Þrumarinn vinsælasti kvöldmaturinn

Borgþór Arngrímsson kynnti sér rækilega hvað Danir borða frá degi til dags. Margt kemur á óvart, en annað ekki.

Rúgbrauð
Auglýsing

Danir eru miklir áhuga­menn um mat. Þeir hafa gaman af að borða, tala mikið um mat, skoða mat og elda. Dag­blöðin birta mat­ar­upp­skrift­ir, við­töl við áhuga­fólk um mat­ar­gerð og umfjöllun um nýj­ungar á sviði mat­reiðslu. Fyrir skömmu voru kunn­gerðar nið­ur­stöður yfir­grips­mik­illar könn­unar á mat­ar­venjum Dana, sem eru íhalds­menn þegar matur er ann­ars veg­ar.

Áhuga­fólk getur margoft í viku les­ið, í dag­blöð­un­um, um alls kyns til­boð og álit sér­fræð­inga á mis­mun­andi  vín­teg­und­um, ost­um, lifr­ar­kæfu, smur­brauði o.s.frv. Flestar mat­vöru­versl­an­ir, ekki allar þó, verja miklum fjár­munum í að útbúa viku­lega og dreifa í hús bæk­lingum sem sýna til­boðin og úrval­ið. Slíkir bæk­lingar eru auð­vitað líka á net­inu og þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér að gera inn­kaupin í heim­il­is­tölv­unni og fá svo vör­urnar sendar heim að dyr­um. Kann­anir sýna að umræður um mat og mat­ar­gerð er sígilt umræðu­efni í boð­um, þar er bæði talað um mat­inn sem á borðum er þá stund­ina eða mat sem ein­hver bragð­aði í gær. Í viku­blöð­un­um, sem eru fjöl­mörg, eru ótal mat­ar­upp­skriftir og fyrir þá sem vilja frekar sjá en lesa bjóða sjón­varps­stöðv­arnar uppá margs konar þætti um mat­ar­til­bún­ing. Þar er mat­ar­gerðin ætíð sögð leikur einn og verkið heima í eld­húsi nán­ast hálfnað þegar maður hefur hengt á sig svunt­una. Rétt er að taka fram að þessi mikli mat­ar­á­hugi Dana bein­ist ekki að fisk­meti, steikt rauð­spretta er háborgin í þeim efnum í huga margra. Danir borða mjög lít­inn fisk og það yrði ekki sleg­ist um orðið í veislum þar sem ræða ætti um sjáv­ar­fang.

Pizza, Pasta, Sushi og allt hitt

Sú gríð­ar­lega breyt­ing, og aukn­ing, sem orðið hefur á fram­boði alls kyns mat­vöru á allra síð­ustu árum hefur ekki farið fram hjá Dön­um. Pizza, pasta, sus­hi, fala­fel, kebab og mörg fleiri orð voru fyrir til­tölu­lega fáum árum fram­andi í hugum flestra Dana en þannig er það ekki leng­ur. Þessar nýj­ungar eiga rætur sínar utan danskra land­steina, sumar sunnar úr álf­unni, aðrar komnar mun lengra að. Það sem þarna var nefnt, og margt ann­að, flokk­ast undir svo­kall­aðan skyndi­bita en neysla á slíkum mat hefur marg­fald­ast á síð­ustu árum. Asi og hraði nútím­ans kallar iðu­lega á skyndi­lausnir, það á ekki hvað síst við um mat­ar­til­bún­ing þegar heim er kom­ið. Þá þarf iðu­lega að hafa hrað­ann á til að ljúka öllum þeim verk­efnum sem kalla. Skyndi­biti eða annað það sem þarfn­ast ekki flók­ins und­ir­bún­ings er því iðu­lega lausn­in. Hæg­suða er ekki til umræðu.

Auglýsing

Mat­ar­venjukönn­unin mikla

Danska Umhverf­is-og mat­væla­ráðu­neytið gekkst á síð­asta ári fyrir mik­illi rann­sókn á mat­ar­venjum dönsku þjóð­ar­inn­ar. Tvö þús­und og fimm hund­ruð danskar fjöl­skyldur tóku þátt í þessu verk­efni ráðu­neyt­is­ins, héldu nákvæmt bók­hald yfir mál­tíð­irn­ar, hvað borðað var á hverjum degi í sex mán­uði. Til að fá sem gleggsta mynd af mat­ar­venj­unum náði bók­haldið bæði til vetr­ar­-og sum­ar­mán­aða.

Úrvalið kallar fram val­kvíða

Þegar pistla­skrif­ari var að alast upp hafði orðið val­kvíði ekki verið fundið upp. Mar­melaði var app­el­sínu­mar­melaði, smjör­líki var ann­að­hvort Flór­usmjör­líki eða Silf­ur­skeifan, hveitið var Pills­burys og kexið frá Frón. Kart­öfl­urnar Gullauga eða Rauð­ar, kaffið Braga eða Rio frá Kaaber. Þannig er þetta ekki leng­ur, núna eru að minnsta kosti tutt­ugu teg­undir af mar­melaði, annað eins af smjör­líki, fjórtán teg­undir af hveiti taldi pistla­skrif­ari í stór­mark­aðnum í hverf­inu og níu mis­mun­andi afbrigði af jarð­epl­um. Í kaffi­deild­inni var um að velja tutt­ugu og eina teg­und, fyrir utan skyndi­kaffi, annað eftir þessu. Þegar komið var í álegg­skæl­inn vand­að­ist málið fyrir alvöru, þar voru næstum fimm­tíu mis­mun­andi gerðir af nið­ur­sneyddu brauð­á­leggi og ekki var úrvalið í osta­hill­unum minna. Ekki ein teg­und af camem­bert, nei ell­efu og annað eftir því. Úrvalið ein­skorð­ast ekki við mat­vör­ur, þegar komið er að þvotta­efn­is­hillunum tekur ekki betra við. Þar er ekki spurn­ingin hvort kaupa skuli Vex, C 11 eða Spar! Ó nei, tutt­ugu og átta teg­undir um að velja og eina kunn­ug­lega nafnið Omo!

Hér hefur ekki verið minnst á kjöt­úr­val­ið, við laus­lega ágiskun virt­ist  kjöt­borð­ið, borðin rétt­ara sagt, vera um þrjá­tíu metra löng og úrvalið eftir því. Ekki heldur á allar þær teg­undir og afbrigði hrís­grjóna sem blöstu við í hill­unum og þeir sem halda að ekki séu til önnur hafra­grjón en Ota sól­grjón eiga ýmis­legt ólært.

Af fram­an­sögðu má ljóst vera að það þarf sterkar taugar og ein­beittan vilja til að kom­ast í gegnum slíkt „ferli” sem ein ferð í búð­ina getur ver­ið. 

Og hvað borða svo Danir

Danir eru fast­heldnir og íhalds­sam­ir, það gildir ekki bara um afstöðu þeirra til kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Í stórri könnun á neyslu­venjum Dana sem gerð var fyrir fyrir rúmum þrjá­tíu árum, fyrir daga skyndirétt­anna, nefndu flestir Danir súpu, steik (naut eða svín) og ís þegar spurt var um eft­ir­læt­is­rétti og hvað oft­ast væri á kvöld­verð­ar­borð­um, án þess að greint væri á milli viku­daga.

Umsjón­ar­menn nýju könn­un­ar­inn­ar, sem minnst var á í upp­hafi þessa pistils sögð­ust í við­tölum vera mjög spenntir að sjá útkom­una. Langt væri síðan fyrri könnun var gerð og margt benti til að nið­ur­stöð­urnar nú yrðu með allt öðrum hætti en þá. Í könn­un­inni nú er greint á milli viku­daga varð­andi neysl­una.  

Helg­ar­steikin

Steik­in, oft­ast nauta- eða svína­steik, ásamt við­bót­inni steiktum kjúklingi, er enn í efsta sæti þegar spurt er um helg­ar­mat­inn, þrátt fyrir allar nýj­ung­arn­ar. Súpa og ís eru hins­vegar ekki lengur fastur fylgi­fiskur helg­ar­steik­ar­inn­ar, það að borða þrí­réttað á laug­ar­dags­kvöldi heyrir semsé sög­unni til.

Rúg­brauðið vin­sæl­ast

Í ljósi þess að Danir eru iðu­lega, og ekki að ástæðu­lausu, kall­aðir rúg­brauðs­þjóð hefðu flestir lík­lega talið að rúg­brauð með áleggi myndi blanda sér í  „topp tíu slag­inn”. En að rúg­brauðið skuli vera vin­sæl­asti kvöld­verður dönsku þjóð­ar­innar kom sann­ar­lega á óvart. Fyr­ir­fram töldu flestir að ítölsku flat­bök­urn­ar, pizz­urn­ar, myndu hreppa þann tit­il. En nei, rúg­brauðið er númer eitt, pizzan númer tvö, súpa er í þriðja sæti kvöld­verð­ar­vin­sælda­list­ans, kjúklingur með kart­öflum og græn­meti er númer fimm, kótel­ettur og snit­sel númer sex. Pott­réttur er í sjö­unda sæti, pasta­réttur í því átt­unda, kjöt­bollan má sætta sig við níunda sætið og kálfa- eða nauta­steik númer tíu.

Rúm­lega helm­ingur lands­manna útbýr sjálfur kvöld­mat­inn, það að kaupa rúg­brauð og smyrja heima fellur í þennan flokk. Eldra fólk útbýr frekar mat heima en það yngra, en könn­unin sýnir að hlut­fall kvenna og karla sem búa ein og elda fyrir sig er mjög svip­að. Hjá hjónum er það mun oftar konan sem stendur við elda­vél­ina.

Rúg­brauðs­frum­skóg­ur­inn

Í mat­ar­venjukönn­un­inni var spurt hvort svar­endur keyptu yfir­leitt sömu teg­und­ir, t.d. sama kaffið, sama ost­inn o.s.frv. Margir svör­uðu því til að það færi eftir til­boðum hverju sinni hvað keypt væri. Þarna var þó rúg­brauðið sér á parti, lang­flestir sögð­ust alltaf kaupa sömu teg­und­ina, til­boð breyttu þar litlu. Ekki kom fram hvernig svar­endur hefðu fundið hið eina sanna rúg­brauð en í hverf­is­stór­mark­aði pistla­skrif­ara reynd­ust rúg­brauðs­teg­undir við nýlega taln­ingu vera tutt­ugu og ein.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None