CLN-málið: Kaupþingstoppar ákærðir fyrir að lána, og tapa, 72 milljörðum

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Aðal­með­ferð í svoköll­uðu CLN-­máli Kaup­þings hófst í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Í mál­inu eru Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings og Sig­urð­ur­ Ein­ars­son, fyrrum starf­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans ákærðir fyrir fyr­ir­ stór­felld umboðs­svik með því að lánað fjórum eign­ar­halds­fé­lögum 260 millj­ón­ir ­evra. Félögin fjögur lán­uðu féð áfram til tveggja ann­arra félaga sem not­uðu það til að kaupa láns­hæf­istengd skulda­bréf (Credit Lin­ked Not­es, eða CLN) sem tengd voru skulda­trygg­ing­ar­á­lagi Kaup­þings. Þegar þýski bank­inn Deutsche Bank hóf veð­köll vegna máls­ins fengu síð­ari félögin tvö 260 millj­ónir evra til við­bót­ar lán­uð. Sam­tals nemur láns­upp­hæðin 510 millj­ónum evra, eða um 72 millj­örð­u­m króna á gengi dags­ins í dag. Í ákæru sér­staks sak­sókn­ara kemur fram að talið sé að útlánin séu að öllu leyti töp­uð.  Þar ­segir einnig að menn­irnir tveir hafi valdið Kaup­þingi „stór­felldu tjóni“ með­ hátt­semi sinni.

Magnús Guð­munds­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, er einnig ákærður í mál­inu fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um.

CLN-­mál­ið, sem einnig er þekkt sem Chesterfi­eld-­mál­ið, var ­þing­fest sum­arið 2014. Þá lýstu allir sak­born­ingar yfir sak­leysi sínu. Sam­kvæmt end­ur­sögn mbl.is sagði Hreiðar Már, þegar hann var spurður um afstöðu sína til­ á­kærunn­ar: „Hátt­virt­ur dóm­­ari. Ég get upp­­lýst dóm­inn um það að ég starf­aði í fimmtán ár hjá Kaup­þingi, þar af tíu sem for­­stjóri eða að­stoð­ar­for­­stjóri. Ég tók á þess­um tíma aldrei ákvörðun gegn hags­mun­um ­Kaup­þings. Þessi ákæra er röng og ég er sak­­laus.“

Auglýsing

Vild­ar­við­skipta­vinir gátu grætt en ekki tapað

En hvernig er for­saga þessa ­máls?

Í byrjun febr­úar 2008 fékk Kaup­þing þýska stór­bank­ann Deutsche Bank sér til ráð­gjafar um hvernig bank­inn gæti haft áhrif á síhækk­and­i skulda­trygg­ing­ar­á­lag á sig. Sum­arið eftir sendi starfs­maður Deutsche Bank hug­mynd um við­skipti með láns­hæf­istengd skulda­bréf sem hann taldi að gæt­u hjálpað til við þetta. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir að „í ­tölvu­bréfum sem gengu á milli Sig­urðar Ein­ars­sonar og Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar í fram­hald­inu komu þeir sér saman um að ekki þurfti að fá líf­eyr­is­sjóði með í plan­ið en að þetta skuli þeir gera „ekki spurn­ing“.

Alls var skulda­trygg­ingin sem um ræðir 750 millj­ónir evr­a, ­sem á þeim tíma var á bil­inu 80-90 millj­arðar króna, en væri í dag um 106 millj­arðar króna. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis seg­ir:„Í upp­hafi var ætl­unin að þrjú félög tækju þátt í þessu en þau voru í eigu sex ein­stak­linga sem voru í miklum við­skiptum við ­Kaup­þing. Þessi þrjú félög áttu að kaupa láns­hæf­istengd skulda­bréf að nafn­virð­i 125 millj­ónir evra hvert, með trygg­ingu upp á 250 millj­ónir hvert. Svo virð­is­t þó sem við­skiptin hafi ekki átt sér stað við eitt félagið þegar á hólm­inn var kom­ið. Eig­endur tveggja félaga fengu 130 millj­ónir evra að láni frá Kaup­þingi í Lúx­em­borg. 125 millj­ónir evra voru eig­in­fjár­fram­lag til félag­anna en 5 millj­ónir evra gengu til greiðslu þókn­unar til Deutsche Bank. Þar sem ­samn­ing­ur­inn var 250 millj­óna evra virði þá fengu félögin 125 millj­ónir evra að láni frá Deutsche Bank og var lánið með ákvæði um gjald­fell­ingu ef skulda­trygg­ing­ar­á­lag færi upp fyrir ákveðin mörk.“

Skúli Þorvaldsson var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrun. MYND: Skjáskot af RÚV.Frá 29. ágúst til 8. októ­ber 2008 lán­aði Kaup­þing alls 510 millj­ónir evra, sem í dag eru 72 millj­arðar króna, í þessi skulda­trygg­inga­við­skipti. Ekk­ert eigið fé var lagt í við­skiptin heldur voru þau að fullu fjár­mögnuð af Kaup­þingi. Félögin sem fengu lánin hétu Tren­vis Limited, Holly Beach S.A.,Charbon Capi­tal Ltd. og Harlow Equities S.A. Þau félög lán­uð­u 250 millj­ónir evra til félag­anna Chesterfi­eld United Inc. og Partridge Mana­gement Group til að þau gætu keypt skulda­bréf tengd skulda­trygg­ing­ar­á­lag­i ­Kaup­þings.

Auk þess lán­aði Kaup­þing 250 millj­ónir evra til Chesterfi­eld og Partridge til að mæta veð­köllum frá Deutsche Bank vegna kaupanna. Öllu umrædd félög voru eign­ar­laus og eig­end­ur þeirra voru vild­ar­við­skipta­vinir Kaup­þings, sem hefðu grætt ef við­skiptin hefð­u skilað arði en gátu aldrei tapað krónu. Þeir voru Skúli Þor­valds­son, Ólaf­ur Ólafs­son, Kevin Stan­ford og Karen Mil­len og Ant­on­i­ous Yer­olemou. Auk þess stóð til að hinn nú þekkti Sjeik Al Thani myndi líka taka þátt í sams­kon­ar við­skipt­um. Ekk­ert varð að þeim við­skiptum annað en að félagið Brooks, í eig­u Al-T­hani, fékk 50 millj­ónir dala lán­að­ar.

Hreiðar Már Sig­urðs­son ­sagði við skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþingis „að það hefði ekki verið neitt ­nema hagn­að­ar­von hjá við­skipta­vinum bank­ans sem seldu þessar skulda­trygg­ing­ar, það er ef bank­inn færi í greiðslu­þrot þá væri hagn­aður núll en ef hann væri enn í rekstri í októ­ber 2013 þá myndu þessir við­skipta­vinir hagn­ast. Því til­ við­bótar sagði Hreið­ar: „Ja, þetta var, við töldum að þetta væri þess virði að ­gera þetta, eins og ég segi, við töldum að við værum að nota fjár­muni bank­ans á á­gæt­legan hátt, fá ágætis tekjur af þeim fjár­mun­um. Við töldum að það væri ­mik­il­vægt að athuga hvort þessi mark­aður væri raun­veru­legur eða ekki og við ­töldum að þetta væri gott fyrir þessa við­skipta­vini, sem voru stór­ir við­skipta­vinir og borg­uðu okkur fullar þókn­anir og skuld­uðu okkur nátt­úru­lega ­pen­inga, svo það að staða þeirra mundi batna væri gott fyrir bank­ann“.

Gríð­ar­legt og fáheyrt tjón

Í ákæru sér­staks sak­sókn­ara í mál­inu, sem var gefin út í a­príl 2014, segir að láns­féð, 510 millj­ónir evra, sé Kaup­þingi glatað og „ljóst að ákærðu hafa með hátt­semi sinni valdið Kaup­þingi hf. gríð­ar­legu og fáheyrð­u tjóni. Umboðs­svika­brot ákærðu eru því stór­fellt, hvernig sem á það er litið og sakir ákærðu mikl­ar.

Í gæslu­varð­halds­úr­skurði yfir Magn­úsi Guð­munds­syni, frá því í maí 2010, er einnig fjallað um mál­ið. Þar sagði að „gríð­ar­lega háar fjár­hæð­ir hafi verið lán­aðar eign­ar­lausum félögum til afar áhættu­samra við­skipta og hags­munum hlut­hafa og kröfu­hafa með því stefnt í stór­fellda hættu. Síðust­u lán­veit­ing­arnar hafi átt sér stað eftir gild­is­töku neyð­ar­lag­anna og veit­ing­u ­Seðla­banka Íslands á 500.000.000 EUR neyð­ar­láni til Kaup­þings banka hf“.

Við rann­sókn máls­ins hafi komið fram upp­lýs­ingar um að æðstu ­stjórn­endur Kaup­þings, þeir Sig­urður Ein­ars­son,Hreiðar Már og Magn­ús, hefðu tekið ákvarð­anir um umræddar lán­veit­ingar og við­skipti.  Auk þess eru fleiri mál á hendur þeim enn í rann­sókn.

Sig­urður skrifar bréf til vina og sam­starfs­manna

Sig­urður Ein­ars­son rit­aði nán­ustu vinum sínum og sam­starfs­mönnum bréf 26. jan­úar 2009 þar sem hann bar hönd fyrir höfuð sér í þeim málum sem þá höfðu verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum og tengd­ust Kaup­þing­i. 

Sigurður Einarsson skrifaði vinum og samstarfsmönnum bréf þar sem hann útskýrði sína hlið á ýmsum málum tengdum Kaupþingi. Hér sést hann ásamt Ólafi Ólafssyni við Al Thani réttarhöldin.Eitt þeirra mála sem hann skrifar um í bréf­inu eru við­skipta Kaup­þings með láns­hæf­istengd skulda­bréf, sem hann og félagar hans hafa nú verið ákærðir fyr­ir. Þar sagði m.a.:  Að til­lögu Deutsche Bank var ákveðið að láta reyna á hvað myndi ger­ast ef bank­inn mynd­i ­sjálfur fara að kaupa þessar trygg­ing­ar. Það var hins vegar ekki ein­falt mál, þar sem bank­inn ­gat ekki gefið út trygg­ingar á sjálfan sig. Því var gripið til þess ráðs að fá við­skipta­vini okk­ar ­sem við treystum vel og höfðum átt langvar­andi sam­skipti við sem byggð­ust á trausti og holl­ustu til að eiga þessi við­skipti fyrir hönd bank­ans. Vit­an­lega hefðum við aldrei átt þessi við­skipti nema vegna þess­ara sér­stöku aðstæðna. Við­skiptin voru gerð með hags­muni bank­ans að leið­ar­ljósi og í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur.[...] 

Þar sem að skulda­bréf­in, sem við í Kaup­þing­i á­samt við­skipta­fé­lögum okkur höfðum keypt, voru skuld­sett og höfðu nú lækkað í verði var að­eins um tvennt að ræða. Að reiða fram meiri trygg­ingar eða að gef­ast upp, láta selja skulda­bréfin og tapa hluta eða allri upp­haf­legri fjár­fest­ing­unni. Seinni kost­ur­inn var ein­fald­lega frá­leitur í mínum huga. Lausa­fjár­staða Kaup­þings var góð og ekk­ert sem benti til­ ann­ars en að bank­inn mundi standa þessa ágjöf af sér, rétt eins og bank­inn hafði gert árið 2006 og á vor­dögum 2008. Ef hins vegar skulda­bréfin hefðu verið seld hefði bank­inn orð­ið ­fyrir tjóni og hætt við að aukið fram­boð skulda­bréfa hefði enn frekar grafið undan bank­an­um og veikt aðgang að hans að lána­lín­um. Í fjöl­miðlum er nú efast um skyn­semi þess sem er kallað að færa fjár­muni út úr bank­an­um vik­urnar fyrir fall hans. Þetta er skýr­ing þeirra fjár­magns­flutn­inga. Til­gangur þeirra var að við­halda Kaup­þingi sem "going concern" og allt útlit var fyrir að það tæk­ist í lok sept­em­ber. ­Ná­kvæm­lega hvenær for­sendur breyt­ast er erfitt að segja til um. En ég full­yrði að með þessu var unnið að hags­munum allra kröfu­hafa sem og hlut­hafa Kaup­þings, því um leið og banki hættir að vera "going concern" tap­ast gríð­ar­legir fjár­munir þegar allar eignir bank­ans sem aðrir eiga að veði eru seldar eða not­aðar til skulda­jöfn­un­ar".

Hægt er að lesa bréf Sig­urðar í heild sinni hér.

Sak­felldur í þremur öðrum málum

Allir sak­born­ing­arnir þrír afplána sem stendur dóma á Kvía­bryggju. Þeir hlutu allir dóma í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu í febr­úar síð­ast­liðn­um. Þar var Hreiðar Már dæmdur í fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður í fjög­urra ára fang­elsi og Magnús í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Ólafur Ólafs­son, sem var ­stór eig­andi í Kaup­þingi fyrir hrun, hlaut einnig fjög­urra ára fang­elsi. Voru fjór­menn­ing­arnir dæmd­ir ­fyrir mark­aðs­mis­notk­un á grund­velli laga um verð­bréfa­við­skipti og umboðs­svik sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um. Hæsti­réttur kall­aði brot ­mann­anna alvar­leg­ustu efna­hags­brot sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri ­dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[…]Á­kærð­u[...]eiga sér engar máls­bæt­ur“.

Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús voru einnig allir ákærðir í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings sem hér­aðs­dómur dæmdi í fyrr á þessu ári. Þar var Hreiðar Már dæmdur sekur en hlaut ekki við­bót­ar­refs­ingu. Sig­urð­ur­ var einnig dæmdur sekur og einu ári var bætt við afplánun hans. Tveim­ur á­kæru­liðum gegn Magn­úsi var hins vegar vísað frá og hann sýkn­aður í mál­inu að öðru leyti. Nið­ur­stöð­unni hefur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Þá voru bæði Hreiðar Már og Magnús dæmdir sekir í hér­aðs­dómi í októ­ber 2015 í svoköll­uðu Marp­le-­máli. Hreiðar Már hlaut þá sex mán­aða auka­refs­ingu en Magnús var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi. Skúli Þor­vald­son var einnig dæmdur til sex mán­aða fang­els­is­vistar en Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri ­bank­ans, var sýknuð af ákæru í mál­inu. Hreiðar Már og Guðný Arna vor­u á­kærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ingu.

Auk þess eru fleiri mál á hendur mönn­unum enn í rann­sókn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None