Þarf Donald Trump að óttast múslima í Bandaríkjunum?

Donald Trump vill loka landamærum Bandaríkjanna fyrir múslimum. Staðreyndir sýna þó að sú mynd sem hann málar upp af múslimum í landinu á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Donald Trump.
Donald Trump.
Auglýsing

Ummæli Don­ald Trump um að loka bæri landa­mærum Banda­ríkj­anna fyrir öllum múslimum hafa eðli­lega vakið mikla athygl­i, ­for­dæm­ingu og við­brögð um allan heim. Eðli­lega, þar sem Trump leiðir sem stendur kapp­hlaupið um að vera til­nefndur sem for­seta­fram­bjóð­and­i Repúblikana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. 

Frétta­síðan FiveT­hir­tyEight, sem sér­hæfir sig í grein­ingu á töl­fræði, og raunar fjöl­margir aðr­ir, hafa ítrekað bent á að Trump muni að öllum lík­indum ekki vinna. Sam­kvæmt fréttum hennar hafa fram­bjóð­endur úr röðum repúblik­ana sem hafa mælst með mik­ið ­fylgi snemma í kapp­hlaup­inu um útnefn­ing­una, og talað í fyr­ir­sögn­um, aldrei náð að vinna útnefn­ing­una. Má þar nefna fólk eins og Pat Roberts­son (1988), Pat Buchanan (1996), Steve For­bes (2000), Mick Hucka­bee (2008), Ron Paul (2012) og Rick Santorum (2012).

En stærsta ástæðan fyrir því að Trump mun lík­ast til ekki vinna er sú að Repúblikana­flokk­ur­inn vill ekki að hann vinn­i. 

Auglýsing

Hefur áður beitt svip­uðum tólum

Það breytir því ekki að kast­ljósið bein­ist iðu­lega að Trump. Hann virð­ist móta umræð­una á meðal fram­bjóð­enda. Ummæli Trump hafa enda skilað honum því sem hann sæk­ist iðu­lega eft­ir, ­fyr­ir­sögn­um. Loft­lags­ráð­stefnan í Par­ís, og þau mik­il­vægu mál­efni sem hún er að reyna að taka á, kemst ekki með tærnar þar sem Trump er með hæl­ana þeg­ar kemur að umfjöllun und­an­farna daga. Þótt þjóð­ar­leið­tog­ar, borg­ar­stjór­ar, póli­tískir and­stæð­ing­ar, og ætl­aðir sam­herjar  Trump hafi sam­ein­ast í því að for­dæma ummæli hans hefur það ekk­ert dregið úr hon­um. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump notar kyn­þátta­hyggju eða menn­ing­ar­legan ras­isma til að koma sér á fram­færi. Hann hóf kosn­inga­bar­áttu sína með látum og lof­aði því að byggja múr til að hindra flæði inn­flytj­enda frá Mexíkó til­ ­Band­arikj­anna og ásakað yfir­völd í Mexíkó um að senda glæpa­menn og nauð­gara til Banda­ríkj­anna . Trump ­sagð­ist lofa því að sekta Mexíkó um hund­rað þús­und doll­ara fyrir hvern ein­stak­ling sem kæmi ólög­lega til Banda­ríkj­anna. Í júlí sagði hann m.a. : „Það stafar mikil hætta frá ólög­leg­um inn­flytj­end­um, það stafar gríð­ar­lega mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­end­um við landa­mær­in.“

Flestar ­full­yrð­ing­arnar sem Trump lét falla á þessum fyrstu stigum bar­áttu sinnar átt­u ­sér ekki stoð í raun­veru­leik­anum. Engin gögn styðja t.d. þá full­yrð­ingu að inn­flytj­endur fremji fleiri glæpi en þeir sem fæð­ast í Banda­ríkj­un­um.

Múslimar í Banda­ríkj­unum fáir en mennt­aðir

Hin rót­tæka yfir­lýs­ing, þegar Trump kall­aði eftir því að landa­mærum Banda­ríkj­anna yrði að öllu leyt­i lokað fyrir múslim­um, var sett fram á mánu­dag. Trump rök­studdi kröf­una með því að það væri svo mikið hatur á meðal múslima alls staðar í heim­inum í garð ­Banda­ríkja­manna að það yrði að loka landa­mær­unum fyrir þeim þangað til að það verður betur hægt að greina og skilja vanda­mál­ið. Landið okkar getur ekki ­fórn­ar­lamb hræði­legra árása fólks sem trúir ein­ungis á Jihad." Trump sjálf­ur, og stuðn­ings­menn hans, hafa síðan ítrekað þessa kröfu.



En þarf Trump að hræð­ast múslima í Banda­ríkj­un­um? Á ótti hans við rök að styðjast? Banda­ríska frétta­stöðin CNN hefur tekið saman ýmis gögn sem benda til að svo sé ekki. Raun­ar sé það fjarri lagi.

Í fyrsta lagi eru múslimar mjög lítið brot af þeim sem búa í Banda­ríkj­un­um. Þeir eru undir eitt ­pró­sent full­orð­ina Banda­ríkja­manna og spár gera ráð fyrir að þeir verði 2,1 pró­sent árið 2050. Af þessum hluta er gert ráð fyrir að 63 pró­sent verði inn­flytj­end­ur, ­sem Trump vill banna að koma til Banda­ríkj­anna. Það er því ólík­legt að þetta litla þjóð­ar­brot muni taka yfir Banda­ríkin og koma á Sjar­í­a-lög­um.

Í sam­an­tekt CNN kemur einnig fram að múslimar í Banda­ríkj­unum eru lík­legri en flestir Banda­ríkja­menn til að hafa lokið háskóla­prófi. Raunar eru gyð­ingar eini trú­ar­hóp­ur­inn sem ­mæl­ast með hærra mennt­un­ar­stig en múslim­ar.

Ekki meiri bók­stafs­trú­ar­menn en kristnir

Þá á mýtan um að ­konur séu ætið und­ir­ok­aðar í múslim­skum sam­fé­lögum ekki við um þá sem búa í Banda­ríkj­un­um. Um 90 pró­sent banda­rískra múslima eru þeirrar skoð­unar að kon­ur eigi að taka þátt á vinnu­mark­aði og banda­rískar múslima­konur eru mennt­aðri en ­banda­rískir múslima­karl­ar.

CNN bendir einnig á að múslimar hafi verið hluti af banda­rísku þjóð­inni frá því að hún varð þjóð. Allt að þriðj­ungur þeirra þræla sem fluttir voru til Banda­ríkj­anna frá Afr­ík­u voru múslim­ar.

Ein mýtan um múslima er þó dag­sönn. Flestir banda­rískra múslima eru mjög trú­að­ir. Um helm­ingur þeirra mætir til bæn­halds viku­lega. Hóp­ur­inn er þó ekki eins­leitur og 57 pró­sent hans segja að það séu til fleiri leiðir en ein til að túlka ritn­ing­ar ­trú­ar­inn­ar.

Þeir skera sig sam­t ekki frá öðrum trú­ar­hópum í Banda­ríkj­unum varð­andi stað­festu í trúnni. Um 70 ­pró­sent þeirra Banda­ríkja­manna sem aðhyll­ast kristni segja trúnna ver­a ­mik­il­vægan hluta af lífi þeirra og um 45 pró­sent þeirra fara viku­lega trú­ar­lega ­sam­komu.

Það er líka rétt að ­banda­rískir múslimar hafa framið hryðju­verk í land­inu frá 11. sept­em­ber 2011 og til loka árs 2014. Alls hafa 50 manns lát­ist í slíkum sem framin hafa verið af ­banda­rískum múslimum á tíma­bil­inu. Til sam­an­burðar má nefna að á síð­asta ári einu saman lét­ust 136 manns í stór­felldum skot­vopna­árásum í Banda­ríkj­un­um, eða 86 fleiri en lét­ust sam­tals vegna hryðju­verka banda­rískra múslima á rúm­lega 13 ára tíma­bili. Auk þess þá hafa múslimar í Banda­ríkj­unum for­dæmt þau hryðju­verk ­sem framin hafa verið í nafni trúar þeirra í land­inu og hjálpað til við að benda á aðila sem lík­legir eru til að ætla að fremja slík hryðju­verk.

Það virð­ist því vera að full­yrð­ingar Trump séu, sem fyrr, í mik­illi and­stöðu við raun­veru­leik­ann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None