Eiffelturninn
Auglýsing

Rót­tækar breyt­ing­ar, umskipti, krefj­andi og tíma­bær verk­efni. Þetta verð­ur­ erfitt og eflaust róst­ur­samt ár; en það eru bjartir tímar framund­an. Svona eru skila­boð ráða­manna frönsku þjóð­ar­inn­ar ­fyrir árið 2016. Ásýnd og skipu­lag Par­ísar tekur miklu­m ­stakka­skipt­um.

Neyð­ar­á­stand enn í gildi

Blóð­ugust­u of­beld­is­verk síðan í seinni heim­styrj­öld­inni settu mark sitt á árið sem var að líða. Alls lét­ust 147 manns í hryðju­verka­árásum, lýst var yfir neyð­ar­á­standi sem hafði ekki ­gerst síðan í Alsír-­stríð­inu á sjötta ára­tug síðust­u ald­ar. Framundan eru rót­tækar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar til þess að fram­lengja þau lög. Með því er nán­ast ekk­ert eft­ir­lit haft ­með lög­regl­unni og leyni­þjón­ust­unni í að fylgj­ast með og hand­taka almenna borg­ara.

Upp­i­ eru hug­myndir að banna hrein­lega opið, þráð­laust net og öll­u­m ­gert skylt að nafn­greina sig skil­merki­lega á net­inu til þess að koma í veg fyrir und­ir­bún­ing hryðju­verka.

Auglýsing

Það er svo meg­in­tak­mark stjórn­valda á árinu að gera út af við DAES­H ­sam­tökin með sam­eig­in­legu heims­átaki. Það er hins vegar mik­ið á­lita­mál hvort auknar árs­ásir í Sýr­landi og Írak, auk­ið ­eft­ir­lit með almenn­ingi skili sér í örugg­ari fram­tíð.Stærri og öfl­ug­ari París

Frakk­ar líta á París sem meira og annað en sína höf­uð­borg – hún er höf­uð­borg heims, vest­rænnar menn­ing­ar, frjálsrar hugs­un­ar­, lýð­ræð­is. En samt er eng­inn sam­mála um hvernig París eigi að vera og líta út. Í þús­und ár hafa Par­ís­ar­búar rif­ist um ­skipu­lags­mál. Þegar Haussman tók París í gegn og bjó til fyrst­u nú­tíma­borg­ina kom þessi end­an­lega mynd á hana; þessi rjóma­guli, ­sex hæða, art-nou­veau stíll. Eftir það mátti engu breyta í Par­ís. Eng­inn má mála húsið sitt grænt eða breyta svöl­un­um, laga glugga­karmana. Það er hrein­lega bannað með lög­um. Hún er eins og hún er. En París má samt ekki vera Róm, hún má ekki vera safn um sjálfa sig; breyt­ast smátt og smátt í forn­minj­ar. Hún verður að þró­ast stöðugt og end­ur­nýj­ast. Þess vegna fékk Mitt­er­and að byggja gler­pýramíd­ann sinn fyrir fram­an Lou­vr­e-safn­ið. Hann var tákn um fram­tíð­ina í for­tíð­inni. Eða ­for­tíð­ina í fram­tíð­inni. Sem er kannski hinn eig­in­legi and­i Par­ís­ar.

Um ára­mótin tók í gildi nýtt borg­ar­skipu­lag. Borg­ar­mörkin hafa verið stækkuð og víkkuð út og ná nú langt út fyr­ir Périp­hér­ique hring­braut­ina. París hef­ur ­stækk­að! Úthverfin eru því orðin partur af borg­inni sem nær nú ­yfir 814 fer­kíló­metra og telur um sjö millj­ónir íbúa. Áform erum um að stækka lest­ar­kerfið og efla almenn­ings­sam­göng­ur. Draga skal úr mengun með fjölgun hjóla- og göngu­stíga, á með­an bíla­götum verður fækk­að.

Par­ís ætlar sér að verða mesta hjól­reiða­borg Evr­ópu innan nokk­urra ára. Franskir atvinnu­rek­endur eru hvattir til þess að verð­launa ­starfs­menn sér­stak­lega sem mæta á hjóli í vinn­una og greiða því ­fyrir hvern kíló­metra sem það hjól­ar. Þannig geta starfs­menn ­aukið tekjur sínar og sömu­leiðis bætt heils­una, fyr­ir­tæk­ið ­sparar bíla­stæða­kostnað og dregið er úr mengun í borg­inn­i. Allra hag­ur.

Landa­kort­ið breyt­ist

Um ára­mótin tók í gildi ný stjórn­skipan í Frakk­landi. Héröð hafa verið sam­einuð og þeim fækkað úr 22 í 13. Ein­falda á stjórn­kerfið og gera það hag­kvæmara og skil­virkara. Umtals­verð­ar­ breyt­ingar á skatt­kerf­inu taka sömu­leiðis gildi. Það skal verða ein­fald­ara og sann­gjarn­ara. Meira verður litið til tekna og beinn­ar af­komu fólks og fyr­ir­tækja og dregið verður úr beinum nef­skatt­i og ýmis­konar gjöld­um. Hið nýja skatt­kerfið er sagt vera í takt við það breska: „pay as you earn“.

Air­bn­b skatt­skyld og plast­pokar bann­aðir

Deili­hag­kerf­ið, og allir þeir sem stunda við­skipti í gegnum Air­bnb, Drivy og Bla­Blacar og sam­bæri­legar síð­ur, er nú gert skylt að skila ­upp­gjöri til skatt­stjóra. Þessi starf­semi verður því gerð skatt­skyld á árinu. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á stjórn­völd að þessi starf­semi sé rekin á jafn­rétt­is­grund­velli við aðra ­sam­bæri­lega starf­semi og greiði því sams­konar opin­ber gjöld. ­Rík­is­sjóður býst auð­vitað við stór­auknum tekjum með þessum að­gerð­um.   

Í kjöl­far árang­urs­ríkrar loft­lags­ráð­stefnu í París verð­ur­ ráð­ist í umfangs­miklar aðgerðir til þess að draga úr meng­un. ­Draga skal úr notkun plast­poka og hrein­lega banna þá í mat­vöru­versl­un­um. Mat­væli eiga að vera pökkuð inn í efni sem hægt er að end­ur­vinna. Á næsta ári, 2017, verður svo bannað að ­pakka ávöxtum og græn­meti í plast.  

Horft til Kína

Frönsk ­stjórn­völd hafa gert hosur sínar grænar fyrir Kín­verjum og gert ­mikið til þess að efla sam­skipti ríkj­anna. Frakkar búast við auknum fjölda ferða­manna frá Kína og ráð­gert er að kín­verskir lög­reglu­menn muni áfram aðstoða lög­regl­una í París næst­kom­and­i ­sumar til þess að bæta þjón­ustu við þennan mik­il­væga ­ferða­manna­hóp. Kín­verjar kaupa mikið af frönskum lúx­us- og ­merkja­varn­ingi og  hafa gert mik­il­vægar fjár­fest­ingar í Frakk­landi. Þetta daður við Kín­verja er ekki síst gert til þess að hrista efna­hags­lífið aftur í gang.

EM 2016

Mik­il eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir Evr­ópu­keppni lands­liða í fót­bolta enda er búist við mörg hund­ruð þús­und ferða­mönnum í kringum þann við­burð. Það er mikil áskorun fyrir Frakk­land að halda þessa keppni í kjöl­far hryðju­verka­árása og neyð­ar­á­stands og tryggja ­ör­yggi allra gesta og kepp­enda næst­kom­andi sum­ar.

Franska lands­liðið er síðan mikil ráð­gáta. Það gæti unnið eða tapað öllum leikj­um. Stundum er það brillj­ant – og stund­um ­getur það ekki neitt. Það er ungt og spenn­andi; lyk­il­menn eins og Benzema eru farnir á brott eftir kyn­lífs­hneyksli og ýmis vand­ræð­i. Það kemur í ljós hvort að nýja kyn­slóðin end­ur­taki leik­inn frá 1998 þegar Frakkar unnu HM á heima­velli.

Bráðum kemur betri tíð

Í ræðum og ritum virð­ist for­ystu­fólk Frakk­lands vera afar bjart­sýnt þessi ára­mót þrátt fyrir mikla erf­ið­leika í efna­hags­líf­in­u, at­vinnu­leysi, hryðju­verk og upp­gang öfga­flokka. Það talar um unga og dug­lega þjóð, öfl­ugt fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag og hag­vöxt. ­Gildi lýð­veld­is­ins, frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag standa enn traustum fótum í þjóð­líf­inu. Iðn­að­ur, fram­leiðsla og ­ferða­mennska er í vexti og atvinnu­leysi fer þrátt fyrir allt minnk­andi. Frakk­land mun enn fremur leika lyk­il­hlut­verk í milli­ríkja­deil­um, alþjóða­samn­ingum og alþjóð­legu sam­starfi á kom­andi ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None