Danska innflytjendalöggjöfin kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu

Helle Thorning Shcmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Inger Stöjberg, ráðherra innflytjendamála.
Helle Thorning Shcmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Inger Stöjberg, ráðherra innflytjendamála.
Auglýsing

Dönsk sam­tök lög­fræð­inga sem gæta hags­muna útlend­inga hyggj­ast leita til dóm­stóla í Dan­mörku og, ef nauð­syn­legt reynist, til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, verði sýr­lenskum manni neitað um að fá fjöl­skyldu sína til lands­ins. Mað­ur­inn fékk fyrir tæpu ári síðan tíma­bundið land­vist­ar­leyfi og hyggst nú sækja um að fá fjöl­skyldu sína til Dan­merk­ur. Núgild­andi lög­gjöf mið­ast við eitt ár en verði frum­varp sem nú er til með­ferðar í danska þing­inu að lögum verður ekki hægt að sækja um slíkt leyfi fyrir fjöl­skyld­una fyrr en eftir þrjú ár. 

Umdeild­ustu ákvæð­in 

Ákvæðið um þriggja ára bið­tíma er, ásamt ákvæð­inu um eigna­upp­töku verð­mæta, hið umdeildasta í nýrri inn­flytj­enda­lög­gjöf sem danska rík­is­stjórnin kynnti fyrir skömmu. Frum­varpið er í 34 liðum og sam­kvæmt því verða hertar til muna reglur sem gilda og  skil­yrði sem hæl­is­leit­endur þurfa að upp­fylla ætli þeir að setj­ast að í Dan­mörku. Rík­is­stjórnin hefur ekki farið leynt með til­gang­inn sem er að draga úr aðdrátt­ar­afli Dan­merkur sem nýs heima­lands flótta­fólks. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, næst fjöl­menn­asti flokk­ur­inn á danska þing­inu, og sem segja má að hafi líf rík­is­stjórn­ar­innar í hendi sér þótt hann standi utan stjórn­ar, hefur þrýst mjög á um hertar reglur og sumir þing­menn flokks­ins jafn­vel talað um að loka land­inu algjör­lega fyrir flótta­fólki. Skil­ríkja­skoðun var tekin upp á landa­mærum Þýska­lands og Dan­merkur 4. jan­úar síð­ast­lið­inn, sama dag og slík skoðun hóf­st, að frum­kvæði Svía, á landa­mærum Sví­þjóðar og Dan­merk­ur.

Ógæti­legar yfir­lýs­ingar ráð­herra

Þegar danska rík­is­stjórnin kynnti fyr­ir­ætl­anir sínar vöktu yfir­lýs­ingar Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála athygli fjöl­miðla um allan heim. Ráð­herr­ann sagði að lög­reglu og toll­vörðum yrði heim­ilt að taka af flótta­fólki reiðufé umfram þrjú þús­und krónur danskar (tæpl. 60 þús. íslenskar) og það sem enn meiri athygli vakti: heim­ilt yrði að gera upp­tæka skart­gripi sem fólk hefði með sér. Þegar spurt var hvort þessi heim­ild gilti til dæmis um gift­ing­ar-og trú­lof­un­ar­hringa kvað ráð­herr­ann já við. Þetta svar fór eins og eldur í sinu um víða ver­öld og sumir fjöl­miðlar líktu þessu við aðfarir nas­ista í síð­ari heims­styrj­öld. Þegar ráð­herr­ann og rík­is­stjórnin átt­uðu sig á við­brögð­unum var strax farið að draga í land. Ráð­herr­ann til­kynnti að fólk gæti haldið hringum og öðru, sem teld­ist „innan eðli­legra marka” en eng­inn skyldi almenni­lega hvað átt var við með því orða­lagi. Síðar var svo tilkynnt að fólk gæti, og mætti, halda öllum per­sónu­legum eig­um, svo fremi að ekki væri um að ræða eitt­hvað sem væri úr hófi fram (asnar klyfj­aðir gulli voru nefndir sem óhóf) og pen­inga­upp­hæð sem heim­ilt væri að hafa með sér til lands­ins mætti nema tíu þús­und dönskum krónum (ca 190 þús. ísl). 

Auglýsing

Útskýr­ingar komu fyrir lítið

Þótt ráð­herrar reyndu að útskýra sína hlið máls­ins og bentu á að í Dan­mörku væri fylgt sömu reglum og í Þýska­landi, Sviss og fleiri löndum (þær dönsku reyndar rýmri) hlust­uðu fáir á það og gagn­rýnin dundi á dönsku stjórn­inni úr öllum átt­um. Eitt dönsku dag­blað­anna orð­aði það svo að Dan­mörk hefði þarna orðið að eins konar sam­nefn­ara fyrir þá óvild og andúð sem flótta­fólk mætti víða í Evr­ópu. 

Er þriggja ára reglan mann­rétt­inda­brot? 

Þótt ákvæðin um hald­lagn­ingu eigna hafi vakið sterk­ustu við­brögðin og fengið mesta umfjöllun í upp­hafi hefur athyglin í auknum mæli beinst að þriggja ára regl­unni áður­nefndu um sam­ein­ingu fjöl­skyldna.

Dönsku lög­fræð­inga­sam­tökin um rétt­indi útlend­inga telja að verði þriggja ára reglan að lög­um, sé það brot á mann­rétt­indum og á slíkt verði látið reyna fyrir dóm­stól­um. Sam­tökin ætla, ef til þess kem­ur, að reka málið fyrir hönd sýr­lenska flótta­manns­ins sem getið var í upp­hafi þessa pistils og dönsku mann­rétt­inda­sam­tökin ætla að styða Sýr­lend­ing­inn, bæði fyrir dönskum dóm­stólum og Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu ger­ist þess þörf Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála hefur sagt að Dan­mörk haldi sig innan þeirra marka sem landið hafi skuld­bundið sig til á alþjóða­vett­vang­i.   

Ráð­herrar á þönum

Í rauða­bítið 5. jan­ú­ar, dag­inn eftir að landa­mær­eft­ir­litið var tekið upp, flaug Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála til Brus­sel. Erindi hennar var að útskýra fyrir ráða­mönnum þar aðgerðir Dana, hvernig landamæra­gæslan færi fram og ástæður þess að Danir sæju sig knúna til að fara þessa leið. Ekki dugði ein ferð til Brus­sel til að útskýra málið og svara öllum þeim spurn­ingum sem Evr­ópu­sam­bandið lagði fram og ráð­herr­ann hefur síðan farið nokkrum sinnum til Brus­sel í sama til­gangi. Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur átt ótal sím­töl við kollega sína víða um lönd og Krist­ian Jen­sen utan­rík­is­ráð­herra hefur sömu­leiðis verið á þönum að útskýra stefnu dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sl. fimmtu­dag (21.jan) sat hann fyrir svörum hjá Mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna í Genf. Þar var ráð­herr­ann spurður spjör­unum úr um stefnu dönsku stjórn­ar­innar varð­andi flótta­fólk. Danska rík­is­stjórnin hefur und­an­farið sakað fjöl­miðla, bæði danska og útlenda, um að fara offari í umfjöllun sinni um stefnu stjórn­ar­innar en yfir­heyrslan í Genf sýndi danska utan­rík­is­ráð­herr­anum að gagn­rýnin og umfjöllun um flótta­manna­málin er ekki sam­blástur fjöl­miðl­anna.  

Á morgun (25.jan) fara Inger Stöjberg og Krist­ian Jen­sen einn gang­inn enn til Brus­sel.  Að þessu sinni er erindið að útskýra flótta­manna­stefnu stjórn­ar­innar fyrir einni af nefndum Evr­ópu­þings­ins, en þingið hafði sam­þykkt að óska eftir slíkum fundi. Danskir fjöl­miðlar telja það merki um þann mót­byr sem danska rík­is­stjórnin glímir við á alþjóða­vett­vangi að sendir skulu tveir ráð­herrar á fund nefnd­ar­inn­ar.

Umfjöllun erlendra fjöl­miðla kom á óvart

Að mati nokk­urra sér­fræð­inga sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við und­an­farna daga var danska stjórnin alls ekki við­búin við­brögðum erlendra fjöl­miðla og stjórn­mála­manna. Rasmus Bos­erup sér­fræð­ingur hjá Stofnun alþjóð­legra fræða í Kaup­manna­höfn sagði í við­tali við Kristeligt Dag­blad að umfjöllun um aug­lýs­ingar sem Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála lét birta í líbönskum dag­blöðum í sept­em­ber í fyrra hefðu gefið tón­inn. Síðan hefur nei­kvæð umfjöllun í garð Dana auk­ist og minnir um sumt á Múhameð­skrís­una svo­nefndu fyrir tíu árum, í fram­haldi af birt­ingu Múhameð­steikn­ing­anna í Jót­land­s­póst­in­um. Ole Wæver pró­fessor í alþjóða­stjórn­málum við Hafn­ar­há­skóla tekur í sama streng; „Þegar fjöl­miðlar víða um heim fjalla um mál, jafn­vel þótt rangt sé farið með þýðir lítt að ætla að leið­rétta. Á það hlustar eng­inn. Umfjöllun af þessu tagi skaðar Dani” Jakob Ellem­ann- Jen­sen, þing­maður Ven­stre og tals­maður flokks­ins um póli­tísk mál­efni, tekur undir það að fréttir og frá­sagnir erlendra miðla skaði Dan­mörku: „Eng­inn spyr hvað sé satt og rétt.”  Þing­mað­ur­inn segir jafn­framt að danska stjórnin hefði getað und­ir­búið kynn­ingar á stefnu Dan­merkur í mál­efnum flótta­manna mun betur en gert var: „Við í Ven­stre teljum að tím­inn vinni með Dönum í þessum mál­u­m.” Áður­nefndur Ole Wæver dregur í efa að það mat þing­manns­ins reyn­ist rétt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None