Hryðjuverkin í febrúar stærsta fréttamál ársins í Danmörku

kaupmannahofn_skotaras.jpg
Auglýsing

Frétta­menn D­anska rík­is­út­varps­ins sem rekur stærstu og öfl­ug­ustu frétta­stofu lands­ins telja hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn í febr­úar lang stærstu frétt árs­ins í kon­ungs­rík­inu. Kosn­ingar og mál­efni flótta­manna eru líka meðal helst­u frétta­mála árs­ins.

Í árs­lok rifja fjöl­miðlar iðu­lega upp helstu við­burði árs­ins, á inn­lendum og er­lendum vett­vangi. Dönsku fjöl­miðl­arnir eru á einu máli um að hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn séu frétta­mál árs­ins en flestir þeirra segja jafn­framt að Dan­ir hefðu helst viljað vera án þeirra voða­verka.

Um ­kaffi­leytið laug­ar­dag­inn 14. febr­úar kom ungur mað­ur, Omar Abdel Hamid El-Hussein gang­andi að sam­komu­hús­inu Krudttönden á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn. Þar stóð þá yfir fundur um tján­ing­ar­frelsi og meðal ræðu­manna var sænski teikn­ar­inn Lars Vilks. Hann hafði gert umdeilda teikn­ingu af spá­mann­in­um Mú­hameð í hunds­líki, teikn­ingin birt­ist í sænska blað­inu Nerikes Allehanda í ágúst árið 2007.  Hún olli reiði margra múslima sem hót­uðu teikn­ar­anum líf­láti. Omar El-Hussein var ekki kom­inn til­ þess að hlýða á umræður um tján­ing­ar­frelsi, hafði annað í huga. 

Auglýsing

Eng­inn er til­ frá­sagnar um hvað hann ætl­að­ist fyrir en örygg­is­verðir voru við inn­gang ­sam­komu­húss­ins. Þar var líka kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Finn Nörgaard. Þegar Omar El-Hussein var kom­inn að hús­inu dró hann upp byssu, þegar Finn Nörgaard sá hvað verða vildi reyndi hann að yfir­buga Omar El-Hussein en galt fyrir með lífi sínu. Omar El-Hussein tókst ekki að kom­ast inn í sam­komusal­inn en lagði á flótta og þrátt ­fyrir að mikil leit hæf­ist strax fannst hann ekki. Ótti við að ungi mað­ur­inn, ­sem lög­reglan fann fljót­lega út hver var, myndi láta aftur til skarar skríða ­reynd­ist á rökum reist­ur. 

Árásin átti sér stað á Krudttønden í febrúar síðastliðnum. Hún mun sitja lengi í Dönum.
Árásin átti sér stað á Krudttønden í febrúar síðastliðnum. Hún mun sitja lengi í Dönum.
Þótt fjöl­mennt lið lög­reglu og her­manna lok­aði nánast af mið­borg Kaup­manna­hafnar eftir til­ræðið við Kruttønden tókst Omar El-Hussein að kom­ast að ­sam­komu-og bæna­húsi gyð­inga, við Krystal­ga­de, í gamla háskóla­hverf­inu skömmu eftir mið­nætti aðfaranætur sunnu­dags­ins. Að minnsta kosti tveir lög­reglu­þjón­ar voru við inn­gang húss­ins, þar sem veisla stóð yfir, en úti á gang­stétt­inni, við hlið­ið, var örygg­is­vörð­ur­inn Dan Uzan, 37 ára gam­all sjálf­boða­liði. Þeg­ar Omar El-Hussein kom að hlið­inu skaut hann Dan Uzan til bana en lagði svo á flótta. Þrátt fyrir ara­grúa lög­reglu- og her­manna í nágrenn­inu tókst Omar El-Hussein að kom­ast und­an. Eng­inn veit með vissu um ferðir hans fyrr en snemma á sunnu­dags­morgn­inum en þá gekk hann nán­ast í fangið á lög­regl­unni, á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. Hann svar­aði kalli lög­reglu með skot­hríð en féll sjálfur fyr­ir­ skotum lög­reglu­manna.

Í kjöl­far þess­ara atburða fylgdu miklar umræður um ­ör­ygg­is­mál og ótt­ann við hryðju­verk en ekki síður hvað fær unga menn eins og Omar El-Hussein til að vinna slík voða­verk. Sú umræða stendur enn.

Eins og getið var í upp­hafi er þetta lang stærsta frétta­mál árs­ins í Dan­mörku, að mati frétta­manna danskra fjöl­miðla. 

Aðr­ir stór­at­burðir í dönsku þjóð­lífi voru að mati frétta­manna þing­kosn­ing­arnar 18. júní, kosn­ingar um fyr­ir­vara Dana við ESB samn­ing­inn 3. des­em­ber, flótta­manna­straum­ur­inn og mál honum tengd voru líka nefnd, enda­laust klúður hjá dönsku skatt­stof­unni  komst líka á blað og svo ­nefndu frétta­menn tvö mál sem aðrir en Danir myndu lík­lega ekki telja mikil frétta­mál. Ann­ars vegar 75 ára afmæli Mar­grétar Þór­hildar drottn­ingar og að fyrsti danski ­geim­far­inn Andr­eas Mog­en­sen þaut út í geim­inn í sept­em­ber. Þegar frétta­menn voru beðnir um að raða þessum málum eftir mik­il­vægi (án þess að það væri nán­ar skil­greint) nefndu þeir allir flótta­manna­mál­in. 

Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, varð 75 ára á árinu.
Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, varð 75 ára á árinu.
Ástæð­una sögðu þeir að það væri ­mál sem varð­aði millj­ónir fólks og yrði vafa­lítið eitt stærsta og erf­iðasta við­fangs­efni margra Evr­ópu­landa á næsta ári. Engar lausnir, hvorki ein­faldar né flóknar væru í aug­sýn og eng­inn viti í raun hvað muni ger­ast. Frétta­menn nefnd­u því næst kosn­ing­arnar 3.des­em­ber sl. Úrslit þeirra valda óvissu um sam­starf Dana við Evr­ópu­sam­bandið á ýmsum svið­um, einkum varð­andi lög­reglu-og dóms­mál. Mál­efn­i skatts­ins, og allt klúðrið í kringum þá stofnun verða örugg­lega mikið í um­ræð­unni á kom­andi ári. Sagan enda­lausa þar sem eitt klúðrið tekur við af öðru” eins og einn frétta­maður komst að orði. Þing­kosn­ing­arn­ar, þar sem ­flokk­ur­inn með óvin­sælasta þing­mann Dan­merkur sem for­mann tap­aði miklu fylgi en ­mynd­aði minni­hluta­stjórn eru ekki eitt­hvað sem verður í fréttum næsta árs. D­anski geim­far­inn og ferð hans út í geim­inn og afmæli Mar­grétar Þór­hildar eru svo til heima­brúks eins og nokkrir frétta­menn komust að orði.           

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None