Verð á íbúðum tvöfaldast á átta ára tímabili

Ný spá Greiningardeildar Arion banka gerir ráð fyrir að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Fjölbýli á svæðinu hafa þegar hækkað um 50 prósent á fimm árum.

Hús
Auglýsing

Nafn­verð hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun hækka um 30 pró­sent á næstu þremur árum. Nafn­verð fjöl­býlis á svæð­inu hækk­aði um 50 pró­sent frá byrjun árs 2011. Þetta kemur fram í spá í nýrri úttekt Grein­ing­ar­deildar Arion banka sem kynnt var í morg­un. Það þýðir að hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun mögu­lega nærri tvö­fald­ast á átta ára tíma­bili, frá 2011 til loka árs 2018, gangi spáin eft­ir.

Tölu­verð útlána­aukn­ing hefur orðið hjá bönkum á árinu 2015 og er hún m.a. rakin til skulda­leið­rétt­ingar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem í fólst greiðsla á 80 millj­örðum króna til þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009. Leið­rétt­ingin hefur aukið veð­hlut­fall þeirra sem hana fengu mik­ið, og það hefur leitt af sér útlána­aukn­ingu. Athygli vekur að aðsókn í verð­tryggð lán hefur auk­ist mikið það sem af er ári og eru þau nú um helm­ingur nýrra útlána. Þetta ger­ist á sama tíma og miklar póli­tískar umræður eru um afnám verð­trygg­ingar og annar stjórn­ar­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, ýtir mjög á að slíkt afnám eigi sér stað. 

Sam­kvæmt úttekt­inni er ekki verið að mæta þeirri upp­söfn­uðu þörf sem er fyrir bygg­ingu íbúða með nýjum fram­kvæmd­um. Raunar hafi verið sam­dráttur á árinu 2015, sem er þvert á allar vænt­ing­ar. Þá kemur fram að öfugt við það sem hefur gerst und­an­farin ár hafi íbúða­verð hækkað umfram leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu það sem af er ári.

Auglýsing

Fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækka mest

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað hratt á und­an­förnum árum. Frá árs­byrjun 2011 hefur verð á fjöl­býli á þessu fjöl­mennasta ­svæði lands­ins t.d. hækkað um 50 pró­sent. Til að setja það í annað sam­hengi þá ­kostar íbúð í fjöl­býli sem kost­aði 20 millj­ónir króna í byrjun árs 2011 nú 30 millj­ónir króna. Miðað við spá Arion banka mun hún kosta um 39 millj­ónir króna í árs­lok 2018. Gangi spáin eftir mun nafn­virði umræddrar íbúðar því nánast tvö­fald­ast á átta árum.

Verð­hækk­anir á lands­byggð­inni hafa verið hæg­ari, og meira í takt við þær hækk­anir sem hafa verið á sér­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem hef­ur hækkað um 30 pró­sent frá árs­byrjun 2011.

Það kemur lík­ast til fæstum á óvart að verð á fast­eignum mið­svæð­is á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað mest, og vel umfram það sem hefur ger­st ann­ars stað­ar. Í úttekt Arion banka segir að með­al­fer­metra­verð í mið­borg Reykja­vík­ur, í póst­núm­eri 101, hafi hækkað um 41 pró­sent frá mars 2013 til­ októ­ber 2015. Á sama tíma hefur það ein­ungis hækkað um 15 pró­sent í Reykja­vík aust­an­ El­liða­áa.

Verð á sér­býli hefur þó hækkað tölu­vert und­an­farin miss­er­i ­sem er vís­bend­ing um að mark­aður fyrir ein­býl­is­hús og önnur sér­býli sé að taka við sér. Grein­ing­ar­deildin gerir samt sem áður ráð fyrir því að eft­ir­spurn verði áfram sem áður eftir íbúðum í fjöl­býli.

Og eft­ir­spurnin er sann­ar­lega meiri en fram­boð­ið. Á síðust­u t­veimur árum hefur fjöldi fast­eigna til sölu dreg­ist tölu­vert sam­an. Fjöld­i ­sér­býli sem bjóð­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fækkað um næstum helm­ing og ­fjöldi íbúða í fjöl­býli fækkað um 20 pró­sent.

Gagn­rýna verð­þak á leigu­mark­aði

Í spá Arion banka um áfram­hald­andi hækkun á hús­næð­is­verði er ­tekið til­lit til fjöl­margra áhættu­þátta sem hafa áhrif á þróun fast­eigna­verðs. Á meðal þeirra eru auknar ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, almennt efna­hags­á­stand, aðgengi að láns­fé, bygg­inga­kostn­að­ur, stefna hins opin­bera og lýð­fræði­legir þættir eins og ­mann­fjöldi, ald­urs­sam­setn­ing og búseta þjóð­ar­inn­ar.

Nið­ur­staðan er sú að nafn­verð íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni hækka um 30 pró­sent fram til loka árs 2018 og að raun­virð­is­hækkun þess verði um 15 pró­sent. Það sem af er þessu ári hef­ur ­í­búða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækka um tíu pró­sent að nafn­virði.

Auð­vitað eru fjöl­margir óvissu­þættir til staðar sem gæt­u haft þau áhrif að spáin stand­ist ekki. Á meðal þeirra er magn þess hús­næðis sem ­leigt er til ferða­manna, mann­fjölda­þró­un, efna­hags­þró­un, vaxta­stig, eig­in­fjár­kröf­ur, sam­keppni á lána­mark­aði, mögu­legar tak­mark­anir á verð­trygg­ing­u og þróun ann­arra eigna­mark­aða.

Grein­ing­ar­deild Arion banka gagn­rýnir mjög hug­myndir um verð­þök á leigu­mark­aði í úttekt sinni. „Ef verð­þak er sett lægra en mark­aðs­verð þýðir það að um leið skap­ast umfram­eft­ir­spurn eftir leigu­hús­næði, sem mynd­i ó­hjá­kvæmi­lega mynda biðlista. Þar sem verðið er nú undir lang­tíma­fram­boð­i ­borgar sig ekki fyrir íbúða­eig­endur að koma inn­/vera inni á mark­að­inn/­mark­aðn­um eða halda hús­næði nægi­lega vel við. Því mun hús­næð­is­kostn­aður rýr­ast þar til­ næst nýtt jafn­vægi með ennþá minna fram­boðnu hús­næði en ella og lengri biðlista eftir leig­hús­næði en áður.“ Þetta hafi t.d. gerst í Stokk­hólmi und­an­farin ár.

Leiðréttingin kom að stórum hluta til framkvæmda á þessu ári. Hún er talin hafa örvað útlán til fasteignakaupa.Leið­rétt­ingin örv­aði útlán

Skuldir heim­ila hafa lækkað jafnt og þétt und­an­farin ár sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu. Þær eru nú svip­aðar og árið 2004 út frá­ þeim mæli­kvarða. Veð­hlut­fall hefur einnig batnað mik­ið, sér­stak­lega á árin­u 2015. Það skýrist að stórum hluta af skulda­leið­rétt­ingu stjórn­valda, sem kom að ­mestu til útgreiðslu í ár.  

Betra veð­hlut­fall og auk­inn kaup­máttur – seðla­bank­inn spáir því að hann hækki um 7,9 pró­sent í ár – getur að mati Grein­ing­ar­deild­ar­innar haft „örvandi áhrif á útlána­mark­að­inn á kom­andi miss­erum“.

Tölu­verð aukn­ing hefur orðið á útlánum nú þeg­ar. Á fyrst­u níu mán­uðum árs­ins 2015 námu hrein ný útlán til heim­ila um 87 millj­örðum króna, ­sem er umtals­verð aukn­ing frá fyrri árum. Fleiri eru að taka verð­tryggð lán en áður og það sem af er ári er skipt­ing milli verð­tryggðra lána og óverð­tryggðra nokkuð jöfn. Grein­ing­ar­deildin telur að skulda­leið­rétt­ing stjórn­valda kunni að ­skýra þessa útlána­aukn­ingu að hluta „en greiðslu­byrði heim­ila lækk­aði í kjöl­far að­gerð­anna og aukið veð­rými hefur myndast“.

Ekki byggt nægi­lega mikið

Í úttekt­inni kemur fram að full­kláruðum íbúðum muni fjölga um 33 pró­sent á milli ára á land­inu öllu. Fjölg­unin árið 2014 var þó 40 pró­sent undir með­al­tali síð­ustu 20 ára og því vantar enn tölu­vert upp á að fram­kvæmd­ir svari eft­ir­spurn.

Með­al­verð þriggja her­bergja íbúðar í fjöl­býli í Reykja­vík er nú yfir bygg­inga­kostn­aði. Það býr til hvata til íbúða­fjár­fest­ing­ar. ­Bygg­inga­kostn­aður sér­býlis er þó enn tölu­vert hærri en sölu­verð þess.

Grein­ing­ar­deildin gerir ráð fyrir að það þurfi að byggja um 2.400 íbúðir á ári til 2020 á land­inu öllu til að svala eft­ir­spurn, miðað við ­mann­fjölda­spár Hag­stofu Íslands. Þar af er upp­söfnuð þörf fyrir um 2.200 íbúð­ir ­sem við dreift er á árin 2015-2018 í spánni.

Þrátt fyrir þessa skýru upp­söfn­uðu þörf sem blasir við seg­ir ­Arion banki að ekki hafi verið mik­ill þróttur í íbúða­fjár­fest­ingu að und­an­förnu. „Raunar hefur verið sam­dráttur á þessu ári, þvert á vænt­ing­ar, en sam­kvæmt spám mun íbúðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölga þó nokkuð á næstu árum.“

Vin­sældir leigu­mark­að­ar­ins náð hámarki

Að lokum var fjallað um ­leigu­mark­að­inn, en leigu­verð hefur hækkað mikið á und­an­förnum árum. 

Í úttekt­inn­i kemur fram að hlut­fallleigj­enda hafi lækkað lít­il­lega síð­ast­liðin tvö ár og að ­dregið hafi úr verð­hækk­unum á leigu­mark­aði. „Öf­ugt við þróun sein­ustu ára hef­ur ­í­búða­verð hækkað umfram leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu það sem af er ári. Einnig eru þing­lýstir kaup­samn­ingar nú orðnir fleiri en þing­lýst­ir ­leigu­samn­ingar í fyrsta sinn síðan árið 2007. Því má gera ráð fyrir að vin­sældir leigu­mark­að­ar­ins hafi náð hámarki um sinn og m.v. horfur í hag­kerf­in­u og bætta stöðu heim­ila má gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram næst­u miss­eri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None