvæði að úrbótum þar sem þeirra er þörf. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None