Íslendingar geta leitað heilbrigðisþjónustu til Evrópu

Frá 1. júní munu Íslendingar geta leitað heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópuríkjum. Því verða þó settar skorður, vegna áhyggja heilbrigðisstarfsfólks.

Sjúkrabíll
Auglýsing

Íslend­ingar munu geta leitað til Evr­ópu eftir heil­brigð­is­þjón­ustu frá og með fyrsta júní næst­kom­andi. Þá taka gildi breyt­ingar á lögum um sjúkra­trygg­ingar í sam­ræmi við EES-­reglur sem kveða á um heil­brigð­is­þjón­ustu yfir landa­mæri, og um við­ur­kenn­ingu á lyf­seðlum milli landa. 

Meg­in­reglan verður sú að þeir sem eru sjúkra­tryggðir í einu EES-­ríki geti sótt sér heil­brigð­is­þjón­ustu í öðru EES-­ríki og fengið end­ur­greiddan kostnað af þjón­ust­unni eins og þjón­ustan hefði verið veitt inn­an­lands. 

Ráð­herra ræður hvenær leita þarf sam­þykkis fyr­ir­fram

Upp­haf­lega stóð til að fólk þyrfti ekki að leita sam­þykkis hjá heil­brigð­is­yf­ir­völdum áður en farið væri til útlanda eftir þjón­ustu, en ákveðið var eftir athuga­semdir úr heil­brigð­is­kerf­inu að það yrði á valdi ráð­herra að ákveða í hvaða til­fellum fyr­ir­fram­sam­þykkis verður kraf­ist. Land­læknir hafði lýst yfir áhyggjum af því að hafa ekki sam­þykki fyr­ir­fram eins og staðan er í íslensku heil­brigð­is­kerfi nú. Það sé mik­il­vægt að for­gangs­raða pen­ingum í heil­brigð­is­þjón­ustu og með því að leyfa fólki óhindrað að fara erlendis skapi það hættu á að pen­ingar verði settir í heil­brigð­is­þjón­ustu sem ekki sé þörf á að setja í for­gang.  

Auglýsing

Hins vegar var ákveðið við með­ferð máls­ins að heim­ila Sjúkra­trygg­ingum að neita end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna heil­brigð­is­þjón­ustu í öðrum lönd­um, ef hægt er að veita þjón­ust­una hér á landi innan tíma­marka sem má rétt­læta lækn­is­fræði­lega, það er miðað við heilsu­fars­á­stand sjúk­linga og lík­lega fram­vindu veik­inda þeirra. Þetta var gert vegna athuga­semda frá Land­lækni og Land­spít­al­an­um, sem bentu á að vegna fámennis á Íslandi væri hætti á því að fram­boð heil­brigð­is­þjón­ustu myndi minnka á Íslandi ef fólk færi í auknum mæli til útlanda til að fá þjón­ustu. Þá væri það líka nauð­syn­legt að hafa ákveð­inn lág­marks­fjölda sjúk­linga til að við­halda fjár­fest­ingum í tækj­um, bún­aði og mann­skap í heil­brigð­is­kerf­inu. Ef fram­boð á Íslandi minnk­aði myndi það ógna öryggi sjúk­linga á Ísland­i. 

Áhyggjur af land­flótta sjúk­ling­um 

Flestir umsagn­ar­að­ilar um málið voru jákvæðir gagn­vart því að Íslend­ingar geti sótt sér þjón­ustu erlendis með auð­veld­ari hætti, en vildu tryggja að íslenskt heil­brigð­is­kerfi verði sett í for­gang. 

Land­lækn­is­emb­ættið hvatti í sinni umsögn um málið til þess að stjórn­völd myndu frekar setja fjár­magn í að stytta biðlista eftir aðgerðum hér á landi en að veita fé til heil­brigð­is­þjón­ustu í öðrum lönd­um. Það þurfi að kapp­kosta að standa vörð um og efla heil­brigð­is­kerfið á Íslandi, enda sé þar þekk­ing, sér­hæf­ing og þjálfun fyrir hendi til að veita Íslend­ingum þá þjón­ustu sem þeir þurfa. 

Sjúkra­trygg­ingar Íslands bentu á það að stjórn­völd ættu að skoða magnsamn­inga sína við heil­brigð­is­kerf­ið, og ein­beita sér að því að fækka á biðlistum sem séu orðnir mjög langir eftir sumum aðgerð­um. Eitt dæmi um það eru auga­steins­að­gerð­ir, sem fólk bíður mjög lengi eftir þrátt fyrir að læknar geti vel gert fleiri aðgerðir á ári. Hægt er að gera slíkar aðgerðir á einka­stof­um, en það væri „mjög sér­stakt ef sjúk­lingar gætu leitað til útlanda og fengið end­ur­greiðslu á kostn­að­inum en ekki ef þeir leit­uðu til lækna hér á land­i.“ 

Land­læknir lagði einnig til að stjórn­völd veittu pen­ingum í að stytta biðlista á Íslandi. „Heil­brigð­is­kerfið hefur gengið í gegnum erf­ið­leika sem tengj­ast efna­hags­hrun­inu og einnig verk­föllum ýmissa heil­brigð­is­stétta sem stóðu yfir í heilt ár með hlé­um. Rekja má leng­ingu biðlista eftir ýmsum skurð­að­gerðum m.a. til þess­ara þátta,“ segir land­lækn­is­emb­ætt­ið, sem hefur sett við­mið um að bið­tími eftir aðgerðum og annarri til­tek­inni þjón­ustu eigi ekki að vera meira en 90 dag­ar. Hins vegar eru nú á biðlistum tæp­lega 5.000 manns sem hafi beðið lengur en 90 daga eftir aðgerð­um. „Leiða má líkum að því að ein­hverjir þess­ara ein­stak­linga sem bíða munu kjósa að fara erlendis ef biðin er styttri þar.“ 

Sjúk­lingar vilja vera á Íslandi 

Lækna­fé­lag Íslands tók í sama streng og Land­lækn­is­emb­ættið og vildi að settar verði for­gangs­reglur og íslensk heil­brigð­is­þjón­usta efld til þess að draga úr líkum á því að sjúk­lingar þurfi að leita til ann­arra landa eftir heil­brigð­is­þjón­ustu. „Það getur verið sjúk­lingum mik­il­vægt að greitt sé fyrir aðgengi að öruggri hágæða­heil­brigð­is­þjón­ustu yfir landa­mæri, tryggja frjálst flæði sjúk­linga innan EES og stuðla að sam­vinnu um heil­brigð­is­þjón­ustu. LÍ telur þó að sjúk­lingum sé mik­il­væg­ast að eiga greiðan aðgang að slíkri þjón­ustu hér á landi. LÍ full­yrðir að það sé vilji flestra sjúk­linga njóta öruggrar hágæða­heil­brigð­is­þjón­ustu á ísland­i.“

Undir það tók land­læknir einnig, og vís­aði í kann­anir sem hafi verið gerðar meðal sjúk­linga sem sýni fram á að þeir kjósi miklu frekar að fá þjón­ustu á Íslandi en ann­ars stað­ar. Það sé líka óhag­ræði og fylgi auk­inn kostn­aður að þurfa að fara erlend­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None