Vaxandi þrýstingur á Helga Magnússon - Staða hans sér á báti

VR krefst þess að stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna séu ekki fjárfestar á markaði. Skýrsla sýnir að staða Helga Magnússonar er sérstök miðað við alla aðra stjórnarmenn lífeyrissjóða. Ný stjórn skipuð fyrir 1. febrúar. Helgi nýtur stuðnings.

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Vax­andi óánægju gætir innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar með­ ­stöðu Helga Magn­ús­son­ar, vara­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, vegna þeirra hags­muna sem hann hefur sem sjálf­stæður fjár­festir ann­ars veg­ar, og síðan sem ­full­trúi líf­eyr­is­sjóð­anna hins veg­ar, í stjórnum fyr­ir­tækja. Skipað verður í nýja ­stjórn sjóðs­ins fyrir 1. febr­úar næst­kom­andi. Stjórn­ina skipa í dag, auk Helga, þau Ásta Rut Jón­as­dótt­ir, for­maður stjórn­ar, Anna G. Sverr­is­dótt­ir, Birgir S. Bjarna­son, Birgir Már Guð­munds­son, Fríður Birna Stef­áns­dótt­ir, Mar­grét Sif Haf­steins­dóttir og Páll Örn Lín­dal.

Skýrsla dregur fram stöð­una

Spjótin bein­ast ekki síst að Helga þar sem staða hans þykir alveg sér á bát­i, þegar kemur að fjár­fest­ingum stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Skýrsla sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjárf­eig­enda á síð­asta ári, og skilað var 30. októ­ber í fyrra, hefur meðal ann­ars verið nýtt sem grunn­gagn í rök­ræðum um þessi mál innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og einnig hjá hags­muna­sam­tök­um at­vinnu­rek­enda, það er Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Við­skipta­ráði Íslands.

Aug­lýst eftir áhuga­sömum

Sam­kvæmt reglum VR til­nefnir stjórn VR tvo aðal­menn en ­trún­að­ar­ráð félags­ins til­nefnir tvo aðal­menn og fjóra vara­menn. Aug­lýst var eftir umsóknum áhuga­samra um stjórn­ar­setu seint á síð­asta ári og stendur nú ­yfir vinna við að greina þær umsókn­ir.

Auglýsing

Atvinnu­rek­endur til­nefna jafn­marga stjórn­ar­menn sam­kvæmt eft­ir­far­andi: Félag atvinnu­rek­enda til­nefnir einn, Kaup­manna­sam­tök Íslands­ til­nefna einn, Sam­tök iðn­að­ar­ins til­nefna einn að fengnu áliti Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins til­nefna einn að fengnu áliti Við­skipta­ráðs Ís­lands. Jafn­margir vara­menn eru svo til­nefndir af atvinnu­rek­endum á sama hátt.

Helgi seg­ist fylgja settum reglum

Í skýrsl­unni kemur fram það sem fyrir liggur opin­ber­lega, að Helgi Magn­ús­son á eign­ar­hluti í Marel og N1, að mark­aðsvirði nokkur hund­ruð millj­óna króna. Nokkrar sveiflur hafa verið á mark­aði að und­an­förnu, og hafa flest félög sem skráð eru á markað lækkað nokkuð skarpt í upp­hafi árs­ins, en heild­ar­á­vöxtun á mark­aðnum í fyrra var um 43 pró­sent.

Helgi situr í stjórnum fyrr­nefndra fyr­ir­tækja, ­sam­hliða stjórn­ar­setu í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna. Hann hefur sjálfur svar­að því til, að VR hafi sín sjón­ar­mið en að félagið stjórni ekki hvernig aðr­ir ­sem til­nefna stjórn­ar­menn hagi sínum áhersl­um.

Þá seg­ist Helgi fylgja öllum settum á regl­um, er varð­i inn­herja, og því sé ekk­ert óeðli­legt við hans þátt­töku á mark­aði. Hann fjár­festi aðeins innan þess glugga sem hann hafi til að fjár­festa, sem sé eftir að upp­gjör séu birt.

Helgi hefur til þessa notið trausts Sam­taka iðn­aðn­ar­ins, og verið stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna árum saman á grund­velli þess.

VR.

Unnið úr gögnum Credit­info

Í skýrsl­unni er farið ítar­lega yfir stöðu mála hjá öðrum ­stjórn­ar­mönn­um, og einnig hvaða ein­stak­lingar eru stærstu eig­endur hluta­bréfa á mark­aði. Mark­mið skýrsl­unnar var að kort­leggja hluta­fjár­eign líf­eyr­is­sjóð­anna og einnig þátt­töku stjórn­ar­manna á hluta­bréfa­mark­aði. Verk­inu stjórn­að­i Bene­dikt Jóhann­es­son, en auk hans unnu þeir Arnór Ingi Finn­björns­son og Ragn­ar Jó­hann­es­son að skýrsl­unni, að því er fram kemur í inn­gangi henn­ar.

Grunn­upp­lýs­ingar í skýrsl­unni koma frá fyr­ir­tæk­inu Credit­info og gagna­grunni þess.

Stjórn Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­víkur (VR) ályktað­i ­form­lega á þann veg, 13. jan­úar síð­ast­lið­inn, að stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna ættu ekki að sitja í stjórnum fyr­ir­tækja sam­hliða eða fjár­festa ­sjálfur í hlutafé félag­anna.

Gera kröfu um að aðrir fylgi VR

„Okkur ber að standa vörð um Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna, ­trú­verð­ug­leika hans og traust. Til að það sé hægt verður að tryggja að þeir sem ­skipa stjórn sjóðs­ins gæti fyrst og fremst hags­muna sjóðs­ins sjálfs og ­sjóð­fé­laga. Það er að mati stjórnar VR óásætt­an­legt að stjórn­ar­menn í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna sitji í stjórnum eða eigi hlut í fyr­ir­tækjum sem ­sjóð­ur­inn fjár­festir í,“ segir í ályktun stjórnar VR. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, for­maður VR, hefur ítrek­að, eftir að ályktun stjórn­ar­innar lá fyr­ir, að sú staða sem sé uppi, er varði Helga Magn­ús­son, sé ekki í takt við þær kröfur sem VR geri og það sé von félags­ins, að aðrir sem til­nefni í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna geri sömu kröf­ur.

Tæp­lega 50 þús­und sjóð­fé­lagar eru í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, og voru heild­ar­eignir sjóðs­ins um 5,1 pró­sent umfram heild­ar­skuld­bind­ingar í árs­lok 2014. Eignir sjóðs­ins eru 29 pró­sent í erlendum verð­bréf­um, 29 pró­sent í rík­is­tryggðum skulda­bréf­um, 19 pró­sent í inn­lendum hluta­bréf­um, tvö pró­sent í banka­inni­stæð­um, 7 pró­sent í sjóð­fé­laga­lán­um, 6 pró­sent í fyr­ir­tækja­skulda­bréfum og 8 pró­sent í skulda­bréfum sveit­ar­fé­laga, banka og ann­arra aðila.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None