Spá 428 milljarða gjaldeyristekjum vegna ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta er orðin að grundvallaratvinnuvegi á Íslandi, og gerir ný spá Íslandsbanka ráð fyrir miklum áframhaldandi vexti í greininni.

ferðamenn við Seljalandsfoss
Auglýsing

Ný spá Íslands­banka um ferða­þjón­ust­una á Íslandi gerir ráð fyrir að gjald­eyr­is­tekjur vegna hennar á þessu ári, verði 428 millj­arðar króna og sem hlut­deild af heild­ar­út­flutn­ingi verði hún 34 pró­sent. Á fimm árum hefur hlut­deildin í útflutn­ingi næstum tvö­fald­ast en hún var 18 pró­sent árið 2010. Þetta kemur fram í viða­mik­illi skýrslu bank­ans um ferða­þjón­ustu og vægi hennar í atvinnu­lífi þjóð­ar­inn­ar.Þetta sýnir glögg­lega hversu viða­mikil atvinnu­grein ferða­þjón­ustan er orðin á Íslandi. Árið 2009 kom til lands­ins 464 þús­und erlendir ferða­menn, en í fyrra voru þeir 1,3 millj­ón­ir. Gangi spá Íslands­banka eftir þá munu þeir verða rúm­lega 1,6 millj­ónir á þessu ári og verður fjölg­unin 29 pró­sent. Spáin gerir ráð fyrir að um 30 þús­und erlendir ferða­menn séu á land­inu á hverjum degi, að með­al­tali, allt árið. 

Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt.

Þriðja hvert nýtt starf sem hefur orðið til í íslenska hag­kerf­inu, á síð­ast­liðnum árum, má rekja til ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Bretar og Banda­ríkja­menn

Fleira má telja til, sem sýnir glögg­lega hversu umfangs­mikil ferða­þjón­ustan er hér á landi. Korta­velta erlendra ferða­manna í fyrra var 154,4 millj­arðar króna, sem eru um 13 millj­arðar í hverjum mán­uði. Aukn­ingin frá fyrra ári var 35,4 pró­sent, sem er hlut­falls­lega meira en sem nam fjölgun ferða­manna. 

Ferðamenn

Breskum og Banda­rískum ferða­mönnum hefur fjölgað lang­sam­lega mest á und­an­förnum fimm árum. Sé miðað við árið 2010, þá hefur erlendum ferða­mönnum fjölgað um 800 þús­und, og eru Bretar og Banda­ríkja­menn tæp­lega helm­ing­ur­inn af þeim fjölga, eða sem nemur 372 þús­und­um. Þegar horft er til heild­ar­fjölda ferða­manna á heims­vísu á ári, þá er Ísland lít­ill fiskur í stórri tjörn. Heild­ar­fjöldi ferða­manna á ári er tæp­lega 1,2 millj­arð­ar. Um það bil einn af hverjum þús­und ferða­mönnum í heim­inum ákveður að koma til Íslands. 

Air­bnb vex hratt

Í lok nóv­em­ber á árinu 2015 var fjöldi skráðra gisti­rýma á gisti­þjón­ustu­síð­unni Air­bn­b í Reykja­vík 2.681 en þau voru 1.188 í des­em­ber á árinu 2014 og hefur því skráðum gisti­rýmum fjölgað um 126% á tæpu ári, að því er segir í skýrsl­unni. Þessi mikla fjölgun bæt­ist við hraða upp­bygg­ingu á hót­el­um, einkum í Reykja­vík. Þegar horft er yfir heildar í gistin­ótt­um, þá eru 42 pró­sent af öllum gistin­óttum ferða­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 58 pró­sent á lands­byggð­inn­i. 

Fjölgun ferða­manna hefur hins vegar verið mikil í Reykja­vík og þörf á því að auka við gisti­rými aug­ljós. Hvort of hratt sé far­ið, verður að koma í ljós, en miðað við spár um fjölgun þá virð­ist vera full þörf fyrir mikla upp­bygg­ingu til að mæta eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu.

Krefj­andi verk­efni 

Sé mið tekið af þeim upp­lýs­ingum sem fram koma í skýrslu Íslands­banka, og raunar einnig í fleiri spám sem birst hafa að und­an­förnu, þá er brýnt fyrir íslensk stjórn­völd að skapa skýra stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ust­unni. Umfang hennar er orðið það mik­ið, að fjár­fest­ing­ar, t.d. í þjóð­görðum og á fleiri álags­punkt­um, virð­ast ekki þola mikla bið, en hafið er mikið upp­bygg­ing­ar­tíma­bil á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem tug­millj­arða fram­kvæmdir eru hafn­ar, og er þeim ætlað að mæta stór­auknu álagi á vell­in­um. Útflutningur.

Stjórn­stöð ferð­mála, sem komið var á fót í októ­ber á síð­asta ári, vinnur að frek­ari stefnu­mótun og for­gangs­röðun verk­efna.

Í stjórn­­­stöð­inni eiga Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, efna­hags- og fjár­­­mála­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, um­hverf­is­ráð­herra og Ólöf Nor­dal, inn­­an­­rík­­is­ráð­herra, sæti fyr­ir hönd stjórn­­­valda. 

Þá eru Grím­ur Sæ­­mund­sen, for­maður Sam­­taka ferða­þjón­ust­unn­ar og einn stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, Þórður Garð­ar­s­­son, vara­­for­mað­ur, Helga Árna­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SAF, og Björgólf­ur Jó­hanns­­son, for­­stjóri Icelanda­ir Group, einnig með sæti á þessum vett­vangi.

Hörður Þór­halls­­son, fyrr­um fram­­kvæmda­­stjóri Act­a­vis, var ráð­inn fram­­kvæmda­­stjóri Stjórn­­­stöðv­ar­inn­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None