Kosningaloforðið kostar milljarða en enginn veit ávinninginn

Lars Løkke Rasmussen.
Lars Løkke Rasmussen.
Auglýsing

Eitt af lof­orðum danska Ven­stre flokks­ins fyrir þing­kosn­ing­arnar sl. sumar var að opin­ber störf (iðu­lega talað um nokkur þús­und) yrðu flutt frá Kaup­manna­höfn til staða í dreif­býl­inu. Í Dan­mörku hefur íbúum í dreif­býli fækkað mjög á und­an­förnum árum en að sama skapi fjölgað í þétt­býli, einkum í Kaup­manna­höfn. Þangað flytj­ast um eitt þús­und manns í hverjum mán­uði, stærstur hluti þess hóps frá fámenn­ari svæðum í land­inu. Þótt stjórn­mála­menn hafi árum saman lýst áhyggjum vegna þessa og ýmis­legt verið gert til að stemma stigu við straumnum í þétt­býlið hefur það litlu breytt. 

Bar­áttu­mál Danska þjóð­ar­flokks­ins

For­ystu­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa lengi talað fyrir því að flytja opin­berar stofn­anir frá Kaup­manna­höfn. Fyrir þing­kosn­ing­arnar í júní sl. var þetta eitt helsta bar­áttu­mál flokks­ins án þess að til­teknar stofn­anir væru nefndar né tölur um fjölda starfa sem æski­legt væri að flytja frá höf­uð­borg­inni. Nokkrir af for­ystu­mönnum flokks­ins nefndu þá að rétt­ast væri að stofna nefnd til að koma með til­lög­ur, um fjölda stofn­ana og starfs­manna sem æski­legt væri að flytja og líka hvert þær stofn­anir færu. 

Í ágúst hafði Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hins­vegar skipt um skoð­un, sagði með því að setja „flutn­inga­mál­ið“ í ein­hverja nefnd myndi allt drag­ast og jafn­vel koðna nið­ur. Flokk­ur­inn kynnti jafn­framt til­lögur um 12 stofn­anir sem hægt væri að flytja, talan 4000 starfs­menn var nefnd í þessum til­lög­um. Einn af þing­mönnum Danska Þjóð­ar­flokks­ins sagði að til­lög­urnar væru settar fram til að ýta á rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen.

Auglýsing

Stjórnin vill flytja 20 stofn­anir og 3900 störf

Í byrjun októ­ber til­kynnti rík­is­stjórnin að 20 rík­is­stofn­an­ir, allar eða að hluta, yrðu fluttar frá Kaup­manna­höfn og um það bil 3900 störf. Störfin og stofn­an­irnar sem flutt verða dreifast á 38 staði, af ein­stökum stöðum flytj­ast flest störf til Næst­ved (395) en fæst (5) til Borg­und­ar­hólms. Meðal þeirra stofn­ana sem flytj­ast að hluta eða öllu leyti eru Danska skatt­stof­an, Rekstr­ar­stofnun járn­braut­anna, Vinnu­eft­ir­lit­ið, Umhverf­is­stofn­un, Útlend­inga­stofnun og Sigl­inga­mála­stofnun svo fátt eitt sé nefn­t. 

Eng­inn veit kostn­að­inn 

Þegar ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um flutn­ing stofn­an­anna var kynnt var jafn­framt greint frá því að áætl­aður kostn­aður vegna flutn­ing­anna myndi nema 400 millj­ónum króna (u.þ.b. 7,6 millj­arðar íslenskir). Flestum er ljóst að sú upp­hæð er fjarri lagi. Útreikn­ingar og upp­lýs­ingar um kostnað vegna flutn­inga stofn­ana á síð­ustu árum sýna að 3 millj­arðar (57 millj­arðar íslenskir) gætu verið nær lagi og  hugs­an­lega  mun hærri. Mörgum þeirra stofn­ana sem ákveðið hefur verið að flytja fylgir mik­ill og flók­inn bún­að­ur, sem taka þarf niður og flytja á nýja stað­inn og koma þar fyr­ir. Víða þarf að breyta hús­næði, ef það er á annað borð fyrir hendi, áður en flutn­ing­arnir fara fram. Sam­kvæmt áætlun stjórn­ar­innar á flutn­ingum stofn­an­anna að ljúka fyrir árs­lok 2017.

Óperuhúsið í Kaupmannahöfn

Starfs­fólkið vill ekki flytja

Lang­flestir starfs­menn þeirra stofn­ana sem fluttar verða ætla sér ekki að fylgja með á nýja stað­inn. Óform­legar kann­anir tveggja danskra dag­blaða sýna að 5 til 15 pró­sent starfs­manna við­kom­andi stofn­ana ætla að halda áfram á nýja staðn­um, nokkur hópur er óákveð­inn. Verði raunin sú að svo fáir velji að flytja má reikna með að langur tími líði þangað til starf­semin verður komin í samt lag. Að þjálfa nýtt starfs­fólk tek­ur, í sumum til­vik­um, langan tíma og kostar sitt.  Vegna atvinnu­á­stands­ins má búast við að margir sæki um störf sem aug­lýst verða, fram­boð á vinnu­afli er mik­ið.  

Til hvers og hvað vinnst

Ráð­herrar í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen hafa, þegar spurt hefur verið um til­gang­inn, svarað því til að flutn­ingur stofn­ana sé póli­tísk ákvörðun sem stjórnin hafi fullt leyfi til að taka. Og til­gang­ur­inn sé að styrkja atvinnu­lífið á lands­byggð­inni. Kaup­manna­höfn hafi á und­an­förnum árum sogað að sér óeðli­lega stóran hlut opin­berrar starf­semi og þar séu mörg rík­is­fyr­ir­tæki og stofn­anir sem geti sem best verið ann­ars staðar í land­inu. Þessu er út af fyrir sig erfitt að mót­mæla segja efa­semd­ar­menn en spyrja hvort stað­setn­ing rík­is­stofn­ana víðs­vegar um land kalli ekki á mikil og kostn­að­ar­söm ferða­lög milli lands­hluta. Mið­stöð stjórn­sýsl­unnar sé í Kaup­manna­höfn og til­fær­ingar eins og þær sem nú hafi verið ákveðnar breyti þar engu um. 

Eins og að reka mörg heim­ili 

Ein þeirra stofn­ana sem að hluta til verða fluttar frá Kaup­manna­höfn er Mat­væla-og land­bún­að­ar­stofn­un­in. Af rúm­lega 1200 störf­um  verða 392 flutt til tveggja staða á Suð­ur­-Jót­landi, Tönder og Augusten­borg. Stofn­unin er sú fyrsta sem lagt hefur mikla vinnu í að meta kostn­að­inn við flutn­ing­inn og þeir útreikn­ingar sýna að kostn­að­ur­inn muni nema 184 millj­ónum króna. Það er tæp­lega helm­ingur þeirrar upp­hæðar sem rík­is­stjórnin hefur áætlað að flutn­ingur 3900 starfa frá höf­uð­borg­inni muni kosta. Stærstur hluti kostn­að­ar­ins við flutn­ing Mat­væla-og land­bún­að­ar­stofn­un­ar­innar er vegna við­gerða og end­ur­bóta á gömlu geð­sjúkra­húsi, Augusten­borg. 

For­stjóri stofn­un­ar­innar sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske aug­ljóst að rekstr­ar­kostn­að­ur­inn myndi aukast. „Það þekkja margir hvað það kostar að reka tvö heim­ili, ég tala nú ekki um þrjú eins og okkur er ætl­að“. ­Sam­kvæmt inn­an­hússkönnun ætla 15 pró­sent starfs­fólks­ins að flytja með stofn­un­inni til Suð­ur­-Jót­lands.

Menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann tví­stíg­andi

Bertel Haarder

Ein þeirra stofn­ana sem ákveðið hefur verið að flytja er Lista­manna­vinnu­stofur rík­is­ins. Hún er í gömlu pakk­húsi við Strand­göt­una á Krist­jáns­höfn, starfs­menn eru átta tals­ins. Þessi stofnun á að flytj­ast til Hels­ingja­eyr­ar, nánar til­tekið í Krón­borg­ar­kast­al­ann og gömlu skipa­smíða­stöð­ina þar skammt frá. Lista­manna­vinnu­stofur rík­is­ins hafa nokkra sér­stöðu í hópi þeirra stofn­ana sem ætl­unin er að flytja: fátt starfs­fólk en mjög pláss­frek og sér­hæfð vinnu­að­staða. Vinnu­stof­urnar eru tíu tals­ins, mis­stór­ar. Þeim er úthlutað til ákveð­ins tíma, iðu­lega tveggja til þriggja mán­aða í senn. Þar geta lista­menn und­ir­búið sýn­ing­ar, unnið pláss­frek verk og haft aðgang að full­komnum tækj­u­m. Stofn­unin ræður einnig yfir nokkrum íbúðum sem lista­menn, danskir og erlend­ir, geta búið í sam­tímis því sem þeir vinna á verk­stæð­un­um. Lista­menn hafa bent á að þetta geri lista­mönn­um, t.d af lands­byggð­inni, kleift að kynn­ast stefnum og straumum í höf­uð­borg­inni sam­tímis sem þeir vinni að list sinni.  

Að flytja verk­stæðin er talið kosta um 125 millj­ónir króna. Ber­tel Haarder menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur sagt að í ljósi þess hve fá störf sé um að ræða, en jafn­framt mik­inn kostnað vilji hann skoða sér­stak­lega hvort rétt sé að hætta við flutn­ing­inn. „Skyn­semin verður að ráða“ sagði ráð­herr­ann. Hann ætl­ar, fljót­lega eftir ára­mót, að hitta for­svars­menn vinnu­stof­unnar og fara með þeim yfir mál­ið. „Við bruðlum ekki með fjár­muni til menn­ing­ar­inn­ar“ sagði Ber­tel Haarder. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None