Það byrjar í Iowa

Í fréttaskýringu í gær var sjónunum beint að Demókrötum og bandarísku kosningunum. Nú er það ríkið Iowa þar sem forvalið hefst. Af hverju hefst það þar? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér pólitíska sögu Iowa.

Kristinn Haukur Guðnason
Donald Trump
Auglýsing

Miðað við frétta­flutn­ing sein­ustu mán­aða mætti halda að ­for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum væru handan við hornið en svo er alls ekki. Þetta langa ferli er í raun rétt að byrja. Á mánu­dag­inn þann 1. febr­úar halda bæði Demókra­ta­flokk­ur­inn og Repúblíkana­flokk­ur­inn sitt fyrsta for­val, í Iowa að venju. Þetta er án efa mik­il­væg­asta for­valið af öllum og vert er á athuga af hverju það er og af hverju þetta litla land­bún­að­ar­ríki fékk þennan sess í banda­rískum stjórn­mál­um.

Af hverju Iowa?

Um ára­tuga skeið hefur fyrsta próf­kjörið hjá stóru flokk­un­um t­veim­ur, Demókra­ta­flokknum og Repúblíkana­flokkn­um, verið haldið í New Hamps­hire. Það stendur meira að segja í lögum rík­is­ins að halda verði próf­kjör þar á undan öðrum ríkj­um. Það hefur ekk­ert breyst því fyrsta próf­kjörið (primary) verður haldið þann 9. febr­úar næst­kom­andi og fyrstu full­trú­arn­ir ­kjörnir beint á lands­þing flokk­anna í sumar þar sem til­nefn­ing­arnar eru veitt­ar. Í Iowa er aftur á móti haldin svokölluð sam­kunda (caucus) þar sem ­full­trúar eru valdir á litlum fundum um allt rík­ið.

Flokk­arnir stóru fara ekki alveg eins að en fund­ar­gestum er ­gert skilt að hlusta á ræður fram­bjóð­enda og taka þátt í umræðum áður en þeir fá að kjósa. Ferlið allt hefur verið gagn­rýnt fyrir hversu opið og ólýð­ræð­is­legt það er og tíma­frekt. Það getur tekið 2-3 klukku­tíma að taka þátt í sam­kundu og margir hafa ekki þann tíma aflögu á mánu­degi. Full­trú­arnir sem ­valdir eru á sam­kund­unni eru líka ekki laga­lega bundnir til að kjósa á ákveð­inn hátt og þess vegna hefur Iowa fengið að vera á undan New Hamps­hire síðan 1972.

Auglýsing

Varð fyrst fyrir slysni

Það gerð­ist hálf­part­inn fyrir slysni að Iowa fékk sinn sess ­sem fyrsta for­valið árið 1972. Demókra­ta­flokk­ur­inn þar þurfti að flýta ­for­val­inu vegna skipu­lags­vand­ræða og lenti það á undan New Hamps­hire. Fjórum árum síðar færðu Repúblík­anar í Iowa sig yfir á sama dag og Demókrat­arnir og hefur það verið þannig síðan.

Leið­togar ýmsra ann­arra ríkja hafa verið ósáttir við þetta ­fyr­ir­komu­lag og oft hafa komið fram til­lögur um að ríki skipt­ist á að hefja ­for­vals­tíð­ina. Það hefur þó ekki verið vilji fyrir því í höf­uð­stöðv­um ­flokk­anna.

Iowa er mið­vest­ur­ríki, stað­sett nán­ast í miðju ­Banda­ríkj­anna,­sam­an­sett úr 99 sýsl­um. Íbúa­fjöldi rík­is­ins er rúm­lega 3 millj­ónir sem eru tæp­lega 1% af íbúa­fjölda lands­ins. Ríkið er aftur á mót­i nokkuð stórt og dreif­býlt en þó búa um 600.000 manns í höf­uð­borg­inni Des Moines og nágrenni. Sam­fé­lagið er einnig nokkuð eins­leitt, t.a.m. eru rúm­lega 90% af í­bú­unum hvítt fólk af norð­ur­-­evr­ópskum upp­runa.  I­owa er sögu­lega mikið land­bún­að­ar­ríki þar sem jarð­veg­ur­inn og ­lofts­lagið hentar sér­lega vel fyrir ýmis konar korn­rækt. Meira en 90% af lands­svæði rík­is­ins er lagt undir land­bún­að, sem er þekkt fyrir mikla ma­ís­ræktun. Iowa er einnig þekkt fyr­ir­ fram­leiðslu og notkun á grænni orku, t.d. vind­orku og etanóli. Þetta er við­kvæmt efni í rík­inu og fram­bjóð­endur verða að vanda sig hvað þeir segja varð­andi græna orku­gjafa.

Próf­steinn á fram­boð

Árið 1972 stóð öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Bruce McGovern frá Suður Dakóta sig vel í for­val­inu í Iowa. Þetta gaf tón­inn og hann náð­i ó­vænt til­nefn­ingu Demókra­ta­flokks­ins eftir bar­áttu við fyrrum vara­for­set­ann Hubert Hump­hrey og fleiri. Það bjarg­aði honum þó ekki frá nið­ur­lægj­andi ósigri ­gegn Ric­hard Nixon í for­seta­kosn­ing­unum um haust­ið. Sá fram­bjóð­andi sem átt­að­i ­sig þó fyrstur á mik­il­vægi Iowa var Jimmy Carter fjórum árum síð­ar. Carter var hnetu­bóndi og fyrrum rík­is­stjóri Georgíu og lítt þekktur á lands­vísu. Árið 1976 var í fyrsta skipti haldið for­val í öllum fylkjum Banda­ríkj­anna og Carter sá að ­sigur í Iowa myndi koma sér á kort­ið. Carter sendi mikið af starfs­fólki og ­sjálf­boða­liðum til rík­is­ins og vann að lokum stór­sigur þar. 

Þetta vatt svo upp á sig og Carter sigr­aði hvert ríkið á fætur öðru uns hann ­náði til­nefn­ingu flokks­ins og vann svo hvíta húsið um haust­ið. Síðan þá hafa flestir gert sér grein fyrir mik­il­vægi Iowa í kosn­inga­lang­hlaup­inu og eytt ­tölu­vert meiri tíma og fjár­munum í rík­inu en öðrum ríkjum af sömu stærð­argráðu. Van­mat á áhrifum for­vals­ins hefur reynst fram­bjóð­endum dýrt í gegnum tíð­ina. Árið 2004 tap­aði Howard Dean, fyrrum rík­is­stjóri Vermont, eft­ir­minni­lega í for­vali Demókrata. Dean, sem var lang­fjár­sterkasti og sig­ur­strang­leg­ast­i fram­bjóð­and­inn, ákvað að eyða kröftum sínum í öðrum fylkj­um. Hann end­aði þriðj­i í Iowa með ein­ungis 18% atkvæða og allur vindur fór úr fram­boði hans. Í stað­inn ­fékk hinn óvænti sig­ur­veg­ari for­vals­ins, öld­ung­ar­deild­ar­mað­ur­inn John Kerry frá­ Massachu­setts, mik­inn með­byr og vann að lokum til­nefn­ing­una.

Mik­il­vægi þess að standa sig vel í for­val­inu sést best ef rennt er yfir sög­una. Síðan 1972 hefur eng­inn fram­bjóð­andi í flokk­unum tveim­ur ­náð til­nefn­ing­unni án þess að ná a.m.k. þriðja sæti í Iowa. Eng­inn Demókrat­i hefur náð til­nefn­ing­unni með undir 20% fylgi í Iowa ef und­an­skilið er árið 1992 þegar annar öld­ung­ar­deild­ar­þing­maður rík­is­ins Tom Harkin var í fram­boði. Sá fram­bjóð­andi Repúblíkana­flokks­ins sem stóð sig verst í rík­inu var John McCain, öld­ung­ar­deild­ar­þing­maður frá Arizona, árið 2008 en fékk þó 13%. Iowa virkar því eins og sigti á fram­bjóð­endur áður en for­vals­tíma­bilið hefst fyrir alvöru. Ef fram­bjóð­endur fá ekki 15-20% fylgi þar eiga þeir litla sem enga mögu­leika á sigri. Því gef­ast margir upp skömmu eftir að nið­ur­stöð­urnar frá Iowa eru kunn­gjörð­ar.

For­valið er einnig gott tæki­færi fyrir fram­bjóð­endur til að sanna sig fyrir kjós­endum og flokks­for­yst­unni. Ef menn geta unnið Iowa, þá geta þeir unnið ann­ars staðar líka. Hafa ber í huga að Iowa hefur und­an­farna ára­tug­i verið svo­kallað sveiflu­rík­i(swing state), þ.e. að styrkur flokk­anna er nokk­uð ­jafn. Fram­bjóð­endur sem geta unnið sigra í slíkum fylkjum eru ómet­an­legir fyr­ir­ ­flokks­for­yst­una. Fram­bjóð­endur fá einnig tæki­færi til að sjá hvort að stefna þeirra sé að virka og skila­boðin að ná til kjós­enda. Þeir geta því stillt sig af fyrir kom­andi átök.



Kröfu­harðir kjós­endur

Gras­rót­ar­starf er mik­il­vægt í rík­inu en það er ekki nóg að hafa nóg af starfs­fólki og sjálf­boða­lið­um. Það er heldur ekki nóg að aug­lýsa í sjón­varpi, útvarpi og á götu­skilt­um. Nær­vera fram­bjóð­enda er Iowa-­búum ákaf­lega ­mik­il­væg. Íbú­arnir gera sér vel grein fyrir stöðu sinni og þeirri ábyrgð sem ­fylgir því að kjósa fyrst­ir. Þeir ræða mikið um stjórn­mál við hvern sem er, ­jafn­vel börnin sín, og eru þekktir fyrir að hafa opinn huga og að skipta um ­skoðun á sein­ustu stundu. Einn sjálf­boða­liði repúblík­ana í Des Moines seg­ir: „I­owa-­búar eru aldrei ánægð­ir. Það þarf meira en eina ræðu, eitt handa­band eða einn fund til að sann­færa kjós­endur í Iowa.“ 

Fram­bjóð­endur eru t.d. eig­in­lega skyldugir til að mæta á rík­is­há­tíð­ina (Iowa State Fair) og taka þátt í öllum þeim und­ar­legu hefðum sem þar hafa skap­ast svo ­sem að borða korn­pylsur og svína­kóti­lettur á priki og láta mynda sig með hinn­i frægu smjörkú. Um 100.000 manns sækja hátíð­ina árlega og fram­bjóð­endur ham­ast því við að fanga ­at­hygli fólks. Nær­vera í heima­byggð er einnig mik­il­væg og þar sem Iowa er dreif­býlt ­ríki er það heil­mikið verk að heim­sækja hvern krók og kima. Þetta er ­sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir Repúblík­an­ana þar sem þeir hafa almennt meira fylg­i í dreif­býli en í þétt­býli. Fram­bjóð­and­inn Rick Santorum varð stjarna í Iowa þegar hann heim­sótti allar 99 sýsl­urnar á Dodge Ram 1500 pickup jeppa.

Hann upp­skar árangur erf­ið­is­ins og vann nauman sigur í for­val­inu. Mikil við­ver­a hjálpar og til eru dæmi þess að fram­bjóð­endur hafi flutt til Iowa tveimur árum ­fyrir for­val til að und­ir­búa jarð­veg­inn, jafn­vel með alla fjöl­skyldu sína með­ ­sér.

Fjöl­miðlar hafa mik­inn áhuga á for­val­inu í Iowa og hafa að tölu­verð­u ­leyti skapað mik­il­vægi þess. Her fjöl­miðla­manna dvelur í rík­inu vikum og ­mán­uðum fyrir for­val og fram­bjóð­endur kepp­ast við að hæna þá að sér. Ef fram­bjóð­anda gengur illa í for­val­inu er lík­legt að fjöl­miðl­arnir yfir­gefi hann. ­Fjöl­miðla­fólkið hefur þó ekki ein­göngu áhuga á fram­bjóð­end­unum sjálf­um. Þetta er tím­inn þegar frétta­menn og stjórn­mála­skýrendur ræða við venju­legt fólk um stjórn­mál yfir kaffi og böku.

2016

Fyrsta lota ein­víg­is­ins milli Hill­ary Clinton og Bern­i­e Sand­ers um til­nefn­ingu Demókra­ta­flokks­ins hefst á mánu­dag­inn og ljóst er að Sand­ers rær líf­róður í rík­inu. Ef Sand­ers vinnur ekki í Iowa verð­ur­ ­eft­ir­leik­ur­inn erf­iður fyrir hann.  Sand­er­s hefur reitt sig tölu­vert á ungt fólk og þá sér­stak­lega háskóla­nema. Fylgi hans ­gæti því ráð­ist á því hversu vel þeir skila sér á sam­kundur út um allt rík­ið. Hann er því nokkuð óhepp­inn að því leyti að háskól­arnir eru einmitt í full­u­m ­gangi meðan á for­val­inu stend­ur. Þegar Barack Obama sigr­aði Hill­ary Clint­on eft­ir­minni­lega fyrir átta árum síðan voru háskóla­nemar í fríi og því dreifð­ir út um allt ríkið og skil­uðu sér því vel á sam­kund­ur. 

Sand­ers hefur bygg­t ­kosn­inga­bar­áttu sína á jafn­rétti og félags­legri sam­hjálp. Það gæti hjálpað hon­um í Iowa sem er ekki ríkt ríki. Hann fang­aði athygli fólks þegar hann hug­hreyst­i ­konu í bænum Iowa Falls sem á við fátækt að stríða.

Clinton þekkir þennan slag vel og hún hefur ennþá sterkt net sjálf­boða­liða í rík­inu sem studdi hana 2008. Hún hefur reynt að byggja bar­áttu sína á leið­toga­færni sinni, mýkt og með því að hlusta á kjós­end­ur. Hún hefur lík­a beitt gömlu trixi Demókra­ta­flokks­ins óspart, þ.e. að beita fyrir sig fræg­u ­fólki. Til dæmis kom söng­konan Katy Perry fram fyrir hennar hönd á kosn­inga­fundi í haust. Bill er líka aldrei langt undan enda vin­sæll á kosn­inga­sam­komum sem þess­um.

Kosn­inga­bar­átta fram­bjóð­enda Repúblíkana­flokks­ins í Iowa hefur verið nokkuð óhefð­bund­in. Tveir fram­bjóð­end­ur, Don­ald Trump og Marco Ru­bio, hafa verið sak­aðir um að sinna rík­inu ekki nægi­lega vel, þ.e. að hafa ekki næga per­sónu­lega við­veru þar. Báðir hafa þó haft tölu­vert fylgi. Trump hefur aftur á móti dælt mun meira fjár­magni í kosn­inga­bar­átt­una í Iowa en nokkur annar fram­bjóð­andi enda með mun dýpri vasa. Hann hafði t.a.m. efni á því að gefa börnum þyrlu­ferðir á rík­is­há­tíð­inni og hafa aðrir fram­bjóð­end­ur ­gagn­rýnt hann fyrir það. 

Einn af sig­ur­strang­leg­ustu fram­bjóð­end­un­um, Ted Cruz frá Texas, verður seint tal­inn mik­ill vinur grænna orku­gjafa. Hann hefur barist hart gegn allri lög­gjöf sem greiðir götu etanóls-fram­leið­enda sem eru svo ­mik­il­vægir í Iowa. Vin­sældir hans mætti því kannski skýra með þeirri miklu ­at­hygli sem hann hefur sýnt rík­inu. Cruz ætlar að fylgja for­dæmi Ricks Santor­um og heim­sækja allar 99 sýsl­urnar. Cruz er líka sá fram­bjóð­andi sem er hvað vin­veitt­astur byssu­eig­endum og mik­ill veiði­maður sjálf­ur.  Þetta hjálpar honum í Iowa þar sem byssu­eign og menn­ing er mik­il. Í Iowa mega blindir ganga um með hríð­skotariffla



Tveir fyrr­ver­andi sig­ur­veg­arar rík­is­ins taka aftur þátt nú en gengur illa að höfða til kjós­enda og fjöl­miðla, Santorum og Mike Hucka­bee. Hucka­bee, sem túrað­i um Iowa með Chuck Norris sér við hlið, var svo vin­sæll fyrir átta árum síðan að minnstu mun­aði að hann væri skor­inn á háls á rak­ara­stofu vegna ágangs frétta­manna. Hóf­sömum Repúblík­önum hefur oft gengið illa í I­owa og sagt hefur verið að ríkið ýti Rep­búlíkana­flokknum til hægri. Rík­ið hefur aftur á móti verið kjör­lendi fyrir félags­lega íhalds­sama fram­bjóð­end­ur. Það kemur kannski ekki á óvart að fram­bjóð­endur á borð við Jeb Bush og Chris Christie höfða ekki til Iowa-­búa.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None