Gullfoss.
Gullfoss.
Auglýsing

Fyrsta des­em­ber minn­umst við full­veldis Íslend­inga, en þann dag árið 1918 varð Ísland ­full­valda ríki. Kallað hefur verið eftir því að þessum áfanga sem þá náð­ist verði gert hærra und­ir­ höfð­i. Sig­ur­inn sem fólst í full­veldi Íslands hafi verið árangur af bar­áttu Íslend­inga fyrir auknum rétt­indum og sjálfs­stjórn og því beri að fagna á afger­andi hátt.

Þetta er að nokkru leyti rétt, því full­veldið var Íslend­ingum vissu­lega mik­il­væg­ur á­fangi. Sé hins vegar rýnt í sög­una þá er málið ekki alveg svo ein­falt að al­farið megi skrifa full­veldið á hetju­lega bar­áttu Íslend­inga. Á þessum tíma var laga- og þjóð­rétt­ar­leg staða ríkja í mik­illi mótun og var almennt að verða til­ ­kerfi nútíma full­valda ríkja – þó form­lega megi rekja sög­una aftur til árs­ins 1648.

Auglýsing

Bent hefur verið á að Íslend­ingar hafi ætíð nálgast ­full­veldið eins og ein­hver muni koma og hrifsa það af þeim þegar minnst var­ir. Eftir ákafa bar­áttu fyrir full­veld­inu við erlend ríki beri yngri kyn­slóðum því að verja það fullu. Ástæðan er kannski sú að þegar Ísland varð full­valda rík­i árið 1918 var talað um að Íslend­ingar væru að end­ur­heimta það full­veldi sem mis­vitrir menn hefðu glatað eftir gullöld þjóð­veld­is­tím­ans, þar sem við hafi ­tekið margra alda nið­ur­læg­ing. Full­veld­i Ís­lands er þó eitt­hvað sem við höfum í hendi okkar – „full­fær um að glutra nið­ur­ ­sjálf“ – fremur en að ein­hver komi og taki það af okk­ur.Bent hefur verið á að Íslendingar hafi ætíð nálgast fullveldið eins og einhver muni koma og hrifsa það af þeim þegar minnst varir. Eftir ákafa baráttu fyrir fullveldinu við erlend ríki beri yngri kynslóðum því að verja það fullu.

Full­veldi er mjög víð­feðmt hug­tak en hin hefð­bundna skil­grein­ing er í grófum dráttum fullt og óskorað vald ríkis á eigin land­svæð­i. ­Full­veld­is­hug­takið hefur tvær vídd­ir, þá innri sem snýr að laga­setn­ingu og lög­mæti rík­is­valds­ins inn­an­lands – og þá ytri sem snýr að við­ur­kenn­ing­u um­heims­ins á lög­sögu rík­is­ins. Jafn­framt hefur full­veldið tvö megin sjón­ar­horn, laga­legt sem er hin form­lega skil­grein­ing – og póli­tískt sem gefur hugs­an­lega raunsann­ari mynd af hug­tak­inu, þó um leið geti það orðið að póli­tísku slag­orði.

Full­veld­ið er þannig í grunn­inn lög­fræði­leg skil­grein­ing á fyr­ir­komu­lagi stjórn­skip­un­ar ­þjóð­rík­is­ins, sem nauð­syn­legt er að skoða í sögu­legu sam­hengi við sam­skipt­i við­kom­andi ríkis við önnur ríki. Síðan koma til ýmis óljós hug­tök eins og þjóð­arsál eða þjóð­ar­ein­ing, sem geta gefið full­veld­inu til­finn­inga­legt gildi. Vanda­mál­ið við full­veld­isum­ræður á Íslandi er einmitt að hug­takið er svo sam­ofið sjálf­stæð­is­bar­átt­u Ís­lend­inga að umræður um fram­sal eða deil­ingu full­veldis geta hljó­mað nánast eins og föð­ur­lands­svik í eyrum margra.

Því er ­mik­il­vægt að árétta að full­veldi er ekki ein­hliða fyr­ir­bæri og snýst ekki um að haga sér eftir eigin geð­þótta. „Við­ur­kenn­ing á full­veldi fæst með sam­starfi, ekki með því að steyta hnef­ann framan í heim­inn“. Gagn­legt gæti verið að hafa orðið „full­gildi“ á bak við eyrað til að fá gleggri mynd af merk­ingu hug­taks­ins, því í full­veld­i ­felst meðal ann­ars réttur ríkis til þátt­töku á alþjóða­vett­vangi og ákveðn­ar ­skyldur því sam­fara.

Ógnar alþjóða­sam­starf full­veld­inu?

Margir f­inna alþjóð­legum skuld­bind­ingum allt til for­áttu þar sem þær vegi stór­lega að ­sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti ríkja og þar með að full­veld­inu. Að sama skapi skerð­i al­þjóða­væð­ing rétt­indi borg­ar­anna þegar ríkin þurfi að laga sig að og beygja undir þær hömlur sem hún skap­ar. Hitt sjón­ar­miðið er að ríki styrki einmitt raun­veru­leg­t ­full­veldi sitt með deil­ingu hins form­lega full­veld­is. Jafn­framt færi al­þjóða­væð­ingin borg­ur­unum lýð­ræð­isum­bætur því ríkin séu knúin til að standa ­sig í stykk­inu með ýmis­legt sem til dæmis varðar borg­ara­leg rétt­indi.

En hvern­ig má það vera að með því að skerða rétt rík­is­ins til að ráða sín­um ­mál­u­m ­megi styrkja sjálf­stæði þess? Af hverju kjósa ríki til dæmis að ger­ast aðil­ar að alþjóða­stofn­unum og samn­ingum þar sem þau aug­ljós­lega fram­selja hluta ­full­veld­is­ins? Í raun hafa flest ríki, Ísland er þar fremst í flokki, fram­selt eða deilt hluta full­veld­is­ins. Spurn­ingin er því hvar við viljum draga mörk­in frekar en hvort við fram­seljum eða deilum því yfir­höf­uð.

Afstaða Íslend­inga til full­veld­is­ins setur mark sitt á umræður um þátt­töku Íslands í alþjóða­sam­starfi. Í því sam­hengi er fróð­legt að skoða hvað það er sem í raun ógnar full­veld­inu. Það sem heyr­ist gjarnan í umræð­unni er að út­lend­ingar sitji um auð­lindir Íslend­inga, hina óþrjót­andi orku, hreina vatnið og fiski­mið­in. Að sama skapi er vísað til yfir­valds­ins í Brus­sel sem íþyngj­and­i ­reglu­gerð­ar­bákns sem full­veld­inu stafi bráð hætta af.Herðubreið.

Þetta við­horf um full­veldið sem við­kvæmt fjöregg, sem við gætum misst í hendur gírugra útlend­inga, kann að vera skað­legt. Því á meðan er sofið á verð­inum á öðrum víg­stöðvum þar sem raun­veru­lega er sótt að full­veld­inu. Grund­vall­ar­at­rið­ið í þessu er að full­veldið fáum við ekki með ein­hliða yfir­lýs­ingu heldur þarf að koma til við­ur­kenn­ing ann­arra ríkja. Hún fæst með form­legu sam­starfi þar sem ­ríki sýnir að því sé treystandi og geti að sem mestu leyti staðið á eig­in ­fót­um.  

Stór­lega er vegið að full­veldi ríkis sem getur ekki tryggt örygg­i ­borgar­anna gagn­vart þeim ógnum sem að geta steðj­að. Það geta verið árásir frá­ öðrum ríkj­um, hóp­um, þeim sem ógna stöðu rík­is­ins innan frá eða ógn vegna ­nátt­úru­ham­fara og ann­arra hörm­unga.

Þeg­ar ­skoð­aðir eru mögu­leikar Íslend­inga til hefð­bund­inna varna verður að við­ur­kenn­ast að þar erum við ekki mjög burð­ug. Ísland er her­laust ríki og upp á önnur ríki komið með her­varn­ir. Eftir brott­för banda­ríska hers­ins árið 2006 hefur Land­helg­is­gæslan átt í mesta basli við að halda úti lág­marks­ ­þyrlu­björg­un­ar­sveit. Jafn­framt má spyrja má hvort Íslend­ingar geti í raun haldið uppi lág­marks borg­ara­legu öryggi í efna­hags­lög­sög­unni umhverfis land­ið. Það er svæði sem við gerum þó kröfu til – og höfum jafn­framt skuld­bundið okkur til sinna öryggi á enn stærra svæði.

Að sama skapi má einnig full­yrða að ef ríki er ekki efna­hags­lega ­sjálf­stætt sé það ekki full­valda. Í því sam­hengi má nefna stöðu Íslands í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 er Ís­land varð í raun upp á önnur ríki komið efna­hags­lega. Þá missti Ísland ­trú­verð­ug­leika á alþjóða­vett­vangi um skeið og íslensk stjórn­völd fóru með­ ­stjórn efna­hags­mála undir hand­leiðslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Óhætt er að ­segja að þar hafi verið vegið að full­veld­inu á ein­hvern hátt.

Full­veldið varið

Því er farin sú leið að leita sam­starfs við önnur ríki, ýmist tví­hliða eða með aðild að ein­hvers konar form­legum samn­ingum eða alþjóða­stofn­un­um. Gera má ráð fyr­ir­ því að meg­in­á­stæða þess að Íslend­ingar und­ir­rit­uðu samn­ing­inn um EES, með þeim ­tak­mörk­unum á full­veld­inu sem aðildin hefur í för með sér, sé komin til af söm­u or­sök og lá að baki inn­göng­unni í NATO.

Þá er það ­metið sem svo, að fórn á hluta full­veld­is­ins sé nauð­syn­leg for­senda sjálf­stæð­is ­ís­lenska þjóð­rík­is­ins. Án greiðs aðgangs að evr­ópskum mörk­uðum gæti íslenskt efna­hags­líf ekki þrif­ist og ef efna­hags­lífið hryndi væri full­veldið vænt­an­lega ekki mik­ils virði. Með fram­sali á vörnum lands­ins með form­legum hætti til­ ­banda­lags eins og NATO og eða Banda­ríkj­anna, má líta svo á að hið raun­veru­lega ­full­veldi rík­is­ins sé betur tryggt.

Þrátt ­fyrir að vera veik­burða getur smá­ríki eins og Ísland með virku alþjóða­sam­starf­i og form­legu fram­sali full­veld­is, varið hags­muni sína á hlut­laus­ari grunni en ella og styrkt sjálf­stæði sitt – auk þess að skapa sér trú­verð­ug­leika á al­þjóða­vett­vangi, sem er lyk­il­at­riði.

Full­veld­ið er því býsna marg­brotið og mik­il­vægt að umgang­ast það af nær­gætni og forð­ast að mis­nota það sem póli­tíska tákn­mynd eða slag­orð. Hætt er við að skil­grein­ing á full­veld­i ­sem bygg­ist á þjóð­ern­is-­róm­an­tískum hug­myndum hund­rað ára gam­allar heims­mynd­ar sé ekki mjög gagn­leg – mun frekar skað­leg.

Full­veld­i er í raun marg­þætt, gagn­kvæmt og síbreyti­legt fyr­ir­bæri og snýst ekki ein­göng­u um að verja hags­muni rík­is­ins á ein­hliða hátt eins og stundum er haldið fram. Full­veld­i er eins­konar gæða­stað­all sem ríki ávinnur sér, en felur þá jafn­framt í sér­ ­ríkar skyld­ur, bæði gagn­vart eigin borg­urum og á alþjóða­vett­vangi. Ef þær eru ekki upp­fylltar er fyrst hætta á að fjöreggið glat­ist.  

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None