lukku láki
Auglýsing

Mynda­sögu­há­tíðin í Angoulême í Frakk­landi, Festi­val international de la bande dess­inée d’An­goulê­me, var sett í vik­unni. Hún er mikið til umfjöll­unar í frönskum fjöl­miðlum þar sem kynja­halli, hryðju­verk, póli­tík og fleira hefur borið á góma, enda lifir mynda­sagan góðu lífi í Frakk­landi. Katsu­hiro Otomo, sem stundum er kall­aður „Victor Hugo mynda­sög­unn­ar“ er sér­stak­lega heiðr­aður á hátíð­inni, en sá sem stelur sen­unni er afmæl­is­barnið – sjálfur Lukku Láki - sem fagnar sjö­tugs­af­mæli sínu um þessar mund­ir. Sett hefur verið upp sér­stök sýn­ing, sem mun standa fram á haust, um þennan ein­mana kúreka sem er sneggri en sjálfur skugg­inn að skjóta. Heið­urs- og afmæl­is­rit hafa verið gefin út í til­efni þessa og auð­vitað haugur af fræði­greinum þar sem velt er upp spurn­ing­unni: Hvernig hefur svo Lukku Láki elst?

L´Art De Morris

Þessi göf­ugi kúreki virð­ist höfða til marga. Bæk­urnar um Lukku Láka eru vin­sæl­ustu og mest seldu mynda­sögur sem komið hafa út í Evr­ópu, alls 78 bækur sem selst hafa í 300 millj­ónum ein­taka. Lukku Láki hefur verið þýddur yfir á 29 tungu­mál. 

Bæk­urnar um Lukku Láka eru partur af belgísku gullöld­inni í mynda­sögu­gerð; í flokki með Tinna, Sval og Val, Strump­un­um, Blake & Morti­mer, Viggó Viðutan og fleiri. Morris er því lyk­il­maður í hinum belgíska mynda­sagna­heimi. Einn af fjög­urra manna geng­inu víð­fræga ásamt þeim Jijé, André Franquin og Will. Menn sem umbreyttu mynda­sög­unni í Evr­ópu. Þetta gengi fór saman í ferð til Banda­ríkj­anna 1948 sem hafði mikil áhrif á Morr­is. Hann dvaldi í Vest­ur­heimi í sex ár og ákvað þar að ein­beita sér að Lukku Láka og villta vestr­inu. Í Amer­íku vann hann fyrir tíma­rit­ið  Mad og kynnt­ist þar sínum helsta sam­starfs­manni, Réne Goscinny. Á þessum árum við­aði Morris að sér efni og stúd­er­aði kvik­mynda­tækni sem hann nýtti sér í mynda­sögum sín­um. Sög­urnar um Lukku Láka ger­ast í villta vestr­inu og eru upp­fullar af til­vís­unum í sögu­legar per­sónur og atburði.

Auglýsing

Svona leit Lukku Láki út í fyrstu.

Lukku Láki er sköp­un­ar­verk og hug­ar­fóstur Morris sem teikn­aði þennan ein­mana kúreka frá 1946 til 2001. Sög­urnar birt­ist í mynda­sögu­blað­inu Spirou fyrstu tutt­ugu árin en fóru síðan að koma út í sjálf­stæðum bók­um. Þær fóru svo á flug þegar Morris hóf sam­starf sitt með Frakk­anum Goscinny árið 1955 sem stóð allt til 1977.  Þar sam­ein­uðu tveir snill­ingar krafta sína: Morris sem var frum­legur og flinkur teikn­ari og rit­höf­und­ur­inn og húmorist­inn Goscinny, sem sömu­leiðis vann sög­urnar um Ást­rík og félaga. Þegar Goscinny féll frá fylltu aðrir höf­undar skarðið og svo þegar Morris lést 2001 tók Frakk­inn Achdé við stjórn­ar­taum­inum ásamt rit­höf­und­inum Laurent Gerra. Síð­asta bók þeirra, Les tonton Daltons, kom út 2014.

Morris lék sér gjarnan með skuggamyndir. Þessi er sennilega sú frægasta sem sýnir Lukka Láka vera sneggri en sjálfur skugginn.

Þeir sem á eftir koma reyna að feta í fót­spor Morris og fylgja hans hefð­um. Hann er sann­ar­lega einn af meistörum mynda­sög­unnar sem hefur borið hróður níunda list­grein­ar­innar út um allan heim. Hann hugs­aði mynda­sögur eins og kvik­mynda­list; spáði mikið í sjón­ar­horn, hlut­föll og form­gerð. Hann lék sér með að nær­mynd­ir, ljós og skugga. Skugga­myndir af Lukku Láka, spegla­myndir og ýmis­konar fjar­vídd­ar­leikir með Daltón-bræð­urnar eru dæmi um þessa tækni og list Morris sem var á sínum tíma bylt­ing­ar­kennd; sjón­ar­hornið oft ofan frá, hann lék sér með liti og breytti stundum yfir í svart/hvítt eða svart/rautt, allt eftir fram­vindu og stemn­ingu sög­unn­ar.  

Morris fór oft á flug með  ýmsar tilraunir og tækni í teiknilist þegar Daltón-bræður voru annars vegar.

Ein­mana kúrek­inn og sögu­legar per­sónur

Eins og með nafn­lausa kúrek­ann í Spag­hett­i-vestr­un­um, vitum við lítið um upp­runa Lukku Láka; hvaðan hann kemur – eða hvert hann er að fara. Eina sem gefið er uppi um það er í lok hverrar bók­ar, þegar hann ríður inn í sól­ar­lag­ið, blístrar og syng­ur: 

„Ég er ein­mana, fátækur kúreki, kom­inn langt burt að heiman“

Hann er alltaf jafn gam­all, hefur ein­staka skot­hæfni, drepur aldrei neinn, útsjón­ar­samur og skarpur en kannski fyrst fremst heið­virður ridd­ari og vinur litla manns­ins sem kemur til hjálpar á ögur­stundu í bar­átt­unni gegn hinu illa. Hestur hans Létt­feti er gáf­að­asti hestur í heimi og stundum fylgir þeim heimskasti hundur í heimi, Ratta­ti. Erki­fj­end­urnir eru síðan Daltón-bræður sem eiga sér raun­veru­lega fyr­ir­mynd í banarískri sögu. Daltón-bræðra­gengið sem rændi og rupl­aði á árunum 1890-1892. 

Hinir raunverulegu Daltón-bræður

Helstu hetjur og skúrkar villta vest­ur­ins verða á vegi Lukku Láka: Billy the Kid, Jesse James og Roy Bean. Sögu­frægar per­sónu eins og Abra­ham Lincoln, Sara Bern­hard, Sig­mund Freud og furðu­fígúrur eins og Jos­hua Norton (Smith keis­ari) skjóta líka upp koll­in­um. 

Morris lék sér líka með ýmsar fyr­ir­mynd­ir: Langi Láki einn skæð­asti óvinur Lukku Láka (senni­lega sá eini sem Lukku Láki skýtur með byssu­kúlu – sem að hann hefur svo aldrei gert, hvorki fyrr né síð­ar) er byggður á per­són­unni Shane sem Jack Palance túlk­aði eft­ir­minni­lega. Morris not­aði sömu­leiðis leik­ara og tón­list­ar­menn eins og Lee Van Cleef, Serge Gains­bo­urg, David Carra­di­ne, Louis de Funés, William Henry Platt (sem Franken­stein) og ýmsa fleiri sem fyr­ir­mynd­ir.

Fyrirmyndin af Langa Láka var Jack Palance

Hér má sjá sjálfan Lee Van Cleef

Mikið er um dýrðir í til­efni sjö­tugs­af­mælis Láka. Sér­stök sýn­ing er í gangi bænum Angoulême og Langi Láki, sem margir telja vera bestu bók­ina, kemur út í sér­stakri hátíð­ar­út­gáfu, stút­full af auka­efni þar sem m.a. sá Langi er drep­inn! 

Langi Láki eða Phil Defer eins og hann heitir á frummálinu. Umslag bókarinnar þykir sérstaklega flott og áhrifaríkt. Aðrar bækur og kvikmyndir hafa líkt eftir þessari frægu uppstillingu.

Láki lifir enn

Morris var oft gagn­rýndur fyrir sígar­ett­una sem Lukku Láki var stöðugt með upp í sér, þess á milli sem hann var að vefja sér nýja. Hann hrein­lega keðjureykti þangað til að hann hætti  1984 og hefur síðan þá ein­ungis tuggið strá. Fyrir vikið fékk Morris ver­laun frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni, enda eitt fræg­asta reyk­ing­ar­stopp lista­sög­unn­ar. Þetta var ekki síst gert fyrir banda­rískan markað en Lukku Láki er sú evr­ópska mynda­saga sem hefur ná hvað mestum vin­sældum vestra. Hanna Bar­bara og gerði vin­sælar teikni­myndir byggðar á bóka­flokkn­um, þrjár stórir kvik­myndir hafa verið gerðar um Láka og Play Station gerði svo vin­sælan tölu­veik. Spin-off bækur og teikni­myndir hafa verið gerðar og von er á ýmsu góð­gæti í ár í til­efni afmæl­is­ins. Ein­ungis 33 bækur hafa verið þýddar yfir á íslensku – við skulum vona að fleiri komi út á hátíð­ar­ár­inu.  

Lukku Láki lifir enn góðu lífi - enda hættur að reykja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None