Vaxandi þrýstingur á Helga Magnússon - Staða hans sér á báti

VR krefst þess að stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna séu ekki fjárfestar á markaði. Skýrsla sýnir að staða Helga Magnússonar er sérstök miðað við alla aðra stjórnarmenn lífeyrissjóða. Ný stjórn skipuð fyrir 1. febrúar. Helgi nýtur stuðnings.

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Vax­andi óánægju gætir innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar með­ ­stöðu Helga Magn­ús­son­ar, vara­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, vegna þeirra hags­muna sem hann hefur sem sjálf­stæður fjár­festir ann­ars veg­ar, og síðan sem ­full­trúi líf­eyr­is­sjóð­anna hins veg­ar, í stjórnum fyr­ir­tækja. Skipað verður í nýja ­stjórn sjóðs­ins fyrir 1. febr­úar næst­kom­andi. Stjórn­ina skipa í dag, auk Helga, þau Ásta Rut Jón­as­dótt­ir, for­maður stjórn­ar, Anna G. Sverr­is­dótt­ir, Birgir S. Bjarna­son, Birgir Már Guð­munds­son, Fríður Birna Stef­áns­dótt­ir, Mar­grét Sif Haf­steins­dóttir og Páll Örn Lín­dal.

Skýrsla dregur fram stöð­una

Spjótin bein­ast ekki síst að Helga þar sem staða hans þykir alveg sér á bát­i, þegar kemur að fjár­fest­ingum stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Skýrsla sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjárf­eig­enda á síð­asta ári, og skilað var 30. októ­ber í fyrra, hefur meðal ann­ars verið nýtt sem grunn­gagn í rök­ræðum um þessi mál innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og einnig hjá hags­muna­sam­tök­um at­vinnu­rek­enda, það er Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Við­skipta­ráði Íslands.

Aug­lýst eftir áhuga­sömum

Sam­kvæmt reglum VR til­nefnir stjórn VR tvo aðal­menn en ­trún­að­ar­ráð félags­ins til­nefnir tvo aðal­menn og fjóra vara­menn. Aug­lýst var eftir umsóknum áhuga­samra um stjórn­ar­setu seint á síð­asta ári og stendur nú ­yfir vinna við að greina þær umsókn­ir.

Auglýsing

Atvinnu­rek­endur til­nefna jafn­marga stjórn­ar­menn sam­kvæmt eft­ir­far­andi: Félag atvinnu­rek­enda til­nefnir einn, Kaup­manna­sam­tök Íslands­ til­nefna einn, Sam­tök iðn­að­ar­ins til­nefna einn að fengnu áliti Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins til­nefna einn að fengnu áliti Við­skipta­ráðs Ís­lands. Jafn­margir vara­menn eru svo til­nefndir af atvinnu­rek­endum á sama hátt.

Helgi seg­ist fylgja settum reglum

Í skýrsl­unni kemur fram það sem fyrir liggur opin­ber­lega, að Helgi Magn­ús­son á eign­ar­hluti í Marel og N1, að mark­aðsvirði nokkur hund­ruð millj­óna króna. Nokkrar sveiflur hafa verið á mark­aði að und­an­förnu, og hafa flest félög sem skráð eru á markað lækkað nokkuð skarpt í upp­hafi árs­ins, en heild­ar­á­vöxtun á mark­aðnum í fyrra var um 43 pró­sent.

Helgi situr í stjórnum fyrr­nefndra fyr­ir­tækja, ­sam­hliða stjórn­ar­setu í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna. Hann hefur sjálfur svar­að því til, að VR hafi sín sjón­ar­mið en að félagið stjórni ekki hvernig aðr­ir ­sem til­nefna stjórn­ar­menn hagi sínum áhersl­um.

Þá seg­ist Helgi fylgja öllum settum á regl­um, er varð­i inn­herja, og því sé ekk­ert óeðli­legt við hans þátt­töku á mark­aði. Hann fjár­festi aðeins innan þess glugga sem hann hafi til að fjár­festa, sem sé eftir að upp­gjör séu birt.

Helgi hefur til þessa notið trausts Sam­taka iðn­aðn­ar­ins, og verið stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna árum saman á grund­velli þess.

VR.

Unnið úr gögnum Credit­info

Í skýrsl­unni er farið ítar­lega yfir stöðu mála hjá öðrum ­stjórn­ar­mönn­um, og einnig hvaða ein­stak­lingar eru stærstu eig­endur hluta­bréfa á mark­aði. Mark­mið skýrsl­unnar var að kort­leggja hluta­fjár­eign líf­eyr­is­sjóð­anna og einnig þátt­töku stjórn­ar­manna á hluta­bréfa­mark­aði. Verk­inu stjórn­að­i Bene­dikt Jóhann­es­son, en auk hans unnu þeir Arnór Ingi Finn­björns­son og Ragn­ar Jó­hann­es­son að skýrsl­unni, að því er fram kemur í inn­gangi henn­ar.

Grunn­upp­lýs­ingar í skýrsl­unni koma frá fyr­ir­tæk­inu Credit­info og gagna­grunni þess.

Stjórn Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­víkur (VR) ályktað­i ­form­lega á þann veg, 13. jan­úar síð­ast­lið­inn, að stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna ættu ekki að sitja í stjórnum fyr­ir­tækja sam­hliða eða fjár­festa ­sjálfur í hlutafé félag­anna.

Gera kröfu um að aðrir fylgi VR

„Okkur ber að standa vörð um Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna, ­trú­verð­ug­leika hans og traust. Til að það sé hægt verður að tryggja að þeir sem ­skipa stjórn sjóðs­ins gæti fyrst og fremst hags­muna sjóðs­ins sjálfs og ­sjóð­fé­laga. Það er að mati stjórnar VR óásætt­an­legt að stjórn­ar­menn í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna sitji í stjórnum eða eigi hlut í fyr­ir­tækjum sem ­sjóð­ur­inn fjár­festir í,“ segir í ályktun stjórnar VR. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, for­maður VR, hefur ítrek­að, eftir að ályktun stjórn­ar­innar lá fyr­ir, að sú staða sem sé uppi, er varði Helga Magn­ús­son, sé ekki í takt við þær kröfur sem VR geri og það sé von félags­ins, að aðrir sem til­nefni í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna geri sömu kröf­ur.

Tæp­lega 50 þús­und sjóð­fé­lagar eru í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, og voru heild­ar­eignir sjóðs­ins um 5,1 pró­sent umfram heild­ar­skuld­bind­ingar í árs­lok 2014. Eignir sjóðs­ins eru 29 pró­sent í erlendum verð­bréf­um, 29 pró­sent í rík­is­tryggðum skulda­bréf­um, 19 pró­sent í inn­lendum hluta­bréf­um, tvö pró­sent í banka­inni­stæð­um, 7 pró­sent í sjóð­fé­laga­lán­um, 6 pró­sent í fyr­ir­tækja­skulda­bréfum og 8 pró­sent í skulda­bréfum sveit­ar­fé­laga, banka og ann­arra aðila.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None