Vaxandi þrýstingur á Helga Magnússon - Staða hans sér á báti

VR krefst þess að stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna séu ekki fjárfestar á markaði. Skýrsla sýnir að staða Helga Magnússonar er sérstök miðað við alla aðra stjórnarmenn lífeyrissjóða. Ný stjórn skipuð fyrir 1. febrúar. Helgi nýtur stuðnings.

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Vax­andi óánægju gætir innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar með­ ­stöðu Helga Magn­ús­son­ar, vara­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, vegna þeirra hags­muna sem hann hefur sem sjálf­stæður fjár­festir ann­ars veg­ar, og síðan sem ­full­trúi líf­eyr­is­sjóð­anna hins veg­ar, í stjórnum fyr­ir­tækja. Skipað verður í nýja ­stjórn sjóðs­ins fyrir 1. febr­úar næst­kom­andi. Stjórn­ina skipa í dag, auk Helga, þau Ásta Rut Jón­as­dótt­ir, for­maður stjórn­ar, Anna G. Sverr­is­dótt­ir, Birgir S. Bjarna­son, Birgir Már Guð­munds­son, Fríður Birna Stef­áns­dótt­ir, Mar­grét Sif Haf­steins­dóttir og Páll Örn Lín­dal.

Skýrsla dregur fram stöð­una

Spjótin bein­ast ekki síst að Helga þar sem staða hans þykir alveg sér á bát­i, þegar kemur að fjár­fest­ingum stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Skýrsla sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjárf­eig­enda á síð­asta ári, og skilað var 30. októ­ber í fyrra, hefur meðal ann­ars verið nýtt sem grunn­gagn í rök­ræðum um þessi mál innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og einnig hjá hags­muna­sam­tök­um at­vinnu­rek­enda, það er Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Við­skipta­ráði Íslands.

Aug­lýst eftir áhuga­sömum

Sam­kvæmt reglum VR til­nefnir stjórn VR tvo aðal­menn en ­trún­að­ar­ráð félags­ins til­nefnir tvo aðal­menn og fjóra vara­menn. Aug­lýst var eftir umsóknum áhuga­samra um stjórn­ar­setu seint á síð­asta ári og stendur nú ­yfir vinna við að greina þær umsókn­ir.

Auglýsing

Atvinnu­rek­endur til­nefna jafn­marga stjórn­ar­menn sam­kvæmt eft­ir­far­andi: Félag atvinnu­rek­enda til­nefnir einn, Kaup­manna­sam­tök Íslands­ til­nefna einn, Sam­tök iðn­að­ar­ins til­nefna einn að fengnu áliti Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins til­nefna einn að fengnu áliti Við­skipta­ráðs Ís­lands. Jafn­margir vara­menn eru svo til­nefndir af atvinnu­rek­endum á sama hátt.

Helgi seg­ist fylgja settum reglum

Í skýrsl­unni kemur fram það sem fyrir liggur opin­ber­lega, að Helgi Magn­ús­son á eign­ar­hluti í Marel og N1, að mark­aðsvirði nokkur hund­ruð millj­óna króna. Nokkrar sveiflur hafa verið á mark­aði að und­an­förnu, og hafa flest félög sem skráð eru á markað lækkað nokkuð skarpt í upp­hafi árs­ins, en heild­ar­á­vöxtun á mark­aðnum í fyrra var um 43 pró­sent.

Helgi situr í stjórnum fyrr­nefndra fyr­ir­tækja, ­sam­hliða stjórn­ar­setu í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna. Hann hefur sjálfur svar­að því til, að VR hafi sín sjón­ar­mið en að félagið stjórni ekki hvernig aðr­ir ­sem til­nefna stjórn­ar­menn hagi sínum áhersl­um.

Þá seg­ist Helgi fylgja öllum settum á regl­um, er varð­i inn­herja, og því sé ekk­ert óeðli­legt við hans þátt­töku á mark­aði. Hann fjár­festi aðeins innan þess glugga sem hann hafi til að fjár­festa, sem sé eftir að upp­gjör séu birt.

Helgi hefur til þessa notið trausts Sam­taka iðn­aðn­ar­ins, og verið stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna árum saman á grund­velli þess.

VR.

Unnið úr gögnum Credit­info

Í skýrsl­unni er farið ítar­lega yfir stöðu mála hjá öðrum ­stjórn­ar­mönn­um, og einnig hvaða ein­stak­lingar eru stærstu eig­endur hluta­bréfa á mark­aði. Mark­mið skýrsl­unnar var að kort­leggja hluta­fjár­eign líf­eyr­is­sjóð­anna og einnig þátt­töku stjórn­ar­manna á hluta­bréfa­mark­aði. Verk­inu stjórn­að­i Bene­dikt Jóhann­es­son, en auk hans unnu þeir Arnór Ingi Finn­björns­son og Ragn­ar Jó­hann­es­son að skýrsl­unni, að því er fram kemur í inn­gangi henn­ar.

Grunn­upp­lýs­ingar í skýrsl­unni koma frá fyr­ir­tæk­inu Credit­info og gagna­grunni þess.

Stjórn Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­víkur (VR) ályktað­i ­form­lega á þann veg, 13. jan­úar síð­ast­lið­inn, að stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna ættu ekki að sitja í stjórnum fyr­ir­tækja sam­hliða eða fjár­festa ­sjálfur í hlutafé félag­anna.

Gera kröfu um að aðrir fylgi VR

„Okkur ber að standa vörð um Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna, ­trú­verð­ug­leika hans og traust. Til að það sé hægt verður að tryggja að þeir sem ­skipa stjórn sjóðs­ins gæti fyrst og fremst hags­muna sjóðs­ins sjálfs og ­sjóð­fé­laga. Það er að mati stjórnar VR óásætt­an­legt að stjórn­ar­menn í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna sitji í stjórnum eða eigi hlut í fyr­ir­tækjum sem ­sjóð­ur­inn fjár­festir í,“ segir í ályktun stjórnar VR. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, for­maður VR, hefur ítrek­að, eftir að ályktun stjórn­ar­innar lá fyr­ir, að sú staða sem sé uppi, er varði Helga Magn­ús­son, sé ekki í takt við þær kröfur sem VR geri og það sé von félags­ins, að aðrir sem til­nefni í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna geri sömu kröf­ur.

Tæp­lega 50 þús­und sjóð­fé­lagar eru í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, og voru heild­ar­eignir sjóðs­ins um 5,1 pró­sent umfram heild­ar­skuld­bind­ingar í árs­lok 2014. Eignir sjóðs­ins eru 29 pró­sent í erlendum verð­bréf­um, 29 pró­sent í rík­is­tryggðum skulda­bréf­um, 19 pró­sent í inn­lendum hluta­bréf­um, tvö pró­sent í banka­inni­stæð­um, 7 pró­sent í sjóð­fé­laga­lán­um, 6 pró­sent í fyr­ir­tækja­skulda­bréfum og 8 pró­sent í skulda­bréfum sveit­ar­fé­laga, banka og ann­arra aðila.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None