Spennan magnast og staðan breytist

Freku körlunum fjölgar fyrir Súper Þriðjudag hjá repúblikönum á meðan Hillary tekur forystuna hjá demókrötum.

h_52577274.jpg
Auglýsing

,Hann er lyg­ari og hann er fáviti” sagði Trump og benti á mót­fram­bjóð­endur sína sitt hvoru megin við sig.  Það var í þessum stíl sem kapp­ræður repúblik­ana á fimmtu­dags­kvöld í Texas fóru fram og má með sanni segja að heit­ustu umræður á Alþingi blikn­uðu í sam­an­burði.  Á þriðju­dag verður kosið í þrettán ríkjum í for­vali flokk­anna fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um.  Tveir fram­bjóð­endur repúblik­ana hellt­ust úr lest­inni í síð­ustu viku og nú eru fimm fram­bjóð­endur eftir repúblik­ana megin en Bernie Sand­ers og Hill­ary Clinton bít­ast um útnefn­ing­una hjá demókröt­um. Aðeins hefur verið kosið í fjórum ríkjum enn sem komið er og því enn nokkuð óljóst hverjir munu leiða flokk­ana tvo í for­seta­kosn­ing­unum sem haldnar verða í nóv­em­ber á þessu ári.

Na,na,na,na,na,na..

Í Hou­ston á fimmtu­dag mátti Trump þola að vera gagn­rýndur af mik­illi hörku af Marco Rubio,  sem hann sjálfur hafði hjólað í af miklu offorsi í fyrri kapp­ræð­um. Trump hafði upp­nefnt Rubio og kall­aði hann ,,Ro­bot” við mik­inn fögnuð stuðn­ings­manna sinna,  af því að honum þótti Rubio end­ur­taka sömu setn­ing­arnar aftur og aft­ur. Þetta virð­ist hafa komið illa við Rubio því í Hou­ston náði hann fram hefndum þegar hann dró fram hverja gömlu synd Trumps af fætur annarri og slengdi þeim fram með drengs­legum til­burð­um:  ,,Þú varst dæmdur fyrir að borga ólög­legum inn­flytj­endum frá Pól­landi laun þegar þú varst að byggja þessa Trump turna þína”  lét Rubio hafa eftir sér og Trump var fljótur að svara ,,lyg­i”.  

Eftir allar kapp­ræður hjá flokk­unum fara sjón­varp­stöðv­arnar gaum­gæfu­lega yfir það sem fram­bjóð­endur halda fram, til að kanna sann­leiks­gildi þess.  Að þessu sinni kom í ljós að Rubio hafði rétti­lega verið að vitna í dóm sem féll um und­ir­verk­taka, sem höfðu unnið fyrir fyr­ir­tæki Trumps og var hann dæmdur til sekta vegna þessa.  Og áfram hélt Rubio:  ,,Ég skil ekki Trump, þetta við­skipta­stríð þitt við önnur lönd, þú fram­leiðir sjálfur bindi og boli í Kína, -hvernig ætlarðu að gera það þegar þú hefur farið í við­skipta­stríð við þá, af hverju fram­leiðir þú þetta ekki til í Amer­ík­u?” Svar Trump var fremur aumt, ,,Þú veist ekk­ert um við­skipti” sagði hann og rambaði svo eitt­hvað óskýrt um kostnað við gjald­eyri.  Ru­bio svar­aði sigri hrós­andi; ,,Nei ég veit ekk­ert um að fara á haus­inn fjórum sinn­um”.  ,,Þú ætlar svo auð­vitað að nota ólög­legt vinnu­afl frá Mexíkó til að byggja upp múr­inn þinn á landa­mærum Mexíkó” hélt Rubio áfram og hló dig­ur­barka­lega, loks búinn að ná sér niður á ,,freka karl­in­um” með því að breyt­ast í hann.    

Auglýsing

Án efa sukku sumir kjós­endur djúpt í sóf­unum sínum yfir sjón­varp­inu af skömm á meðan aðrir færðu sig fram á sófa­brún­ina og klöpp­uðu. Þess­ari orða­hr­inu lauk svo þegar Rubio benti á að Trump hefði aldrei tek­ist að byggja upp veldið sitt ef hann hefði ekki fengið 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala í for­gjöf sem hann erfði frá föður sín­um, og ef þess hefði ekki notið við væri hann örugg­lega að selja gullúr á götu­hornum á Man­hatt­an. Sann­leiks­grein­inga­deild CNN kvitt­aði upp á flestar ásak­anir Rubio en lagði þó ekki í að spá fyrir um hvort millj­ón­irnar sem Trump erfði hefðu bjargað honum frá úra­söl­unni.

Rubio sést í mynd­band­inu knúa fram svör frá Trump um plön hans um heil­brigð­is­kerf­ið.

Segja má að Trump hafi fengið skerf af sínum eigin ein­elt­istil­burð­um, sem hann hefur sjálfur ekki hikað við að beita. Þegar kapp­ræð­unum lauk tók Trump að verja sig á Twitter en tókst ekki betur en svo að honum tókst að hafa staf­setn­ing­ar­villur í öllum tweet­un­um.



Sem Rubio nýtti sér til að gera enn frek­ari grín af honum morg­un­inn eft­ir. 

Enn er óljóst hvort þetta muni hafa áhrif á vin­sældir Trumps en það er hins vegar deg­inum ljós­ara að hann á úr háum söðli að detta.

Upp­lausnin og óánægja býr til rými fyrir nýtt afl

Hér er nú ekki ólík­legt að fólk spyrji sig hvað í ósköp­unum hafi orðið til þess að þessir menn séu það úrval sem kjós­endum repúblik­ana býðst til að velja úr til að verða næsta for­seti valda­mesta lands heims. Grein­ar­höf­undur spyr sig ítrekað að því sama.  En kenn­ingar í stjórn­mála­fræði hafa sýnt það að þegar það verður upp­lausn í sam­fé­lagi þá gefst færi til þess að stokka upp í fast­mót­uðum valda­kerf­um, eins og við þekkjum eftir hrunið á Íslandi þegar fjór­flokk­arnir hættu að vera einu flokk­arnir sem fólk treysti upp til hópa að vera við völd.

Þó er alls engin upp­lausn ríki í Banda­ríkj­un­um, efna­hag­ur­inn er góður og atvinnu­leysi fremur lágt, en það má þó með sanni segja að síð­asti ára­tugur hefur reynst repúblikönum erf­ið­ur.  Eftir að hin gíf­ur­lega óvin­sæla stjórn G.W. Bush lét af völdum og upp­gangur Teboðs­ins tók yfir hluta flokks­ins hefur flokk­ur­inn verið sund­ur­leitur og ósam­stíga. Sú til­hneigð að vilja sjá alveg óhefð­bund­inn leið­toga eða ein­hvern sem kemur úr allt ann­ari átt taka við eftir allt sem á undan hefur gengið virð­ist því sam­eina marga hópa innan repúblik­ana. 

Hinir hóf­sömu standa þó utan þessa hóps, sem og elíta flokks­ins.

Það sem vekur furðu í for­val­inu fyrir for­seta­kosn­ing­arnar er að fram­boð Bernie Sand­ers sem hefur boðað algjöra póli­tíska bylt­ingu hefur þó ekki náð meiri skrið­þunga en svo að kjör­sóknin í þeim ríkjum sem nú þegar hafa kosið hefur verið mun lægri en í tveim síð­ustu for­seta­for­völum demókrata. Sem dæmi voru 31% færri sem kusu hjá demókrötum í þetta sinn en síð­ast í Nevada en þar vann Hill­ary með tæpum fimm pró­sentu­stiga mun.  Aftur á móti hefur fram­boð Don­ald Trumps ítrekað slegið kjör­sókn­ar­met í þeim ríkjum sem hafa kos­ið, en um hann er almennt sagt að hann muni aldrei fá meiri­hluta banda­rísku þjóð­ar­innar til að kjósa hann, en Trump sigr­aði Nevada með ríf­lega tutt­ugu pró­sentu­stiga mun á næsta manni.  Nú velta menn og konur fyrir sér hvort þetta gæti verið rangt.

Greinahöfundur vill taka það fram að þessi stuðningur sem henni er þakkað fyrir hér í bréfi frá Donald Trump er á misskilningi byggður.

Hvernig fólk er lík­legt til að kjósa Trump?

Mik­ill tími fer hér vestra í að rýna í hvers vegna fólki þykir fýsi­legt að kjósa mann eins og Trump. Við hefð­bundna skoðun á kyni, aldri, tekj­um, menntun og búsetu, er erfitt að benda á eitt­hvað eitt, en hann er þó lík­legri til að ná til þeirra sem hafa litla mennt­un, lægri tekjur og er vin­sælli hjá körlum en kon­um. En eng­inn af þessum hópum er ein­göngu að kjósa Trump, né nægi­lega stór hluti svo hægt sé að tala um sterk ein­kenni kjós­enda­hóps hans.

Fleiri kenn­ingar hafa verið nefndar til að útskýra kjós­enda­hóp­inn, sem hefur eða ætlar að kjósa Trump. 

Ein þeirra er að kjós­enda­hóp­ur­inn ein­kenn­ist af því að velja fram­bjóð­enda sem boðar aukið alræði (e. aut­horit­ari­an­ism) um fram aðra. Mæl­ingar sýna að það sé mæl­an­legur munur á þeim sem eru lík­legri til að kjósa Trump og þeirra sem segj­ast vilja reisa miklar varnir til að tryggja röð og reglu og þá menn­ingu sem rík­ir.  Þetta styður könnun þriggja stjórn­mála­fræð­inga sem mælt hafa þessar kenndir kjós­enda í nokkra ára­tugi og rímar mjög vel það sem Trump hefur boð­að, t.d. með þeim mikla múr, sem hann ætlar að byggja við landa­mæri Mex­ikó til að draga úr straumi ólög­legra inn­flytj­enda.   Þessi hópur ein­kenn­ist af því að vera til­bún­ari en aðrir að fylgja sterkum leið­toga og þau sjá heims­mynd­ina í sterk­ari litum en aðr­ir, og ótt­ast mjög allar breyt­ing­ar. Ótt­inn við hryðju­verk er mik­ill og því áhersla á sterkar varnir mik­il­vægar þessum hóp. 

Þó svo fram­boð Sand­ers veki upp vænt­ingar hjá mörgum kjós­endum að nú sé loks kom­inn tími til að færa sam­fé­lagið til auk­ins jöfn­uðar með rót­tækum aðgerð­um, virð­ist að óánægjan með inn­herja frá Was­hington, ekki meiri en svo að Hill­ary Clinton virð­ist enn hafa yfir­burði sam­kvæmt könn­un­um. Veru­lega hefur þó dregið úr for­skoti hennar upp á síðkast­ið.  Spek­úlantar hér Vestra liggja nú yfir þessu flókna kerfi og reikna fram og til baka hvað þarf að gerst til að hver og einn kandi­dat geti unn­ið. Þessi vin­sæla leik­fimi sýnir manni að það er alls ekki frá­leitt að Sand­ers geti unnið Hill­ary þó sam­bland af heppni og góðri kjör­sókn er lík­lega sterkasta vopnið hans.  Nate Sil­ver töl­fræði­spek­úlant hefur reiknað út hvaða ríki Sand­ers þarf til að sigra for­valið  en eins og staðan lítur út núna er ólík­legt að honum tak­ist að sigra.

Utan­rík­is­málin

Í flestum ríkjum heims eru það sjaldn­ast skoð­anir stjórn­mála­manna um utan­rík­is­stjórn­mál sem ráða úrslitum í kosn­ing­um, þar vega inn­an­rík­is­mál oft­ast nær meira máli.  Hins vegar hefur hern­að­ar­brölt Banda­ríkj­anna og sá gíf­ur­legi fjöldi her­manna sem látið hefur lífið síðusta ára­tug í Írak setið í fólki, sem og ótt­inn við að átökin í Sýr­landi verði til þess að banda­rískir her­menn verið sendir í átökin af meira mæli en nú er. 

Vef­ur­inn The Amer­ian Conservative, sem eins og nafnið gefur til kynna til­heyrir íhalds­sam­ari gild­um, hefur tekið saman afstöðu fram­bjóð­end­anna og gefið þeim ein­kunn. Það er áhuga­vert að skoða hvernig þessi hópur sér fram­bjóð­end­urnar því nið­ur­stöð­urnar eru fremur óvænt­ar.  Góð ein­kunn þýðir að við­kom­andi fram­bjóð­andi mun sýna still­ingu (e. restra­int) en léleg ein­kunn táknar líkur á að vilja ráð­ast ein­hver­staðar inn eða blanda sér í átök af meiri mæli (e. inter­vention­ism) .  Gefin er ein­kunn í sex flokk­um, fjár­mögnun til hers­ins og svo afstaða til Rúss­lands, Íraks­stríðs­ins, Líb­íu, Sýr­lands og Íran samn­ings­ins.  Af öllum fram­bjóð­endum fær Bernie Sand­ers hæstu ein­kunn vefs­ins eða B fyrir að vera lík­leg­astur til að halda að sér höndum og nota diplómat­íska leiðir til að leysa ágrein­ings­mál.  Það að Sand­ers hafi kosið gegn Írak stríð­inu eykur enn á trú hans hjá kjós­endum sem hafa fengið sig full sadda af hern­að­ar­brölt­inu um heim all­ann.

Næst á eftir koma svo þeir Trump og Kasich með C í ein­kunn. 

Helst er Trump ekki tal­inn lík­legur til að halda úti hern­aði í löndum eins og Sýr­landi þar sem ólík­legt er að lausn sé í sjón­máli, og er þannig lík­legri til að draga úr hern­aði en að auka hann.

Það sem vekur eft­ir­tekt er að Hill­ary fær lægri ein­kunn en Trump eða D í loka­ein­kunn. Vef­ur­inn tekur þó fram að hún styðji helst hern­að­ar­í­tök í mann­úð­legum til­gangi en það er auð­vitað mjög umdeil­an­legt hvort auk­inn hern­aður slíkum til­fellum bæti afdrif fólks t.d. í Sýr­landi eða ekki.  Verk hennar sem utan­rík­is­ráð­herra í stjórn Obama hefur einna mest áhrif á ein­kunn­ina.  Cruz fær sömu ein­kunn og Hill­ary og er það sér í lagi er afstaða hans að ætla ,,teppa­leggja” Sýr­land með sprengjum ef hann yrði kjör­inn sem hefur mestu áhrif á ein­kunn­ina hans.  Hann er einnig fylgj­andi því að styrkja her­inn veru­lega fjár­hags­lega sem og vopna úkra­ínu­her til að standa í hár­inu á Rúss­um.

Þeir Rubio og Car­son reka svo lest­ina og þykja þeir einna lík­leg­astir til að ausa auknu fé í her­inn og auka hern­að­ar­í­hlutun Banda­ríkja­manna veru­lega á öllum mögu­legum víg­stöð­um.  Allir fram­bjóð­endur repúblik­ana nema Kasich, vilja láta rifta nýund­ir­rit­uðum samn­ingi við Írana um tak­mörkun kjarna­vopna.

Línur skýr­ast á Súper – Þriðju­dag

Hverjir verða svo fram­bjóð­endur flokk­anna að lokum kann að skýr­ast að ein­hverju leiti næsta þriðju­dag þegar verður kosið í for­vali flokk­anna í þrettán ríkj­um. Þar á meðal í stórum ríkjum eins og Texas  sem telja mikið í sam­keppn­ina um flest atkvæði eða kjör­menn eins og kerfið hér byggir upp á. Til að vinna útnefn­ingu demókrata þarf fram­bjóð­andi að fá 2,382 kjör­menn af þeim 4,763 sem eru í pott­in­um.  Eins og staðan er í dag eru þau nán­ast með jafna tölu kjör­manna en það er fyrir utan svo kall­aða súper kjör­menn sem til­heyra elítu flokks­ins og hafa flest allir lofað stuðn­ingi sínum við Hill­ary.  Þetta þýðir að Sand­ers þarf í raun að vinna meira en helm­ing atkvæða til að yfir­stíga þetta for­skot Hill­ary, nú eða sann­færa elít­una að skipta um skoðun rétt fyrir lands­fund flokks­ins þar sem öll atkvæði kjör­mann­ana eru tal­in.

Þetta skrítna og flókna kerfi gerir það að verkum að svona for­völ geta orðið  æsispenn­andi fram eftir vori,  sér­stak­lega þegar mjótt er á mun­um. En málin skýr­ast þó betur og betur sér­stak­lega þegar stór ríki kjósa, sem hafa kjör­menn í sam­ræmi við stærð sína.  Hins vegar getur hasar­inn orðið mjög mik­ill í síð­ustu ríkj­unum ef enn er mjótt á munum þegar kosið er í þeim í byrjun sum­ars.   En oft er því nið­ur­staðan orðin ansi skýr eftir súper þriðju­dag­inn, þegar verður kosið í þrettán ríkjum og kjósa báðir flokkar í Ala­bama, Arkansas, Georg­íu, Massachu­setts, Okla­homa, Tenn­essee, Texas, Vermont og Virg­in­íu.

Í Colorado og Minnesota halda báðir flokkar svo kjör­fundi (e. Caucus) en til við­bótar halda repúblikanar kjör­fundi í Alaska og Wyom­ing og demókratar í Amer­ican Samóa.

Staðan í könn­unum fyrir þriðju­dag­inn mikla

Með­al­tal nýj­ustu kann­anna mik­il­væg­ustu kosn­ing­unum á þriðju­dag af vefnum FiveT­hir­tyEight  htt­p://project­s.fivet­hir­tyeight.com/el­ect­ion-2016/primar­y-­for­ecast/virg­ini­a-repu­blican/

Repúblikanar

Ala­bama:  Trump 35,5%,  Ru­bio 18,8%  Cruz 8,1%, Car­son 8,1%,  Kasich 6,8%

Georgía:    Trump 38,2%, Rubio 19,8%, Cruz 17,3%, Car­son 7,9% og Kasich 7%

Massachu­setts: Trump 43,6%, Rubio 18,5%, Kasich 16,8%, Cruzz 10,2% Car­son 3,6%

Okla­homa: Trump 30,1%, Rubio 21%, Cruz 20,7%, Car­son 6,1% og Kasich 4,6%

Texas:  Cruz 34,5%, Trump 25,6%, Rubio 17,8%, Kasich 6,1%, Car­son 5,3%

Virg­inia: Trump 40,1%, Rubio 23,7%, Cruz 14,1%, Car­son 6,8% og Kasich 6,7%

Demókratar

Arkansas: Hill­ary 56,9%, Sand­ers 32,4%

Georgía:  Hill­ary 64,7%, Sand­ers 25,4%

Massachu­setts: Hill­ary 47,7%, Sand­ers 45,3%

Okla­homa: Hill­ary 45,6%, Sand­ers 43%

Tenn­essee: Hill­ary 57,9%, 32,9%

Texas: Hill­ary 60,8%, Sand­ers 31,8%

Vermont: Sand­ers 85,9%, Hill­ary 10,2%

Virg­inia: Hill­ary 56,9%, Sand­ers 33,8%

Sam­kvæmt könn­unum lítur staðan þannig að lík­legt er að Trump vinni í öllum ríkj­unum nema í Texas en þar virð­ist Cruz vera nokkuð öruggur með tíu pró­sentu­stiga for­skot í sínu heima­ríki. En Texas telur mikið og því enn von fyrir Cruz eða Rubio að ná for­skoti fram yfir Trump en það verður hins­vegar mjög erfitt.

Hjá Demókrötum benda kann­anir til þess að Hill­ary sigri Texas örugg­lega og fái mik­inn meiri­hluta þeirra 222 kjör­manna sem til­heyra rík­inu. Mjótt er á munum á þeim Sand­ers og Hill­ary í Okla­homa og Massachu­set en öll hin ríkin virð­ast munu kjósa Hill­ary í meir mæli, fyrir utan Vermont, heima­ríki Sand­ers sem hann mun sigra örugg­lega.

Eftir að hafa rýnt í kann­an­irnar verður maður samt að hafa í huga að kann­anir hafa ekki reynst eins áræð­in­legar upp á síðkastið og oft­ast áður, það er því ekk­ert í hendi.  Það er svo allt eins lík­legt að fram­bjóð­endur kepp­ist við að spila út skíta­bombum á hvorn annan um helg­ina til að hafa áhrif á kjós­endur á þriðju­dag.

Á föstu­dag kom svo óvænt útspil rík­is­stjór­ans í New Jersey, Chris Christie sem nýverið dró fram­boð sitt til for­seta til baka, þar sem hann lýsti yfir stuðn­ingi við Trump.  Christie hafði vegið hart að Trump í kapp­ræðum og þótti fremur fjarri honum í skoð­un­um, ekki síst í inn­flytj­enda­mál­um.  Á hinn bóg­inn mætti segja að þeim svipi til í stíl því Christie hefur líkt og Trump verið í hópi þeirra fram­bjóð­enda sem hafa talað umbúða­laust eða það sem kan­inn kallar ,,straight talk”.   Allt bendir til þess að nú sé keppnin um hvern Trump velji sem vara­for­seta og útspil Christie hafi lyktað sterk­lega af þeirri ósk­hyggju. 

Nú verður áhuga­vert að sjá hvort Jeb Bush, sem hætti fram­boði í síð­ustu viku lýsi einnig stuðn­ingi við ein­hvern þeirra sem eftir eru.  Talið er að hinir örlátu styrkt­ar­að­ilar Bush af Wall Street muni færa sig yfir til Rubio, en margir bíða þó eftir að flokks elítan gefi skýr­ari vís­bend­ingu um hvert best sé að beina fjár­mun­um.  Hver slíkir fjár­munir rata skiptir gríða­legu miklu máli fyrir fram­bjóð­endur því ekki bein­línis um neitt klink að ræða og sagan sýnir að þeir sem eyða mestum fjár­munum auka líkur sína til að vinna veru­lega, nema nátt­úr­lega þeir heiti Bush, það vöru­merki virð­ist búið að vera.

Á aðfara­nótt mið­viku­dags munu nið­ur­stöður for­val­anna fara að týn­ast inn, þá verður mik­il­vægt fyrir eld­heitasta áhuga­fólk um fram­tíð­ar­leið­toga hins ,,Frjálsa heims” að vera búið að poppa og koma sér vel fyrir framan sjón­varpið - og auð­vitað að vera með góða afsökun fyrir því að mæta í vinn­una á hádegi dag­inn eft­ir!

Helgar stemmingin að hellast yfir menn.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None