Topp 10 - Óvæntir deildarmeistarar

Velgengni Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur beint kastljósinu að óvæntum atburðum í heimi fótboltans. Kristinn Haukur Guðnason kynnti sér sögu óvæntra meistara.

Verona.
Auglýsing

Leicester City eru nú á barmi þess að vinna enska ­meist­ara­tit­il­inn í fyrsta skipti í sögu félags­ins. Þetta er stór­merki­legt í ljósi þess að fyrir tveimur árum síðan spil­aði liðið í annarri deild og fyr­ir­ sjö árum síðan spil­uðu þeir í þriðju deild. Fyrir tíma­bilið spáðu margir ­Leicester City falli úr úrvals­deild­inni en enn sem komið er hafa þeir ein­ung­is tapað tveimur leikjum og hafa fimm stiga for­ystu á toppi deild­ar­inn­ar. Á með­an eru mörg af þeim sig­ur­sælu og fjár­sterku liðum sem hafa ein­okað meist­ara­tit­il­inn sein­ustu ára­tugi í algjöru basli. Með sigri myndu Leicester City kom­ast í hóp ó­lík­leg­ustu deild­ar­meist­ara sög­unn­ar.

10. Mont­pellier HSC – 2012

Vel­gegni hefur verið óvenju dreifð í frönsku deild­inni Ligu­e 1 miðað við aðrar sam­bæri­legar deild­ar­keppnir Evr­ópu. Engu að síður átti eng­inn von á því að smáliðið Mont­pellier við suð­ur­strönd­ina ynni tit­il­inn tíma­bil­ið 2011-2012. Liðið hafði endað í 14. sæti árið áður og átti eftir að lenda í 9. ­sæti árið eft­ir. Það voru einnig ein­ungis þrjú ár síðan liðið kom upp úr annarri deild. Þjálf­ar­inn Rene Gir­ard náði þó að búa til góða blöndu af reyndum kempum og ungum leik­mönn­um. Um ­sum­arið styrkti Gir­ard vörn­ina umtals­vert með kaup­unum á Henri Bedimo og Vitor­in­o Hilton. En það voru sókn­ar­menn­irnir tveir, Oli­vier Giroud og You­nes Belhanda , sem reynd­ust drjúg­astir fyrir lið­ið. Mont­pellier tryggðu sér­ s­inn fyrsta titil á loka­degi móts­ins með þriggja stiga for­skoti á stór­lið­ið Paris St. Germa­in. Giroud vann marka­kóngs­tit­il­inn með 21 marki og var um ­sum­arið seldur til Arsenal.

9. Atlét­ico Madrid – 2014

Atlét­ico Madrid er ekki lítið lið heldur eitt af ­sig­ur­sæl­ustu liðum Spánar með 10 deild­ar­titla á bak­inu. Sigur þeirra er því ein­ungis óvæntur í ljósi yfir­burða­stöðu risanna tveggja, Barcelona og Real Ma­drid, á und­an­förnum árum. Sum­arið 2013 eyddu bæði liðin gríð­ar­legum fjár­mun­um í stór­stjörnur á borð við Neymar og Gar­eth Bale. Barcelona leiddu stærstan hluta tíma­bils­ins en Atlét­ico voru aldrei langt und­an. Á vor­mán­uðum náðu Atlét­ico ­for­yst­unni og héldu henni allt til loka­dags þar sem þeir tryggðu sér tit­il­inn ­með jafn­tefli á Nou Camp. Bæði Real og Barcelona skor­uðu umtals­vert fleiri mörk en Atlét­ico sem reiddu sig frekar á varn­ar­leik­inn. Mið­vörð­ur­inn Diego Godin og mark­mað­ur­inn Thi­baut Cour­tois skiptu þar mestu. Af öðrum lyk­il­mönnum má nefna fram­herj­ann Diego Costa sem skor­aði 27 mörk og miðju­mann­inn Koke. Tit­il­inn er þó að miklu leyti hinum útsjóna­sama þjálf­ara liðs­ins, Diego Sime­one, að þakka. Minnstu mun­aði að Atlét­ico ynnu tvenn­una þetta ár en þeir töp­uðu úrslita­leik ­meist­ara­deild­ar­innar gegn erki­fj­end­unum Real Madrid.

Auglýsing



8. VfL Wolfs­burg – 2009

Flest smærri lið sem ná árangri gera það með öguðum og þéttum varn­ar­leik og vel nýttum sókn­um. Wolfs­burg unnu aftur á móti sinn eina ­titil með vægð­ar­lausum sókn­ar­bolta. Þeir hófu tíma­bilið í dæmi­gerðu miðju­moði á meðan annað ólík­legt lið, Hof­fen­heim, leiddi deild­ina. Wolfs­burg náðu svo flug­i á vor­mán­uðum og unnu deild­ina með 2 stigum meira en frá­far­andi meist­arar Bayern München. Þeir voru ósigr­andi á heima­velli sínum Volkswagen Arena þar sem þeir unnu alla leiki sína nema einn (jafn­tefli við Frank­furt). Á þeim velli lutu hinir vold­ugu Bayern München í gras 5-1. Wolfs­burg voru með lang­besta marka­hlut­fallið og skor­uðu flest mörk allra. Hið eitr­aða tvíeyki Grafite (28 mörk) og Edin Dzeko (26 mörk) var á þessum tíma án nokk­urs vafa besta fram­herj­apar heims. Þeir fengu góð­an ­stuðn­ing frá miðju­mönnum á borð við Zvjezd­an Misimovic, Josué og Christ­ian Gentner. Miðj­una batt svo ítalski heims­meist­ar­inn Andrea Barzagli sam­an.

Wolfsburg fagnar. Dzeko, til vinstri, var frábær í framlínu liðsins.

7. FC Nantes – 1995

Nantes er eitt af sig­ur­sæl­ustu liðum franskrar knatt­spyrn­u en fyrir tíma­bilið 1994-1995 var liðið í kröggum og þurfti að selja marga af ­reynd­ustu leik­mönnum sín­um. Þjálf­ari liðs­ins Jean-Claude Suaudeau þurfti því að reiða sig á fámennan og ungan hóp sem inni­hélt leik­menn á borð við Pat­rice Loko, Christ­ian Karem­beu og Claude Makel­ele. Suaudeau bjóst við því að þurfa að berj­ast við að halda lið­inu í efstu deild en annað kom á dag­inn. ­Leik­menn­irnir sprungu út og spil­uðu mun hrað­ari og sókn­djarfari knatt­spyrnu en önnur lið deild­ar­inn­ar. Það bitn­aði þó ekki á varn­ar­leiknum og Nantes ­yf­ir­spil­uðu önnur lið á báðum endum vall­ar­ins. Þeir sigr­uðu deild­ina með 10 ­stiga mun og töp­uðu ein­ungis einum leik, gegn Stras­bo­urg. Fram­herj­arnir Pat­rice Loko og Nicolas Ouedec skor­uð­u ­sam­an­lagt 40 mörk.

Nantes meistari, með magnað lið leikmanna sem áttu eftir að ná langt.

6. Hellas Ver­ona FC – 1985

Í upp­hafi níunda ára­tug­ar­ins skók spill­ing­ar­hneyksli ítalska knatt­spyrnu þar sem upp komst að leik­mönnum hafði verið mút­að. Árið 1985 var því ákveðið að stemma stigu við spill­ingu og úthluta dóm­urum leiki af handa­hófi en ekki af nefnd. Það ár komu Hellas frá Veróna öllum á óvart og unnu sinn eina ­tit­il. Lið­inu hafði gengið ágæt­lega í bik­ar­keppnum og kom­ist í úrslit bæði 1983 og 1984 en aldrei hafði þeim gengið mjög vel í deild­ar­keppn­inni. Hellas gerð­u tvö lyk­il­kaup sum­arið 1984, á þýska varn­ar­jálknum Hans-Peter Briegel og danska fram­herj­anum Preben Elkjær. Sókn­ar­leik­ur­inn var góður og vörnin sú besta í deild­inni. Þeir töp­uðu ein­ungis tvisvar á tíma­bil­inu og sigr­uðu deild­ina með­ fjórum stigum og með lang­bestu marka­töl­una. Hellas báru t.a.m. sig­ur­orð á ríkj­andi meist­urum Juventus bæði heima og að heim­an. Ári seinna var ­dóm­ara­út­hlutun breytt aftur í sama horf og Juventus end­ur­heimtu tit­il­inn. Hellas end­uðu þá í 10. sæti.

Óvæntum sigri fagnað.

5. AZ Alk­maar – 2009

Fákeppni hefur ein­kennt hol­lensku deild­ina í rúma hálfa öld. A­jax, PSV Eind­hoven og Feyen­oord hafa unnið 52 af sein­ustu 56 deild­ar­titlum og því heyrir það til tíð­inda þegar önnur lið hreppa hnoss­ið. AZ unnu ekki bara ­deild­ina árið 2009, heldur gerðu þeir það með til­þrifum og rufu þannig 28 ára ­sam­fellda sig­ur­göngu risanna þriggja. Það sem gerir tit­il­inn enn merki­legri er að flestir leik­menn AZ voru svo til óþekkt­ir. Þjálf­ari liðs­ins var Louis Van Gaal sem hafði unnið fjölda titla með Ajax og Barcelona þar sem lið hans voru þekkt fyrir blússand­i ­sókn­ar­bolta. Honum hafði ekki tek­ist að ná árangri hjá AZ með sínu hefð­bundna ­leik­skipu­lagi og því breytti hann taktík liðs­ins. AZ fóru að liggja aftar og beita frekar skynd­i­sókn­um. Breyt­ingin skil­aði sér og þrátt fyrir slæma byrjun á tíma­bil­inu unnu þeir deild­ina með 11 stiga mun og þeir spil­uðu 28 leiki í röð án þess að tapa. AZ náðu ekki að fylgja titl­inum eftir en annað ólík­legt lið, Twente sem Steve McCl­aren stýrð­i, vann ári seinna.



4. Boa­vista FC – 2001

Síðan portú­galska deildin var stofnuð árið 1934 hafa stóru liðin þrjú (Ben­fica, Sport­ing og Por­to) unnið alla deild­ar­titl­ana nema tvo. Belenenses unnu árið 1946 og Boa­vista árið 2001. Boa­vista, sem er litla liðið í Óportó-­borg, er fyrst og fremst þekkt sem bik­arlið. Þeir hafa unnið bik­ar­inn ­sam­tals 5 sinnum en sjaldn­ast gengið vel í deild­ar­keppni. Sum­arið 2000 virtist engin breyt­ing ætla að verða þar á enda eyddi liðið sára­litlum pen­ingum í leik­manna­kaup. Jaime Pacheco þjálf­ari náði þó að þjappa lið­inu ræki­lega sam­an. Boa­vista spil­uðu þétt­an varn­ar­leik, þeir pressuðu lið stíft og klár­uðu leiki snemma. Heima­völl­ur­inn Estádio do Bessa reynd­ist þeim drjúgur þar sem þeir unnu alla leik­ina þar nema ­gegn Braga. Þeim gekk verr á úti­velli, töp­uðu þar t.a.m. 4-0 á loka­deg­inum gegn erki­fj­end­unum Porto. Það skipti þó ekki máli, Boa­vista unnu deild­ina með ein­u ­stigi meir en Porto. Boa­vista höfðu engan afger­andi marka­skor­ara en með­al­ lyk­il­manna má nefna miðju­menn­ina Petit og Erwin Sanchez sem nú er þjálf­ari liðs­ins.

Einlæg fagnaðarlæti.

3. Ipswich Town FC – 1962

Árið 1957 komst litla liðið frá Aust­ur-Ang­líu upp úr þriðju ­deild­inni. Þeir eyddu nokkrum árum í annarri deild uns þeir sigr­uðu hana árið 1961 og komust í fyrsta skipti í sög­unni upp í efstu deild. Mað­ur­inn sem stýrð­i lið­inu upp var Alf Ramsey. Litl­u­m ­pen­ingum var eytt sum­arið 1961 og margir bjugg­ust við að Ipswich myndu falla ­jafn­harðan niður aft­ur. Þessar grun­semdir minnk­uðu ekki með lélegri byrj­un liðs­ins á tíma­bil­inu. Tónn­inn var þó settur með 6-2 sigri á Burnley sem var á þeim tíma stórt lið. Leið Ipswich að titl­inum var þó þyrnum stráð. Þeir unn­u stóra sigra en töp­uðu einnig illa, leik­irnir við Manchester United fóru t.d. 4-1 og svo 0-5. Alls töp­uðu þeir 10 leikjum á tíma­bil­inu. Algjörir lyk­il­menn í lið­inu voru fram­herj­arnir Ray Craw­ford og Ted Phillips sem skor­uðu sam­tals 61 af 93 mörkum liðs­ins. Ramsey var þó ekki hættur í krafta­verka­biss­nessnum. Hann tók við enska lands­lið­inu og gerði þá að heims­meist­urum árið 1966.

Meistarar.

2. FC Kaiserslautern – 1998

Otto Rehha­gel fer í sögu­bæk­urnar fyrir hið ótrú­lega afrek að gera gríska lands­liðið að ­Evr­ópu­meist­urum árið 2004. Það skyggir því miður á eitt mesta afrek í sög­u þýskrar knatt­spyrnu. Rehha­gel var rek­inn frá Bayern München eftir stutta veru árið 1996 og tók þá við ann­arar deildar lið­in­u Ka­iserslautern. Hann kom rauðu djöfl­unum upp í efstu deild árið 1997 og gerð­i þá svo að þýskum meist­urum ári seinna. Þeir settu tón­inn strax í fyrsta leik ­með 1-0 sigri á Bayern í München og hefnd Rehha­gels var síðan full­komnuð þegar þeir unnu þá aftur 2-0 í Kaiserslautern. Þeir komust á topp deild­ar­innar í 4. umferð og slepptu aldrei tak­inu. Mik­il­væg­ustu kaup Rehha­gels sum­arið eftir að þeir komu upp voru á sviss­neska varn­ar­mannium Ciri­aco Sforza sem hafði áður spil­að ­með félag­inu. Hann batt vörn­ina saman og var einn mik­il­væg­asti leik­mað­ur­ liðs­ins ásamt marka­hrók­inum Olaf Marschall og Dan­anum Michael Schjön­berg. Rehha­gel fékk einnig hinn unga Mich­ael Ball­ack til liðs við Kaiserslautern en hann spil­að­i ­tak­markað það tíma­bil­ið.

Rehegal fagnar í baksýn.

1. Nott­ing­ham For­est – 1978

Knatt­spyrnu­stjór­inn Bri­an Clough tók við ann­arar deildar lið­inu Nott­ing­ham For­est árið 1975 eftir að hafa stýrt Leeds United eft­ir­minni­lega í ein­ungis 44 daga. Hann kom lið­in­u naum­lega upp í efstu deild árið 1977 og fáir bjugg­ust við miklu af lið­inu á kom­andi tíma­bili. Clough keypti þó tvo leik­menn sem áttu eftir að skipta ­sköp­um, mark­mann­inn Peter Shilton og ­sókn­ar­mann­inn Kenny Burns sem hann ­gerði að mið­verði. For­est byrj­uðu tíma­bilið með látum og vörnin var sú besta í deild­inni. Þeir héldu dampi allt tíma­bilið og unnu m.a. Manchester United 4-0 á Old Traf­ford. Þeir unnu deild­ina örugg­lega með 8 stiga for­skoti á frá­far­and­i ­meist­ara Liver­pool og unnu deild­ar­bik­ar­inn í kaup­bæti. Meðal ann­arra lyk­il­manna liðs­ins má nefna hinn unga fram­herja Tony Woodcock, varn­ar­mann­inn Viv And­er­son og miðju­mann­inn Archie Gemmill. Svein­ar Clough voru þó ekki hættir að koma á óvart því þeir unnu Evr­ópu­keppn­i ­fé­lags­liða árin 1979 og 1980.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None