Spá 428 milljarða gjaldeyristekjum vegna ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta er orðin að grundvallaratvinnuvegi á Íslandi, og gerir ný spá Íslandsbanka ráð fyrir miklum áframhaldandi vexti í greininni.

ferðamenn við Seljalandsfoss
Auglýsing

Ný spá Íslands­banka um ferða­þjón­ust­una á Íslandi gerir ráð fyrir að gjald­eyr­is­tekjur vegna hennar á þessu ári, verði 428 millj­arðar króna og sem hlut­deild af heild­ar­út­flutn­ingi verði hún 34 pró­sent. Á fimm árum hefur hlut­deildin í útflutn­ingi næstum tvö­fald­ast en hún var 18 pró­sent árið 2010. Þetta kemur fram í viða­mik­illi skýrslu bank­ans um ferða­þjón­ustu og vægi hennar í atvinnu­lífi þjóð­ar­inn­ar.Þetta sýnir glögg­lega hversu viða­mikil atvinnu­grein ferða­þjón­ustan er orðin á Íslandi. Árið 2009 kom til lands­ins 464 þús­und erlendir ferða­menn, en í fyrra voru þeir 1,3 millj­ón­ir. Gangi spá Íslands­banka eftir þá munu þeir verða rúm­lega 1,6 millj­ónir á þessu ári og verður fjölg­unin 29 pró­sent. Spáin gerir ráð fyrir að um 30 þús­und erlendir ferða­menn séu á land­inu á hverjum degi, að með­al­tali, allt árið. 

Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt.

Þriðja hvert nýtt starf sem hefur orðið til í íslenska hag­kerf­inu, á síð­ast­liðnum árum, má rekja til ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Bretar og Banda­ríkja­menn

Fleira má telja til, sem sýnir glögg­lega hversu umfangs­mikil ferða­þjón­ustan er hér á landi. Korta­velta erlendra ferða­manna í fyrra var 154,4 millj­arðar króna, sem eru um 13 millj­arðar í hverjum mán­uði. Aukn­ingin frá fyrra ári var 35,4 pró­sent, sem er hlut­falls­lega meira en sem nam fjölgun ferða­manna. 

Ferðamenn

Breskum og Banda­rískum ferða­mönnum hefur fjölgað lang­sam­lega mest á und­an­förnum fimm árum. Sé miðað við árið 2010, þá hefur erlendum ferða­mönnum fjölgað um 800 þús­und, og eru Bretar og Banda­ríkja­menn tæp­lega helm­ing­ur­inn af þeim fjölga, eða sem nemur 372 þús­und­um. Þegar horft er til heild­ar­fjölda ferða­manna á heims­vísu á ári, þá er Ísland lít­ill fiskur í stórri tjörn. Heild­ar­fjöldi ferða­manna á ári er tæp­lega 1,2 millj­arð­ar. Um það bil einn af hverjum þús­und ferða­mönnum í heim­inum ákveður að koma til Íslands. 

Air­bnb vex hratt

Í lok nóv­em­ber á árinu 2015 var fjöldi skráðra gisti­rýma á gisti­þjón­ustu­síð­unni Air­bn­b í Reykja­vík 2.681 en þau voru 1.188 í des­em­ber á árinu 2014 og hefur því skráðum gisti­rýmum fjölgað um 126% á tæpu ári, að því er segir í skýrsl­unni. Þessi mikla fjölgun bæt­ist við hraða upp­bygg­ingu á hót­el­um, einkum í Reykja­vík. Þegar horft er yfir heildar í gistin­ótt­um, þá eru 42 pró­sent af öllum gistin­óttum ferða­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 58 pró­sent á lands­byggð­inn­i. 

Fjölgun ferða­manna hefur hins vegar verið mikil í Reykja­vík og þörf á því að auka við gisti­rými aug­ljós. Hvort of hratt sé far­ið, verður að koma í ljós, en miðað við spár um fjölgun þá virð­ist vera full þörf fyrir mikla upp­bygg­ingu til að mæta eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu.

Krefj­andi verk­efni 

Sé mið tekið af þeim upp­lýs­ingum sem fram koma í skýrslu Íslands­banka, og raunar einnig í fleiri spám sem birst hafa að und­an­förnu, þá er brýnt fyrir íslensk stjórn­völd að skapa skýra stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ust­unni. Umfang hennar er orðið það mik­ið, að fjár­fest­ing­ar, t.d. í þjóð­görðum og á fleiri álags­punkt­um, virð­ast ekki þola mikla bið, en hafið er mikið upp­bygg­ing­ar­tíma­bil á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem tug­millj­arða fram­kvæmdir eru hafn­ar, og er þeim ætlað að mæta stór­auknu álagi á vell­in­um. Útflutningur.

Stjórn­stöð ferð­mála, sem komið var á fót í októ­ber á síð­asta ári, vinnur að frek­ari stefnu­mótun og for­gangs­röðun verk­efna.

Í stjórn­­­stöð­inni eiga Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, efna­hags- og fjár­­­mála­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, um­hverf­is­ráð­herra og Ólöf Nor­dal, inn­­an­­rík­­is­ráð­herra, sæti fyr­ir hönd stjórn­­­valda. 

Þá eru Grím­ur Sæ­­mund­sen, for­maður Sam­­taka ferða­þjón­ust­unn­ar og einn stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, Þórður Garð­ar­s­­son, vara­­for­mað­ur, Helga Árna­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SAF, og Björgólf­ur Jó­hanns­­son, for­­stjóri Icelanda­ir Group, einnig með sæti á þessum vett­vangi.

Hörður Þór­halls­­son, fyrr­um fram­­kvæmda­­stjóri Act­a­vis, var ráð­inn fram­­kvæmda­­stjóri Stjórn­­­stöðv­ar­inn­­ar.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None