lukku láki
Auglýsing

Mynda­sögu­há­tíðin í Angoulême í Frakk­landi, Festi­val international de la bande dess­inée d’An­goulê­me, var sett í vik­unni. Hún er mikið til umfjöll­unar í frönskum fjöl­miðlum þar sem kynja­halli, hryðju­verk, póli­tík og fleira hefur borið á góma, enda lifir mynda­sagan góðu lífi í Frakk­landi. Katsu­hiro Otomo, sem stundum er kall­aður „Victor Hugo mynda­sög­unn­ar“ er sér­stak­lega heiðr­aður á hátíð­inni, en sá sem stelur sen­unni er afmæl­is­barnið – sjálfur Lukku Láki - sem fagnar sjö­tugs­af­mæli sínu um þessar mund­ir. Sett hefur verið upp sér­stök sýn­ing, sem mun standa fram á haust, um þennan ein­mana kúreka sem er sneggri en sjálfur skugg­inn að skjóta. Heið­urs- og afmæl­is­rit hafa verið gefin út í til­efni þessa og auð­vitað haugur af fræði­greinum þar sem velt er upp spurn­ing­unni: Hvernig hefur svo Lukku Láki elst?

L´Art De Morris

Þessi göf­ugi kúreki virð­ist höfða til marga. Bæk­urnar um Lukku Láka eru vin­sæl­ustu og mest seldu mynda­sögur sem komið hafa út í Evr­ópu, alls 78 bækur sem selst hafa í 300 millj­ónum ein­taka. Lukku Láki hefur verið þýddur yfir á 29 tungu­mál. 

Bæk­urnar um Lukku Láka eru partur af belgísku gullöld­inni í mynda­sögu­gerð; í flokki með Tinna, Sval og Val, Strump­un­um, Blake & Morti­mer, Viggó Viðutan og fleiri. Morris er því lyk­il­maður í hinum belgíska mynda­sagna­heimi. Einn af fjög­urra manna geng­inu víð­fræga ásamt þeim Jijé, André Franquin og Will. Menn sem umbreyttu mynda­sög­unni í Evr­ópu. Þetta gengi fór saman í ferð til Banda­ríkj­anna 1948 sem hafði mikil áhrif á Morr­is. Hann dvaldi í Vest­ur­heimi í sex ár og ákvað þar að ein­beita sér að Lukku Láka og villta vestr­inu. Í Amer­íku vann hann fyrir tíma­rit­ið  Mad og kynnt­ist þar sínum helsta sam­starfs­manni, Réne Goscinny. Á þessum árum við­aði Morris að sér efni og stúd­er­aði kvik­mynda­tækni sem hann nýtti sér í mynda­sögum sín­um. Sög­urnar um Lukku Láka ger­ast í villta vestr­inu og eru upp­fullar af til­vís­unum í sögu­legar per­sónur og atburði.

Auglýsing

Svona leit Lukku Láki út í fyrstu.

Lukku Láki er sköp­un­ar­verk og hug­ar­fóstur Morris sem teikn­aði þennan ein­mana kúreka frá 1946 til 2001. Sög­urnar birt­ist í mynda­sögu­blað­inu Spirou fyrstu tutt­ugu árin en fóru síðan að koma út í sjálf­stæðum bók­um. Þær fóru svo á flug þegar Morris hóf sam­starf sitt með Frakk­anum Goscinny árið 1955 sem stóð allt til 1977.  Þar sam­ein­uðu tveir snill­ingar krafta sína: Morris sem var frum­legur og flinkur teikn­ari og rit­höf­und­ur­inn og húmorist­inn Goscinny, sem sömu­leiðis vann sög­urnar um Ást­rík og félaga. Þegar Goscinny féll frá fylltu aðrir höf­undar skarðið og svo þegar Morris lést 2001 tók Frakk­inn Achdé við stjórn­ar­taum­inum ásamt rit­höf­und­inum Laurent Gerra. Síð­asta bók þeirra, Les tonton Daltons, kom út 2014.

Morris lék sér gjarnan með skuggamyndir. Þessi er sennilega sú frægasta sem sýnir Lukka Láka vera sneggri en sjálfur skugginn.

Þeir sem á eftir koma reyna að feta í fót­spor Morris og fylgja hans hefð­um. Hann er sann­ar­lega einn af meistörum mynda­sög­unnar sem hefur borið hróður níunda list­grein­ar­innar út um allan heim. Hann hugs­aði mynda­sögur eins og kvik­mynda­list; spáði mikið í sjón­ar­horn, hlut­föll og form­gerð. Hann lék sér með að nær­mynd­ir, ljós og skugga. Skugga­myndir af Lukku Láka, spegla­myndir og ýmis­konar fjar­vídd­ar­leikir með Daltón-bræð­urnar eru dæmi um þessa tækni og list Morris sem var á sínum tíma bylt­ing­ar­kennd; sjón­ar­hornið oft ofan frá, hann lék sér með liti og breytti stundum yfir í svart/hvítt eða svart/rautt, allt eftir fram­vindu og stemn­ingu sög­unn­ar.  

Morris fór oft á flug með  ýmsar tilraunir og tækni í teiknilist þegar Daltón-bræður voru annars vegar.

Ein­mana kúrek­inn og sögu­legar per­sónur

Eins og með nafn­lausa kúrek­ann í Spag­hett­i-vestr­un­um, vitum við lítið um upp­runa Lukku Láka; hvaðan hann kemur – eða hvert hann er að fara. Eina sem gefið er uppi um það er í lok hverrar bók­ar, þegar hann ríður inn í sól­ar­lag­ið, blístrar og syng­ur: 

„Ég er ein­mana, fátækur kúreki, kom­inn langt burt að heiman“

Hann er alltaf jafn gam­all, hefur ein­staka skot­hæfni, drepur aldrei neinn, útsjón­ar­samur og skarpur en kannski fyrst fremst heið­virður ridd­ari og vinur litla manns­ins sem kemur til hjálpar á ögur­stundu í bar­átt­unni gegn hinu illa. Hestur hans Létt­feti er gáf­að­asti hestur í heimi og stundum fylgir þeim heimskasti hundur í heimi, Ratta­ti. Erki­fj­end­urnir eru síðan Daltón-bræður sem eiga sér raun­veru­lega fyr­ir­mynd í banarískri sögu. Daltón-bræðra­gengið sem rændi og rupl­aði á árunum 1890-1892. 

Hinir raunverulegu Daltón-bræður

Helstu hetjur og skúrkar villta vest­ur­ins verða á vegi Lukku Láka: Billy the Kid, Jesse James og Roy Bean. Sögu­frægar per­sónu eins og Abra­ham Lincoln, Sara Bern­hard, Sig­mund Freud og furðu­fígúrur eins og Jos­hua Norton (Smith keis­ari) skjóta líka upp koll­in­um. 

Morris lék sér líka með ýmsar fyr­ir­mynd­ir: Langi Láki einn skæð­asti óvinur Lukku Láka (senni­lega sá eini sem Lukku Láki skýtur með byssu­kúlu – sem að hann hefur svo aldrei gert, hvorki fyrr né síð­ar) er byggður á per­són­unni Shane sem Jack Palance túlk­aði eft­ir­minni­lega. Morris not­aði sömu­leiðis leik­ara og tón­list­ar­menn eins og Lee Van Cleef, Serge Gains­bo­urg, David Carra­di­ne, Louis de Funés, William Henry Platt (sem Franken­stein) og ýmsa fleiri sem fyr­ir­mynd­ir.

Fyrirmyndin af Langa Láka var Jack Palance

Hér má sjá sjálfan Lee Van Cleef

Mikið er um dýrðir í til­efni sjö­tugs­af­mælis Láka. Sér­stök sýn­ing er í gangi bænum Angoulême og Langi Láki, sem margir telja vera bestu bók­ina, kemur út í sér­stakri hátíð­ar­út­gáfu, stút­full af auka­efni þar sem m.a. sá Langi er drep­inn! 

Langi Láki eða Phil Defer eins og hann heitir á frummálinu. Umslag bókarinnar þykir sérstaklega flott og áhrifaríkt. Aðrar bækur og kvikmyndir hafa líkt eftir þessari frægu uppstillingu.

Láki lifir enn

Morris var oft gagn­rýndur fyrir sígar­ett­una sem Lukku Láki var stöðugt með upp í sér, þess á milli sem hann var að vefja sér nýja. Hann hrein­lega keðjureykti þangað til að hann hætti  1984 og hefur síðan þá ein­ungis tuggið strá. Fyrir vikið fékk Morris ver­laun frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni, enda eitt fræg­asta reyk­ing­ar­stopp lista­sög­unn­ar. Þetta var ekki síst gert fyrir banda­rískan markað en Lukku Láki er sú evr­ópska mynda­saga sem hefur ná hvað mestum vin­sældum vestra. Hanna Bar­bara og gerði vin­sælar teikni­myndir byggðar á bóka­flokkn­um, þrjár stórir kvik­myndir hafa verið gerðar um Láka og Play Station gerði svo vin­sælan tölu­veik. Spin-off bækur og teikni­myndir hafa verið gerðar og von er á ýmsu góð­gæti í ár í til­efni afmæl­is­ins. Ein­ungis 33 bækur hafa verið þýddar yfir á íslensku – við skulum vona að fleiri komi út á hátíð­ar­ár­inu.  

Lukku Láki lifir enn góðu lífi - enda hættur að reykja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None