Vaxandi þrýstingur á Helga Magnússon - Staða hans sér á báti

VR krefst þess að stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna séu ekki fjárfestar á markaði. Skýrsla sýnir að staða Helga Magnússonar er sérstök miðað við alla aðra stjórnarmenn lífeyrissjóða. Ný stjórn skipuð fyrir 1. febrúar. Helgi nýtur stuðnings.

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Vaxandi óánægju gætir innan verkalýðshreyfingarinnar með stöðu Helga Magnússonar, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, vegna þeirra hagsmuna sem hann hefur sem sjálfstæður fjárfestir annars vegar, og síðan sem fulltrúi lífeyrissjóðanna hins vegar, í stjórnum fyrirtækja. Skipað verður í nýja stjórn sjóðsins fyrir 1. febrúar næstkomandi. Stjórnina skipa í dag, auk Helga, þau Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar, Anna G. Sverrisdóttir, Birgir S. Bjarnason, Birgir Már Guðmundsson, Fríður Birna Stefánsdóttir, Margrét Sif Hafsteinsdóttir og Páll Örn Líndal.

Skýrsla dregur fram stöðuna

Spjótin beinast ekki síst að Helga þar sem staða hans þykir alveg sér á báti, þegar kemur að fjárfestingum stjórnarmanna lífeyrissjóða landsins. Skýrsla sem Talnakönnun vann fyrir Samtök sparifjárfeigenda á síðasta ári, og skilað var 30. október í fyrra, hefur meðal annars verið nýtt sem grunngagn í rökræðum um þessi mál innan verkalýðshreyfingarinnar, samkvæmt heimildum Kjarnans, og einnig hjá hagsmunasamtökum atvinnurekenda, það er Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði Íslands.

Auglýst eftir áhugasömum

Samkvæmt reglum VR tilnefnir stjórn VR tvo aðalmenn en trúnaðarráð félagsins tilnefnir tvo aðalmenn og fjóra varamenn. Auglýst var eftir umsóknum áhugasamra um stjórnarsetu seint á síðasta ári og stendur nú yfir vinna við að greina þær umsóknir.

Auglýsing

Atvinnurekendur tilnefna jafnmarga stjórnarmenn samkvæmt eftirfarandi: Félag atvinnurekenda tilnefnir einn, Kaupmannasamtök Íslands tilnefna einn, Samtök iðnaðarins tilnefna einn að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins, og Samtök atvinnulífsins tilnefna einn að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands. Jafnmargir varamenn eru svo tilnefndir af atvinnurekendum á sama hátt.

Helgi segist fylgja settum reglum

Í skýrslunni kemur fram það sem fyrir liggur opinberlega, að Helgi Magnússon á eignarhluti í Marel og N1, að markaðsvirði nokkur hundruð milljóna króna. Nokkrar sveiflur hafa verið á markaði að undanförnu, og hafa flest félög sem skráð eru á markað lækkað nokkuð skarpt í upphafi ársins, en heildarávöxtun á markaðnum í fyrra var um 43 prósent.

Helgi situr í stjórnum fyrrnefndra fyrirtækja, samhliða stjórnarsetu í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hann hefur sjálfur svarað því til, að VR hafi sín sjónarmið en að félagið stjórni ekki hvernig aðrir sem tilnefna stjórnarmenn hagi sínum áherslum.

Þá segist Helgi fylgja öllum settum á reglum, er varði innherja, og því sé ekkert óeðlilegt við hans þátttöku á markaði. Hann fjárfesti aðeins innan þess glugga sem hann hafi til að fjárfesta, sem sé eftir að uppgjör séu birt.

Helgi hefur til þessa notið trausts Samtaka iðnaðnarins, og verið stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna árum saman á grundvelli þess.

VR.

Unnið úr gögnum Creditinfo

Í skýrslunni er farið ítarlega yfir stöðu mála hjá öðrum stjórnarmönnum, og einnig hvaða einstaklingar eru stærstu eigendur hlutabréfa á markaði. Markmið skýrslunnar var að kortleggja hlutafjáreign lífeyrissjóðanna og einnig þátttöku stjórnarmanna á hlutabréfamarkaði. Verkinu stjórnaði Benedikt Jóhannesson, en auk hans unnu þeir Arnór Ingi Finnbjörnsson og Ragnar Jóhannesson að skýrslunni, að því er fram kemur í inngangi hennar.

Grunnupplýsingar í skýrslunni koma frá fyrirtækinu Creditinfo og gagnagrunni þess.

Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) ályktaði formlega á þann veg, 13. janúar síðastliðinn, að stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna ættu ekki að sitja í stjórnum fyrirtækja samhliða eða fjárfesta sjálfur í hlutafé félaganna.

Gera kröfu um að aðrir fylgi VR

„Okkur ber að standa vörð um Lífeyrissjóð verzlunarmanna, trúverðugleika hans og traust. Til að það sé hægt verður að tryggja að þeir sem skipa stjórn sjóðsins gæti fyrst og fremst hagsmuna sjóðsins sjálfs og sjóðfélaga. Það er að mati stjórnar VR óásættanlegt að stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna sitji í stjórnum eða eigi hlut í fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í,“ segir í ályktun stjórnar VR. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hefur ítrekað, eftir að ályktun stjórnarinnar lá fyrir, að sú staða sem sé uppi, er varði Helga Magnússon, sé ekki í takt við þær kröfur sem VR geri og það sé von félagsins, að aðrir sem tilnefni í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna geri sömu kröfur.

Tæplega 50 þúsund sjóðfélagar eru í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, og voru heildareignir sjóðsins um 5,1 prósent umfram heildarskuldbindingar í árslok 2014. Eignir sjóðsins eru 29 prósent í erlendum verðbréfum, 29 prósent í ríkistryggðum skuldabréfum, 19 prósent í innlendum hlutabréfum, tvö prósent í bankainnistæðum, 7 prósent í sjóðfélagalánum, 6 prósent í fyrirtækjaskuldabréfum og 8 prósent í skuldabréfum sveitarfélaga, banka og annarra aðila.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None