Það er 57 prósent dýrara að búa í miðborginni en í Breiðholtinu

Það er orðið dýrara að búa í Fossvoginum en í Vesturbænum og fasteignareigendur í Húsahverfi geta glaðst vegna ávöxtunar á fasteignum sínum á síðasta ári. Nýtt hverfi í Hafnarfirði vermir nú sætið yfir þar sem ódýrast er að búa á höfuðborgarsvæðinu.

Hús
Auglýsing

Það er dýr­ast á Íslandi að búa í fjöl­býli í mið­borg Reykja­vík­ur, miðað við með­al­fer­metra­verð. Í fyrra var það þar um 423 þús­und krónur og er mið­borgin eina hverfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem fer­metra­verð fór yfir 400 þús­und krónur að með­al­tali. Ódýrasta hús­næðið í fjöl­býl­i á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er í Vöng­unum í Hafn­ar­firði þar sem með­al­fer­metri kostar um 250 þús­und krón­ur. Það er því 70 pró­sent dýr­ara að búa í mið­borg Reykja­vík­ur­ en í Vöng­unum i í Hafn­ar­firði. Það er líka 57 pró­sent dýr­ara að búa þar en í t.d. Breið­holti, sem er hverfi í Reykja­vík sem sótt hefur mikið í sig veðrið á und­an­förnum árum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóð­skrár um þró­un ­í­búða­verðs eftir hverfum og árum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þau tíð­indi verða á milli ára að fer­metra­verð í Lönd­unum við Foss­vog var orðið hærra í fyrra en á Melum og Högum í Vest­urbæ Reykja­vík­ur. Nú er því næst­dýr­ast að búa í Foss­vogs­hverf­inu á eft­ir mið­borg­inni.

Og það verður sífellt dýr­ara að búa í mið­borg­inni. Árið 2014 var það átta pró­sent dýr­ara en að búa í næst­dýrasta hverf­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mun­ur­inn um síð­ustu ára­mót var kom­inn í ell­efu pró­sent. Alls hefur fer­metra­verð í fjöl­býli í mið­borg Reykja­víkur hækkað um 25 pró­sent frá lokum árs 2013.

Auglýsing

Mun­ur­inn á dýrasta og ódýr­ustu hverf­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fer þó minnk­andi. Hann var 75 pró­sent í lok árs 2014 en var, líkt og áður sagði, um 70 pró­sent í lok síð­asta árs.

65 pró­sent hækkun í mið­borg­inni á fimm árum

Fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á und­an­förnum árum. Frá lokum árs­ins 2010 hefur fer­metra­verð í mið­borg Reykja­vík­ur, sem afmarkast af Hring­braut og Snorra­braut, farið úr 256.696 krónur í 422.556 krón­ur. Það er hækkun upp á 65 pró­sent á fimm árum. Fer­metra­verð­ið þar hækk­aði um tólf pró­sent á síð­asta ári.

Það er meiri hækkun en átti sér stað í Vest­ur­bænum (9,4 ­pró­sent), á Granda (8,9 pró­sent), Hlíð­unum (10,8 pró­sent), Háa­leit­is­braut (5,6 ­pró­sent), Voga­hverf­inu (4,1 pró­sent) og Heimunum (10,3 pró­sent). Þau hverfi sem til­heyra „gömlu Reykja­vík“ sem hækk­uðu meira en fast­eignir í mið­borg­inni eru fast­eignir í Lönd­unum (16 pró­sent) og í Laug­ar­nes­hverf­inu (13,7 pró­sent).

Fast­eigna­verð í Breið­holti án Selja­hverfis hækk­aði einnig ­mynd­ar­lega í fyrra, eða um tólf pró­sent. Fer­metra­verð í Breið­holt­inu er þó enn langt frá því að vera jafn hátt og í flestum hverfum „gömlu Reykja­vík­ur“. Það munar til að mynda 57 pró­sent á fer­metra­verði í Breið­holt­inu og verð­inu í mið­borg Reykja­vík­ur.

Sam­hliða því að eft­ir­spurn eftir stærri eignum hefur aukist, líkt og sést meðal ann­ars á miklum hækk­unum í Lönd­un­um, þá hefur verð á fast­eignum í Selja­hverfi einnig hækkað skarpt. Það fór upp um 13,5 pró­sent í fyrra.Húsa­hverfið hástökkvari árs­ins

Mesta hækk­unin á síð­asta ári varð þó í Húsa­hverf­inu í Graf­ar­vogi. Þar fór fer­metra­verðið upp um heil 25,4 pró­sent á milli ára eft­ir að hafa hald­ist frekar lágt um ára­bil þar á und­an. Fer­metra­verð í hverf­inu fór úr 239.887 krónum árið 2014 í 300.856 krónur í fyrra.

Hækk­anir á fast­eigna­verði í Kópa­vogi eru nokkuð stabíl­ar milli ára og í takt við með­al­tals­hækk­an­ir. Dýrasta hverfi sveit­ar­fé­lags­ins er ­sem áður Sala­hverf­ið, þar sem fer­metra­verðið var 327.560 krónur í lok síð­asta árs.

Fjórða dýrasta hverfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á eftir mið­borg Reykja­vík­ur, Lönd­unum og Vest­ur­bæn­um, er Sjá­lands­hverfið í Garða­bæ. ­Fer­metra­verðið þar er 375.808 krónur og hækk­aði um 8,5 pró­sent í fyrra.

Ódýrasta hverfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er hins­veg­ar Vanga­hverfið í Hafn­ar­firði. Þar er með­al­fer­metra­verð 249.607 krónur eða 69,2 ­pró­sent lægra en í mið­borg Reykja­vík­ur. Vang­arnir taka botns­ætið af Álfa­skeið­i í Hafn­ar­firði sem vermdi það árið áður. Sú stað­reynd að hafa verið ódýrasta hverfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins virð­ist hafa aukið eft­ir­spurn í Álfa­skeiði mik­ið því verð á með­al­fer­metra hækk­aði um heil 22 pró­sent í fyrra og er nú 262.291 krón­ur. Svipuð hækkun átti sér stað á fast­eignum í Hraun­unum í Hafn­ar­firði þar ­sem með­al­verð á fer­metra hækk­aði um 22,4 pró­sent. Í Berg­unum þar í bæ hækk­að­i verðið síðan um 16,4 pró­sent.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None