Eiffelturninn
Auglýsing

Rót­tækar breyt­ing­ar, umskipti, krefj­andi og tíma­bær verk­efni. Þetta verð­ur­ erfitt og eflaust róst­ur­samt ár; en það eru bjartir tímar framund­an. Svona eru skila­boð ráða­manna frönsku þjóð­ar­inn­ar ­fyrir árið 2016. Ásýnd og skipu­lag Par­ísar tekur miklu­m ­stakka­skipt­um.

Neyð­ar­á­stand enn í gildi

Blóð­ugust­u of­beld­is­verk síðan í seinni heim­styrj­öld­inni settu mark sitt á árið sem var að líða. Alls lét­ust 147 manns í hryðju­verka­árásum, lýst var yfir neyð­ar­á­standi sem hafði ekki ­gerst síðan í Alsír-­stríð­inu á sjötta ára­tug síðust­u ald­ar. Framundan eru rót­tækar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar til þess að fram­lengja þau lög. Með því er nán­ast ekk­ert eft­ir­lit haft ­með lög­regl­unni og leyni­þjón­ust­unni í að fylgj­ast með og hand­taka almenna borg­ara.

Upp­i­ eru hug­myndir að banna hrein­lega opið, þráð­laust net og öll­u­m ­gert skylt að nafn­greina sig skil­merki­lega á net­inu til þess að koma í veg fyrir und­ir­bún­ing hryðju­verka.

Auglýsing

Það er svo meg­in­tak­mark stjórn­valda á árinu að gera út af við DAES­H ­sam­tökin með sam­eig­in­legu heims­átaki. Það er hins vegar mik­ið á­lita­mál hvort auknar árs­ásir í Sýr­landi og Írak, auk­ið ­eft­ir­lit með almenn­ingi skili sér í örugg­ari fram­tíð.



Stærri og öfl­ug­ari París

Frakk­ar líta á París sem meira og annað en sína höf­uð­borg – hún er höf­uð­borg heims, vest­rænnar menn­ing­ar, frjálsrar hugs­un­ar­, lýð­ræð­is. En samt er eng­inn sam­mála um hvernig París eigi að vera og líta út. Í þús­und ár hafa Par­ís­ar­búar rif­ist um ­skipu­lags­mál. Þegar Haussman tók París í gegn og bjó til fyrst­u nú­tíma­borg­ina kom þessi end­an­lega mynd á hana; þessi rjóma­guli, ­sex hæða, art-nou­veau stíll. Eftir það mátti engu breyta í Par­ís. Eng­inn má mála húsið sitt grænt eða breyta svöl­un­um, laga glugga­karmana. Það er hrein­lega bannað með lög­um. Hún er eins og hún er. En París má samt ekki vera Róm, hún má ekki vera safn um sjálfa sig; breyt­ast smátt og smátt í forn­minj­ar. Hún verður að þró­ast stöðugt og end­ur­nýj­ast. Þess vegna fékk Mitt­er­and að byggja gler­pýramíd­ann sinn fyrir fram­an Lou­vr­e-safn­ið. Hann var tákn um fram­tíð­ina í for­tíð­inni. Eða ­for­tíð­ina í fram­tíð­inni. Sem er kannski hinn eig­in­legi and­i Par­ís­ar.

Um ára­mótin tók í gildi nýtt borg­ar­skipu­lag. Borg­ar­mörkin hafa verið stækkuð og víkkuð út og ná nú langt út fyr­ir Périp­hér­ique hring­braut­ina. París hef­ur ­stækk­að! Úthverfin eru því orðin partur af borg­inni sem nær nú ­yfir 814 fer­kíló­metra og telur um sjö millj­ónir íbúa. Áform erum um að stækka lest­ar­kerfið og efla almenn­ings­sam­göng­ur. Draga skal úr mengun með fjölgun hjóla- og göngu­stíga, á með­an bíla­götum verður fækk­að.

Par­ís ætlar sér að verða mesta hjól­reiða­borg Evr­ópu innan nokk­urra ára. Franskir atvinnu­rek­endur eru hvattir til þess að verð­launa ­starfs­menn sér­stak­lega sem mæta á hjóli í vinn­una og greiða því ­fyrir hvern kíló­metra sem það hjól­ar. Þannig geta starfs­menn ­aukið tekjur sínar og sömu­leiðis bætt heils­una, fyr­ir­tæk­ið ­sparar bíla­stæða­kostnað og dregið er úr mengun í borg­inn­i. Allra hag­ur.

Landa­kort­ið breyt­ist

Um ára­mótin tók í gildi ný stjórn­skipan í Frakk­landi. Héröð hafa verið sam­einuð og þeim fækkað úr 22 í 13. Ein­falda á stjórn­kerfið og gera það hag­kvæmara og skil­virkara. Umtals­verð­ar­ breyt­ingar á skatt­kerf­inu taka sömu­leiðis gildi. Það skal verða ein­fald­ara og sann­gjarn­ara. Meira verður litið til tekna og beinn­ar af­komu fólks og fyr­ir­tækja og dregið verður úr beinum nef­skatt­i og ýmis­konar gjöld­um. Hið nýja skatt­kerfið er sagt vera í takt við það breska: „pay as you earn“.

Air­bn­b skatt­skyld og plast­pokar bann­aðir

Deili­hag­kerf­ið, og allir þeir sem stunda við­skipti í gegnum Air­bnb, Drivy og Bla­Blacar og sam­bæri­legar síð­ur, er nú gert skylt að skila ­upp­gjöri til skatt­stjóra. Þessi starf­semi verður því gerð skatt­skyld á árinu. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á stjórn­völd að þessi starf­semi sé rekin á jafn­rétt­is­grund­velli við aðra ­sam­bæri­lega starf­semi og greiði því sams­konar opin­ber gjöld. ­Rík­is­sjóður býst auð­vitað við stór­auknum tekjum með þessum að­gerð­um.   

Í kjöl­far árang­urs­ríkrar loft­lags­ráð­stefnu í París verð­ur­ ráð­ist í umfangs­miklar aðgerðir til þess að draga úr meng­un. ­Draga skal úr notkun plast­poka og hrein­lega banna þá í mat­vöru­versl­un­um. Mat­væli eiga að vera pökkuð inn í efni sem hægt er að end­ur­vinna. Á næsta ári, 2017, verður svo bannað að ­pakka ávöxtum og græn­meti í plast.  

Horft til Kína

Frönsk ­stjórn­völd hafa gert hosur sínar grænar fyrir Kín­verjum og gert ­mikið til þess að efla sam­skipti ríkj­anna. Frakkar búast við auknum fjölda ferða­manna frá Kína og ráð­gert er að kín­verskir lög­reglu­menn muni áfram aðstoða lög­regl­una í París næst­kom­and­i ­sumar til þess að bæta þjón­ustu við þennan mik­il­væga ­ferða­manna­hóp. Kín­verjar kaupa mikið af frönskum lúx­us- og ­merkja­varn­ingi og  hafa gert mik­il­vægar fjár­fest­ingar í Frakk­landi. Þetta daður við Kín­verja er ekki síst gert til þess að hrista efna­hags­lífið aftur í gang.

EM 2016

Mik­il eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir Evr­ópu­keppni lands­liða í fót­bolta enda er búist við mörg hund­ruð þús­und ferða­mönnum í kringum þann við­burð. Það er mikil áskorun fyrir Frakk­land að halda þessa keppni í kjöl­far hryðju­verka­árása og neyð­ar­á­stands og tryggja ­ör­yggi allra gesta og kepp­enda næst­kom­andi sum­ar.

Franska lands­liðið er síðan mikil ráð­gáta. Það gæti unnið eða tapað öllum leikj­um. Stundum er það brillj­ant – og stund­um ­getur það ekki neitt. Það er ungt og spenn­andi; lyk­il­menn eins og Benzema eru farnir á brott eftir kyn­lífs­hneyksli og ýmis vand­ræð­i. Það kemur í ljós hvort að nýja kyn­slóðin end­ur­taki leik­inn frá 1998 þegar Frakkar unnu HM á heima­velli.

Bráðum kemur betri tíð

Í ræðum og ritum virð­ist for­ystu­fólk Frakk­lands vera afar bjart­sýnt þessi ára­mót þrátt fyrir mikla erf­ið­leika í efna­hags­líf­in­u, at­vinnu­leysi, hryðju­verk og upp­gang öfga­flokka. Það talar um unga og dug­lega þjóð, öfl­ugt fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag og hag­vöxt. ­Gildi lýð­veld­is­ins, frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag standa enn traustum fótum í þjóð­líf­inu. Iðn­að­ur, fram­leiðsla og ­ferða­mennska er í vexti og atvinnu­leysi fer þrátt fyrir allt minnk­andi. Frakk­land mun enn fremur leika lyk­il­hlut­verk í milli­ríkja­deil­um, alþjóða­samn­ingum og alþjóð­legu sam­starfi á kom­andi ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None