lukku láki
Auglýsing

Myndasöguhátíðin í Angoulême í Frakklandi, Festival international de la bande dessinée d’Angoulême, var sett í vikunni. Hún er mikið til umfjöllunar í frönskum fjölmiðlum þar sem kynjahalli, hryðjuverk, pólitík og fleira hefur borið á góma, enda lifir myndasagan góðu lífi í Frakklandi. Katsuhiro Otomo, sem stundum er kallaður „Victor Hugo myndasögunnar“ er sérstaklega heiðraður á hátíðinni, en sá sem stelur senunni er afmælisbarnið – sjálfur Lukku Láki - sem fagnar sjötugsafmæli sínu um þessar mundir. Sett hefur verið upp sérstök sýning, sem mun standa fram á haust, um þennan einmana kúreka sem er sneggri en sjálfur skugginn að skjóta. Heiðurs- og afmælisrit hafa verið gefin út í tilefni þessa og auðvitað haugur af fræðigreinum þar sem velt er upp spurningunni: Hvernig hefur svo Lukku Láki elst?

L´Art De Morris

Þessi göfugi kúreki virðist höfða til marga. Bækurnar um Lukku Láka eru vinsælustu og mest seldu myndasögur sem komið hafa út í Evrópu, alls 78 bækur sem selst hafa í 300 milljónum eintaka. Lukku Láki hefur verið þýddur yfir á 29 tungumál. 

Bækurnar um Lukku Láka eru partur af belgísku gullöldinni í myndasögugerð; í flokki með Tinna, Sval og Val, Strumpunum, Blake & Mortimer, Viggó Viðutan og fleiri. Morris er því lykilmaður í hinum belgíska myndasagnaheimi. Einn af fjögurra manna genginu víðfræga ásamt þeim Jijé, André Franquin og Will. Menn sem umbreyttu myndasögunni í Evrópu. Þetta gengi fór saman í ferð til Bandaríkjanna 1948 sem hafði mikil áhrif á Morris. Hann dvaldi í Vesturheimi í sex ár og ákvað þar að einbeita sér að Lukku Láka og villta vestrinu. Í Ameríku vann hann fyrir tímaritið  Mad og kynntist þar sínum helsta samstarfsmanni, Réne Goscinny. Á þessum árum viðaði Morris að sér efni og stúderaði kvikmyndatækni sem hann nýtti sér í myndasögum sínum. Sögurnar um Lukku Láka gerast í villta vestrinu og eru uppfullar af tilvísunum í sögulegar persónur og atburði.

Auglýsing

Svona leit Lukku Láki út í fyrstu.

Lukku Láki er sköpunarverk og hugarfóstur Morris sem teiknaði þennan einmana kúreka frá 1946 til 2001. Sögurnar birtist í myndasögublaðinu Spirou fyrstu tuttugu árin en fóru síðan að koma út í sjálfstæðum bókum. Þær fóru svo á flug þegar Morris hóf samstarf sitt með Frakkanum Goscinny árið 1955 sem stóð allt til 1977.  Þar sameinuðu tveir snillingar krafta sína: Morris sem var frumlegur og flinkur teiknari og rithöfundurinn og húmoristinn Goscinny, sem sömuleiðis vann sögurnar um Ástrík og félaga. Þegar Goscinny féll frá fylltu aðrir höfundar skarðið og svo þegar Morris lést 2001 tók Frakkinn Achdé við stjórnartauminum ásamt rithöfundinum Laurent Gerra. Síðasta bók þeirra, Les tonton Daltons, kom út 2014.

Morris lék sér gjarnan með skuggamyndir. Þessi er sennilega sú frægasta sem sýnir Lukka Láka vera sneggri en sjálfur skugginn.

Þeir sem á eftir koma reyna að feta í fótspor Morris og fylgja hans hefðum. Hann er sannarlega einn af meistörum myndasögunnar sem hefur borið hróður níunda listgreinarinnar út um allan heim. Hann hugsaði myndasögur eins og kvikmyndalist; spáði mikið í sjónarhorn, hlutföll og formgerð. Hann lék sér með að nærmyndir, ljós og skugga. Skuggamyndir af Lukku Láka, speglamyndir og ýmiskonar fjarvíddarleikir með Daltón-bræðurnar eru dæmi um þessa tækni og list Morris sem var á sínum tíma byltingarkennd; sjónarhornið oft ofan frá, hann lék sér með liti og breytti stundum yfir í svart/hvítt eða svart/rautt, allt eftir framvindu og stemningu sögunnar.  

Morris fór oft á flug með  ýmsar tilraunir og tækni í teiknilist þegar Daltón-bræður voru annars vegar.

Einmana kúrekinn og sögulegar persónur

Eins og með nafnlausa kúrekann í Spaghetti-vestrunum, vitum við lítið um uppruna Lukku Láka; hvaðan hann kemur – eða hvert hann er að fara. Eina sem gefið er uppi um það er í lok hverrar bókar, þegar hann ríður inn í sólarlagið, blístrar og syngur: 

„Ég er einmana, fátækur kúreki, kominn langt burt að heiman“

Hann er alltaf jafn gamall, hefur einstaka skothæfni, drepur aldrei neinn, útsjónarsamur og skarpur en kannski fyrst fremst heiðvirður riddari og vinur litla mannsins sem kemur til hjálpar á ögurstundu í baráttunni gegn hinu illa. Hestur hans Léttfeti er gáfaðasti hestur í heimi og stundum fylgir þeim heimskasti hundur í heimi, Rattati. Erkifjendurnir eru síðan Daltón-bræður sem eiga sér raunverulega fyrirmynd í banarískri sögu. Daltón-bræðragengið sem rændi og ruplaði á árunum 1890-1892. 

Hinir raunverulegu Daltón-bræður

Helstu hetjur og skúrkar villta vesturins verða á vegi Lukku Láka: Billy the Kid, Jesse James og Roy Bean. Sögufrægar persónu eins og Abraham Lincoln, Sara Bernhard, Sigmund Freud og furðufígúrur eins og Joshua Norton (Smith keisari) skjóta líka upp kollinum. 

Morris lék sér líka með ýmsar fyrirmyndir: Langi Láki einn skæðasti óvinur Lukku Láka (sennilega sá eini sem Lukku Láki skýtur með byssukúlu – sem að hann hefur svo aldrei gert, hvorki fyrr né síðar) er byggður á persónunni Shane sem Jack Palance túlkaði eftirminnilega. Morris notaði sömuleiðis leikara og tónlistarmenn eins og Lee Van Cleef, Serge Gainsbourg, David Carradine, Louis de Funés, William Henry Platt (sem Frankenstein) og ýmsa fleiri sem fyrirmyndir.

Fyrirmyndin af Langa Láka var Jack Palance

Hér má sjá sjálfan Lee Van Cleef

Mikið er um dýrðir í tilefni sjötugsafmælis Láka. Sérstök sýning er í gangi bænum Angoulême og Langi Láki, sem margir telja vera bestu bókina, kemur út í sérstakri hátíðarútgáfu, stútfull af aukaefni þar sem m.a. sá Langi er drepinn! 

Langi Láki eða Phil Defer eins og hann heitir á frummálinu. Umslag bókarinnar þykir sérstaklega flott og áhrifaríkt. Aðrar bækur og kvikmyndir hafa líkt eftir þessari frægu uppstillingu.

Láki lifir enn

Morris var oft gagnrýndur fyrir sígarettuna sem Lukku Láki var stöðugt með upp í sér, þess á milli sem hann var að vefja sér nýja. Hann hreinlega keðjureykti þangað til að hann hætti  1984 og hefur síðan þá einungis tuggið strá. Fyrir vikið fékk Morris verlaun frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, enda eitt frægasta reykingarstopp listasögunnar. Þetta var ekki síst gert fyrir bandarískan markað en Lukku Láki er sú evrópska myndasaga sem hefur ná hvað mestum vinsældum vestra. Hanna Barbara og gerði vinsælar teiknimyndir byggðar á bókaflokknum, þrjár stórir kvikmyndir hafa verið gerðar um Láka og Play Station gerði svo vinsælan töluveik. Spin-off bækur og teiknimyndir hafa verið gerðar og von er á ýmsu góðgæti í ár í tilefni afmælisins. Einungis 33 bækur hafa verið þýddar yfir á íslensku – við skulum vona að fleiri komi út á hátíðarárinu.  

Lukku Láki lifir enn góðu lífi - enda hættur að reykja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None