kaupmannahofn_skotaras.jpg
Auglýsing

Í dag er nákvæm­lega eitt ár síðan Omar Abdel Hamid El- Hussein, tutt­ugu og t­veggja ára Dani, sonur palen­stínskra inn­flytj­enda, kom að sam­komu­hús­in­u Krudttønden á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn, um klukkan 15.30 síð­degis á laug­ar­degi. Þar stóð yfir fundur um mál­frelsi og meðal ræðu­manna var sænski teikn­ar­inn Lars Vilks, sem hafði teiknað umdeildar skop­myndir af Múhameð­ ­spá­manni í hunds­líki. Talið er full­víst að til­gangur Omars Hussein, sem var vopn­aður hríð­skotariffli, hafi verið að ráða teiknar­ann af dög­um. 

Í and­dyr­i ­sam­komu­húss­ins, innan við stóra glugga, voru vopn­aðir verðir og lög­reglu­þjón­ar, en fyrir utan húsið var sænski leik­stjór­inn Finn Nörgaard, sem hafði brugð­ið ­sér út af fund­in­um. Óljóst er hvort orða­skipti áttu sér stað milli hans og Om­ars Hussein sem hleypti af skoti, eða skotum sem urðu leik­stjór­anum að bana. Omar Hussein særði jafn­framt tvo líf­verði og lög­reglu­þjón en lagði síðan á flótta. Mik­il og fjöl­menn leit hófst strax og var allt lög­reglu­lið Norð­ur­-­Sjá­lands kallað út og her­inn tók einnig þátt í leit­inni. Fljót­lega komst lög­reglan að því Omar Hussein, sem lög­reglan þekkti til, hafði komið við í tveimur húsum á Norð­ur­brú en svo virt­ist sem jörðin hefði síðan gleypt hann.  

Spennu­þrungið and­rúms­loft

Lög­reglan ótt­að­ist að Omar Hussein myndi láta til skarar skríða ann­ars staðar í borg­inni og stórt svæði í og við mið­borg Kaup­manna­hafnar var nán­ast lokað og almenn­ingur hvattur til að halda sig heima. Lög­regla og her­menn voru hvar­vetna á ferli í mið­borg­inni og ­kröfðu þá sem voru á ferli um skil­rík­i.  Eng­inn vissi hvar Omar Hussein var nið­ur­kom­inn. Leið svo fram yfir mið­nætti.      

Auglýsing

Til­ræðið í Krystal­gade

Í sam­komu-og bæna­húsi gyð­inga við Krystal­ga­de, í gamla háskóla­hverf­inu, var haldin veisla þetta laug­ar­dags­kvöld. Þar voru um átta­tíu manns, full­orðnir og ­börn.  Tveir lög­reglu­þjónar stóðu vörð innan við hliðið að hús­inu og einn sjálf­boða­liði, Dan Uzan 37 ára. Skömmu eft­ir mið­nætti kom mað­ur, sem virt­ist reik­ull í spori, eftir Krystal­ga­de. Þegar hann ­nálg­að­ist sam­komu- og bæna­húsið dró hann upp byssu og skaut Dan Uzan til bana en lagði svo á flótta. 

Þrátt fyr­ir­ ­ara­grúa lög­reglu- og her­manna í nágrenn­inu tókst mann­in­um, sem síðar kom í ljós að var Omar Hussein, að kom­ast und­an. Ekki er með vissu vitað um ferðir hans ­fyrr en snemma á sunnu­dags­morgn­in­um. Þá kom hann að húsi, sem lög­reglan ­fylgd­ist með, á Norð­ur­brú og þegar löreglu­þjónn kall­aði til hans svar­aði hann ­með skot­hríð en féll sjálfur fyrir skotum lög­reglu­manna.

 Lögreglan telur augljóst að Omar Hussein hafi skipulagt og undirbúið tilræðin vandlega.Þaul­skipu­lagt og und­ir­búið

Til­ræð­in í Kaup­manna­höfn fyrir réttu ári voru í kjöl­farið eitt helsta umfjöll­un­ar­efn­i d­anskra fjöl­miðla vikum sam­an. Umfangs­mikil lög­reglu­rann­sókn hófst þegar í stað og henni er ekki lok­ið. Fimm ungir menn sem lög­reglan telur að hafi verið í vit­orði með, og aðstoðað Omar Hussein með ýmsum hætti voru hand­teknir skömmu eftir að voða­verkin voru fram­in, fjórir þeirra sitja enn inni en þeim fimmta hefur verið sleppt. Fátt hefur enn sem komið er verið látið uppi um hvern þátt fjór­menn­ing­arnir eru taldir hafa átt í til­ræð­un­um. Lög­reglan telur aug­ljóst að Omar Hussein hafi skipu­lagt og und­ir­búið til­ræðin vand­lega. Hann skipti um föt eftir til­ræðið við Krudttønden en þar bar hann áber­andi húfu, rauða á lit­inn. 

Fólk, sem síðar kom í ljós að hafði séð hann skammt frá sam­komu- og bæna­hús­inu við Krystal­ga­de, sagði við ­yf­ir­heyrslur að það hefði ekki grunað að þetta væri til­ræð­is­mað­ur­inn, fatn­að­ur­inn var ekki sá sami og sést hafði á myndum úr eft­ir­lits­mynda­vélum og sjón­varps­stöðv­ar höfðu sýnt. Þá hefur komið fram að eftir til­ræðið á Krudttønden fór Omar Hussein á net­kaffi­húsið PowerPlay á Nørrebr­oga­de. 

Omar Hussein.Þar lét hann „íslamska bræð­ur­ sína” (eins og lög­regla orðar það) hafa pen­inga sem hann var með. Sagði þeim að hann þyrfti ekki á þeim að halda því að hann væri á leið í Para­dís. Sagð­i ­jafn­framt að ef lög­reglan kæmi skyldu þeir leggj­ast á gólf­ið, hann myndi sjá um lög­regl­una”. Sér­fræð­ingur í hryðju­verka­rann­sóknum telur að orð Omars Hussein um Para­dís bendi til að honum hafi verið ljóst að líf hans væri brátt á enda. Árásin á sam­komu- og bæna­húsið í Krystal­gade tengd­ist yfir­lýstu hatri hans á gyð­ing­um. Jafn­framt hafði hann lýst yfir að hann vildi fara til Sýr­lands og berj­ast með liðs­mönnum íslamska rík­is­ins. Ekki er vitað til að hann hafð­i ­starfað með erlendum sam­tökum

Árið 2013 fékk Omar Hussein fang­elsi­dóm fyrir að stinga mann með hníf­i. Fang­els­is­mála­ráð, sem fylgist með föngum í dönskum fang­elsum hafði grein­t lög­regl­unni frá öfga­fullum við­horfum hans til gyð­inga. Auk áður­nefnds dóms hafði hann nokkrum sinnum kom­ist í kast við lögin og hlotið dóma.

Hryðju­verk og ofstæki fá ekki að stjórn­a ­sam­fé­lag­inu

Á frétta­manna­fundi sem Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra hélt á sunn­dags­morgn­inum 15. febr­úar lagði hún áherslu á að þeir hörmu­legu atburð­ir ­sem átt hefðu sér stað og hefðu kostað tvo menn líf­ið, auk ógæfu­manns­ins unga, ­myndu ekki breyta dönsku sam­fé­lag­i. Við látum ekki hryðju­verk og ofstæki ­stjórna okkar góða sam­fé­lagi. Við látum ekki kúga okkur með þeim hætti” sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Helle Thorning-Schmidt, þáverandi forsætisráðherra, lagði áherslu á að ódæðin ættu ekki að breyta Danmörku.Ódæð­is­verk­in vöktu heims­at­hygli. Dönsku þjóð­inni og aðstand­endum þeirra sem lét­ust bárust ­sam­úð­ar­kveðjur hvaðanæva úr heim­in­um. Aðeins rúmur mán­uður var lið­inn frá­ hryðju­verk­unum í París (þar lét­ust sautján auk þriggja til­ræð­is­manna) sem Al-Qa­eda ­sam­tökin lýstu sig síðar ábyrg fyr­ir. Að mati lög­regl­unnar benti ekk­ert til að ­nein tengsl væru milli þeirra voða­verka og til­ræð­anna í Kaup­manna­höfn.

Ýmis­legt hefur breyst

Þrátt ­fyrir yfir­lýs­ingar for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi hefur ýmis­legt breyst. Alls kyns eft­ir­lit hefur stór­aukist, í versl­un­um, bönkum og á járn­braut­ar­stöðv­um, svo fátt eitt sé nefnt. Þótt almennum borg­urum þyki það (sam­kvæmt könn­un­um) á­gætt, og finni til öryggis við að vita hvar­vetna af stór­auk­inni örygg­is­gæslu, telja það flestir jafn­framt miður að slíkt skuli vera nauð­syn­legt. Eft­ir­lits­mynda­vél­u­m, ­sem þó voru margar fyr­ir, hefur fjölgað og í mið­borg Kaup­manna­hafnar fer var­la nokkur maður hænu­fet öðru­vísi en að hann sjá­ist að minnsta kosti á einni slíkri ­mynda­vél, oft­ast þó mörg­um. Almenn­ingur er líka, að sögn lög­regl­unn­ar, mun ­meira á verði gagn­vart öllu því sem grun­sam­legt má teljast, t.d. pokum og pinklum sem skildir hafa verið eft­ir hist og her” eins og einn yfir­mað­ur­ lög­regl­unnar komst að orði.

Lög­reglan alltof fáliðuð

Mikið hef­ur ­mætt á dönsku lög­regl­unni á þeim tólf mán­uðum sem liðnir eru frá til­ræð­un­um. Auk­ið ­eft­ir­lit af öllu tagi kallar á stór­auk­inn mann­skap og strax varð ljóst að lög­reglan í Kaup­manna­höfn, sem hefur mátt sæta stór­auknum nið­ur­skurði á síðust­u árum, réð ekki við þau verk­efni sem henni voru ætl­uð. Lög­reglu­lið frá öðrum lands­hlutum var fengið til aðstoð­ar, með ærnum til­kostn­aði. Þótt lög­reglu­þjón­ar hafi sinnt kall­inu og látið sig hafa það” eins og for­maður félags þeirra orð­aði það í við­tali í dag­blað­inu Berl­ingske í gær gengur slíkt ekki til­ ­lengd­ar. „Menn þola ein­fald­lega ekki álagið enda hefur veik­inda­dögum fjölg­að," sagði hann. Sól­ar­hrings örygg­is­gæsla er við sam­komu- og bæna­hús gyð­inga í Kaup­manna­höfn, við dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili gyð­inga, Gyð­inga­safnið á Hall­ar­hólm­anum í Kaup­manna­höfn og víða ann­ars stað­ar.  Ofan á þetta hefur svo bæst landamæra­gæslan sem krefst mik­ils mann­afla.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra sagði fyrir nokkrum dögum á fréttamannafundi að ljóst væri að stjórnvöldum hefði að mestu leyti mistekist að sjá til þess að fólk sem hingað flytti frá öðrum löndum, og með annan bakgrunn, aðlagaðist samfélaginu.Mörgum spurn­ingum ósvarað

Dönsku ­þjóð­inni var mjög brugðið eftir atburð­ina í febr­úar 2015. Spurt er: hvað er það ­sem verður til þess að ungt fólk grípur til slíkra örþrifa­ráða? Hefur danskt ­sam­fé­lag brugð­ist ungu fólki af erlendu bergi brotið sem svo leið­ist út á ó­gæfu­braut­ir? Er það skóla­kerfið sem stendur í vegi fyrir því að ungt fólk get­i ­fótað sig? Eru það for­dómar inn­fæddra Dana sem koma í veg fyrir að fjöl­mörg ung­menni af erlendum upp­runa ná ekki að sam­lag­ast sam­fé­lag­inu, fá ekki vinn­u, detta út úr skóla og sjá enga fram­tíð.  ­Spurn­ing­arnar eru margar og við þeim engin ein­hlít svör. 

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði fyrir nokkrum dögum á frétta­manna­fundi að ­ljóst væri að stjórn­völdum hefði að mestu leyti mis­tek­ist að sjá til þess að ­fólk sem hingað flytti frá öðrum lönd­um, og með annan bak­grunn, aðlag­að­ist ­sam­fé­lag­inu. Þessu verður að breyta,” sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. Margir stjórn­mála­menn hafa tekið undir orð hans. Engin ein­föld lausn er til og atburðir und­an­far­inna ­mán­aða þar sem flótta­fólk flykk­ist til Evr­ópu eykur enn á vand­ann.   

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None