Sú stærsta flýgur nú til Kaupmannahafnar

Airbus A380
Auglýsing

Mörg hund­ruð flug­á­huga­menn fylgd­ust með þegar Air­bus A380 far­þega­þota lenti á Kastrup flug­velli við Kaup­manna­höfn sl. þriðju­dag. Und­ir­bún­ingur þess að risa­þotan gæti lent á Kastrup hefur staðið árum saman en vélar af þess­ari gerð munu fram­vegis fljúga dag­lega milli Kaup­manna­hafnar og Dubai.

Það var ekki að undra þótt flug­á­huga­menn væru spenntir þegar þriðju­dag­ur­inn 1. des­em­ber rann upp. Þá var risa­stálfugl­inn, eins og Air­bus A380 er stundum köll­uð, á leið­inni til Dan­merk­ur. Nokkrum klukku­stundum áður en vélin var vænt­an­leg var stór hópur fólks mættur á svæðið við Flyvergril­len, skyndi­bita­stað fast við aðal­flug­braut­ina á Kastr­up. Þessi staður er sá eini þar sem flug­véla­dellu­fólk kemst í námunda við áhuga­málið en ein­ungis girð­ing skilur að svæðið við Flyvergril­len og flug­braut­ina. Þennan þriðju­dags­morgun var óvenju­lega margt fólk á „út­sýnis­pall­in­um“ enda í fyrsta skipti sem þessi risa­þota lenti á vell­inum ef frá er talin ein reynslu­lend­ing, án far­þega, fyrir þremur árum. 

„Hvað er svona merki­legt við þessa flug­vél?“ spurði lít­ill snáði sem beið með pabba sínum eftir að vélin kæmi. „Þetta er stærsta far­þega­flug­vél í heimi“ svar­aði pabb­inn. „Stærri en sú sem við fórum með til Spánar í fyrra?“ spurði sá stutti. „Miklu stærri“ var svar­ið. „Vá­“­sagði snáð­inn. Þegar hann sá vél­ina stein­þagði hann, en sagði svo „þetta er alveg satt pabbi, hún er miklu stærri“. 

Auglýsing

Um hádeg­is­bilið sást hvar ferlíkið birt­ist á himn­inum og lenti svo á Kastr­up, hjólin snertu völl­inn nákvæm­lega á þeirri mín­útu sem til­kynnt hafði verið fyr­ir­fram. Eftir að flug­á­huga­fólk hafði séð nægju sína af risa­vél­inni hélt það á brott, myndum og minn­ingum rík­ara.

Búast við í það minnsta 80 pró­senta sæta­nýt­ingu

Emirates flug­fé­lagið sem á Air­bus vél­ina hefur flogið dag­lega milli Kaup­manna­hafnar og Dubai í rúm fjögur ár. Þar á bæ töldu menn sig því ekki renna blint í sjó­inn þegar ákveðið var að nota risa­vél­ina á þess­ari flug­leið. Tals­maður flug­fé­lags­ins sagði í við­tali að gert væri ráð fyrir að minnsta kosti 80 pró­senta sæta­nýt­ingu, sem væri vel við­un­andi en í vél­inni sem flýgur á þess­ari leið eru 615 sæti. Þegar spurt var um far­þeg­ana sagði tals­mað­ur­inn að margir þeirra væru ferða­menn. Sumir hefðu milli­lent í Dubai, á leið sinni til Kaup­manna­hafn­ar, þaðan færu sumir áfram til ann­arra áfanga­staða og sömu leið til baka. Einnig væru margir sem flygju um Kaup­manna­höfn á leið sinni til Dubai en þar hefur ferða­fólki fjölgað mjög á síð­ustu árum. Bæði ferða­fólki og ekki síður þeim sem væru á ferð­inni vegna vinnu sinnar þætti það mik­ill kostur að geta flogið þessa leið án þess að milli­lenda. Flugið tekur um það bil sjö klukku­stundir frá Dubai en hálf­tíma skemur til baka. Emirates félagið á 67 Air­bus A380 vélar og hefur pantað 140 til við­bótar hjá Air­bus verk­smiðj­un­um. 

Und­ir­bún­ing­ur­inn hófst 1988 

Inni í Airbus A380. Mynd: EPA

Um mitt ár 1988 hitt­ist hópur verk­fræð­inga Air­bus verk­smiðj­anna til að ræða smíði stórrar far­þega­þotu. Mikil leynd hvíldi yfir fund­inum en í fram­haldi af honum hófst und­ir­bún­ingur að smíði þot­unnar sem gekk í fyrstu undir nafn­inu A3XX. Ætl­unin var að smíða þotu sem keppt gæti við Boeing 747 „Jum­bo“. Sú vél fór fyrst í loftið 1970 og var um 37 ára skeið stærsta far­þega­vél heims, til notk­unar í áætl­un­ar­flugi. Jum­boinn getur mest tekið 660 far­þega en til sam­an­burðar getur Air­bus A380 (fékk það heiti árið 2000) rúmað 853 far­þega og 3 þús­und ferða­töskur! 

Orða­sam­bandið „Róm var ekki byggð á einum degi“ er iðu­lega notað um eitt­hvað sem ekki er hespað af í einum græn­um. Þetta á sann­ar­lega við um A380 en sautján ár liðu frá því að und­ir­bún­ingur smíð­innar hófst og þangað til fyrsta til­rauna­flugið fór fram, í apríl 2005. Eftir það var ekki eftir neinu að bíða og fram­leiðslan sett í fullan gang enda margir áhuga­samir kaup­end­ur. Stærstu hlutar vél­ar­innar eru fram­leiddir í Frakk­landi, Þýska­landi, Spáni og Bret­landi en aðrir hlutar vél­ar­innar eru fram­leiddir víða um heim.  

Langur biðlisti

Fyrsta áætl­un­ar­flug A380 var á vegum Singa­pore Air­lines, í októ­ber 2007. Síðan þá hafa Air­bus verk­smiðj­urnar afhent 173 þotur af þess­ari gerð en alls fengið 317 pant­an­ir.

Kölluð hval­ur­inn 

Flug­á­huga­fólk hefur gefið A380 við­ur­nefnið „hval­ur­inn“. Sú nafn­gift kemur til af tvennu. Ann­ars vegar stærð­inni, og hins vegar þykir fram­end­inn minna á til­teknar hvala­teg­und­ir, til dæmis grind­hval. Þegar svo­kall­aðar magn­tölur eru skoð­aðar kemur margt áhuga­vert í ljós. Vélin er 72.7 metrar á lengd (Hall­gríms­kirkja u.þ.b. 75 metr­ar) og heild­ar­breiddin er rétt tæpir 80 metr­ar. Full­hlaðin vegur vélin tæp­lega 600 tonn. Elds­neyt­is­geym­arnir rúma 320 þús­und lítra og vélin getur flogið allt að 15 þús­und kíló­metra í einni lotu, hámarks­hraði 1020 kíló­metrar á klukku­stund. Hreyfl­arnir (mót­or­ar) eru fjórir og þeir eru engin smá­smíði, hver um sig tæpir þrír metrar í þver­mál, sam­settir úr 20 þús­und hlut­um. Fram­leið­endur þeirra eru tveir: Rolls Royce (Trent 900) og General Elect­ric- Pratt og Whit­ney (GP-7200 tur­bof­an). Þotan er sam­sett úr 4 millj­ónum hluta, sem 1500 verk­smiðjur í 30 löndum fram­leiða. 200 gluggar eru á vél­inni og 18 útgöngu­leið­ir. Þegar til stendur að mála vél­ina að utan duga ekki nokkrar 10 lítra föt­ur, það þarf heila 3600 lítra.

Hljóð­lát og spar­neytin

Meðal þess sem hönn­uðir A380 lögðu sér­staka áherslu á var að hún skyldi vera hljóð­lát og spar­neyt­in. Það hefur tekist, hávað­inn frá þot­unni er allt að 50% minni en frá Boeing 747. Miðað við aðrar stórar far­þega­þotur er elds­neyt­iseyðslan 17% minni per far­þega.   

Það eina sem kannski telst nokkurn veg­inn venju­legt við þessa risa­þotu er það að í flug­stjórn­ar­klef­anum eru tveir, flug­stjóri og flug­mað­ur. Það gildir þó bara á styttri flug­leið­um, á lengri leiðum eru flug­menn fjór­ir, en alls eru að jafn­aði 22 í áhöfn­inni.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None